Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Blaðsíða 8
TIÐARANDII ALDARLOK, 7. HLUTI FEMÍNISMI í HERKVÍ PÓSTMÓDERNISTA ÞAÐ SEM pm-ískum femínistum þykir bitastæðast í kenningum Lacans er m.a. að kyngreiningin eigi sér stað skömmu fyrir Ödípus- arskeiðið þegar barnið áttar sig skyndilega á því að móðirin hefur ekkert dinglumdangl framan á sér og er því „minni maður" eða öllu heldur „minna maður" en faðirinn. Hvert einstakt typpi eða typpisleysi kallar fram ímynd reðursins: megintákns menningar okkar. Myndin: Maður bitinn af slöngu, malverk eftir norska listmálarann Odd Nærdrum. EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Meginkennisetning nýjg, pm-íska femínism- gns er aó barnalegt sé aó halda aó afnám formlegra hafta tryggi konum raunverulega jafnstöóu. Valdió sem ýtt er til hlióar er sýnilegt, opinbert; en eftir stendur hió hulda drottnunarkerfi feóraveldisins. Eitt það orðræðusvið sem póstmódernistar (pm-istar) hafa að miklu leyti sölsað undir sig á undanförnum árum er umræð- an um kvenréttindi og kven- frelsi. Þeim sem hugnast sú þróun tala um að traustasti víg- turn pm-ismans nú sé femínism- inn; hinum sem verr líst á blikuna virðist sem gamla, góða femínismanum hafi verið stolið.' Hvað hefur gerst? Með „gamla“ femínismanum er átt við svo- kallaðan ftjálslyndan femínisma er stefndi að jafnrétti og jafnstöðu kynjanna: Útrýma skyldi öllum forréttindum karla og veita konum rétt til að hefja lífsbaráttuna jafnfætis þeim á sem flestum sviðum (á heimilinu, í skólakerfinu, atvinnulífinu og svo framvegis). Frjálslyndi femínisminn, sem er meira en 150 ára gam- all - og raunar eldri ef út í það er farið - náði hámarki með Rauðsokkuhreyfingunni á 8. áratugnum. En þá fóru konurnar að lesa Foucault; og við vitum af fyrri greinum hvað það þýðir! Meginkennisetning nýja, pm-íska femínis- mans er að bamalegt sé að halda að afnám formlegra hafta tryggi konum raunverulega jafnstöðu. Valdið sem ýtt er til hliðar er sýni- legt, opinbert; en eftir stendur hið hulda drottnunarkerfí feðraveldisins sem meðal ann- ars felur sig bak við hefðbundna hugtakanotk- un og tjáningarmáta. Það hvemig við lýsum hlutum í orðum, litum eða tónum er allt mót- að af sýn karlmannsins á heiminn - „karla- glápinu" - og rökmiðjuhyggju hans. Annars konar tjákerfí, sem henta myndi konum bet- ur, reist á bragð-, þef- og snertiskyni sem og „samhverfri“, fremur en „sundurleitinni“ hugsun, er talið dýrslegt eða frumstætt.2 Kon- ur eru þannig stöðugt „aðraðar“ af körlum (við kynntumst því merka hugtaki í fjórðu grein), alveg eins og framandi þjóðir eru „aðr- aðar“ af dreissugum vestrænum mannfræð- ingum. Þeir þykjast skoða „frumstætt fólk“ með glöggum gests augum en lítillækka það í raun í krafti skilningsvana hugtakaforræðis.2 Rökmiðjuhyggjan, sem Foucault og Derrida afhjúpuðu sem bjagaða - eða eina af ótal jafnbjöguðum — túlkunum á textaheimi okkar er þannig réttnefnd reðursrökmiðjuhyggja („phallologocentrism"): túlkun með typpinu. Slík er, að dómi pm-ista, vestræn þekkingar- fræði í hnotskurn! Nútímakonur sem ekki við- urkenna þessa staðreynd, heldur telja sig keppa við karla á jafnréttisgrundvelli