Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.2004, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.2004, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. APRÍL 2004 PULITZER-verðlaunin voru veitt í 88. skipti sl. mánudag og féllu verðlaun fyrir bestu skáldsöguna að þessu sinni í hlut Edwards P. Jones, fyrir bókina The Known World, eða Hinn þekkti heimur, sem fjallar um þrælahald í Bandaríkj- unum á 19. öld en það sem þykir einkar athygl- isverð staðreynd í þessari vel skrifuðu sögu er að á þessum tíma mátti einnig finna efnaða blökkumenn sem héldu þræla. Gulag: A History eftir Anne Applebaum var þá verðlaunuð í flokki annarra verka en skáld- rita, Krushchev: The Man and His Era eftir William Taubman í flokki ævisagna og A Nation Un- der Our Feet: Black Political Struggles in the Rural South From Slavery to the Great Migration eftir Steven Hahn í flokki sagnfræðirita. Franz Wright fékk svo verðlaunin í flokki ljóðabóka fyrir Walking to Martha’s Vineyard en Doug Wright í flokki leikrita fyrir verkið I Am My Own Wife. Spunameistarinn MARTIN Sixsmith, fyrrum blaða- maður BBC sem einnig var fjöl- miðlafulltrúi Stephen Byers fyrr- um viðskipta- og iðn- aðarráðherra Breta, sendi nýlega frá sér skáldsöguna Spin, eða Spuni eins og útleggja má heiti sögunnar á íslensku. Er að sögn gagnrýnanda Daily Telegraph einkar auðvelt að lesa bókina sem léttilega dulbúna skáldsögu um stjórnartíð Tony Blairs. Í sögunni, sem látin er gerast árið 2011, segir frá hinum messíanska forsætisráðherra Andy Sheen sem á stöðugu stríði í Mið-Austurlöndum og frá óánægðum fjármálaráðherra sem ekkert vill frekar en að láta bókhaldið stemma. Bókin er er þá að sögn gagnrýnandans upp- full af húmor og er Jeb Bush, rík- isstjóri Flórída og bróðir núver- and Bandaríkjaforseta m.a. færður í forsetastólinn þar í landi. Handbók slæmu móð- urinnar RITHÖFUNDURINN Kate Long sendi nýlega frá sér bókina The Bad Mother’s Handbook, eða Handbók slæmu móðurinnar, sem er að sögn gagnrýnanda Gu- ardian einkar áhugaverð og gríp- andi. Bókin segir frá Karen, ein- hleypri móður á fertugsaldri, sem býr í smáþorpi og auk þess að sjá um 17 ára gamla dóttur sína, sem er um það bil að end- urtaka þau mistök móður sinnar að verða ólétt ung að árum, þá þarf Karen einnig að annast aldr- aða móður sína sem orðin er gleymin auk þess að vera stóma- sjúklingur. Long þykir fara vel með viðfangsefni sitt og forðast að einfalda sögupersónurnar og segir gagnrýnandinn fátt út á bókina að setja, utan að hún sé kannski bara einum of raunveru- leg. ERLENDAR BÆKUR Hinn þekkti heimur hlýtur Pulitzer- verðlaunin Martin Sixsmith Edward P. Jones F orsetakosningar nálgast nú í Banda- ríkjunum og menn farnir að velta fyrir sér hvort kosningabarátta gangi fyrst og fremst út á það að „selja“ þjóðinni forsetaefnið eins og hverja aðra vöru. Þetta sé fyrst og fremst spurning um að koma á framfæri viðkunnanlegri ímynd og nokkrum einföldum slagorðum í auglýsingatímum stóru sjónvarpsstöðvanna, þannig sé best að ná til önnum kafinna kjósenda, sem eru hvort eð er löngu drukknaðir í upplýsingaflóði fjölmiðlasam- félagsins, og grípa fegins hendi sífellt afþreying- arkenndari og styttri fréttatíma á umræddum stöðvum. Þó svo að gildi ímyndasmiða og almanna- tengla í pólitík sé hér e.t.v. ofmetið, leynist engu að síður sannleikskorn í þessum vangaveltum. Rík- isstjórn George