Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Blaðsíða 14
taka bara því sem að höndum ber. En auðvit- að eru ferðalög líka í ætt við flótta og ég held að svo sé enn hjá mörgu fólki. Fyrir mig var nauðsynlegt að flýja frá því hvar ég var, hver ég var og hvað ég vissi. Sumir kalla það að flýja siðmenninguna." Skáldsögur Bowles fjalla allar um Vestur- landabúa sem koma til Norður-Afríku og verða innfæddum að „bráð“. Ég spyr hann hvemig standi á að honum sé þetta efni svona hugleikið og hvort hann telji þetta yfirleitt hlutskipti Ameríkumanna sem hingað koma. „Ég held að margir séu gripnir þeirri til- finningu þegar þeir koma hingað og ganga hér um strætin," segir Bowles, „að þeir séu bráð harkaranna, sem abbast upp á þá og reyna að selja þeim eitthvað, að þeir séu þama til þess að sjá innfæddum fyrir viður- væri. Þetta er svipað í flestum borgum Mar- okkó. Ég hef oft sagt að maður er bráð þeirra í ákveðnum skilningi. Þeir vekja hjá manni þá tilfinningu að þeir séu maurar en við séum blaðlýsnar þeirra." Og hann bætir við, glett- inn á svip: „Það er sagt að kristnir menn séu skapaðir til viðurværis fyrir múslima." Ég rifja upp ýmislegt sem Bowles hefur sagt um samskipti okkar og múhameðstrúar- manna, t.d. að þeir líti ekki á okkur sem raunverulegt fólk, þeir fari til himna en við höfum enga sál, svo að við séum ekki til, heldur séum við bara skuggar. „í sögum þínum mistekst vestrænu sögu- hetjunum alltaf að ná sambandi við múslím- ana,“ segi ég. „Er þetta í samræmi við þína eigin reynslu af áratuga nánu samneyti við innfædda?" „Það er ekki hægt að ná nema takmörk- uðu sambandi við þá sem hafa gerólík við- horf,“ segir hann. „Þú nærð ekki sambandi við þann sem hefur gerólík viðhorf, að minnsta kosti ekki fullkomnu sambandi." Nú hlær Bowles og bætir svo við: „Algert samband milli fólks er hvort sem er ómögu- legt. Ég hef aldrei getað myndað fullkomið samband við kristna menn, hvað þá músl- íma.“ Hassouna, sem er múslími, eða a.m.k. upp- alinn í þeirri trú, spyr Bowles eins og eðlilegt má telja: „Hvað er það sem hnýtir þig svona sterkum böndum við heim múslíma. Hvers vegna viltu heldur búa hér en t.d. í New York? Hvað er það hér í Tanger sem heldur þér?“ „Ég get ekki sagt þér það,“ svarar Paul Bowles. „Margir hafa spurt mig þessarar spurningar og ég hef stundum sagt að það sé eins hægt að spyija mig hvers vegna mér geðjist rósailmur. Mér þykir hann góður. Þannig þykir mér gott að vera hér þrátt fyr- ir allt sem betur mætti fara.“ Nú spyr ég Bowles hvort það sé rétt að hann geri aldrei áætlanir um ritverk sín, heldur setjist niður á hverjum morgni með autt blað og skrifí það sem kemur í hugann, eins konar ósjálfráða skrift. „Já, það er alveg satt,“ segir Bowles. „Þetta er mín aðferð. Mér dettur ekki í hug að hún sé betri en aðferð annarra. Flestir rithöfundar sem ég þekki vinna á allt annan hátt, gera fjöldamörg uppköst, breyta og lagfæra aftur og aftur. En hjá mér stendur þetta næstum orðrétt frá því ég skrifa það fyrst niður og þangað til það kemur út á bók. Ég skrifa hins vegar mjög hægt, svo að ég er ekkert hraðvirkari en ýmsir starfs- bræður mínir sem umskrifa verkin mörgum sinnum. Þetta kemur út á eitt. Ástæðan fyr- ir verklagi mínu er ef til vill sú að ég er gersneyddur þeirri gáfu að skilgreina. Þess vegna reyni ég að leiða sköpun mína fram- hjá vitsmununum, kem með tóman hugann að auðri pappírsörk og byija að skrifa." „Ertu þá að rejma að tengja beint við undir- meðvitundina? Líturðu á hana eins og Jung og Freud, eins og 9/10 af ísjakanum?" spyr ég. „Já, þar er það sem Gertrud vinkona mín Stein kallaði grunneðlið," segir Bowles. „Er það innihald verkanna, kjaminn?" spyr ég. „Já, það skiptir nefnilega ekki svo miklu máli hvað maður hugsar," segir hann, „held- ur miklu fremur hvað manni finnst og hver maður er og hvað maður er.