fyrst þeim tókst að ljúka sömu prófum eða næla sér í sömu embætti og þeir, eru haldnar „falskri vitund" og þarfnast „vitundarvakningar". „Falska vitundin" kemur hér stéttakúgun ekk- ert við, eins og hjá Marx, heldur kvennakúg- un: kúgun karlaglápsins á konum. Eða hvern- ig ætlar kven-deildarstjórinn sem þarf að eyða klukkutíma fyrir framan spegilinn áður en hún fer í vinnuna að halda því fram að hún sé fijáls? Marxisminn ljær hér engan útveg enda enn eitt reðursrökmiðjukerfið sem drepur kvenfrelsisumræðunni á dreif með því að tengja hana baráttu stétta, þó að kvennabar- áttan gangi í raun þvert á átök allra stétta fyrr og síðar. í stað gamla, „frjálslynda" jafnréttisfemín- ismans þurfum við nýjan, pm-ískan frábrigð- afemínisma, nýja þekkingarfræði, nýja heims- sýn! Pm-istar gjalda þó varhuga við þeirri tegund frábrigðafemínisma sem sumar sam- kynhneigðar konur hafa boðað, það er ein- angrunarstefnu sem gerir ráð fyrir að konur búi í sérborgum og fjölgi sér með tæknisæð- ingu (sæði keypt frá karlaborgum) eða (í fram- tíðinni) klónun sem ekki þarfnast karlmanna. Slík frábrigðafræði eru að sögn byggð á eðlis- hyggju, um að konur séu fæddar konur og karlar karlar. Gamia rökmiðjuhyggjan, með úrelta rökfræðilögmálinu um annað tveggja, hefur þá aðeins gengið aftur í nýrri mynd. Nei; pm-istar stinga upp á annars konar frá- brigðafemínisma, reistum á kenningum franska sálgreinisins Jacques Lacan (1901-81). Höfuðrit hans er að vísu svo ritað að fáir hafa lesið það i heild sinni og enginn skilið;4 en það kemur ekki að sök: Þá er enda enn auðveldara að hafa það gagn af því sem maður þarf! Lesandanum kann að hnykkja við að sjá pm-ista alit í einu taka upp merki sálgreining- ar sem áður var talin upp meðal hinna föllnu allsheijarskýringa á mannlífínu. En þá er þess að geta að Lacan var enginn Freud; hann „endurtúlkaði" Freud raunar með svo róttæk- um hætti að eftir stóð lítið annað en skelin og nafnið „sálgreining“. Það sem pm-ísku femínistunum þykir bitastæðast í kenningum Lacans er þetta: Mannleg vitund og kynferði eru félagsiegar málsmíðar; þroski sjálfs- og kynferðisvitundar helst í hendur við tileinkun tungumáls og er í raun afleiðing þess. Öll böm fæðast tvíkynhneigð og girnast móður sína í upphafi vegna nálægðar við hana. Kyn- greiningin á sér stað skömmu fyrir Ödípusar- skeiðið þegar barnið áttar sig skyndilega á því að móðirin hefur ekkert dinglumdangl framan á sér og er því „minni maður“ eða öllu heldur „minna maður“ en faðirinn. Hvert einstakt typpi eða typpisleysi kallar fram ímynd reðursins: megintákns menningar okk- ar. Þráin til móðurinnar er brátt bæld „í Nafni Föðurins", það er með orðræðuvaldi hans er meðal annars hótar vönun sem refsingu við blóðskammarbroti. Greiðist úr Ödípusarflækj- unni eins og til er ætlast læra drengir að flytja þrá sína yfír til annarra kvenna og stúlkubörn að elska föður sinn sem hefur hinn margþráða reður. Hér er manneðlið (karleðlið eða kveneðl- ið) því ekki fyrirfram gefið, eins og í „rökm- iðjukerfunum". Það er, að dómi femínista, gæfumunur Laeans og Freuds. Kyngreiningu feðraveldis Vesturlanda er svo, að sögn Lac- ans, viðhaldið