Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Blaðsíða 2
MYNDLIST Sigfúsar minnst í Háskólabíói LIONSKLÚBBURINN Ægir í Reykjavík gengst fyrir fjáröflunartónleikum í Há- skólabíói á morgun, sunnudag, kl. 16, sem helgaðir eru minningu eins félags- manna, Sigfúsar Halldórssonar tón- skálds og listmálara. Fjöldi listamanna kemur fram á tón- leikunum, svo sem Karlakór Reykjavík- ur, Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur, Egill Ólafsson, Jóhanna Linnet, Eiríkur Hreinn Helgason, Signý Sæmundsdóttir, Sigurður Marteinsson, Friðbjörn G. Jónsson og Jónas Ingimundarson, auk kammersveitar. Sungin og leikin verða þekkt og minna þekkt tónverk Sigfús- ar, auk þess sem Friðbjörn og Jónas munu flytja þijú lög eftir Sigfús, í út- setningu Þorkels Sigurbjörnssonar, sem ekki hafa verið flutt opinberlega áður. Kynnir á tónleikunum verður Omar Ragnarsson. SIGFÚS Halldórsson við slaghörpuna. Tilefni fjáröflunarinnar er 40 ára af- mæli Lionsklúbbsins Ægis, sem er einn elsti klúbbur sinnar tegundar á landinu. Ægir hefur lengi starfað að málum vist- manna á Sólheimum í Grímsnesi en að auki liggja til úrlausnar mörg önnur líkn- arverkefni, sem sinnt er eftir því sem fjárhagur og aðstæður leyfa. EINSÖNGUR OG ORGEL í KLETTAKIRKJUNNI Morgunblaðið/Golli SIGURÐUR Bragason barítonsöngvari og Bjarni Þór Jónatansson orgelleikari munu halda tónleika í Klettakirkjunni i Helsinki. SAMSYNING SEX MYNDLISTAR- MANNA í NÝLISTASAFNINU SIGURÐUR Bragason barítonsöngvari og Bjami Þór Jónatansson píanóleikari halda tónleika í Klettakirkjunni í Helsinki í Finn- landi 27. október nk. Á efnisskrá eru ein- göngu íslensk verk, allt frá útsetningum á gömlum sálmalögum til nútímaverka. Kirkj- an er sprengd inn í klettaborgir í einu af eldri hverfum Helsinkiborgar og er víðfræg fyrir einstakan hljómburð. Sigurður stundaði framhaldsnám í söng í Mílanó á Ítalíu hjá Pier Miranda Ferraro. Hann hefur komið víða fram hérlendis og erlendis. í júní 1995 söng Sigurður annað aðalhlutverkið í óperu Atla Heimis Sveins- sonar, Tunglskinseyjunni og haustið 1996 kom hann fram á einsöngstónleikum í Carnegie Hall í New York. Að loknu kennaraprófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík sótti Bjami Þór Jónatansson einkatíma í Lundúnum hjá Philip Jenkins. Hann hefur starfað sem píanókennari og undirleikari í Reykjavík frá 1980. Á síðustu árum hefur hann lagt fyrir sig orgelleik og hefur víða komið fram sem slíkur. Samstarf þeirra Sigurðar og Bjama hefur staðið í nokkur ár. Síðast komu þeir fram á Menningarnótt í Reykjavík í ágúst sl. á tónleikum í Sjálfstæðishúsinu gamla. Þá var þeim boðið að halda opnunartónleika á tón- listarhátíðinni Encuntros í Buenos Aires í Argentínu fyrir tveimur árum. Það er finnskur menningarstyrkur sem gerir þeim Sigurði og Bjarna mögulegt að halda tónleika í Klettakirkjunni. „Okkur þótti við hæfi að flytja íslensk trúarleg verk í þessari frægu kirkju," segir Sigurður. „Verkin em allt frá okkar elstu tónsmíðum til dagsins í dag. Þau elstu eru þjóðlög út- sett af Jóni Leifs sem nýverið fundust í Háskólanum í Berlín og enginn vissi að til væru.“ Frá útsetningum á gömlum sálma- lögum eins og Lilju í útsetningu Þorkels Sigurbjömssonar og Himna rós í útsetningu Ragnars Bjömssonar er horfið til síðróman- tíkur og áfram til nútímans, yngst er verkið í Kapernaum eftir Atla Heimi Sveinsson, samið árið 1996. Faðir vor eftir Jón Leifs er lítt þekkt en mikið verk að smíðum. Bjama er til efs að það hafí verið flutt af baritonsöngvara áður eða yfirleitt flutt á tónjeikum. Áður en þeir halda utan ætla Sigurður og Bjarni að flytja efnisskrá sína í Hall- grímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd hinn 21. október nk. kl. 21. Síðar í vetur hyggja þeir á frekari flutning efnisskrárinn- ar hér á landi, m.a. í mörgum helstu kirkjum landsins. „Tónleikar í Klettakirkjunni eru alltaf viðburður og við hlökkum mikið til að koma fram í þessari hljómfögru kirkju," segir Sigurður. SAMSÝNING sex myndlistarmanna í Ný- listasafninu við Vatnsstíg 3b verður opnuð í dag, laugardag, kl. 16. Myndlistarmenn- irnir eru þrír íslendingar og þrír Finnar. Þeir eru: Valgerður Guðlaugsdóttir, Pasi Eerik Kaijula, Antti Keitilá, Elva Dögg Kristinsdóttir, Kalle Suomi og Þóra Þóris- dóttir. Sýningin ber yfirskriftina Aeropause. Listamennirnir unnu fyrst saman að verk- efni um umhverfislist í Jokioinen í Finn- landi árið 1993. Er þessi sýning annað stefnumót þeirra. Þorbjörg Höskuldsdóttir er áttundi gestur Nýlistasafnsins í Setustofunni. Safnið hefur boðið Félagi íslenskra myndlistarmanna Setustofuna fram að áramótum og eru lista- mennirnir valdir af FÍM. Þorbjörg er eins og fyrri gestir, myndlistarmaður með lang- an feril að baki sem málari. Hún er einkum kunn fyrir að byggja upp myndir með geo- metrískum formum, fjarvíddaráhrifum og landslagi. Sýningarnar eru opnar frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga og lýkur þeim 2. nóvember. Aðgangur er ókeypis. Þjóðminjasafn íslands Sýningin Kirkja og kirkjuskráð, miðalda- kirkjan í Noregi og á íslandi. f Bogasal eru sýndar ljósmvndir úr finnsku búsetulandslagi til 18. okt._ Listasafn íslands í öllum sölum safnsins er sýning á verkum Gunnlaugs Schevings. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41 - Ásmundarsalur Erla Þórarinsdóttir, málverk. Gryfja: Vil- hjálmur G. Vilhjálmsson, pastelmyndir. Arin- stofa: Jóhannes S. Kjarval. Verk úr eigu safnsins. Til 27. október. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveins- sonar. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Jóhannes Kjarval í austursal, ljósmyndir eft- ir 30 erlenda listamenn í vestursal og miðsal. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaða- stræti 74 Kyrralífs- og blómamyndir ásamt myndum úr Reykjavík og nágrenni. Til febrúarloka. Norræna húsið - við Hringbraut Anddyri: Auglýsingaspjöld eftir Tryggva Magnússon og Jón Kristinsson - Jónda. Til 2. nóv. í ljósaskiptum til 23. nóv. Skartgripa- sýning til 31. des. tarGet samsýning til 2. nóv. Tryggvi Ólafsson málverk til 30. nóv. Hafnarborg Gjaldmiðlar og gamlir munir til 27. okt. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v/Suðurgötu Handritasýning til 19. des. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Valgerður Guðlaugsdóttir, Pasi Eerik Kaij- ula, Antti Keitilá, Elva Dögg Kristinsdóttir, Kalle Suomi og Þóra Þórisdóttir sýna til 2. nóv. Gestur safnsins í setustofu er Þorbjörg Höskuldsdóttir. Gallerí Fold Ingibjörg Hauksdóttir og Ása Kristín Odds- dóttir sýna til 19. okt. Gallerí Hornið Berglind Bjömsdóttir og Fríða Jónsdóttir sýna ljósmyndir til 22. okt. Galleríkeðjan Sýnirými Sýnibox og Gallerí Hlust: William S. Burr- oughs. Gallerí Barmur: Tumi Magnússon. Gallerí 20m! Pétur Örn Friðriksson til 1. nóv. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Daniel Þ. Magnússon sýnir til 16. nóvember. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Eggert Pétursson, Helgi Þorgils Friðjónsson og Kristinn G. Harðarson sýna til 2. nóvem- ber. Gallerí Stöðlakot Sigríður Anna E. Nikulásdóttir sýnir til 19. okt. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9 Fjóla Hilmarsdóttir sýnir listprjón til. 22. okt. Sjóminjasafn íslands við Vesturgötu i Hf. Almenn sýning og sýning á olíumyndum Bjarna Jónssonar. Listaskálinn í Hveragerði Haukur Dór og Gunnar Örn sýna til 26. okt. Laugardagur 18. október Langholtskirkja: Óperutónleikar. Tito Beltr- án, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir halda tónl. kl. 20.30. Sunnudagur 19. október Listasafn íslands: Tónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur kl. 20.30. Norræna húsið: Lelo Nika heldur harmóníku- tónl. kl. 20.30. Langholtskirkja: Óperutónleikar. Tito Beltrán, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir halda tónl. kl. 17. Þriðjudagur Norræna húsið: Eydís Franzdóttir, Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Unnur Vilhelmsdóttir halda tónl. kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Þtjár systur, sun. 19., fim. 23., föst. 24. okt. