Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 3
LESBðK MORGUNBLAÐSEVS - MLNNING LISTIR 13. TÖIUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI SeiSur var forn aðferð til þess að taka í þjónustu sína dulræn öfl og seiðmenning fylgdi landnemunum til íslands og stóð fram að kristnitöku. Meðal þeirra þjóða sem ræktað hafa seiðmenningu má nefna Indíána, Síberíuþjóðir og alveg sérstaklega Sama, sem þóttu betur að sér í þessari grein en flestir aðrir. Um seið og seiðmenningu skrifar Guðmundur Sigurfreyr Jónasson. Listamannaskálinn við Kirkjustræti hefur nú fengið á sig ljóma fjarlægðarinnar en var engu að síður merkilegt myndlistarhús þó að varla héldi hann vatni og vindum um það er lauk. Að honum föllnum lögðu myndlistarmenn 1 púkk með borginni og þá risu Kjarvalsstaðir á Klambratúni. Þar hefur stærsta myndlistarhús þjóðarinnar verið síðan, en hlutverk Kjarvalsstaða hefur samt breyzt verulega. Um þessi tvö hús og einnig þriðja myndlistarhúsið sem myndar beina tengslaröð, Hafnarhúsið, skrifar Pétur H. Ármannsson arkitekt. Benedikt Gröndal var einn afkastamesti bókmenntaskríbent nítjándu aldarinnar en í skrifum hans náðu rómantískar hugmyndir um bókmenntir hámarki hér á landi. Þröstur Helgason fjallar um ritdóma Gröndals sem eru sérstakir eins og flest sem frá honum kom, þeir fjalla til dæmis iðulega um eitthvað allt annað en bækurnar sem dæma átti. Barnabókaútgáfan 1997 er umfjöllunarefni Sigrúnar Klöru Hannesdóttur. Rýnir hún einkum í þrjá þætti í grein sinni: Túna sagnanna, persónur og loks landslag sem hefur vaxandi athygli sem áhrifaþáttur barna- og unglingabókmennta. FORSfÐUMYNDIN er af fossinum Glym í klakaböndum. Fossinn er í Botnsó í Hvalfirði. Ljósm.Mbl.rÞorkell Þorkelsson. SIGURÐUR A. MAGNÚSSON SUMARNÓTT Mjólkurhvít nótt kerlingarvella í lægðum Jarmur úr tjallshlíð hrafnar voka yfir bænum Hundgá í fjarska spói vellirímónum * Ain við túnfótinn kliðmjúk líður að ósnum Grængi'esið döggvott falla mun fyrir ljánum Hel fer með hlíðum heitir mér stundargi-iðum Ljóðið er birt I tilefni of sjötugsafmæli höfundorins 31. þ.m. Fyrsta Ijóðabók hans, Krotoð í sand, kom út 1958, en síðan hafa komið þrjór Ijóðabækur fró hans hendi og ennfremur bók með úrvali Ijóða úr öllum hinum. Eftir Sigurð liggja auk þess 25 bækur ó íslenzku í óbundnu móli og 7 frumsamdar ó ensku. HÁTTOG SNJALLT RABB EF TIL vill hefur það vakið at- hygli einhverra lesenda þessa Rabbs að undanfamar vikur hafa fjölmiðlar nokkuð greint frá upplestrarhátíð bama í 7. bekk grunnskóla á nokkmm stöðum á landinu. Hvert gæti markmið slíkrar hátíðar verið? Er kannski látið að því liggja að nemendur í 7. bekk kunni ekki að lesa? Þegar ég var ungur drengur varð mér fljótt ljóst að það var mikils virði að kunna að lesa. Að þeirrar tíðar hætti var ég settur í svokallaða tímakennslu sem er ein þeirra stofnana sem nútíminn hefur jarðsett fyrir löngu. Þar náði ég einhverjum tökum á stöf- um og byrjaði að stauta. Amma mín tók mikilsverðan þátt í þessum lærdómi og sat löngum stundum með mig í fanginu með heljarmikinn og stórhættulegan prjón í hendi og rakti sig eftir ævintýrum Grimms- bræðra. Fyrir það uppskar hún vanþakklæti enda kallaði margt annað á meiri athygli mína á þessum árum en undarlegir krókar og lykkjur stafanna. Öll þessi viðleitni varð til þess að þegar að eiginlegu barnaskólanámi kom sýndist ein- hverjum vitrum manni ég eitthvað kunna fyrir mér og var ég þess vegna settur í ann- álaðan ofurmennabekk. Þar hófst nokkur þrautaganga sem átti rætur í því að kapp- lestur var stundaður þar eins og um ólymp- íugrein væri að ræða. Kapplesturinn virtist byggjast á því að nemendur gætu haldið sem lengst niðri í sér andanum og látið orð- in streyma af vörunum í síbylju. Á sjálfu lestrarprófmu um vorið fengum við að lesa af blaði sem gekk undir nafninu „mínútan“ og eins og nafnið gefur ótvírætt vísbendingu um var hugmyndin sú að nem- andinn þrælaðist niður allt blaðið á mínútu, svartur í framan af súrefnisskorti. Brátt kom í ljós að lestur minn gekk ekki sem skyldi og eftir tveggja ára barning var ég tekinn úr séníatölu og iaut því sem á þess- um samkeppnisárum var kallað „að vera lækkaður í bekk“. Aldrei nokkru sinni varð ég var við það á þessum lestrarferli að til væri nokkuð sem héti fagur lestur, góður framburður, túlkun, góð líkamsstaða eða annað það sem gerir lestur áheyi'ilegan og fær hlustendur til að