Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 7
ÍSLENSK BÓKMENNTAGAGNRÝNI TILFINNINGA- GUSUR GRÖNDALS Einn afkastamesti ritdómari og bókmenntaskríbent nítjóndu aldar var skóldið og fggurfræðingurinn, Bene- dikt Sveinbjarnarson Gröndal. ÞRÖSTUR HELGASON skoðaði nokkra ritdóma | Dessa snillinqs og komst meðal annars að því að þeir fjölluðu iðuleqa um eitthvað annað en ritið sem gggnrýna ótti. RITDÓMAR Benedikts Gröndals Sveinbjarnarsonar (1826-1906) eru allsérstæðir, eins og flest það sem frá honum kom, en endur- spegla engu að síður vej anda, þróun og spennu í ritdómum um og fyrir síðustu aldamót, bæði hvað varðar byggingu og inni- hald og þær bókmenntahugmyndir sem öldin ól af sér. í grein um rímnadóm Jónasar Hall- grímssonar (1807-1845) hér í Lesbókinni fyrir skömmu kom fram að Jónas var sporgöngu- maður Magnúsar Stephensens (1762-1833), bæði í viðhorfi sínu til rímna og skáldskapar almennt; Jónas var með öðrum orðum upplýs- ingarmaður þótt rómantískar bókmenntahug- myndir hafi náð töluverðum þroska í skrifum hans. Rómantísk skáldskaparfræði nær hins vegar hámarki sínu hér á landi í skrifum Benedikts Gröndals en áhersla hans á tilfinn: ingar, frumleika og ímyndunarafl er algjör. í fyrirlestri sínum, „Um skáldskap“, sem Grön- dal hélt í Reykjavík fjórða febrúar 1888 og var eins konar varnarræða fyrir ídealsimann gegn ásókn realistanna svokölluðu, sem þá voru að hasla sér völl í íslenskum bókmennt- um með Hannes Hafstein (1861-1922) og Gest Pálsson (1852-1891) í ^ fararbroddi, segir: „Skáldskapur er lýsingjjmeð orðum á ein- hverjum hugmyndum í veldi fegurðarinnar. En einmitt þetta veldi er æðra og hærra en sú daglega hreyfing lífsins - með öðrum orðum: það er ideelt veldi. Sú þýðing, sem skáldskap- urinn hefur fyrir lífið, er í því innifalinn, að andinn lyftist upp í veldi fegurðarinnar og upp yfir lífið“ (tilvitnanir eftir Ritsafn III og IV, 1950 og 1953 nema annað sé tekið fram). Bsekur f aukahlutverki Ritdómar Gröndals eru fjölmargir og flestir frá síðasta fjórðungi nítjándu aldar, sá elsti sem ég hef fundið er frá árinu 1852 og er hann birtur í ritsafni hans. Rítdómamir bera glögg merki áhugamála Gröndals, hann fjallar oft um fombókmenntir og vöxt og viðgang ídealískra eða rómantískra bókmenntahug- mynda á íslandi. Ritdómar virðast þannig oft hafa orðið honum tilefni til að koma hugsjón- um sínum á framfæri, stundum lendir meira að segja ritið sem dómurinn á að fjalla um í hálfgerðu aukahlutverki. Hvort sem það er vegna þess að Gröndal er oft að ræða eitthvað annað en ritið sem dómurinn fjallar um þá er hann sjaldnast mjög gagnrýninn á skáldverk- in sem hann skrifar um, það mætti jafnvel frekar segja að hann brygðist við höfundum til varnar og væri þá ofur jákvæður. I mörg- um greinum varar hann hins vegar við oflofí, sem honum finnst vera of algengt í skrifum um íslenskar bækur, og vitnar þá iðulega í orð Snorra um aðstæður þar sem það verði háð en eigi lof. Ritdómar hans eru því einatt eins konar jafnvægisdans á milli hóls og niðurrifs þótt stíllinn geti verið ákafur og blóðríkur. Beittastur er Gröndal í svargreinum sínum við gagnrýni, hvort sem hún var á hans eigin verk eða annarra. Gröndal getur hins vegar verið harðorður í garð ýmissa annarra en skáldanna í dómum sínum, ekki síst annarra ritdómara, blaðamanna og útgefenda. Hann kvartar oft sáran undan því að þessir og hinir höfundar fái ekki þá athygli sem þeim ber. Sjálfur þykist hann ekki eiga upp á pallborðið hjá „blaðamönnum eða neinum", eins og hann segir í svari sínu við ritdómi Fjallkonunnar um Gönguhrólfsrímur sínar. Þessa svargrein hefur hann á miklum þökk- um fyrir dóminn en fljótlega kemur í ljós að honum er ýmislegt annað í huga en þakklæti. Gröndal segir til dæmis að allmargir hafi keypt rímur sínar síðan getið var um þær í Fjallkonunni „svo að ég má enn til að reka mitt eldheita hjartans þakklæti framan í rit- stjórann og ausa mínum brennandi tilfinn- ingagusum yfir skallann á honum, þó að hann kynni að verða alveg hárlaus eftir.