Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/RAX HAFÍS úti fyrir mynni Dýrafjarðar 18. marz 1998. Hafís getur rekið að landinu þrátt fyrir aukin gróðurhúsaáhrif og hann er engin sönnun þess að hlýnun af völdum gróðurhúsaáhrifa sé orðum aukin. AUKIN GRÓÐURHÚSA- ÁHRIF í ÍSLENSKUM VEÐURATHUGUNUM EFTIR TRAUSTA JÓNSSON Þegar litið er til þess að í marz á þessu ári varð um 25 stiga frost í Mývatnssveit, mætti halda að allt tal um hlýnun af völdum gróðurhúsaáhrifa sé marklaust. Greinarhöfundurinn telur samt að svo sé ekki og að á Islandi hafi hlýnað alveg jafn mikið og á norður- hvelinu öllu þegar til langs tíma er litið. IFJÖLMIÐLUM og manna á meðal er talsvert rætt um hlýnun af völdum aukinna gróðurhúsaáhrifa. Sem von- legt er sýnist sitt hverjum og er reynd- ar ástæðulaust að halda að öll kurl séu endanlega komin til grafar í þeirri um- ræðu. Nokkuð hefur á því borið að hegðan veðurlags á íslandi síðustu ; áratugi sé notuð sem röksemdafærsla gegn j hugmyndum þorra vísindamanna um hlýn- ; andi veðurlag. Hér sé þrátt fyrir allt kaldara » nú en var fyrir miðja öldina. Hér er ætlunin » að fjalla lítillega um þetta mál. Mýnun á norðurhveli jarðar Lítum fyrst á kunnuglega mynd sem sýn- ir meðalhita á norðurhveli frá 1851 til 1997 (1). Súlumar sýna frávik meðalhita hvers árs frá meðaltali áranna 1951-1980, en þykk- ari línan sýnir 15 ára keðjumeðaltal. Stöldr- um nú við nokkur atriði. Frá upphafí línu- ritsins til um 1920 er hitinn lengst af að sveiflast svona 0,2° til 0,4° undir meðallaginu áðumefnda. Um 1920 fer ferillinn að sveigja uppávið. Þó „brekkufóturinn" sé við 1917 er það ekki fyrr en síðar sem greinilegt er að farið er að hlýna. Ef bmgðið er blaði fyrir þann hluta myndarinnar sem sýnir tímann eftir 1929 sést að fram undir það era árin flest á svipuðu róli. En síðan tekur við skeið þar sem hiti nær meðallaginu áðumefnda. Greinilegur toppur er árið 1944, en síðan gengur hiýnunin dálítið til baka. Hlýjasti hluti þessa tímabils er ekki fjarri 0,3° hlýrri en var síðari hluta 19. aldar. Næsti brekku- fótur er um miðjan 8. áratuginn. Ár sem era marktækt hlýrri en þau hlýjustu fyrr á öld- inni koma þó ekki fyrr en 1988 eða svo. Síð- ustu 10 árin hafa greinilega verið hlýrri en áður þekkist á því tímaskeiði sem þessar mælingar ná yfír. Nú er svona 0,2°-0,3° hlýrra en var um miðja öldina, þ.e.a.s. 0,5°- 0,7° hlýrra en í upphafí aldar og síðari hluta þeirrar síðustu. A myndinni má einnig sjá að fyrir 1880 er breytileiki milli ára meiri en síðar hefur verið. Ekki er víst af hverju þetta stafar en skortur á mælingum gæti verið hluti skýringarinnar. Nú er unnið mik- ið við að reyna að framlengja þetta línurit aftur á bak til síðasta hluta 18. aldar. Óviss- an í þeim reikningum er mikil, en þó hefur komið í ljós að hiti virðist a.m.k. tvisvar hafa orðið hærri heldur en var eftir miðja 19. öld, ef til vill ekkert ósvipað því sem við sjáum á íslenska línuritinu hér að neðan. Ef hlýnunin er miðuð við þessi hugsanlegu fyrri hámörk verður hún sennilega nær 0,5° en 0,7°. Hitafar á íslandi Þá lítum við á mynd (2) sem sýnir hitafar í Stykkishólmi frá því um 1830 til okkar daga. Mælingar hófust í Stykkishólmi 1. nóvember 1845, en með samanburði við mælingar í Reykjavík má með nokkuð góðu móti áætla Stykkishólmshitann aftur á 3. áratug 19. aldar. Enn eldri mælingar era til og er nú unnið að lausn túlkunarvandamála sem við er að stríða til að nota megi þær til þess að framlengja línuritið aftur til 1775. Hægt er að túlka þessa mynd á fleiri en einn veg. Hér er hins vegar ætlunin að líta á einn möguleika, þann að hér hafí þrátt fyrir allt hlýnað nokkurn veginn jafn mikið og að meðaltali á norðurhveli. Hlý og köld skeið Hitafarinu má skipta í tvenns konar tíma- bil, hlý og köld. Fremur hlýtt tímabil stóð í 8 ár eða svo á 5. áratug 19. aldar. Annað hlýtt tímabil var við lýði frá um 1925 til 1964. Hlýjasti hluti þessa síðara tímabils er u.