hrífast með. Það var ekki fyrr en í gaggó að einn ung- ur kennari gerði góðan upplestur nemenda sinna að keppikefli og lagði okkur nokkrar lífsreglur um áheyrilegan lestur. Mér er enn í fersku minni þegar Guðmundur Magnús- son, bekkjarbróðir minn, las ljóðið Hrærek konung í Kálfsskinni eftir Davíð Stefánsson af þvílíkum fítonskrafti og innlifun að okkur, sem á hlýddum, rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Þar fann hann sig með eftir- minnilegum hætti og varð síðar leikari en hinn ungi, áhugasami kennari gerði það sem frjóir kennarar hafa lengi stundað; hann hætti að kenna og sneri sér að öðru. Þegar ég varð kennari nokkrum árum síðar og lauk háskólaprófum hafði ég aldrei fengið nokkra tilsögn í lestri, góðum fram- burði eða því hvernig vernda bæri sjálft meginatvinnutækið, röddina - ef frá eru taldir þessir fáu tímar hjá unga kennaran- um í Réttó. Þó er það alkunna að kennara- röddum hættir til að skemmast við sífellda notkun mestallan daginn, gjarna í krítar- skýjum sem síður en svo eru raddvæn. Kennarar eru raunar ótrúlega oft í miklum vandræðum með rödd sína, hásir eða alveg raddlausir. Fyrir mörgum árum fór ég á námskeið í Háskóla íslands hjá góðum kennara og lærði heilmikið um raddbeitingu og radd- vernd og nam auk þess ýmis heilræði um það á hvern hátt vænlegt væri að flytja mál sitt á þann veg að hlustendur héldust a.m.k. vakandi. Fyrir u.þ.b. þremur árum gerðist það að samkennari minn, Baldur Sigurðsson, kom sér makindalega fyrir í heitum potti Sund- laugarinnar í Laugardal. Tilviljun eða örlög- in réðu því að við hlið hans sat kona frá Slóvakíu ásamt ungri dóttur sinni. Baldur er mæltur á tékknesku og tóku þau tal saman. Konu þessari var það mikið stoltsefni að dóttir hennar hafði náð gríðargóðum ár- angi'i í keppni í upplestri í heimalandi sínu; hún hafði sigrað í bekkjarkeppni, skóla- keppni, héraðskeppni og síðar tekið þátt í „upplestrarkeppni landsfjórðungsins". Það er sem sé keppt í fögrum upplestri í Slóvak- íu og hann talinn til listgreina og vekur keppnin mikla athygli ár hvert. Baldur hugsaði ráð sitt ekki lengi en greindi mér frá samtali sínu við konuna og lét mig hrífast með. Eg hef síðan starfað að undirbúningi og framkvæmd þessarar hátíð- ar með Baldri og öðru valinkunnu fólki. í fyrra var svo farið af stað með upplestrar- keppni í Hafnarfirði og þótti hún takast afar vel. Á þessu ári bættust Kópavogur og stór hluti skólanna á Suðurlandi við og er nú svo komið að u.þ.b. 900 nemendur í 7. bekk grunnskóla á íslandi reyna með sér í upp- lestri, fyrst heima í skólanum sínum og síð- an í héraði. Innan fárra ára verður áreiðan- lega keppt í upplestri um allt land. Snemma var gripið til þess heillaráðs að gera mynd- band um góðan upplestur og er það nú kom- ið á markaðinn og heitir Hátt og snjallt. Gerir það allan undirbúning keppninnar auðveldari. Það er ólýsanlega skemmtilegt og áhrifaríkt að horfa á tólf ára gömul börn lesa á þann hátt að Ijóst er að þau hafa gert sér grein fyrir gildi orðsins, lestrarhraðans, raddbeitingarinnar, réttrar líkamsstöðu, augnsambands við hlustendur o.fl. sem máli skiptir. Ekkert tungumál er í sjálfu sér fallegt. Fátt er auðveldara en misþyrma þessu við- kvæma tæki sem þö skiptir okkur svo miklu máli. Fegurð þess ræðst náttúrlega ein- göngu af meðferð þess, rituðu og mæltu. Of lengi hefur verið horft framhjá gildi lestrar- ins. Góðu heilli hefur þessi upplestrarhátíð verið tengd Degi íslenskrar tungu og þar með nafni þess manns sem einna fegurst hefur beitt móðurmálinu. Þegar ég var níu ára varð sá tálmi á leið minni á menntabrautinni að ég var látinn sitja eftir í skólanum tvo eða þrjá daga í röð, fjölskyldu minni til sárrar armæðu. Skýr- ingin var einfóld þegar móðir mín kom til að sækja syndaselinn. Ég gat ekki lært Gunn- arshólma Jónasar Hallgrímssonar utanað eins og krafist var og bunað honum út úr mér framan í kröfuharðan kennara minn. Raunar minnist ég þess að ég skildi varla orð í textanum og fegurð hans laukst ekki upp fyrir mér fyrr en mörgum árum seinna. Nú vildi ég óska þess að kennarinn hefði valið eitthvert annað ljóð og alþýðlegra og lagt meiri áherslu á að það yrði flutt með það að leiðarljósi að sá sem á hlýddi hrifist með, fengi gæsahúð eða jafnvel tár í augun. ÞÓRÐUR HELGASON LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. MARZ 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.