W. Bush hefur t.d. slegið öll met í hagnýtingu slíkrar sérfræðiþekkingar, bæði í um- svifum sínum á kjörtímabilinu og í þeirri auglýs- ingaherferð sem kosningaskrifstofa Bush hefur hleypt af stokkunum, og mun vera sú stærsta og dýrasta sem efnt hefur verið til í sögu stjórnmála. Herferðin hófst um miðjan marsmánuð og mun standa með hléum fram að kosningum í nóvember. Eftir útsendingar auglýsinga er kynntu Bush sem styrkan leiðtoga í hryðjuverkastríðinu og vin al- þýðunnar, hófst röð auglýsinga sem beint er gegn John Kerry, frambjóðanda demókrata. Að sögn skipuleggjenda er hér um að ræða upphafið að 90 daga áætlun sem miðar að því að svipta hinn lítt þekkta Kerry jákvæðri ímynd sinni, og endurskil- greina hann á þeirra eigin forsendum, m.a. sem veikan í baráttu gegn hryðjuverkum og það áður en sumarið skellur á og kjósendur hætta að hugsa um pólitík. Kosturinn við að hefja herferðina nú er einnig sá, að sögn Mark McKinnon, fjölmiðlaráð- gjafa Bush, að kosningasjóður Kerrys er þurraus- inn og mun hann því ekki getað svarað fyrir sig í bráð. „Nú er lag“ er haft eftir McKinnon í New York Times, „að skilgreina Kerry. Það er auðveld- ast að skilgreina fólk áður en það hefur verið fylli- lega skilgreint.“ Áherslan á einfaldar ímyndir um- fram málefnalega og lýðræðislega umræðu nær súrrealískum hæðum í þessum ummælum, og ef til vill afhjúpa þau ákveðna oftrú Bush-stjórnarinnar á ímyndamótun og sjónarspil við mótun almenn- ingsálitsins. Elisabeth Bumiller gerir það að umtalsefni í ný- legri grein í New York Times hversu öfluga kynn- ingardeild Bush-stjórnin starfræki, en þar vinna margir af helstu snillingum skemmtana- og sjón- varpsiðnaðarins. Þessir aðilar fylgja æðstu ráða- mönnum stjórnarinnar við hvert fótspor og gæta þess að lýsing, sjónarhorn, bakgrunnur og hvers kyns myndræn skilaboð árétti opinberan mál- flutning þeirra og efli í augum almennings. Bíræfnasta dæmið um brögð ímyndasmiðanna var líklega þegar Bush hélt ræðu fyrir framan Mount Rushmore minnisvarðann, og ljósmyndurum var þannig stillt upp að höfuð Bush bæri við og bættist þannig í hóp þeirra Washingtons, Jeffersons, Lin- colns og Roosevelts. Tilkomumesta leikuppfærsla kynningardeildarinnar er þó að mati Bumillers „Top Gun“ lendingin svokalla, þ.e. þegar George Bush lenti á herþotu um borð í herskipinu Abra- ham Lincoln til að tilkynna um endalok átakanna í Írak, eftir 3ja daga sleitulausan undirbúning, þar sem allt var mælt út, frá afstöðu vinda á þilfari skipsins, til tímasetningar þeirrar stundar í ljósa- skiptunum er gullnum bjarma slær á menn og for- seta. Ímyndasköpun Hvíta hússins spannar allt frá því að vera fagleg og úthugsuð til þess að lýsa hreinni firringu og virðingarleysi gagnvart sögu og samtíð. Þegar Colin Powell kom í höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í janúar í fyrra til að færa rök fyrir innrásinni í Írak, gerðu menn sér lítið fyrir og breiddu yfir eftirmyndina af „Guernica“, hinu fræga stríðsádeilumálverki Picassos sem hangir í anddyrinu. Einhverjir sáu það fyrir að Powell þyrfti að svara spurningum fjölmiðla fyrir framan myndverkið og hafa eflaust óttast að myndmál meistarans myndi kæfa málflutning utanríkisráð- herrans í fæðingu. Það má líka leggja vafasaman skilning í það er Bush gekk hnípinn um menjar út- rýmingarbúða nasista í Auschwitz með hóp blaða- manna og ljósmyndara í humátt á eftir sér, og