“ Heimsókninni til þessa vitra öldungs er að ljúka. Hann hefur átt lengra og fjölskrúðugra líf en flestir, og hefur sjálfur valið að búa einn í landi sem ævinlega hlýtur að vera honum framandi. Ef til vill er hann með því að undir- strika það að hlutskipti rithöfundarins er að vera aðkomumaður hvar sem hann er. Að skilnaði segi ég við Paul Bowles að ég óski honum góðrar heilsu og langra lífdaga. Það leikur dauft bros um varir hans þegar hann svarar: „Kannski drepst ég á morgun en ég gæti líka orðið níræður. Eg er búinn að sætta mig við að heilsa mín muni líklega ekki skána. Hún er að vísu skrambi léleg, en meðan ég verð ekki verri er ég til í að tóra. Það megið þið segja æðri máttarvöldum ef þið hafið einhver sambönd." ARFTAKNN SMÁSAGA EFTIR PAUL BOWLES Örnólfur Árnason þýddi að var um miðjan dag. Ali lá á mottunni sinni. Hann hnerraði. Hæna, sem blund- að hafði nálægt honum, gargaði, þaut út úr herberg- inu og fann sér stað í miðju hringlaga moldarfiagi undir fíkjutrénu. Hann hlýddi um stund á þrumumar úr fjöllunum sunnan við bæinn og ákvað að setjast upp, því að hann myndi ekki geta sofnað aftur fyrr en um miðnættið. Handan við reyrviðarvegginn var bróðir hans í samræðum við E1 Medhi, einn mann- anna sem óku fólki úr bænum á vögnum upp eftir. Af verönd kaffihússins mátti renna augum yfir kvalda, rauða jörðina með eldgömlum ólífutijám og niður að dimmum hellunum undir bæjarmúrunum. Yfírleitt þótti ferðamönnum útsýnið til- komumikið. Þeir leigðu sér einn af gömlu vögnunum, sem biðu niðri í bænum, og létu aka sér upp bugðóttan veginn, sem bakað- ist allan daginn í sólskininu. Ferðin upp að kaffíhúsinu tók tæpa klukkustund. Þar sátu þeir undir tíglagrindinni í skugga vínviðar- ins og drukku te eða bjór. Ekillinn gaf hestunum vatn, og fyrir ljósaskipti héldu þeir af stað til baka. Á sunnudögum komu margir vagnar og bifreiðar. Kaffíhúsið var fullt allan daginn. Bróðir hans, sem átti kaffihúsið og gætti reikningshaldsins og peninganna, sagðist græða meira á sunnudegi en alla hina daga vikunnar samanlagt. Ali dró það í efa, ekki vegna þess að það væri svo ólíklegt, heldur vegna þess að bróðir hans sagði það. Það var óhagganleg staðreynd að bróðir hans var eldri en hann og hafði því erft kaffíhús- ið eftir föður þeirra. Andspænis svo hróp- legu óréttlæti var ekkert hægt að gera. Né hafði hann áhuga á nokkru sem bróðir hans hafði fram að færa. Bróðir hans var eins og veðrið, maður fylgdist með því og var ofurseldur duttlungum þess. Þetta stóð skrifað, en það var ekki þar með sagt að ekki mætti breyta því. Hann hallaði sér upp að veggmottunni og teygði úr sér. Bróðir hans og E1 Mehdi voru að drekka bjór. Hann var viss um það vegna þess hvemig þeir lækkuðu róminn í hvert skipti sem eitthvert hljóð barst að utan. Þeir vildu geta falið glösin í skyndi ef einhver kæmi nærri dyrunum, svo að þeir hlustuðu grannt meðan þeir mösuðu saman. Hann hafði andstyggð á þessu bamalega laumuspili, spýtti á gólfíð við fætur sér og hrærði með berri tánni í hvít- um hrákanum. Þmma glumdi við úr suðurfjöllunum, ekki háværari en langvinnari en fyrr. Það var fullsnemmt að regntíminn hæfíst, en þó gæti gert rigningu. Hann rétti út hönd- ina eftir vatnskrukkunni og drakk vænan teyg. Síðan sat hann grafkyrr nokkra hríð og horfði á innrammaða mynd af soldánin- um sem hékk á veggnum andspænis honum. Aftur buldi við þmma, enn varla neitt hærri, en í þetta sinn greinilega nálægari og hljóðið nærgöngulla. Það var eins og manneskja væri að læðast að laumulega. Lófaklapp heyrðist utan af veröndinni og karlmannsrödd hrópaði: „GarQon!“ Bróðir hans fór út, og hann heyrði E1 Medhi svelgja afganginn af bjórnum og hraða sér síðan á eftir honum. Innan skamms tilkynnti kvenrödd að það ætlaði að fara að rigna. Þá hrópaði E1 Medhi „Hott, hott!“ á hesta sína, og það ískraði í vagninum er hann lagði af stað niður veginn. Eftir að gestimir vom famir, hélt bróðir hans kyrrn fyrir úti. Ali gekk hljóðlega að dyrunum og sá hann standa við bijóstvöm- ina með hendur fyrir aftan og horfa yfír bæinn. Hinum megin á veröndinni húkti pilt- urinn sem þvoði glösin og skúraði gólfið. Hann var með lokuð augu. Lítið heyrðist neðan úr bænum. Stöku sinnum flaug fugl ofan af hæðinni á bakvið og stakk sér ofan í dalinn. Himinninn var dökkur. Bróðir hans sneri sér við og sá hann standa í dyragættinni. „Svafstu?" „Já.“ „Það er að fara að rigna.“ „Incha’ Allah. “ „Hlustaðu nú.“ Bróðir hans rétti upp höndina og hann leit til hliðar. í fjarska mátti greina óminn af röddum litlu strák- anna, sem hlupu um götur bæjarins og sungu lagið til Sidi Bou Chta, sem þeir sungu alltaf rétt áður en byijaði að rigna. „Já.“ Nú vom þmmurnar yfír nálægustu fjöllunum. Bróðir hans nálgaðist dyrnar og Ali vék til hliðar til að hleypa honum fram- hjá. „Nú lokum við,“ sagði bróðir hans. Hann kallaði til drengsins sem tók til við að bera stólana og borðin inn i herbergið þar sem þeim var staflað. Ali og bróðir hans sátu á madressunni og geispuðu. Þegar drengur- inn var búinn, lokaði hann dyranum, setti hengilásinn fyrir. Síðan kom hann inn í herbergið og fór að blása í glæðumar með fýsibelgnum. Hann bar þeim svo báðum glas af tei. „Farðu út í hús. Við borðum snemma," sagði bróðir hans. Drengurinn fór út. Nú heyrðist þmma beint yfír þeim. Þeir litu hvor á annan. Ali sagði: „Ég skal loka húsinu. Drengurinn er bjáni.“ Litla húsið var á bakvið kaffíhúsið, byggt upp við lága klettinn rétt fyrir neðan veg- inn. Þegar hann var kominn að fíkjutrénu heyrði hann bróður sinn tala við einhvern. Hann varð undrandi og nam staðar til að hlusta. Stórir regndropar tóku að falla víðs vegar ofan í rykið. Það var erfítt að heyra hvað bróðir hans sagði. Hann gekk inn í húsið: Þarna bjó enginn nema þeir tveir og drengurinn, sem svaf fyrir utan. Það var aldrei mjög hreint hjá þeim. Ef bróðirinn hefði nú bara fengist til að kvænast, þá hefði Ali haft afsökun fyrir að fara burt. En þangað til var það ömögulegt, því að faðir hans hafði sagt honum að vera kyrr og hjálpa bróður sínum við kaffíhúsið. Állt sem hann fékk að launum var skítugt her- bergi og vondur matur sem drengurinn eld- aði handa þeim. Hins vegar þegar bróðir hans gekk gegn- um hverfið í Moulay Abdallah var honum fagnað af konunum í hveiju húsi. Pening- arnir fóm í armbönd handa þeim og vín og bjór handa vinum hans. Fyrir utan þess- ar konur, sem hann eyddi flestum nóttum með, var alltaf einhver heiðvirð stúlka sem hann vonaðist til að geta tælt. Það mis- tókst yfirleitt, en ósigrarnir æstu bara upp áhuga hans. Um þessar mundir var það Kinza, dóttir kaupmanns frá Taza, sem hann var að stíga í vænginn við. Hún hafði veitt honum stutt samtöl á fáfömum öngstrætum með þjón- ustustúlku á verði fáein skref frá. Eitt sinn hafði hann hitt hana í ljósaskiptunum fyrir utan Bab Segma og tekið utan um hana (eftir að vinnukonan fékkst til að horfa í hina áttina), og hann hafði meira að segja átt téte-á-téte með henni í bakherbergi á kaffihúsi. Þá hafði hann lyft blæjunni henn- ar og kysst hana. En hún hafnaði frekari atlotum og hótaði, ef hann beitti hana valdi, að kalla á þjónustustúlkuna sem stóð fyrir framan dyrnar. Eftir að hún hafði þegið fjölmargar gjafír, lofaði hún honum öðmm slíkum einkafundi, svo að hann lifði enn í voninni. Ali vissi allt um líf bróður síns og um Kinzu, því að þótt bræður geti ekki rætt slík málefni sín á milli, þá er fullkomlega eðlilegt að ræða þau við hvern annan sem er. Hann vissi allt um Kinzu og vonaði að bróður sínum yrði ekkert ágengt með hana. Nú fór rigningin vaxandi. Hann lokaði gluggunum svo að vatnið kæmi ekki inn. Síðan, bæði út úr leiðindum og eins af því að hann var langaði að vita hver væri kom- inn á kaffihúsið, þá gekk hann yfir opna svæðið sem skildi að byggingarnar tvær, og læddist aftur inn í bakherbergið. Handan við skilvegginn var á ný verið að blása eldi í glæðumar, í þetta sinn var það bróðir hans sem gerði það. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.