Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 6
NORRÆNT GRAFÍKÞRÍÁR ÞRIÐJA SINNI RAUNVERULEIKI og ímynd er yfír- skrift Norræns grafíkþríárs sem er nú haldið þriðja sinni í Norræna húsinu á vegum Norræna hússins og félagsins Islenskrar grafíkur. Sýningin verður opnuð í dag, laugardaginn 28. mars, kl. 15. Par er að fínna verk 7 norrænna listamanna sem allir eru menntaðir á sviði grafíklistar. Gestur sýningarinnar er pólski grafíklistamaðurinn Stanislaw Wejman. Grafíklistakonan Sigrid Valtingojer hefur haft umsjón með vali á listamönnum _og upp- setningu sýningarinnar fyrir hönd íslenska grafíkfélagsins. Pegar blaðamann ber að er verið að leggja lokahönd á uppsetningu í sýn- ingarsal Norræna hússins. Um er að ræða verk dönsku grafíklistakonunnar Helle Fro- sig, stórar dúkristur sem hafa verið hengdar beint upp á vegg, án ramma og glers, eins og almennt tíðkast. 42 smámyndir í innri salnum eftir Urban Engström frá Svíþjóð hafa ratað upp á vegg með svipuðum hætti. „Það er mis- skilningur að ramma grafíkmyndir alltaf inn,“ segir Sigrid. „I grafíklist mynda pappír- inn og þrykkið á yfirborði hans eina heild og þess vegna er engin ástæða til að fela áferð pappírsins á bak við gler. Pessu held ég að fólk hér á landi sé smám saman að átta sig á eins og annars staðar. Einu verkin sem enn voru ekki komin upp eru um tveggja metra stór verk eftir þekkta grafíklistakonu frá Noregi, Sonju Krohn. A morgun, sunnudag- inn 29. mars, kl. 16 heldur Sonja fyrirlestur í fundarsal Norræna hússins sem hún nefnir Mellem Munch og Rubljov. Aldrei meira að gerast í grafík en einmitt nú Fyrir 10 árum var haldin stór alþjóðleg grafíklistasýning, Grafica Atlantica, að Kjar- SÆNSKI listamaðurinn Urban Engström sýn- ir 42 smáar ætingar án titils. valsstöðum með þátttöku um 20 erlendra listamanna og fjölmargra íslenskra. Vel þótti til takast og viðtökur voru góðar. Sigrid segir að þá hafi verið ákveðið að reyna að halda áfram og viðhalda þeim áhuga á grafíklist sem þarna kom svo berlega í ljós. Því var það að árið 1988 var efnt til fyrstu samsýningar norrænna grafíklistamanna í Norræna hús- Morgunblaðið/Kristinn SIGRID Valtingojer grafíklistakona er sýningarstjóri þriðja Norræna grafíkþríársins sem hald- ið er í Norræna húsinu. í bakgrunni eru verk eftir dönsku grafíklistakonuna Helle Frosig. inu að frumkvæði þáverandi forstjóra þess, Knuts 0degárds. Verkin eru öll unnin sér- staklega fyrir þessa sýningu en undirbúning- ur hennar hefur staðið yfír í ár. Auk fyrr- nefndra eru þátttakendurnir þau Antti Tanttu frá Finnlandi, Marius Olsen frá Færeyjum, Anne-Birthe Hove frá Grænlandi og Hafdís Ólafsdóttir frá íslandi. Petta eru ungir og reyndari grafíklistamenn í bland og jafnmargir af hvoru kyni. Færeyingar og Grænlendingar hafa ekki áður tekið þátt í Norræna grafíkþríárinu. Þessar þjóðir teljast nú fullgildir þátttakendur í.Norðurlandasam- starfi grafíklistamanna og geta norrænir listamenn sótt um að dvelja á grafíkverk- stæðum í þessum löndum rétt eins og á hin- um Norðurlöndunum. Sigrid segir að þrátt fyrir fjölbreytt val á listamönnum frá