Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Blaðsíða 9
snúa aðferðum karl-glápanna gegn þeim sjálf- um - og tjáir hispurslaus eigin kynhvatir.6 Viðhorfsbreytingin gagnvart „klámi“ birtist einnig með lærdómsríkum hætti í endurmati á ljósmyndum þess alræmda Roberts Mapple- thorpe er sérhæfði sig í myndum af þeldökkum ástmönnum sínum, vel vöxnum niður. íhalds- menn og pm-istar sórust í sérkennilegt bræðralag í lok 9. áratugarins gegn Mapple- thorpe, skömmu áður en hann lést sjálfur úr eyðni, og tókst að fá stórri yfirlitssýningu á verkum hans aflýst í Washington. Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn hjá pm- istunum: verk Mappplethorpes afbyggi ríkj- andi sýn á blökkumanninn sem kynveru og vísi, með ýktri hlutgervingu sinni, veginn til nýrrar hlutgervingar er ekki mismuni eins blökkufólki og samkynhneigðum.6 Það er ekki að furða þótt gömlum femínísk- um baráttukonum, svo sem Betty Friedan og Germaine Greer, fallist hendur frammi fyrir nýja pm-íska femínismanum. Samkvæmt hon- um eru konur eins og þær annaðhvort á mála hjá feðraveldinu eða þungt haldnar af falskri vitund. En hefur nýi femínisminn þá hrifsað valdataumana úr höndum karlmanna? Færa má sterk rök að því að hann hafi haft þveröf- ug áhrif, sem og reyndar málsvörn pm-ista almennt fyrir hina „öðruðu" og ,jöðruðu“. En geymum þau rök þar til í níundu grein og ljúk- um þessari í staðinn með nokkrum sértækari gagmýnisatriðum. Eg benti á í Morgunblaðsgrein fyrir nokkr- um árum (sem fáir skildu þá) að kenningin um kveneðlið sem félagslega smíð græfi und- an hugmyndafræði íslensku kvennahreyfing- arinnar. Annaðhvort héldi hún því fram að kveneðlið væri mikilvægt - en þá þyrfti á áframhaldandi kúgun karlmanna að halda fyrst kveneðlið væri afurð slíkrar kúgunar! - eða að kveneðlið skipti ekki máli. En í síðara tilfellinu skriðnaði líka grunnurinn undan öllu tali um hin mýkri, kvenlegu gildi sem ein- kennt hefur kvennabaráttuna hér á landi. ís- lenskum feministum væri því ráðlegast að afþakka samfylgdina við Lacan.7 Nýju pm-ísku femínistamir myndu hins vegar gefa íslensk- um stallsystrum sínum annað ráð, það er að fylgja Lacan sem fastast og viðurkenna að lokamarkmið femínismans sé að granda sjálf- um sér: Við þurfum, að þeirra dómi, að skapa aðstæður þar sem engin kyngreining á sér lengur stað í frumbemsku og fólk getur því lifað saman frá vöggu til grafar tvíkynhneigt eða kynlaust. Þar með væri að minnsta kosti einu kúgunartækinu færra í heiminum! Orð karlrembuheimspekinga eins og grein- arhöfundar hafa ekki mikið vægi í þessari umræðu; eina vonin er að pm-íski femínisminn hrynji innanfrá. Þekktir sálgreinar á borð við Julia Kristeva og Luce Irigaray hafa þannig sagt túlkun Lacans stríð á hendur og afneitað því að kveneðlið sé fullskapað í frumbemsku eða að það sé bein afleiðing félagsmótunar feðraveldis. Strangtrúaðir Lacan-istar í röðum femínista ásaka þær um „eðlishyggju". Hið fyndnasta er að sumir pm-istar bregða Lacan sjálfum um slíka eðlishyggju með því að boða að kveneðlið sé alltaf eins myndað á öllum tímum og í öllum samfélögum. J.W. Scott fordæmir þá hugmynd sem allsherjarkenningu og býður í staðinn upp á sifjafræði í anda Foucaults þar sem hvert samfélag er skoðað á eigin forsendum og spurt hver sé