Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 5
fann að ég hafði öðlast þessa dásamlegu gáfu. Eg gat læknað sjúka, flogið inn á lönd dauðra til þess að leita týndra sálna og farið á fund Hafandans mikla til að sækja veiðidýr. Loks gat ég innt af höndum furðulegustu þrautir, er skyldu sannfæra fólk um yfirnáttúrulega hæfi- leika mína.“ Seiður og breytt vitundarástand Helsta gáfa seiðandans fólst í því að geta að vild valdið grundvallarbreytingum á vitundar- ástandi sínu. Hér er ekki átt við koma sjálfum sér í einhvers konar „leiðslu" þar sem venju- legrar dagvitundar nýtur ekki lengur við, heldur öllu frekar ljúka upp dyrum að dýpri vitundarsviðum hugans. Seiðmaðurinn virtist geta stigið úr heimi hlutvei uleikans inn í „að- skilinn veruleika" og innt þar af hendi bless- unam'kt starf fyrir meðbræður sína og samfé- lagið í heild. Þeir seiðmenn, sem enn starfa og lifa á okkar tímum, fullyrða að á þeirri stund sé vitundin ekki lengur fangi í völundarhúsi efnisheimsins heldur þátttakandi í langtum yf- irgripsmeiri heimi andlegs veruleika. Markmið seiðsins var því að víkka út vitund- arástand seiðandans og koma honum í gagn- gert samband við aðrar víddir eða heima veru- leikans. Þessir heimar voru mismargir og ekki alltaf sambærilegir að gerð meðal hinna ýmsu þjóða en áttu það sameiginlegt að þar ólu ald- ur sinn huliðsverur og vættir náttúrunnar sem seiðmaðurinn fékk liðveislu frá. Seiðmögnun fól oft í sér kveðanda mikinn, söng eða skræki sem voru stundum þess eðlis að ekki þótti eftir hafandi. Seiðtrumban er þó mikilvægasta verkfæri seiðmannsins. Hún gengur að erfðum og vex máttur hennar með aldrinum. Seiðtrumban er yfírleitt sporöskju- laga með þremur hólfum. Hólfín áttu að tákna anda himins, anda jarðar og anda mannsins sjálfs. Trumban er skreytt myndtáknum og er notuð til spásagna. Hlekkir úr eirkeðju voru þá látnir á trommuna. Þegar slegið var á hana færðust málmhringimir í ákveðna afstöðu gagnvart táknunum og var það trú manna að seiðmaðurinn gæti út frá staðsetningu þeirra skyggnst inn í framtíðina. Einnig þekktist að notuð væru önnur hljóð- færi en tromma, t.d. hringlur, hrossabrestur og jafnvel strengjahljóðfæri. Var þá ávallt leikin síendurtekin hrynjandi sömu tóna. Víða þekktist að seiðandinn syngi einn en einnig var algengt að fólk umhverfis seiðmanninn (konuna) syngi til að koma seiðandanum í sjálfgleymi. Samfelld og kraftmikil öndun und- ir sjálfráðri stjórn (svonefnd líföndun) var einnig notuð til að magna líkamann og skerpa vitundina. Rannsóknir á trumbu- slátti seiðmanna Vísindamenn hafa á síðustu árum rannsakað trumbuslátt seiðmanna og þær breytingar sem hann veldur á vitundarlífi fólks. Athugan- ir þeirra gefa ótvírætt til kynna að trumbu- slátturinn hafí afgerandi áhrif á miðtaugakerf- ið. Mælingar með heilarafrita (EGG) sýna að síendurtekin hrynjandi seiðtrumbunnar eykur framleiðslu heilans á þeta-bylgjum. Þeta- bylgjur eru með orkumestu rafbylgjum heil- ans. Auk delta-bylgna hafa þær hægustu sveiflutíðni heilabylgna og koma einkum fram í svefnhöfga og draumum. Vitundarástand seiðmannsins líkist þó ekki svefni