þ.b. 0,5° hlýrri en hlýjasti hluti fyrra tíma- bilsins, 70-80 árum áður (eins og efsta beina línan á myndinni sýnir). Kalt tímabil hófst um 1850 og stóð fram á 3. áratug þessarar aldar. Annað kalt tímabil hófst 1965 og stendur kannski enn. Hlýjustu ár þessa síð- ara kalda tímabils eru ekki fjarri því að vera 0,5° hlýrri en hlýjustu ár síðasta kalda tímabils. Hitafarið eftir 1965 er nánast eins og beint framhald af þeirri hægu hlýnun sem átti sér stað frá upp úr 1860 til 1920. Veðurfar á Islandi er með þeim sérkennum að stöku sinnum eru hafþök af ís norðan og austan við land. Þá lokast fyrir upphitun lofts af norðlægum upprana norðan við land og landið verður eins konar tangi út úr Grænlandi. Þá breytist veðurlag á íslandi og slík ár fá einskonar „aukakulda“. Við sjá- um ár af þessu tagi á síðustu öld, en ekki á þessari. Þetta voru 1836, 1859, 1863, 1866, 1869, 1874, 1881, 1882 og 1892. Við lá að við færum í þetta far 1979. Beina línan sem liggur um myndina þvera skáhallt gegnum súluþyrpingarnar uppávið til hægri sýnir 0,63 hlýnun á hund- rað áram eða u.þ.b. það sama og er á norð- urhveli í heild. Hlýindaskeiðin tvö áður- nefndu era samkvæmt þessari túlkun sér- stakar sveiflur sem þurfa aðra skýringu en aukin gróðurhúsaáhrif. Hvað veldur veit enginn, en ýmsar skýringartilgátur hafa verið nefndar en þær verða ekki raktar hér. Framhaldið? Hvert verður svo áframhaldið? Það veit auðvitað enginn. Það gæti t.d. komið nýtt aukahlýindaskeið. Það ætti þá e.t.v. að verða hlýrra en hið fyrra, kannski eins og á næstu mynd (3; „Framtíðarsýn la“). „Framtíðin" á þessari mynd er einfaldlega þannig fengin að gamla hlýindaskeiðinu er bætt við línuritið í framhaldi af árinu í ár, en nú væri byrjun þess hlýrri en var um 1920, í upphafi þess fyrra. Kannski heldur núverandi „kuldaskeið" áfram og stendur hátt í eina öld. Mynd 4 (.Framtíðarsýn lb“) er þannig fengin að frávik gamla skeiðsins frá beinu línunni er líka notað sem frávik áranna 1998-2062 frá sömu línu. Þó er gerð sú breyting að fjögur mestu hafís- og kulda- árin hafa verið skorin burt að nokkra (þau sem lenda neðan neðstu skálínunnar á mynd 2. Ef eitthvað ámóta yrði raunin mættum við bíða lengi eftir jafnhlýjum ár- um og á 4. áratugnum, jafnvel þó gróður- húsaáhrifín héldu áfram að aukast eins og verið hefur. Vöntun á hlýjum áram á íslandi væri því engin afsönnun á vaxandi hlýnun í heiminum. Við gerð þessarar framlengingar var ákveðið að láta þetta síðara kuldaskeið einnig hanga neðan í línunni eins og hið fyrra. Það breytir þó ekki miklu þó meðal- fráviki fyrra kuldaskeiðsins (0,28°) yrði bætt ofan á. Kannski bætir hlýnunin í sig eins og tölvureikningar virðast benda á. Niðurstöð- ur veðurfarslíkan-reikninga virðast benda til þess að hlýnun á næstu 100 árum verði á bilinu 1,5° til 3° að meðaltali yfír jörðina. Síðustu myndirnar (5; „Framtíðarsýn 2a“ og 6; „Framtíðarsýn 2b) eru eins gerðar og myndir 3 og 4 nema hvað á þessum seinni myndum er hlýnunin eftir 1997 sett við efri mörkin eða 3,0°C/100 ár. Takið eftir því að þrátt fyrir þessa miklu hlýnun koma ár sem eru hlýrri en hlýjustu árin á 4. og 5. ára- tugnum ekki fram fyrr en eftir 2015 í síðara dæminu, en eftir um áratug í því síðara. Þessi fjögur ímynduðu dæmi ætti ekki að taka alvarlega og auðvitað verður raunvera- leikinn einhver allt annar. Kannski kemur hafísinn af fulium þunga aftur. Við gætum e.t.v. fengið „aukakuldaskeið" jafn óvænt og hlýindaskeiðin. Svo gæti auðvitað hlýnað strax á þessu ári. Niðurstaða Niðurstaðan er sú að „skortur á hlýnun" hérlendis er ekki í neinu ósamræmi við hug- myndir um aukin gróðurhúsaáhrif. Svo virðist sem á íslandi hafi hlýnað alveg jafn mikið og að meðaltali á norðurhvelinu öllu þegar til langs tíma er litið. Höfundor er veðurfræðingur á Veðurstofu Islands. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 28. MARZ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.