uppruni kvennakúgunarinnar þar - en ekki almennt í heiminum.8 Já, það er ekki tekið út með sældinni að vera pm-isti. Enginn veit hvar óvinir sitja á fleti, reiðubúnir að afhjúpa félaga sína sem svikara við málstaðinn. Hér gildir hið fom- kveðna að frændur eru frændum verstir - eða eins og á líklega betur við að þessu sinni: að systur eru systrum verstar. Tilvísanir: 1 Sjá hina frábæru bók Sommers, C. H., Who Stole Feminism? How Women Have Betrayed Women (New York: Simon & Schuster, 1994) sem ætti að vera skyldulesning fyrir alla sanna femínista. 2 Craig Owens útmálar þetta m.a. i „The Discourse of Others: Feminists and Postmodemism“, f Postmod- em Culture, ritstj. Foster, H. (London/Sidney: Pluto Press, 1985). 3 Philippi, D. og Howells, A., „Dark Continents Explo- red by Women“, f The Myth of Primitivism: Perspecti- ves on Art, ritstj. Hilíer, S. (London/New York: Routledge, 1991). Sjá einnig ritgerð Gísla Pálssonar, „Hið íslamska bókmenntafélag: Mannfræði undir jökli“, Skímir, 167 (vor 1993). 4 Skárst er að lesa útdráttinn Écrits: A Selection (New York: Norton, 1966). 5 Brian McNair lýsir nýju, pm-fsku klámbylgjunni vel f bók sinni, Mediated Sex: Pornography and Postmod- em Culture (London: Amold, 1996). 6 Gaines, Jane. M., „Who Is Reading Robert Mapplethorpe’s Black Book?“, New Formations, 16 (1992) 7 „Eru konur eins og kóngulær?", Morgunblaðið, 17. ágúst (1989), endurpr. í bók minni, Þroskakostir (Reykjavík: Rannsóknarstofnun f siðfræði, 1992). 8 Scott, J. W., „Gender: A Useful Category of Historic- al Analysis", í Coming to Terms: Feminism, Theory, Politics, ritstj. Weed, E. (London: Routledge, 1989). Höfundur er doktor í heimspeki og dósent við Hóskólann ó Akureyri. Á GATNAMÓTUM Vesturgötu og Brunnstfgs um 1890. VlKURSPJALIi 1 RÖLT í GEGNUM ALDIRNAR _____EFTIR__ PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON Ekki eru allir á eitt sáttir um sannleiksgildi Landnámu. En sé það rétt er þar má lesa um komu Ingólfs Amarsonar til íslands, dvöl hans á Ingólfs- höfða, Hjörleifshöfða og loks undir Ingólfsfjalli, þá má eins hafa það fyrir satt, að til Reykjavíkur hafi hann komið vorið 877. Allir vita, að Reykjavík var fyrsta land- námsjörð landsins. Hitt vita menn ekki, hve lengi niðjar Ingólfs Amarsonar byggðu jörðina mann fram að manni. Eftirkomend- ur hans á Víkuijörðinni virðast hafa verið það miklir friðsemdarmenn, að þeirra er lítt getið, ef undan er skilinn sonur hans, Þorsteinn, sá er þing setti á Kjalarnesi og hans sonur, Þorkell máni. í Landnámu seg- ir svo um þann síðamefnda: „Sonr Þor- steins var Þorkell máni lögsögumaður, er einn heiðinna manna hefir bezt verit sið- aðr, at því menn vita dæmi til. Hann lét sik bera í sólargeisla í banasótt sinni ok fal sig á hendi þeim guði, er sólina hafði skap- at; hafði hann ok lifað svá hreinliga sem þeir kristnir menn, er bezt eru siðaðir. Sonr hans var Þormóður, er þá var allsheijar- goði, er kristni kom á ísland." Lýkur hér tilvitnun. Þau orð Þorkels mána, er hann mælir á banastundu sinni, að hann feli sig þeim guði á vald er sólina hafi skapað, benda til þess, að hann hafí verið blendinn í trúnni. Sé þess og gætt, að kristindómur hefur yfirleitt fyrr haslað sér völl meðal kvenna en karla, sérstaklega í efri lögum þjóðfé- lagsins, þá