Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Blaðsíða 16
VERK Einars Más f Finnlandi. „KLEINUHRINGUR" Japanans Keizo Ushio. LISTIN liggur í fjölskyldunni, ef marka má höggmyndasýningu með verkum þeirra systkinanna Jónu og Einars Más Guðvarðar- bama og Susanne Christensen, konu Einars Más, nýlega í Bi- spegaarden í Kalundborg. Jóna kennir og býr í Ungverjalandi, [ en kennir einnig við Myndlista- og handíða- skólann, þar sem Einar Már hefur einnig kennt. Einar Már og Susanne hafa búið á Islandi undanfarin ár, en eru nú í tíu mánaða ferð um Evrópu, hófu hana í Danmörku með sýn- ingunni og dvöl þar, auk þess sem þau tóku þátt í vinnusamkomum listamanna, hann í Finnlandi og hún í Þýskalandi. Nú liggur leiðin suður Evrópu og vorinu stefna þau að að eyða í Pietrasanta, Helgasteini, frægum steinnámubæ á Ítalíu. Gett oA búa ó ísiandi - gott ad fara utan Sýningin í Bispegaarden fékk góðar undir- tektir og hún kom til eftir að þau Susanne og Einar Már höfðu heimsótt staðinn og heillast af góðum aðstæðum þar. Þau sóttu síðan um að fá að sýna, Jóna bættist í hóp- inn og úr sýningarhaldinu varð síðan í sum- ar. Verk Jónu eru unnin í leir, Einar Már heggur sterk og einföld form í stein og Sus- anne klappar mjúk form í stein, en skilur yfirleitt eitthvað eftir af steininum ósnortið. Þau Einar Már og Susanne búa í Hafnar- firði, búa úti í hrauni, þar sem þau hafa líka verkstæði. Þau kynntust í Kaupmannahöfn og komust þá að því að bæði höfðu áhuga á steinum. Susanne vann þá við nudd og kenndi kínverska leikfimi, hafði alltaf verið heilluð af steinum, en ekki þótt Kaupmanna- höfn vera rétti staðurinn til að fást við þá. Einar Már hafði líka þessa þrá eftir steinum, svo þau lögðu saman land undir fót og fóru LESIÐISTEININN Þau eru hjón og myndhöggvarar á feró og flugi. SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR hitti Einar Má Guóvaróarson og Susanne Christensen og fregnaói af sýninqarhaldi og feróaáætlunum þeirra. til Grikklands, þar sem þau unnu með hönd- unum einum við að klappa í stein og læra að meðhöndla efnið. Þar með var grunnurinn lagður, en þá var að halda áfram, finna nýja steina og nýjar aðferðir og það gerðu þau í ársferð, meðal annars til Japans og Nýja-Sjá- lands. Svo lá leiðin til Hríseyjar, þar sem þau kenndu í ár í barnaskólanum meðan hundarn- ir þeirra voru þar í sóttkví, þó Hríseyjardvöl hefði annars ekki verið á döfinni. Dvölin varð til þess að þau ákváðu endanlega að setjast að á íslandi og þá varð Hafnarfjörður ofan á. Einar Már hefur kennt og Susanne unnið í Hafnarborg, en steinninn verið aðal- viðfangsefni þeirra. En í sumar hófu þau tíu mánaða ferð um Evrópu, því þó þau séu sammála um að gott sé að búa á íslandi, þá er jafn gott að komast utan og sjá sig um. Vinnumót: stefnumót listamanna Oftast vinna listamenn einir, en í sumar höfðu bæði Einar Már og Susanne tekið þátt í vinnufundum með öðrum myndhöggvurum. Einar Már vann og kenndi í finnska bænum Kankaanpáá. Þama er stærsti listaskóli utan Helsinki og í sumar var í annað skiptið hald- ið myndhöggvaramót, þar sem listamenn komu og unnu og störfuðu með listnemum. Listir skipa mikinn sess í bæjarlífmu og allt skipulag bæjarins er miðað við að listaverk séu þar jafnsjálfsagður hlutur og hús og götur. Með Einari Má kenndu Liv Due frá Svíþjóð og Gunn Harbitz frá Noregi, auk kennara frá skólanum. Illugi Eysteinsson arkitekt hélt fyrirlestra um landlist, auk þess sem hann brá sér í hlutverk nemanda og vann verk í stein. Einar Már hefur orð á hve nemendurnir hafi unnið af miklum áhuga og aga og haft brennandi áhuga á sjálfu hand- verkinu crg einn þeirra var Börkur