Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Blaðsíða 13
ÖRNÓLFUR ÁRNASON í HEIMSÓKN HJÁ PAUL BOWLES í TANGER HÁLFRAR ALDAR r / / / UTLEGÐISODOMU „Þaó er lanqbest aó vita ekki hvaó muni gerast. En auóvitaó eru feróalög í ætt vió flótta. Fyrir mig var nauósynlegt aó flýja frá því hvar ég var, hver ég var og hvaó ég vissi. Sumir kalla þaó aó flýja siómenninguna." Nú er Paul Bowles einn eftir af gömlu „útlögun- um“ í Tanger. David Herbert, Cecil Beaton og Barbara Hutton eru horfin og allir aðals- mennirnir, kynhverfu glaumgosarnir og bítn- ikkarnir, William Burroughs, Allen Ginsberg og Jack Kerouac. Truman Capote, Tennessee Williams og Joe Orton eru líka farnir. Enginn af gömlu félögunum kemur lengur á svæðið til að sletta úr klaufunum undir tilsjón Bowl- es, en þeim mun fleiri ókunnugir berja upp á hjá þessum gamla „gúrú“ þótt hann sé hrumur og heilsutæpur. Nú er hann loksins orðinn ríkur og frægur. Áður var Paul Bowl- es aðeins frægur meðal fræga fólksins, al- menningur kannaðist ekkert við hann. Bækur Bowles hafa komið út fyrst í Englandi um langt skeið, en áhugi Breta vaknaði fyrst á honum fyrir alvöru þegar spurðist að Rolling Stones hefðu farið í pílagrímsför til Tanger til þess eins að setjast við fótskör þessa karls. Paul Bowles var efnilegt tónskáld og vakti athygli í fæðingarborg sinni, New York, á þriðja áratug aldarinnar. Hann og rithöfund- urinn Jane, kona hans, þóttu spennandi par í samkvæmislífi listamanna og voru eftirsótt í stofum stöndugra listunnenda. Árið 1948 sögðu hjónin þó skilið við hið ljúfa líf vest- rænnar hámenningar og settust að í Tanger. Bowles hafði komið þangað fyrir stríð og auk þess kannað ýmsar aðrar slóðir bæði í Norð- ur-Afríku, Asíu og Mið-Ameríku, áður en hann ákvað að þetta væri staðurinn. Þótt Bowles hafi alla tíð fengist við tón- smíðar, m.a. samið óperu og gert tónlist við frumuppfærslu ýmissa helstu verka félaga síns Tennessees Williams, er mestur hluti ævistarfs hans á sviði bókmennta. Skáldsög- ur hans fjalla allar um amerískar persónur í Norður-Afríku og sögusvið smásagnanna er ævinlega framandi umhverfi: Mexíkó, Sri Lanka og þó sérstaklega Marokkó. Bowles hefur líka skrifað nokkrar bækur með ritgerð- um, frásögnum, fornum textum í ljóðrænum búningi o.s.frv. sem fást við að lýsa heimi múslíma í Norður-Afríku, lífinu þar og við- horfum þess. Hann er í hugum þeirra sem lesa bækur hans orðinn eins konar Arabíu- Lawrence okkar tíma. Þá hefur Bowles unnið mikið þarfaverk með því ýmist að skrásetja eða þýða á ensku verk marokkóskra höfunda, sem sumir hafa hlotið útbreiðslu um allan heim í kjölfar þess, svo sem Mohammed Choukri, Mohammed Mrabet og Larbi Layache. Undanfama tvo áratugi hafa bækur Bowles verið endurprentaðar aftur og aftur í stærri og stærri upplögum, og eftir að Bertolucci kvikmyndaði skáldsöguna „The Sheltering Sky“ rennur allt sem ber nafn Paul Bowles út eins og heitar lummur. Ég hef um alllangt skeið verið mikill aðdá- andi Paul Bowles og lesið flestar bækur hans. Mest hef ég heillast af