þar sem seiðmaðurinn er vökull og hefur fullkomna stjórn á hugarástandi sínu. Vísindamenn álykta því að hér sé um sérstakt vitundará- stand að ræða. Trumbuslátturinn virðist opna fyrir tiltekin svið hugans þó að seiðandinn haldi samhliða fullri meðvitund og starfi á við- unandi hátt á báðum sviðum. Seiðmenn segja sjálfír að seiðtrumban geri þeim kleift að ber- ast inn í aðra heima þar sem endurreist nýtt sjálf tekur til starfa. Völvur Óðins I Lokasennu ræðst Loki Laufeyjarson að Óðni: og draptu á vétt sem völur (barðir þú á trumbu sem völva) _ hugði ég það args aðal (eðli homma)“. í Ynglingasögu segir frá því að seiðnum „fylgir svo mikil ergi, að eigi þótti karlmönnum skammlaust við að fara, og var gyðjunum kennd sú íþrótt“. Þess er getið að Freyja Njarðardóttir hafi fyrst kennt Asum seið en hún var af Vanaætt. Talið er að átrún- aður Vana sé eldri en Óðins-dýrkun og hafi þessir tveir siðir runnið saman. Víða í fornsögunum segir frá því að völvur, stundum nefndar spámeyjar eða vísindakonur, hafí farið um landið og spáð mönnum forlög sín og árferð eða aðra hluti. Var þá talað um að ganga til fréttar, að fella blótspón eða að gá blótsins. Samfélagsstaða og viðhorf fólks til vöivunnar kemur vel fram í frásögn Eiríks- sögu rauða af heimsókn Þorbjargar lítilvölvu til Herjólfsnesar á Grænlandi. Henni er tekið með virktum og búið hásæti. Vinsamlegt við- mót og virðing fyrir fólki af þessum toga þekk- ist meðal annars hjá Sömum, en þar kvartar prestur yfír því að börn og fullorðnir komi hlaupandi á móti seiðmanninum „líkt og hann væri guðsmaður eða engill af himnum". Völvan hefur staf í hendi. Orðið völva er !ík- lega dregið af völur, sem er sívalur stafur. í Laxdælu er lýst hvar völuleiði finnst undir kirkjugólfi og seiðstafur þar við hlið. Seiðstaf- urinn er eitt megineinkenni rússneskra og samískra seiðkvenna. Orðið völur er hins veg- ar dregið af orðinu völsi eða reður karlmanns. Seiðmenn eru einnig nefndir seiðberendur, en berandi er tilvísun í kynfæri konunnar. Minnir þetta á skauf- og reðurtákn í fornum átrúnaði. Varðlolcka I lýsingunni af véfrétt Þorbjargar lítilvölvu kemur fram að konur hafí slegið hring um seiðhjallinn sem Þorbjörg sat upp á. Síðan var kveðið kvæði sem nefnt var Varðlokur. Orðið „varð“ merkir fylgja eða sál sem aðskilin er frá persónunni. Vörðurinn getur ýmist verið í manns- eða dýrslíki eða jafnvel sem ljós. Oft er talað um garðsvörð eða túnsvörð, en það var vættur eða verndari einhvers svæðis eða staðar. Sænski fræðimaðurinn Dag Strömback hefur varpað fram þeirri tilgátu að orðið varð- loka hafi upphaflega verið „varðlokka". Hann nefnir til þess dæmi frá Sömum, þar sem ung- lingsstúlka er fengin til þess að lokka sál seið- mannsins aftur inn í stirnaðan líkamann með því að hvísla í eyra hans. Flutningur kvæðisins Varðlokur hefur þá líklega haft þann tilgang að lokka að ýmsar andaverur og nálæga vætti. Enda segir Þorbjörg að kvæðinu loknu að „margar þær náttúnu- hingað til hafa sótt og þótti fagurt að heyra það er kveðið var, er áð- ur vildi frá oss snúast og oss öngva hlýðni veita". Og virtist þá tilganginum