með karlaglápinu fyrrnefnda: hinum ríkjandi tjáningarmáta. Pm-ískir listamenn hafa meðal annars brugðist við þessum „staðreyndum" með því að afneita málaralistinni: hefðbundnum tjá- miðli karlaglápsins (sjá fimmtu grein). I stað- inn notast femínistar af pm-íska skólanum einkum við ljós- og klippimyndir og alls kyns hversdagshluti - eða raunar hvað sem að gagni kemur til að afbyggja sýn feðraveldis- ins. Barbara Kruger „stelur" stinnum kven- líkömum úr blaðaauglýsingum og stækkar upp á risaveggspjöld er sýna konuna sem sköpun- arverk karl-glápa. Ljósmyndir Cindy Sherman, er áður hafa verið nefndar til sögu, eru túlkað- ar sem lýsingar á samsömun kvenna við ímyndir - þó að Sherman neiti að vísu sjálf allri fylgispekt við kenningar Lacans eða ann- arra. Eitthvert frægasta verk pm-ísks, fem- ínsks listamanns (afsakið: listakonu!) er Að- skilnaðarskýrsla Mary Kelly er lýsir fyrstu sex árunum eftir að móðir (hún sjálf) eignast son og hvernig hann öðlast smám saman sjálfs- mynd og kynferðisvitund eftir kokkabókum Lacans. En Kelly hnýtir einnig við kenningar læriföður síns eigin „uppgötvun" á því hvern- ig móðirin bætir sér upp reðursleysið, hina voðalegu vöntun/vönun konunnar, með því að samsama sig syninum (sem hefur reður). Silv- ia Kolbowski beinir spjótum sínum að tísku- heiminum og ímyndasköpun hans. Annie Sprinkle er svo „grófust" þessara kvenna í myndbandalist sinni þar sem hún afbyggir heim klámsins með því að tengja saman at- riði úr dökkbiáum bíómyndum og útmála kvenímynd þeirra. Raunar er yfirlýst markmið Sprinkle þess- arar einnig að sýna fram á kosti kláms sem nýs tjámiðils kvenna. Hér ber að hyggja að því að fyrstu pm-ísku femínistarnir fengu í arf frá fijálslynda femínismanum stækt hatur á klámi sem skaðvænasta kúgunartæki feðra- veldisins; klám niðurlægði konur með því að hlutgera þær og viðhéldi um leið drottnandi sýn karlaglápsins. Hins vegar væri allur mun- ur á klámi og erótík; hið síðarnefnda væri tjáningarform sem konur gætu og ættu að tileinka sér enda einatt til marks um mýkri og kvenlegri gildi kynlífsins. Nú er hins vegar að rísa upp kynslóð yngri pm-ískra femínista er hafnar greinarmuninum á klámi og erótík. Hann sé ekki annað en enn einn anginn af hinni föllnu úrvalshyggjuskiptingu í há- og lágmenninu. Auk þess þjóni lög og siðareglur gegn klámi venjulega þeim dulda tilgangi að koma höggi á minnihlutahópa, svo sem sam- kynhneigða og sadó-masókista, er ekkert hafí til saka unnið. Hin dýpri heimspekilegu rök þessara kvenna (sem stundum kalla sig „slæmu stelpurnar") eru þau að allt hjal um að klám hlutgeri kon- ur sé arfleifð gærdagsins. Það gefi til kynna að eitthvert raunverulegt kveneðli búi í barmi Playboy-fyrirsætnanna er klámiðnaðurinn varpi skugga á. Kjarni málsins sé hins vegar sá að allt svokallað mann- eða kveneðli sé hlutgerving; spurningin sé aðeins sú hver hlut- geri hvern og með hvaða hætti. Því sé konum nær að bjóða upp á annars konar hlutgervingu en að festast í fórnarlambshlutverki. Söngkon- an Madonna er hér hetjan sem í senn afbygg- ir sýn karla á kyneðli kvenna - með því að 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.