Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 2
ERILL HJÁ SÓLRÚNU BRAGADÓTTUR í ÞÝSKALANDI Syngur í lítt þekktri óperu eftir Haydn SÓLRÚN Bragadóttir sópransöngkona tekur þátt í frumsýningu á óperu Haydns, Orlando Paladino, í Ríkisleikhúsinu í Kassel í Þýska- landi í kvöld. Fer söngkonan með hlutverk drottningarinnar í sýningunni. Orlando Paladino er ekki í hópi þekktari verka Haydns og segir Sólrún langt um liðið frá því óperan var flutt síðast í Þýskalandi. „Þessi ópera er nánast óþekkt, eins og flestar óperur Haydns. Nóturnar fást ekki á aímennum markaði og aðeins er til ein plötuút- gáfa.“ Þykir söngkonunni þetta sæta furðu, því um ákaflega fallegt verk sé að ræða. „Þar fyrir ut- an er alltaf gaman að gera hluti sem ekki er hefð fyrir og það hefur verið virkilega góð stemmning í hópnum. Þá höfum við fundið fyr- ir þvl að íbúar Kassel bíða spenntir eftir þess- ari uppfærslu og mér kæmi ekki á óvart þótt fólk ætti eftir að koma víða að til að sjá hana. Haydn trekkir alltaf að!“ Stefnt er að því að taka óperuna upp á geislaplötu í júní næstkomandi. Það er skammt stórra högga á milli hjá Sól- rúnu því annað kvöld heldur hún áleiðis til Ki- el, þar sem æfingar á Don Carlos eftir Verdi hefjast á mánudag. Frumsýnt verður 10. maí og mun Sólrún einnig fara með hlutverk drottningar í þeirri sýningu, Elísabetar. „Þetta er hvort tveggja frábært hlutverk, þótt þau séu ólík. Hlutverkið í Orlando Palad- ino er hærra en bæði eru þau krefjandi. Það er reyndar alltaf krefjandi að æfa eitt hlutverk og læra annað á sama tíma.“ Sólrún segir leiklistina gegna veigamiklu hlutverki í sýningunni í Kassel - leikstjórinn fari djúpt ofan í persónur óperunnar. I Kiel á hún aftur á móti von á hefðbundnari óperusýn- ingu, með minni hreyfingu og minni „sálkönn- un“, ef svo má að orði komast. A þessu má sjá að erilsöm tíð er framundan hjá Sólrúnu, sem mun verða tíður gestur í lest- inni frá Kiel til Kassel á næstunni. Þá gerir hún sér vonir um að geta stungið annað veifið FRÁ Sjónþingi Braga Ásgeirssonar sem haldið var í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi 10. febrúar 1996. F.v. Jón Proppé, Sigurður A. Magnússon, Bragi, Hannes Sigurðsson og Einar Hákonarson. SJÓNÞING HEFJAST AÐ NÝJU SJÓNÞING Gerðubergs hefjast aftur eftir árslangt hlé nk. laugardag, 4. apríl, kl. 11 árdeg- is. Myndlistarkonan Hulda Hákon situr þá fyrir svörum og rekur feril sinn í máli og myndum. Sjónþinginu verður eftir sem áður fylgt úr hlaði með tveimur sýningum, í Gerðubergi, þar sem 20 ára ferill listakonunnar verður rakinn og í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti 7, þar sem opnuð verður sýning á nýjum verkum Huldu. Stofnað var til Sjónþinganna að tilhlutan Hannesar Sigurðssonar listfræðings, sem þá starfaði sem menningarfulltrúi Gerðubergs og rak jafnframt sýningarsalinn Sjónarhól við Hverfisgötu. Fyrir ári sagði Hannes starfi sínu lausu í Gerðubergi og á sama tíma var húsnæði Sjónarhóls selt. Þegai' Islenska menningarsam- steypan art.is tók að sér umsjón með sýningar- haldi í hinu nýja Galleríi Sævars Karls gafst tækifæri til að taka aftur upp þráðinn þar sem frá var horfíð og art.is og Gerðuberg hafa nú gert með sér samstarfssamning um áframhald Sjónþinganna. Umsjónarmaður þeirra er Hann- es Sigurðsson, forstjóri art.is. Sjónþing Huldu Hákon er það tíunda í röð- inni. Spyrlar að þessu sinni verða Halldór Björn Runólfsson, listfræðingur, og Egill Helgason, fréttamaður. Þá verður tekið við fyrirspurnum úr sal. Sjónþingum Gerðubergs er ætlað að veita persónulega sýn inn í feril þekktra ís- lenskra samtímalistamanna með það fyrir aug- um að endurskoða framlag þeirra og rifja upp farinn veg. DÓMUR TLS UM ÞÝÐINGAR Á ÍSLENDINGA SÖGUM AfbragSsgóSar, ná- kvæmar og læsilegar í NÝJASTA tölublaði The Times Literary