smásögunum og ég hugsa að Gore Vidal taki ekki of djúpt í ár- inni þar sem hann segir í formála nýlegrar heildarútgáfu þeirra, að Paul Bowles sé ein- hver fremsti smásagnahöfundur á enska tungu á 20. öld. PAUL Bowles árið1990. Mér var kunnugt um að Paul Bowles hefði nýlega gengist undir skurðaðgerð í Madrid og að heilsa hans væri ekki sem best, svo það hvarflaði í fyrstu ekki að mér að heimsækja hann í stuttri ferð minni frá Costa del Sol yfír sundið til Tanger í lok júlí sl. En dag nokkum sat ég að hádegisverði undir vafn- ingsviðarþaki á veitingastað á ströndinni ásamt tveimur rithöfundum, Mohammed Cho- ukri, sem er innfæddur Tanger-búi, og Hasso- una Moshbahi frá Túnis. Hasouna kvað Bow- les vera að hressast og stakk upp á að við heimsæktum hann eftir matinn. Við fengum staðfestingu á því símleiðis að gamli maðurinn væri reiðubúinn að veita okkur áheym klukkan fjögur. Ekki fýsti Choukri að koma með. Fræg- asta bók hans, Á brauði einu saman brauði, sem nú hefur verið þýdd á meira en 15 tungu- mál, kom fyrst út í enskri þýðingu Bowles. Sömuleiðis bækur Choukris, Tennessee Will- iams í Tanger og Jean Genet í Tanger. En nú eru þeir Choukri og Bowles því miður orðnir ósáttir og eiga meira að segja í mála- ferlum út af höfundarréttargreiðslum. Ekki bætir úr skák að Choukri er nýbúinn að gefa út á arabísku bók sem ber titilinn „Paul Bowles og útlegðin í Tanger“, þar sem hann ku segja ýmislegt sem Bowles vill ekki heyra. Babýlon Af riku Paul Bowles bregður í skáldsögum sínum, t.d. Let It All Come Down og Up Above The World, upp mynd af því hvernig þessi brögð- ótti og miskunnarlausi heimur, fullur af ósvíf- inni ágengni, blekkingum og prettum, mætir Vesturlandabúum. Bowles er eitursnjall að Iýsa tortryggnum samskiptum milli útlend- inganna og múslímanna, hikandi vináttu- tengslum og sífelldri óvissu um heilindi. Að mínum dómi er næmasta lýsingin á slíku í hinni frábæru skáldsögu The Spider’s House sem gerist í gömlu höfuðborginni Fez á róst- ursömu lokastigi frönsku nýlendustjórnarinn- ar. Þegar Paul Bowles flutti til Tanger árið 1948, laut borgin ásamt nærliggjandi héraði fjölþjóðlegri stjórn. Frá 1912 til 1956, þegar Marokkó fékk sjálfstæði, sátu saman við stjórn Tanger fulltrúar bandamanna og óvinaþjóða, sem meðal annars háðu tvær heimsstyijaldir sín á milli á þessu tímabili. Tanger stendur Atlantshafsmegin við inn- siglinguna á Miðjarðarhafið um Gíbraltar- sund. Bretar réðu yfir virkinu Gíbraltar norð- anmegin, en strandlengjan meðfram sundinu norðanverðu var auðvitað hluti af Spáni, sem tók ekki þátt í síðari heimsstyijöldinni, en var hliðhollur Þjóðveijum. Og nyrsti hluti Marokkó var frá 1912-1956 „verndarsvæði" Spánar en allt þar fyrir sunnan, mejgnið af landinu, „naut verndar“ Frakka. I síðari heimsstyijöldinni var það því Vichy-stjórnin, leppstjórn nasista, sem fór með völd í nær öllu Marokkó. Á tíma alþjóðlegu stjórnarinnar í Tanger varð borgin að markaðstorgi alls kyns ólög- legra og leynilegra viðskipta, til dæmis njósna, peningaþvættis, vopna- og