flatti söguna út í eitt stórt stríð gegn hryðjuverk- um og illgjörðarmönnum“ í ummælum sínum á eftir. Samanburðurinn við fall Berlínarmúrsins sem Rumsfeld átti m.a. þátt í að hrinda af stað eftir að bandarískir hermenn felldu styttu Saddams Husseins af stalli innan um rytjulegan hóp Íraka og stóran hóp fjölmiðlafólks eftir hertöku Bagdad, fól í sér áþekka einföldun á sögunni í þágu tiltekins málstaðar. En þótt ímyndin sé sterk, geta myndmiðlar um leið verið óendanlega opnir og háðir mismunandi túlkunum (sem minn lestur er ekki undanskilinn). Í mörgum tilfellum hefur pólitísk ímyndasköpun Bush-stjórnarinnar snúist við og varpað ljósi á hvernig reynt er að þröngva merkingu inn í ímyndirnar. Þannig lentu Bush og kynningar- deildin í vandræðum þegar hávær gagnrýni kom síðar fram fram á þá ákvörðun að setja stóran borða með orðunum „Verkefni lokið“ í bakgrunn forsetans á Lincoln-herskipinu er hann tilkynnti um lok átaka sem engan veginn er lokið. Notkun Bush á ímyndum af rústum tvíburaturnanna í fyrstu kosningaauglýsingunum vakti einnig hörð viðbrögð aðstendenda og setti Hvíta húsið í óvænta varnarstöðu. Og þrátt fyrir allar milljón- irnar sem Bush hefur lagt í „skilgreiningarher- ferðina“ gegn Kerry, er það ekki sá maður sem sit- ur sveittur fyrir svörum fjölmiðla þessa dagana vegna meintrar linkindar gagnvart hryðjuverka- mönnum, heldur George Bush og ríkisstjórn hans. FJÖLMIÐLAR OPNAR OG LOKAÐAR ÍMYNDIR Áherslan á einfaldar ímyndir umfram málefnalega og lýðræð- islega umræðu nær súrrealískum hæðum í þessum ummælum. Tvær leikhúskonur, Þórey Sigþórsdóttir leikkona og Þórhildur Þorleifsdóttir leik- stjóri, voru í sjónvarpsfréttum í gær- kvöldi, en þær munu hafa verið í hópi kvenna úr leiklistargeiranum sem hittist nýverið og ræddi – ótrúlegt en satt – „stöðu kvenna innan leikhússins“. Þær Þórey og Þórhildur gerðu í fréttunum kröfu til þess að fleiri leikrit eftir konur yrðu sett á svið og fleiri konur fengnar til að leikstýra þeim, og var á Þórhildi að skilja að núverandi hlutfall leikskálda væri brot á – ótrúlegt en satt – jafnrétt- islögum. Jájá, það er sem sagt komin fram sú kenning, sett fram af þekktum leikstjóra og fyrrverandi alþingismanni, að það sé andstætt lögum hvaða verk leikhúsin setja á svið! Það eiga að vera fleiri verk eftir konur og þar með færri eftir karla. Það þarf ekki endilega önnur verk, ekki fleiri eða færri gamanleiki, harmleiki, söngleiki eða aðra tegund leikverka, neinei það þarf fleiri verk eftir konur. Bara einhverjar konur. Konur konur konur. Og allt í lagi þótt það verði til þess að einhverjar konur fái verk sín færð á svið, einfaldlega vegna kynferðis höfundarins en ekki vegna þess hvað þykir í verkið spunnið. Segjum að næsta vetur ákvæði Þjóð- leikhúsið að sýna „Hart í bak“ eftir Jökul Jakobsson, „Stundarfrið“ eftir Guðmund Steinsson, „Dag vonar“ eftir Birgi Sig- urðsson og „Hafið“ eftir Ólaf Hauk Sím- onarson, svo nokkur afar vinsæl íslensk leikverk séu nefnd, þá gæti það verið andstætt lögum, að minnsta kosti sam- kvæmt mati Þórhildar Þorleifsdóttur og þá kannski líka Kærunefndar jafnrétt- ismála. Ekki vegna efnis verkanna, mál- fars, söguþráðar eða einhvers slíks, heldur vegna þess af hvaða kyni höf- undarnir eru. En ef einhver tvö þessara verka væru eftir konur þá væri hins veg- ar allt í lagi, jafnvel þótt verkin væru al- gerlega eins að öðru leyti. […] En nú