Supplement birtist ritdómur um nýja enska út- gáfu á íslendinga sögum sem kom út í ritstjóm Viðars Hreinssonar hjá íslenska útgáfufyrir- tækinu Leifi Eiríkssyni í fyrra. Höfundur dómsins er Carolyne Larrington og gefur hún þýðingunum lofsamlega dóma. Hún segir að ís- lendinga sögur séu ekki lengur hluti af al- mennri þekkingu fólks um allan heim eins og þær virðast hafa verið fyrr á öldinni, það hafi því verið brýn þörf á þessum þýðingum. „Þýðingamar era yfirleitt afbragðs góðar, nákvæmar og læsilegar,“ segir Carolyne, „þær eiga örugglega eftir að verða hin viðurkennda enska útgáfa á sögunum.“ Carolyne segir enn fremur að sami gmnd- vallartónninn sé í öllum þýðingunum sem komi til af því að þýðing á föstum orðasamböndum sem koma fyrir aftur og aftur 1 sögunum er samræmd. Samt sem áður segir Carolyne að einstaklingsbundinn tónn þýðenda skíni stund- um í gegn. Þýðendur hafi líka að rnestu forðast fymsku og að binda sig um of við íslenskuna. Vísur segir hún og vel þýddar. Stundum segir Carolyne þó að þýðendum takist misvel að koma til skila ummælum hinna ólíku hetja, svo sem þegar Gunnari þykir hlíðin svo fögur að hann ákveður að fara hvergi. Carolyne segir að þegar útgefendurnir hafi fundið leið til að markaðssetja þýðingarnar muni þær aftur fá þann sess í evrópskri menn- ingarsögu sem þær eigi skilið. Sólrún Bragadóttir við stafni í Hannover, þar sem hún býr ásamt fjölskyldu sinni. „Eg er búin að vera í hálf- gerðri útlegð frá heimili mínu frá því síðastliðið sumar, fyrst heima á Islandi, m. a. vegna sýn- ingar Islensku ópemnnar á Cosi fan tutte eftir Mozart og nú út af þessum sýningum tveimur. Nú bind ég aftur á móti vonir við að geta skot- ist heim inn á milli æfinga og sýninga." Prix-Jeunesse-hátíðin Músin Marta í úrslit BARNAMYNDIN Músin Marta, framlag Sjón- varpsins í leikinni þáttaröð innan barna- og unglingadeilda norrænu sjónvarpsstöðvanna 1996, var valin í úrslit á Prix-Jeunesse kvikmynda- hátíðinni, sem haldin verður í Múnchen í Þýskalandi í júní næstkomandi. Myndin var valin fyrir aldurshópinn 7-12 ára ásamt fleiri mynd- um frá þekktum sjónvarps- stöðvum hvaðanæva úr heiminum. Leikstjóri og handritshöfundur myndar- innar er EgOl Eðvarðsson kvikmyndagerðarmaður. Myndin er byggð á sögu Jennu Jensdóttur rithöfundar sem upphaflega var skrifuð íyrir lítinn vin hennar og frænda, Hrólf Þorrason. Byggir Jenna hana á eigin reynslu er hún var bam í sveit. Þar voru haga- mýsnar vinir hennar og hún fylgdist með lífi þeirra og baráttu. Kvikmyndatöku annaðist Páll Reynisson. 21 mynd komst í úrslit og fer verðlaunaafhending- in fram við hátíðlega athöfn i lok hátíðarinnar. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinsson- ar. Gallerí Fold Ólöf Kjaran. Til 5. apríl. Gallerí Horn Ljósmyndasýning Kjartans Einarssonar. Til 15. apríl. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti Bjarni Sigurbjömsson og Helgi Hjaltalín Eyj- ólfsson. Til 2. apríl. Stefán Geir Karlsson. Til 1. apríl Gallerí 20 fm Svava Bjömsdóttir. Til 29. mars. Gallerí Sýnibox: Sýning á símbréfum. Gallerí Hlust: Haraldur Karlsson kynnir „Harðstjórann". Síminn er_551 4348. Gallerí Barmur: Sigurður Arni Sigurðsson. Kvennasögusafn íslands, Þjóðarbókhlöðu Rúna (Sigrún Guðjónsdóttir) er myndlistar- maður marsmánaðar. Listasafn Akureyrar Vatnslitamyndir Asgríms Jónssonar. Til 19. apríl. Listasafn Einars Jónssonar Verk í eigu safnsins. Leiðsögn um safnið og íbúð listamannsins laugardag og sunnudag kl. 15. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Elías B. Halldórsson, Matthea Jónsdóttir og Einar Þorláksson. Til_29. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýning vetrarins nefnist Svífandi form. Verk eftir Sigurjón Ólafsson. Til 5. apríl. Listhús Ófeigs Bjömssonar, Skólavörðustíg 5 Jóhann G. Jóhannsson. Til 29. mars. Hallgrímskirkja, anddyri Passíusálmar Hallgríms Péturssonar í Iist Sveins Björnssonar til 5. apríl. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Sigurður Ámi Sigurðsson. Til 29. mars. Kjarvalsstaðir Vestursalur: Rúrí. Miðsalur: Ólafur Elíasson. Til 13. apríl. Landsbókasafn Islands - Háskólabókasafn Passíusálmar Hallgríms Péturssonar - frá handriti til samtíðar. Til 9. apríl. Listasafn ASÍ - Ásmundarsalur, Freyjugötu 41 Ásmundarsalur: Sigurður Magnússon. Gryfja: Steingrímur Eyfjörð. Til 29. mars. Arinstofa: Ný aðföng. Til 29. mars. Listasafn íslands Salur 4: Ásgrímur Jónsson, Þórarinn B. Þor- láksson, Jón Stefánsson Jóhannes Kjarval. Mokkakaffi Nína Magnúsdóttir. Til. 2. apríl. Norræna húsið Norrænt grafíkþríár: Helle Frosig, Antti Tanttu, Marius Olsen, Anne-Birthe Hove, Haf- dís Ólafsdóttir, Sonja Krohn, Urban Engström og Stanislaw Wejman. Til 26. apríl. Nýlistasafnið Marlene Dumas, Þór Vigfússon, Gary Hume, Georgie Hopton, Ráðhildur Ingadóttir og Tumi Magnússon. Til 29. mars. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaðastræti 74 Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Til marsloka. SPRON, Álfabakka 14, Mjódd Bragi Ásgeirsson. Til 5. júní. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v/Suðurgötu Handritasýning. Til 15. maí. Stöðlakot, Bókhlöðustig 6 Jónas Bragi Jónasson. TÓNLIST Laugardagur 28. mars Selfosskirkja: Kammerkór Suðurlands og Agnes Löve. Kl. 16. Víðistaðakirkja: Kvennakór Hafnarfjarðar. Kl. 17. Langholtskirkja: Söngsveitin Fílharmonía; Signý Sæmundsdóttir, Alina Dubik, Snorri Wi- um og Eiríkur Hreinn Helgason. Kl. 17. Ráðhús Reykjavíkur: Borgarkórinn. Kl. 15. Sunnudagur 29. mars Hafnarborg: Tríó Reykjavlkur. KI. 20. Langholtskirkja: Söngsveitin Fílharmonía; Signý Sæmundsdóttir, Alina Dubik, Snorri Wi- um og Eiríkur Hreinn Helgason. Kl. 20. Digraneskirkja: Kammerkór Suðurlands og Agnes Löve. Kl. 16. Listasafn fslands: Stefán Ragnar Höskuldsson, flautuleikari og Elizaveta Kopelman, píanóleik- ari. Kl. 20.30. Hveragerðiskirkja: Kammertónleikar; Jón Að- alsteinn Þorgeirsson klarinettuleikari, Sigurð- ur Halldórsson sellóleikari og Örn Magnússon píanóleikari. KI. 17. Mánudagur 30. mars Hafnarborg: Mda Ingibergsdóttir. Kl. 20.30. Gerðarsafn: Ármann Helgason, Guðmundur Kristinsson, Miklos Dalmay. Kl. 20.30. Þriðjudagur 31. mars Norræna húsið: Háskólatónleikar. Jazztríó Carls Möller ásamt strengjasveit. Kl. 12.30. Miðvikudagur 1. apríl Hafnarborg: Kolbeinn Bjarnason og Valgerður Andrésdóttir. Kl. 20.30. Listasafn íslands: Kór MR. Kl. 20.30. Fimmtudagur Háskóli Islands: SÍ. Óperutónlist. Sigrún Hjálmtýsdóttir. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Óskastjaman, þrið. 31. mars. Fim. 2. april. Fiðlarinn á þakinu, lau. 28. mars. Fös. 3. apríl. Grandavegur 7, sun. 29. mars. Meiri gauragangur, mið. 1. apríl. Poppkorn, fim. 2. apríl. Borgarleikhúsið Sumarið ‘37, lau. 28. mars. Fim. 2. apríl. Galdrakarlinn í Oz, sun. 29. mars. Hár og hitt, fös. 3. apríl. Feitir menn í pilsum, fös 3. apríl. Sex i sveit, lau. 28. mars. Fim. 2. apríl. Feður og synir, sun. 29. mars. Loftkastalinn Bugsy Malone, lau. 28., sun. 29. mars. Fjögur hjörtu, lau. 28. mars. Fös. 3. apríl. Trainspotting, fim. 2. apríl. fslenska óperan Ástrardrykkurinn, lau. 28. mars. Hafnarfjaröarleikhúsið Síðasti bærinn í dalnum, lau. 28., sun. 29. mars. Kaffileikhúsið Svikamyllan, lau. 28. mars. Mið. 1. apríl. Leikfólag Akureyrar Söngvaseíður, Iau. 28., sun. 29. mars. Fös. 3. apríl. Möguleikhúsið Sálir Jónanna ganga aftur, frums. lau. 28. mars. Sun. 29. mars. Fös. 3. apríl. Einar Áskell, sun. 29. mars. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning- @mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. MARZ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.