Jónsson, en einhveijir muna kannski eftir trönum hans á sýningu á Háskólalóðinni fyrir nokkru. Verkið sem Einar Már vann er í þremur hlutum, þijú steinform á undirstöðu. Bærinn keypti síðan verkið og því hefur verið fund- inn staður við ráðhús bæjarins. Stærsti steinninn vegur 600 kg og er 1 metri á hæð, en hinir hlutarnir eru minni, 450 og 250 kg, svo þetta er engin smásmíði að eiga við. Hugmyndin var að gera efnið aðgengi- legt, svo formið er þannig að þrátt fýrir þungann getur barn hæglega velt formunum um. Þau eru því ekki föst, heldur getur skoð- andinn fundið þeim þá stöðu, sem hann kýs. Undirstaðan er flöt, en slípuð til, þannig að ljósið speglast í fletinum. Einar Már hefur orð á hve skemmtilegt vinnuform þetta sé að vinna verk samtímis öðrum listamönnum, að vinna að eigin verki um leið og fylgst sé með hvað hinir hafi fyr- ir stafni og hvernig þeir beri sig að. Einnig er þetta krefjandi vinnuform, því verkinu þarf að Ijúka á tilteknum tíma. Hann hafði því undirbúið sig með því að kynna sér stað- inn og staðhætti og gera líkan og drög að verkinu. Leitar mynda i steininum Susanne tekur undir hve slík vinnusam- vera sé skemmtileg, en hún tók þátt í sam- komu myndhöggvara í Oberkirchen í Þýska- landi. Bærinn er frægur fyrir steinnámur sínar og á fimm ára fresti er myndhöggvur- um boðið að koma að vinna og sýna. Það er líka stórviðburður í bæjarlífinu og bæjarbú- ar láta sér títt um listamennina og fylgjast af áhuga með tilurð verkanna. Susanne seg- ist hafa kviðið því að vinna fyrir allra aug- um, en raunin hafi orðið sú að athygli og áhugi bæjarbúa hafi verið örvandi. Um 250 listamenn sóttu um að komast ÞRIRHEIMAR KJARTANS Á nýjum geisladisk meó tónlist Kjartans Qlafssonar má meðal annars heyra hvar Kjartan freistar þess ----------------- ——--------7---- aó steypa saman ólíkum tónlistarstraumum. ARNI MATTHÍASSON tók Kjartan tali og komst aó því aó tónlistin á disknum væri fráleitt fræóileg nafla- skoóun þó nýstárleg sé. i ÓNLISTARUNNENDUR lifa sérkennilega daga; í stað þess að fólk flykkist í tónleikahús til að njóta nýrrar tónlistar vill helst enginn hlusta á lif- andi flutning á tónlist nema höfundar hennar séu örugg- lega dauðir og helst fyrir löngu. í stað þess að fara í tónleikasali til að leita að einhveiju nýju vilja tónleika- gestir heyra bara það sem þeir hafa áður heyrt, kannski flutt með eilítið öðrum blæ, ef til vill hraðar eða af meiri fimi. Jazz og klassík eru í svipuðum þrenging- um; tónlistin hefur yfirgefið hlustandann svo að segja, tekið á rás út í akademískar vangaveltur og fræðilegar, orðið viðfangs- efni sérfræðinga sem eru að semja fyrir sérfræðinga, með vísunum og skírskotun- um sem eru ekki nema fyrir tónfræði- menntaða að skilja. Seint á síðasta ári gerði Kjartan Ólafsson merkilega tilraun á sviðinu í Þjóðleikhúskjallaranum; flutti með hljómsveit verkið Skammdegi, en í 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 1997 KJARTAN Ólafsson. Morgunblaóió/Árni Sœberg því léku auk hans Hilmar Jensson, jassgít- arleikari, Pétur Jónasson gítarleikari og Matthías Hemstock slagverksleikari. I samtali fyrir tónleikana sagðist Kjartan vera að leita leiða úr úlfakreppu nútímatón- listar og að verkið yrði tekið upp í hljóð- veri fyrir tónleikana og tónleikarnir sjálfir „til skoðunar". Sú skoðun leiddi í ljós að vert væri að gefa tónleikana út en athygli vekur að hljóðversútgáfan var ekki notuð, heldur útgfáfan af tónleikunum. Kroftmeiri og skemmtilegri Kjartan segir einfalda skýringu á því: tónleikaupptakan hafi einfaldlega verið kraftmeiri og skemmtilegri fyrir vikið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.