segir kannski einhver að verk þessara ágætu leikskálda hefðu orðið öðruvísi ef skáldin hefðu verið konur. Jájá. Og eflaust líka ef leikskáldin hefðu verið íþróttamenn, fatlaðir eða frí- stundabændur, það getur verið. Vefþjóðviljinn www.andriki.is Morgunblaðið/Sverrir Barátta um brauðið. HART Í BAK IHvenær skyldum við hætta að lesa prentað efni?Hvenær hættum við alveg að lesa? Þetta eru erf- iðar spurningar en þær eru tímabærar. Lestur bóka og dagblaða er á hröðu undanhaldi sam- kvæmt könnun Þorbjörns Broddasonar prófessors á fjölmiðlanotkun tíu til fimmtán ára barna á Ís- landi. Í nýlegri frétt um könnunina, sem fór fram á síðasta ári, kom fram að 33% 10–15 ára barna höfðu enga bók lesið, að skólabókunum und- anskildum, síðustu þrjátíu daga fyrir könnunina. Árið 1997 var þetta hlutfall 27% og 18% árið 1991. Einnig hefur lestur dagblaða minnkað mik- ið, 40% barnanna sögðust lesa eitthvert dagblað daglega eða nær daglega í fyrra, en sex árum áður var hlutfallið 61% og 68% árið 1991. Á síðustu sex árum hefur dagblaðalestur farið úr 61% niður í 40% hjá þessum aldurshópi! Þetta eru svakalegar sviptingar og augljóst að fjölmiðlanotkun er að breytast mjög hratt. Prentið sem hefur verið ráð- andi miðill í fimm aldir mun líklega hætta að þjóna sem upplýsingamiðill innan skamms, dag- blöð hætta að koma út í núrverandi formi og sennilega mun bókaútgáfa minnka umtalsvert. Bækur verða fyrst og fremst að saklausu listformi, rétt eins og vefstóllinn er eingöngu notaður í list- rænum tilgangi eftir að rafknúnar vélar leystu þær af hólmi. IIEn hvað kemur í staðinn? Sjónvarpstækjumfjölgar enn á heimilum landsmanna, eru nú 2,85 að meðaltali á heimili en voru 2,15 árið 1997 og 1,73 árið 1991. Sjónvarpstækin eru að leggja undir sig hvert herbergið á fætur öðru á heimilum landsmanna. En hversu lengi munum við sætta okkur við þennan ófullkomna tvívíða miðil? Sjónvarpstæknin er þegar orðin algerlega úrelt og í raun óþolandi. Hvað er fáránlegra en að sitja heima í stofu eða eldhúsi eða svefnherbergi eða á klósettinu fyrir framan þennan kassa? Sjón- varpið gerir manninn að óvirku og heimsku kjöt- fjalli. Önnur tækni hlýtur að vera á næsta leiti. Draumurinn er að hægt verði að fylgjast með raunverulegum atburðum, til dæmis knattspyrnu- leik, á rauntíma með aðstoð tækni sem flytur mann á vettvang í sýndarveruleika. Áhorfandinn myndi þá setjast uppi í stúku, eins og aðrir áhorf- endur á vellinum, og fylgjast með á hinu þrívíða sviði. Hann yrði sýndarþátttakandi í viðburðinum. IIINetið er í mikilli sókn samkvæmt könn-uninni. Þar eigum við eftir að lesa texta enn um sinn. Líklega hafa ungmenni sjaldan lesið meira en einmitt eftir tilkomu Netsins. En það er hins vegar augljós galli á lestri að hann tekur mik- inn tíma. Þegar hefur bókin þurft að láta undan sökum þessa. Það er til að mynda fjótlegra að horfa á eina bíómynd en að lesa meðallanga skáld- sögu. Það kostar heldur ekki jafnmikið erfiði. Og myndmálið sækir á á fleiri sviðum. Auglýsingar innihalda æ minni texta. Fólk á æ auðveldara með að lesa í myndmál eftir því sem myndmiðlar verða meira ráðandi. Smám saman gætum við farið að afla okkar meiri og meiri upplýsinga í myndmáli. Ein mynd segir jú meira en þúsund orð. Síðan er aftur spurning hvaða miðill sé hand- an myndarinnar. NEÐANMÁLS H E I Ð A J Ó H A N N S D Ó T T I R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.