Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 9
íWlti £ inoröurhx/eíi Jtenöar 18SD - 11S5.7 iPmulk?fnDin!o5alUilimi imf, - 1?SHD )Heintííi(ptaíKnritHaítl!>v<DBrtrn)):iliTnot((OlmirtfcItto*omót!lÍtni))) ihykkliine -— ttT^iniiknfyunwi'Rrtlhli HITI á norðurhveli jarðar 1856-1997. (Úrsafni Ha- dley-reiknimiðstöðvar bresku veðurstofunnar og Climatic Research Unit við Norwich-há- skóla á Bretlandi.) Töl- urnar á lóðréttu ásunum sýna frávik hita frá með- allaginu 1951-80 í Celcí- us gráðum. Á öllum myndunum tóknar þykki ferillinn 15-óra keð|umeðaltöl. YFIR MOLDUM GUÐMUNDAR GÓÐA HITI í Stykkishólmi 1831-1997. Skásettar punktalínur upp frá vinstri til hægri: Miðlína, leitni (trend) hitans yfir tímabilið í heild (0,633° C/100 árum). Efsta línan er sú sama og miðlína að viðbættum 1,5° C, neðsta línan er 1,5° C undir miðlínunni. Ársmeðslhiti ii StyMtis.'hó'lmi HB31-Tia97 -1 BBHD «0 BB90 IWO VSSO H3S0 VB7B 1,330 W30 3tB5C _________________________.avK«mn=1.--iuntoaii<ni;.niiluil_________________________________ FRAMTÍÐARSÝN. Ferlar framlengdir með því að bæta frávikum hlý- skeiðsins um og fyrir miðja öldina (og upphafi síðara kuldaskeiðs) við framhald leitnilínu. Leitnilínan sýnir sem fyrr 0,633° C hitahækkun á hverjum 100 árum. FRAMTÍÐARSÝN. Ferlar framlengdir með því að bæta frávikum kulda- skeiðsins fyrra við fram- hald leitnilínu. Leitnilín- an sýnir sem fyrr 0,633° C hitahækkun á hverjum 100 árum. i«æ ibsö iwr i8sd «« «aa >'«sd *37i) ibbc s®)£ ataffi iBSC Framtlðarsýn .lla FRAMTÍÐARSÝN. Eins og mynd 3 að öðru leyti en því að í stað 0,633° C hitahækkunar á hverjum 100 árum er sett hækk- unin 3,0° C á 100 árum eftir 1997. Þetta er við efri mörk þess sem lík- legt er talið í skýrslum IPCC-hópsins. FRAMTÍÐARSÝN. Eins og mynd 4 að öðru leyti en því að f stað 0,633° C hitahækkunar á hverjum 100 árum er sett hækk- unin sett 3,0° C á 100 árum eftir 1997. Þetta er við efri mörk þess sem líklegt er talið í skýrslum IPCC-hópsins. !*** r . n ) | [ i i ,- i - III- rrnraiioífsyn iid EFTIR HERMANN PÁLSSON Öllu líferni Guðmundar biskups er lýst á sömu lund og góðum mönnum í Sólarljóðum er farið, en á hinn bóg- inn vill ræðumaður ná sér niðri á öllum þeim sem hröktu biskup og flæmdu hann frá kirkju sinni og hjörð. GUÐMUNDUR Arason biskup, einn fremsti og umdeildasti leiðtogi ís- lenskrar kirkju á þrett- ándu öld, var jarðsettur á Hólum í Hjaltadal föstudaginn tuttugasta mars 1237. Fróðlegt er að kynnast frásögn Amgríms Brandssonar ábóta af þessum atburði. Við útfarir þótti stundum hæfa að minnast ekki einungis þess sem hinn látni lét af sér leiða í lifanda lífi heldur einnig hins hvernig vinir og óvinir orkuðu á ævi hans; að lofa þá menn sem höfðu reynst hinum látna góðir drengir og á hinn bóginn að segja andstæðingum ræki- lega til syndanna. Með slíku móti gat útför orðið staður og stund til skuldaskila. í Sólar- ljóðum er fjallað um slík skuldaskil með al- mennum og óperusónulegum hætti. Am- grímur ábóti lýsir útför biskups af mikilli al- úð í Guðmundar sögu sinni. Hann eignar ónefndum presti það spjall sem flutt var yfir moldum Guðmundar, og er það einhver magnaðasta líkræða sinnar tegundar sem ég hefi nokkum tíma lesið. Hún hefst á þessa lund: Sælar væri kristinna manna sálur, ef þær atgeymdi iðulega hvílík verðlaun góður mað- ur tekur fyrir sína hjartalegu þjónustu á síð- asta degi, sem guð slítur manninn sundur í tvo hluti og skilur með líkama og sálu, eða hversu ógurlegt áfelli með ávaxtalausum harmi fordæmanda sál þröngvir með eilífri skömm og bótalausri pínu[... ] Síðar í ræðunni víkur klerkur að þeim árásum sem kirkjan og forráðamenn hennar urðu að sæta af hálfu illra manna: Því að eigi mundi maðurinn svo ósæmi- lega auðga sig með ferlegri