eiturlyfja- sölu. Þessu fylgdi gifurleg umferð Vestur- landabúa sem margir hveijir voru frekir til flörs og fysna. Þannig skapaðist ævintýralegt og skuggalegt andrúmsloft í Tanger og um leið óx orðspor borgarinnar sem einhvers mesta spillingarbælis í heimi. Eftir að heims- styijöldinni lauk tóku útlendingar að flytjast til Tanger, einkum brokkgengir listamenn og „svartir sauðir“ auðugra og tiginna fjöl- skyldna, sem fundu þarna tilvalinn stað til að þreyja sjálfskipaða útlegð frá smáborgara- hætti og þröngsýni Vesturálfu. Tanger-búar eru mjög duglegir að bjarga sér, útsjónarsamir, fljótir að finna eftir hveiju útlendingar eru að sækjast og að notfæra sér eftirspurnina í hagnaðarskyni. „Sódóma“ þessi á norðvesturhorni Afríku hafði sterkt aðdráttarafl og ekki skemmdi það fyrir að hægt var að lifa sældarlífi mánuðum og árum saman fyrir fáein sterlingspund eða dollara. Eiturfíklar komust líka í feitt í Tanger, en þó voru það fyrst og fremst hommar sem þyrptust þangað, því að strákarnir í Tanger fengu orð á sig fyrir að vera til í tuskið fyr- ir skít á priki. „Nú er hún Snorrabúð stekkur", hlýtur einhveijum gömlum svallaranum að hijóta af vör er hann gengur t.d. um Zoco chico í medínunni, þar sem útlenda sukkliðið af báð- um kynjum og margvíslegum kynsmekk sat áður og reykti „kíff*, át majoun eða hasskök- ur með mintuteinu eða sprautaði sig í bakher- bergjunum, eins og til dæmis William Burroughs. Mohammed Choukri hefur skrif- að bók um þessa miðstöð Tanger á hippaárun- um. Hún ber nafn torgsins: Zoco chico. En nú er búið að loka sumum frægustu kaffí- húsunum við Zoco chico. Á þeim sem eftir standa sést fátt sem minnir á íjörið í gamla daga. Þama sitja fáeinir karlar í djellabakufl- um yfír mintutei og virðast annaðhvort vera að ræða eilífðarmálin eða hvíla lúin bein, nema hvorttveggja sé. Áður skutust gestimir fyrir hornið á hómhús, nú skjótast gestimir bara til bænahalds í stóm moskunni handan við hornið. Hjá einsetumanninum Paul Bowles býr i lítilli blokk bakvið banda- ríska konsúlatið í Tanger. Þetta er snyrtilegt hverfi með blandaðri byggð fjölbýlishúsa og ríkmannlegra einbýlishúsa svo sem fimm mínútna akstur frá „Place de France“, mið- gunkti „Ville nouvelle", nýja borgarhlutans. Á nýlakkaðri, vandaðri viðarhurð á einni íbúðinni af fimm á efstu hæðinni stendur Bowles. Brosmild miðaldra kona í kufli lýkur upp dyrunum. Hún biður okkur að bíða frammi meðan hún skýst inn með nafnsjöld okkar til að fá staðfest að þessir menn séu velkomnir. Síðan vísar hún okkur leiðina inn. Það væri synd að segja að þessi frægi rithöfundur búi ríkmannlega. íbúðin er varla meira en 60 fer- metrar, tvö herbergi og eldhús. Við göngum gegnum litla forstofu, þar er eldhúsið á hægri hönd og lítið baðherbergi til vinstri, síðan inn í dagstofu, búna fremur snjáðum og óásjáleg- um húsgögnum. Allt er í dauflegum litum með hálfgerðum þunglyndisblæ, ég sé engan fallegan grip, húsgagn, mynd eða mottu. Og inni í svefnherberginu er skáldið sjálft eina skrautið. Paul Bowles liggur út