“ Slíkar rokur og brennandi tilfinningagusur eru ekki óalgengar í ritdómum Gröndals þótt þær beinist að öðrum en skáldunum. Sömuleiðis er þessi íróníski ritháttur honum tamur. Hér á eftir verða skoðaðir nokkrir dómar Gröndals um samtímaskáld sem telja má lýsandi fyrir skoðanir hans og rithátt. Smámennska og persónuleg hluHöll Það er ekki ólíklegt að Gröndal hafi fundið sig vel í rómantískum og þunglyndislegum kveðskap Gísla Brynjúlfssonar (1827-1888). í Isafold 1891 skrifar hann lofsamlegan dóm um Ljóðmæli Gísla enda telur hann skáldið ekki hafa hlotið þá viðurkenningu landa sinna sem hann átti skilið; og Gröndal er með skýr- inguna á reiðum höndum: „hann [Gísli] var ónýtur til að skjalla menn upp og fá sér flokk, eins og sumir geta, og láta dynja yfir sig hrós og dýrð, þótt þeir í rauninni séu engir föður- landsvinir.“ Gröndal segir að óvinskapur Gísla við Jón Sigurðsson (1811-1879) hafi ekki aflað honum mikilla vinsælda hér á landi. Þetta pólitíska stríð segir Gröndal að hafi valdið því að Gísli varð „geðstirður" og „skoðaði allt frá hinni dimmu hlið“ (Rit. Annað bindi, 1982). Slíkar útleggingar á persónum skálda eru tíð- ar í ritdómum Gröndals og ekki síður þessar menningarpólitísku vangaveltur. Samsæris- kenningarnar blómstra í texta hans enda var jarðvegurinn frjósamur. I ritdómi um Ljóðmæli Guðmundar skóla- skálds Guðmundssonar (1874-1919) sem birt- ist í Eimreiðinni 1903 hefur Gröndal sama háttinn á og í dómnum um Gísla og byrjar á skömmum; segir hann Guðmund einn þeirra sem ekki hafi „fundið náð hjá skálddómurum vorum og blaðamönnum" (Eimreiðinni IX ár, 1903). í dómi um Ljóðmæli Páls Ólafssonar (1827-1905) rekur Gröndal þetta fálæti gagn- vart vissum skáldum til þess að viðkomandi hafi ekki nægilega sterk persónuleg tengsl við blaðamenn: „Smámennskan og persónuleg hlutföll ráða hér öllUj“ segir hann um íslensk- an bókmenntaheim. I lok þessa dóms um Pál, sem birtist í Fjallkonunni 1899, víkur Gröndal svo á merkilegan hátt að eiginn útgáfuraun- um sem hann rekur einnig til hinna persónu- legu hlutfalla. „Það er eins og allir geti gefið út kvæði nema ég,“ kveinar hann og segir að kvæði sín liggi á víð og dreif í blöðum og tíma- ritum sem séu ófáanleg; „fáir vita nú af þeim, BENEDIKT Sveinbjarnarson Gröndal þau eru horfin og falin.“ Gröndal segir ástæð- una þá að hann hafi selt mikið kvæðahandrit tilteknum útgefanda sem svo vilji ekki gefa þau út, „kannske af hræðslu við einhverja níð- ritara, sem ég hefi komið mér illa við, eða þá talaður upp af einhverjum náunga - ég hef oftar en einu sinni orðið íyrir slíku.“ Þetta er ekki tómt væl og brigslyrði hjá Gröndal heldur lýsing á menningnarlegu ástandi þessa tíma hér á landi. í þriðja bindi Islensku bókmenntasögunnar (MM, 1996) segir Matthías Viðar Sæmundsson að þetta ástand hafi einkennst af deyfð og kyrrstöðu og vitnar í orð Valtýs Guðmundssonar (1860-1928) um að „siðferðislegt þrek, sjálf- stæði, drengskapur, orðheldni, óhlutdrægni og aðrir andlegir mannkostir“ hafi farið þverrandi með þjóðinni. Af ritdómum Grön- dals að dæma var hann sér meðvitandi um þetta ástand og deildi á það en um leið var hann vissulega þátttakandi í því; eins og áður sagði einkennast skrif hans ekki síst af per- sónulegu poti og hnútukasti, eftir að ritdeilur hans og realistanna byrja á níunda áratug nítjándu aldarinnar notar hann til dæmis hvert tækifæri til að kasta rýrð á þá Gest Pálsson og