fjárágirni að kirkjumar væri sínu góðsi ræntar og kenni- mannlegur stéttur eða biskupsstólarnir sjálfir að herfangi gervir, og eigi heldur mundu þeir dirfast heiftugar hendur að leggja á kirkjunnar þjónustumenn með meiðslum og limaláti. Þegar sækir fram í ræðuna verður vikið að bardögum, beinbrotum og margháttuðum meingerðum, sem guðs vinur Guðmundur biskup varð að þola. Og þótt hann yrði eigi í síðustu vopnum veginn, er eigi því síður auðfúndið hans písl- arvætti, því að hann ástundaði ekki annað en þola til þess eymd og ofsókn heimsins, að hann mætti sem bestur dæmast og sem sælastur verða í ókomnu lífi. Öllu lífemi Guðmundar biskups er lýst á sömu lund og góðum mönnum í Sólarljóðum er farið, en á hinn bóginn vill ræðumaður ná sér niðri á öllum þeim sem hröktu biskup og flæmdu hann frá kirkju sinni og hjörð, enda geti slíkir óvinir ekki vænst neinnar misk- unnar í þeirri refsivist sem bíður þeirra sem eftir að nösum lýkur. Hvort sem Arngrímur ábóti fer með rétt mál eða ekki um ræðu klerks, að hún sé samin í mars árið 1237, þá getur enginn vafi leikið á um fyrirmyndina að henni. Hún er sniðin eftir hugleiðingum Galterusar meist- ara og sagnaskálds í latneska kvæðabálkin- um Alexandreis, sem Brandur Jónsson, ábóti í Þykkvabæjarklaustri og síðar biskup á Hólum í Hjaltadal, snaraði á íslensku og kallaði Alexanders sögu. Eg hef ekki kannað málið til hlítar en í fljótu bragði virðist lík- ræðan yfir Guðmundi góða styðjast við ís- GUÐMUNDUR biskup Arason ríður frá Hól- um með þrjú hundruð manna. Teikning eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur. lensku þýðinguna, fremur en latneska frum- ritið. Sprettur í Alexanders sögu fjallar um dauða Daiusar Persakonungs: Um þessi tíðindi talar meistari Galerus í bók sinni: Sælar væru sálurnar, segir hann, ef þær vissi fyrir hvað hinn góði maður tek- ur upp fyrir sína tilstuðlan, er hann fer af heiminum, eða hvað vondir menn eigu fýrir höndum. Eigi mundum vér þá gefa svo mik- inn gang ágimi eða lostasemi, og seinna myndi þá margur svelgja sinn föðurarf eða girnast einkum á það vín er svo væri sterkt að varla fengi tunnan haldið. Eigi myndi Símonar erfingjar þá svo fast brjótast til að fá með boðnu fé fala biskupsstóla, og minna gang hefði þá lastanna kveykja, það er herra Nummus með hinum hæstum höfðingjum heilagrar kristni. Síðar minnist skáldið þess að líkami mannsins verður svikinn af tilfýsi stund- legra hluta og lokkar sálina til samþykkis við sig svo að hún gleymir guði og minnist þess ekki hvert hún skal hverfa síðan, er skilnaður er gjörður hennar og líkamans. Skáldið nefnir atburði sem gerst höfðu ný- lega og minnist þá sérstaklega dráps Tómasar erkibiskups í Kantarabyrgi árið 1170. Latneska sögukvæðið Alexandreis er talað hafa verið ort á ámnum 1178-82. Nú hefur því stundum verið haldið fram að Brandur snaraði sögunni ekki fyrr en um 1260, en slíkt er ærið vafasamt. Freistandi er að ætla að hann hafi notað latneska kvæð- ið við kennslu í Þykkvabæjarklaustri, og þýðingin hafi verið gerð í því skyni að létta piltum námið. Með naumingum væri því hugsanlegt að þýðing Brands á Alexanders sögu hafi verið til árið 1237, svo að ónefndur klerkur hefði getað fært sér hana í nyt. En þá væri teflt á tæpasta vað. Hitt er þó hugs- anlegt að líkræðan sé komin frá Amgrími ábóta sjálfum, enn hann mun hafa skrifað Guðmundar sögu skömmu fyrir miðja fjórt- ándu öld. Með því að stæla þennan kafla í Alexand- ers sögu gerir ræðuhöfundur, hver sem hann var, óbeinan samanburð á þeim Tómasi Becket og Guðmundi Arasyni í helgra manna tölu. Höfundur er fyrrverandi prófessor við Edinborgarhóskóla. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 28. AAARZ 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.