er vart úr vegi að ætla, að kona Þorkels mána og móðir Þormóðs allsheijar- goða, hafí verið kristin. Af því má aftur draga þá ályktun, að tæpast hafí kristni legið fjarri hjarta Þormóðs, eins þótt hann hafi opinberlaga talist heiðinn fram að krist- intökunni á Þingvöllum. Má vera, að svo hafí verið um ýmsa aðra höfðingja og sé þar að fínna skýringu þess, hversu friðsam- lega trúskiptin gengu fyrir sig. Afkomendur Ingólfs í Reykjavík virðast lítt hafa haft sig í frammi, eins þótt þeir hafí verið allsheijargoðar. Fól sú staða enda fremur í sér vegsemd en völd. Líkast er því, sem ætt landnámsmannsins hafí lekið út af spjöldum sögunnar. Það eitt er vitað í þessum efnum, þegar fram í sækir, að í Vilkinsmáldaga frá árinu 1397, er maður að nafni Þorlákur nefndur sem bóndi í Reykjavík, eða Víkinni, svo sem jörðin var oftast nefnd fyrr á öldum. Er hann fyrstur manna nefndur í því sambandi, án þess að vera afkomandi Ingólfs landnámsmanns. Samkvæmt því hafa afkomendur Ingólfs Arnarsonar í beinan karllegg byggt þessa jörð í um það bil fímm aldir, án þess að hlé yrði á. Hitt má út af fyrir sig til sanns vegar færa, að auðvitað eru allir íslending- ar afkomendur Ingólfs. En það er önnur saga. Eftir þetta gengur jörðin kaupum og sölum í tvær aldir. A ofanverðri 15. öld var hún t.d. eign Munkaþverársklausturs. Oft- ast mun hún þó hafa verið í eigu einstakra manna en allur gangur var á því, hvort þeir eða aðrir bjuggu þar. Flestir voru ábú- endurnir lögréttumenn og því í gildra bænda tölu. Með komu lútersks siðar á 16. öld tók konungur, sem kunnugt er, að sölsa und- ir sig jarðeignir á íslandi sem aldrei fyrr. Fyrst og fremst beindist ofríki þetta gegn kirkjunni, en þó ekki alfarið. Undir lok aldarinnar var Reykjavík í eigu Narfa Ormssonar sýslumanns. Þá var sá maður höfuðsmaður konungs á íslandi, er Krus hét. Þvingaði hann Narfa til að sleppa eignarhaldi á sjöttaparti jarðarinnar og af- henda konungi. Narfi mun þá hafa verið hniginn að aldri. Sagt er, að svo hafí atgang- ur höfuðsmanns að honum verið harður að þessu tilefni, að gamli maðurinn hafí vætt hvarma við undirritun afealsins. Hvort það var í fyrsta sinn, sem íslenskur höfðingi brynnti músum við afsal á hluta auðs og valda, skal ósagt látið. En ekki var það í síðasta skipti, svo sem dæmin sanna. Nægir í því sambandi að nefíia Kópavogsfundinn 1662. Það eru forn sannindi og ný, að mikill vill meira. Enda fór svo, að hinn krýndi stórbóndi við Eyrarsund, Kristján IV, lét sér ekki lengi nægja snautlega stöðu part- seiganda í landnámsjörð Ingólfs Arnarson- ar. Hinn 17. júlí, annó 1613, keypti hann það sem eftir var jarðarinnar af ekkju Narfa, Guðrúnu Magnúsdóttur. Þá var nýr höfðusmaður kominn til skjal- anna. Hét sá Herluf Daa. Til þess að kaup- málinn mætti verða, urðu synir þeirra hjóna að afsala sér erfðum á jörðinni. Gerðu þeir það, og þáðu að launum nokkrar jarðir, sem verið höfðu í eigu konungs. Eftir þetta var Reykjavíkuijörðin kon- ungseign, allt fram að stofnun þess kaup- staðar, sem nú er höfuðborg íslands, árið 1786, eða í 173 ár. í næsta Víkurspjalli verður sagt frá síð- asta ábúenda Reykjavíkuijarðarinnar, þeim lífsglaða skagfirska svallara, Jóni Oddssyni Hjaltalín sýslumanni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.