af á fleti sínu í nýjum og litríkum silkináttfötum og silkislopp. Hann rís upp við dogg og fagn- ar okkur vel, ekki hraustlegur að sjá en glað- ur og hress í bragði. Ferðatöskum af ýmsu tagi hefur verið staflað meðfram veggnum fótagaflsmegin, þannig að úr verður eins konar hilla. Þar liggur fatnaður í hrúgum, sumt samanbrotið, annað í kuðli. Sömu daufu litirnir ríkja i svefnherberginu og stofunni, nema hvað fallegt brún- og hvítröndótt silki- lak á rúminu gefur gamla manninum verðug- an bakgrunn. Einn stóll er við hliðina á rúm- inu. Ég fæ hann, Hassouna sest flötum bein- um á gólfið, því að hann er vanari þeirri stell- ingu en ég. „Ég er við slaka heilsu,“ segir Bowles, „en það er betra en að vera dauður. Ég er satt að segja mjög feginn að vera á lífi.“ Það er virðuleg ró yfír honum og hann talar afar skýrt, ýmist á ensku eða frönsku. Það er gestunum að kenna að hann stiklar á milli tungumála, því að við ávörpum hann og spyij- um hvor á sínu málinu. Þótt lítið virðist vera um tiltekt á heimilinu er gott loft í herberginu, það er dregið fyrir gluggann en hann er greinilega opinn því að gluggatjöldin blakta öðru hveiju. Félaga mínum er í mun að fá Bowles til að skera úr um á hveijum „beatnik“-skáld- anna hann hafi haft mestar mætur. „Áttu við sem persónu eða höfundi?" spyr hann þá. „Hvorttveggja," segir Hassouna. „Ætli mér þyki ekki William Burroughs merkasti höfundurinn, ég hugsa hann hafi verið gáfaðastur," segir Paul Bowles, „en mér þótti vænst um Allen Ginsberg. Nú eru þeir allir dauðir nema Burroughs, sumir löngu dauðir, eins og Kerouac. Hann fór líka illa með sig, drakk eins og svín.“ Ég segi að Burroughs hafi nú ekki farið beinlínis vel með sig, verið uppdópaður ára- tugum saman og meira að segja sprautað sig með heróíni. „Af hveiju skyldi hann tóra lengst?“ Þá hlær Bowles og segir: „Ætli Guði sé ekki bara svona hlýtt til Burroughs, þrátt fyrir allt.“ „Nema Guð vilji ekki fá hann fyrr en í síðustu lög,“ segi ég. „Ég lái honum það ekki,“ segir gamli maðurinn skellihlæjandi. „Burroughs getur sannarlega reynt á þolinmæðina, jafnvel hjá þeim sem eru á háu plani.“ (Fjórum dögum síðar fékk William Burr- oughs hjartaáfall og dó á heimili sínu í Miss- ouri.) Talið berst aftur að Ginsberg og dálæti því sem Bowles hafði á honum. „En ég er ekki viss um að hann hafí verið skáld,“ seg- ir hann. Ég spyr um ástæður þess að Paul Bowles tók sig upp frá New York fyrir hálfri öld ásamt konu sinni, Jane, til að setjast að hér á þessum útnára veraldar. Var þetta venju- legur ævintýraþorsti ungs listamanns eða var það vegna töfranna sem hann lýsir í frásögn sinni af fyrstu heimsókninni til Tanger fyrir stríð? Og hvað á hann við með „töfrum“? „Ætli ég hafí ekki notað orðið töfrar sem samheiti yfir allt sem var yndislegt, óþekkt og dularfullt,“ segir Bowles. „Ég gerði engar áætlanir fram í tímann. Það er langbest fyr- ir mann að vita ekki hvað muni gerast og LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 1997 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.