Hannes Hafstein. Rómantik i öllum skáldskap Segja má að Gröndal noti hvert tækifæri sem gefst til að koma á framfæri boðskap rómantíkurinnar um bókmenntir, hugmynd- um ídealismans um eðli skáldskaparins, Dóm- urinn um Guðmund Guðmundsson - sem Gröndal kallar vel að merkja „hárómantískt skáld“ - snýst til að mynda upp í mikinn áróð- ur fyrir þessum hugmyndum og skaðsemi realismans. Gröndal segir að örlög rómantík- urinnar hér á landi hafi orðið þau sömu og rímnanna. „Ef eitthvað var ort sem hét »rím- ur«, þá var það fyrirlitið; öllu þess konar átti að útrýma og það var (og er enn af mörgum) skoðað sem þjóðarskömm." Eins hefur farið fyrir rómantíkinni, segir Gröndal, af því að hún var misbrúkuð í upphafi hérlendis komst óorð á hana. Gröndal segir að rómantík sé í öllum „veru- legum skáldskap" en það sé aðeins vegna þess að „tíminn hefir orðið nieira og meira verkleg- ur (materíaliskur)" að hér um bil allur skáld- skapur hefur orðið „verklegur og pólitískur, eða með öðrum orðum: Lækkað úr hinu skáldlega veldi." Gröndal kvartar undan því að skáldskapur fjalli þannig vart um neitt annað en verklega hluti, jafnvel ættjarðar- kvæðin rugli alltaf um „framfarir, búskap, jarðyrkju og þess konar.“ Eins og sjá má eru skýr skil á milli „róman- tíkerans" Jónasar Hallgrímssonar og róman- tíkerans Benedikts Gröndals; sá fyrmefndi lagði höfuðáherslu á fræðslu- og nytsemisboð- skap upplýsingarinnar en sá síðarnefndi legg- ur beinlínis fæð á hann og telur hann skáld- skap til óþurftar. Um flugháan skáldskap Guðmundar segir Gröndal: „Þeir sem ekki hugsa um annað en járnbrautir, rafmagn, gufuafl, smjörgerð og matinn, þeir munu trauðlega nenna að fylgja Guðmundi." „Galimathias" Eins og aðrir ritdómarar síðustu aldar eyð- ir Gröndal iðulega miklu púðri í upptalningu á prentvillum í dómum sínum og útmálun á málvillum og misheppnuðum myndlfldngum og öðrum slíkum smáatriðum. Þó keyrir um þverbak í umfjöllun hans í ísafold 1894 um bók eftir skáldbróður sinn, Matthías Jochumsson, (1835-1920) sem nefnist Chicagó-för mín. Þar eru taldar upp hinar ýmsu villur í textanum í mjög löngu máli enda segir Gröndal að „væmni og óbragð“ komi í hann af að sjá þetta. Greinilegt er af þessum dómi að bók Matthíasar hefur farið mikið í taugarnar á Gröndal þótt hann rífi hana ekki alveg niður. Ljóst má vera að það eru fyrst og fremst skoðanir Matthíasar á Vesturheimi og ferð- um íslendinga þangað sem fara í skapið á Gröndal. Honum finnst skáldið ekki tala nægilega skýrt gegn Ameríku þótt andúð hans á henni megi sjá undirniðri í öllum text- anum. Gröndal þykir skömm að Vesturheims- ferðunum og segir Ameríku ekki vera neitt „annað en peningar“. Um Chicago-borg seg- ist hann heldur ekki hafa heyrt neitt merki- legt: „“Himinskafar", „lyftarar“, eintómar furðuvélar og allt og allt - en ekki nefnd nokkur vísindi, engin bók, engin andleg hreyfing, nema kannske trúarmas og pen- ingaglamur." Leiða mætti getum að því að vonbrigði Gröndals yfir linkulegum tökum skáldbróður síns á Ameríku hafi haft áhrif á þann þunga dóm sem hann svo fellir um skáldskap hans síðast í bókinni; hér er að minnsta kosti um eina af hinum kostulegu gröndælsku tilfinn- ingagusum að ræða: „Óskandi hefði verið," segir Gröndal, „að höfundur hefði gætt betur að þrem seinustu blöðunum hjá sér, því hver sem vill má kalla það „skáldskap"; annað eins „Galimathias" er varla unnt að hugsa sér; það er ekki væmið, það er hreint og beint upp- sölumeðal, og er vonandi, að séra Matthías fari ekki að „concurrera" við apótekarana, heldur passi sitt embætti og gefi sínum söfn- uði inn heilsusamlegan anda.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. MARZ 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.