með athöfn- inni náð. Seiður og sálhrifalyf Notkun sálhrifalyíja fór víða fram samhliða seiðnum. Samar og Síberíubúar höfðu mikið dálæti á amanita muscaria, eða berserkja- sveppinum og var sífelld eftirspurn eftir hon- um. Koryakar í Síberíu létu jafnvel fullvaxta hreindýr í skiptum fyrir einn þurrkaðan ber- serkjasvepp. Annar sveppur sem neytt var í sama tilgangi og vex á norðlægum slóðum er peðsveppurinn (psilocybin). Indíánar í Mexíkó nefndu peðsveppinn töfrasvepp og var hann álitinn heilagur vegna áhrifa sinna. Ekki er mér kunnugt um neinar ritaðar heimildir um notkun þessara sveppa hér á landi. I frásögninni af Þorbjörgu lítilvölvu kemur fram að henni var veittur „sá umbúningur, sem hún þurfti að hafa til að fremja seiðinn“. Minnst er á að Þorbjörg hafi setið ofan á seið- hjalli á meðan hún magnaði seiðinn, en seið- hjallur hefur líklega verið hár, afmarkaður pallur sem reistur var eingöngu til þessara nota. Samar sitja á palli og til er lýsing frá Sí- beríu þar sem seiðkarl kemur sér fyrir á ferköntuðu sæti og ketill með sjóðandi vatni er hafður fyrir neðan. I pottinn voru skynörvandi sveppir og þegar þeir höfðu verið soðnir í mauk var seyðið drukkið. Þess skal þó getið að notkun sálhrifalyfja meðal seiðmanna er alls ekki algild og engan veginn forsenda fyrir því starfi sem þeir inna af hendi. Indíánar í Norður-Ameríku og sær- ingamenn inúíta notuðu sem dæmi ekki jurtir af þessu tagi. Þar sem notkun þeirra þekktist voru þær taldar mikilvægur þáttur í helgiat- höfnum þjóðflokksins. Jurtirnar voru álitnar ginnhelgar. Þær voru aldrei notaðar sem vímu- gjafar eins og því miður er algengt nú á dög- um. Sendingar og liknargaldur í Heimskringlu kemur fram að Óðinn fékk með seiðnum mátt til að „gera mönnum bana eða óhamingju eða vanheilindi og taka frá mönnum vit eða afl og gefa öðrum“. Þess konar seiður flokkast sem svartigaldur. Svartigaldur er kunnur úr fornritunum, en hann var galaður til þess að valda öðrum tjóni og jafnvel dauða. Sterk trú var á að með seið mætti hafa áhrif ó veður, valda þoku eða sjávarháska og einnig brjóta niður kynferðislega mótstöðu. Sending- ar eða stefnuvargar eru dæmi um svartagald- ur, en þá er átt við að senda eitthvert illvætti að ákveðnum mönnum, yflrleitt þegar fórnar- lambið er varnarlaust í svefni. Líknargaldur, sem galdraður var til ham- ingju og heilla, er þó algengari beiting galdui-s. í Sigurdrífamálum ákallai' valkyrjan Sigur- drífa æsi og ásynjur og biður þau um að veita sér og Sigurði Fáfnisbana „læknishendur, meðan lifum“. Talið er að völvur þær sem kenndar voru við Óðin hafí ekki aðeins skyggnst inn í framtíðina heldur jafnframt stundað lækningar að hætti þess tíma. Handa- yfirlagning hefur líklega verið eitt afbrigði þeirra. Meðferðargjafinn leggur þá hendur sín- ar yfir líkama sjúklingsins og hefur græðandi áhrif á einhvern ókunnan hátt. Germanskar rúnir Sérstaða keltneskra og germanskra seið- manna fólst í notkun þeÚTa á rúnum. Orðið rún merkii’ leyndardómur. í þýsku er það náskylt orði sem þýðir „að hvísla". Þegar höfðingjar Engilsaxa komu saman til leynifundar var samkoma þeirra nefnd „rúnir“. Einnig má geta þess að þegar Wulfila biskup þýddi Biblíuna yfir á gotnesku brúkaði hann orðið „runa“ yfir „leyndardómur" í setningunni „leyndardómur guðsríkis“. Orðið rún hefur því ávallt staðið fyrir það sem er leyndardómsfullt, óþekkt og yfírnáttúrulegt. Slík merking er að öllu leyti viðeigandi, því rúnirnar voni aldrei hugsaðar sem stafaletur, líkt og latnesku bókstafirnir, heldur voru rúnir fyrst og fremst notaðar til að varpa hlutkesti, til spásagnar og til að galdra fram máttarvöld er gætu haft áhrif á líf og ör- lög manna. Fræðimenn eru ekki sammála um hvar eða hvenær rúnaletur kom fyrst fram í Evrópu. Hins vegar er ljóst að germanskir þjóðflokkar ristu táknmyndir í steina mörgum öldum fyrir Kristsburð. Fjölmargar forsögulegar hellurist- ur hafa fundist í Svíþjóð og eru þær taldar frá síðara skeiði bronsaldar (u.þ.b. 1300 f. Kr.). Þetta eru einfaldar og öflugar táknmyndir sem standa fyrir frumöfl náttúrunnar. Þessar tákn- myndir þykja bera vott um frjósemis- og sól- dýrkun og eru taldar undanfari rúnaletursins. Rúnaspá og rúnagaldur Rómverski sagnfræðingurinn Takítus skýrir frá rúnaspádómum germanskra þjóðflokka í riti sínu Germanía, sem kom út árið 98. Þar segir: „Þeir sýna spádómum og hlutkesti meiri áhuga en nokkur annar. Aðferð þeirra er ein- föld: Þeir sneiða grein af aldintré og hluta í smábúta sem þeir merkja með táknum og strá þeim síðan af handahófi á hvitan dúk. Að því búnu kemur prestur þjóðflokksins, ef spáin er fyrir alþjóðar hönd, en annars heimilisfaðirinn. Hann ákallar guðina og er hann lítur upp til himins tekur hann upp þrjá búta, einn í einu, og þýðir hlutkestið af merkjunum sem á bút- ana voru sett.“ í bók sinni Galdrar á íslandi segú' Matthías Viðar Sæmundsson að greina megi sex þætti í rúnagöldrum að fornu. Rúnameistarinn risti rúnastafi og rauð þá með blóði eða litarefni. Síðan söng hann eða kvað formála yfir ristunni. Stundum fylgdi þessu einhvers konar hliðarat- höfn sem ýmist gat komið á undan, samtímis eða á eftir. Loks var rúnunum eytt með ein- hverju móti. I Egilssögu segir frá því hvernig þekkingar- leysi á notkun rúna getur valdið feiknarskaða. Egill kemst að því að fúskari í rúnafræðum hafi rist tíu dulrúnir á hvalskíði og lagt undir rúm sjúkrar konu. I stað þess að lækna konuna gerðu rúnirnar illt verra. Egill brennir því hvalbeinið og ristir nýjar rúnir konunni til handa. Launstafirnir nýju verða fljótlega til þess að konan, sem um ræðii', nær góðum bata. Egill Skallagrímsson varar eindregið við því að menn dufli við kynngimagnaðar rúnir án þess að kunna til hlítar að ráða þær. Hann kveður: Skalat maður rúnar rista nema ráóa vel kunni það verður mörgum manni er um myrkvan staf villist. Höfundur hefur um árabil unnið sem greinarhöfund- ur í lausamennsku. INDÍÁNAR Norður-Ameríku leituðu visku í einveru náttúrunnar. Þeir stóðu naktir á fjallstindum og grátbáðu Andann mikla um að veita sér sýn, linntu ekki látum fyrr en þeir urðu fyrir vitrun eða fundu nálægð máttardýrs síns. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. MARZ 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.