Norðurlöndunum og ólíkan aldur þátttakenda sé ógerningur að ætla sýn- ingu sem þessari að varpa ljósi á allt það sem er að gerast í listgi-eininni á Norðurlöndum. „Nú sem aldrei fyrr er svo margt spennandi að gerast. Allskonar nýr tæknibúnaður er að koma fram sem eykur á möguleika grafíklist- arinnar. En það er aldrei hægt að ná sömu áhrifum með nýjum aðferðum og með ætingu eða öðrum hefðbundnum aðferðum. Þess vegna ákvað ég, án þess þó að vera á móti nýrri tækni, að leggja áherslu á handverkið í vali mínu á listamönnum. Því það tekur alltaf tíma að tileinka sér handverk þessa listforms og það krefst bæði kunnáttu og reynslu að vera góður grafíklistamaður.“ SÁLIR JÓNANNA HJÁ HUGLEIK , Morgunblaðlö/Þorkell „ÞVI andskotinn bíður búinn þar, breyskar að hremma sálirnar," segir í Hugleikverkinu Sálir Jónanna ganga aftur, sem frumsýnt verður í Möguleikhúsinu við Hlemm i kvöld. HUGLEIKUR stígur á svið 15. árið í röð með sýningu á nýju leikverki, Sálir Jónanna ganga aftur, í Mögu- leikhúsinu við Hlemm. Leikritið byggist á verki sem Hugleikur sýndi fyrir 12 árum og hét Sálir Jónanna. Grunnhugmynd- in er gömul þjóðsaga, sú hin sama og í Gullna hliði Davíðs Stefánssonar. Efnistökin eru þó allt önnur og Jónarnir nú fjórir auk þess sem tónlist og söngur skipa stóran sess, enda eru Hugleiksmenn miklir aðdá- endur óperuformsins. Segja þeir að leikhóp- urinn starfi eftir sem áður í þeim póst- móderníska ungmennafélagsanda sem Hug- leikur hafi orðið þekktastur fyrir á liðnum árum. Frumsýnt verður í kvöld, laugardag- inn 28. mars, og eru sýningar áætlaðar fram í byrjun maí. Uppfærslur Hugleiks eru jafnan á frum- sömdum verkum eftir leikfélagana. Arlega setur Hugleikur á svið eina til tvær stærri leiksýningar auk smærri verkefna. í Sálum Jónanna segir frá fjórum Jónum sem gefa upp öndina um svipað leiyi hér á uppi á Is- landi. Djöfullinn hugsar sér gott til glóðar- innar og hyggst ná þessum fjórum sálum því þunnskipað er í helvíti. Með ýmsum ráðum reynir hann að tæla maka Jónanna sem eru á leið með sálirnar til himnaríkis - og það tekst - næstum því. Meira fékkst ekki upp gefið hjá leikhópnum um söguþráð verksins. Leikarar eru 20 auk Hugleikshljómsveitar- innar og kórs Hugleiksóperunnar en að- standendur sýningarinnar eru alls um 50 talsins. Leikstjóri er Viðar Eggertsson. „Leikritið er orðið hálfgerður söngleikur," segir Gunnar Halldór Gunnarsson Hugleiks- maður. Hulda B. Ingunnardóttir, formaður leikfélagsins, segir að þau séu öll óperu- dýrkendur. Sami kjarni fólks hefur staðið að Ieikhópnum frá stofnun. „Enda þorir ekkert okkar að fara í persónuleikapróf!" segir Hulda og hlær. „Þó eru alltaf einhverjir nýir kraftar sem leggja okkur lið svo um leið og reynslan er fyrir hendi þá á sér stað endur- nýjun og það er mjög góð blanda.“ Gunnar segir að það sé fyrir öllu hjá leikhópnum að skemmta sjálfum sér - og síðan öðrum. Ekkert er í húfi nema áhuginn og leikgleð- inn. „Því ef okkur fyndist ekki gaman þá værum við ekki enn að.“ 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. AAARZ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.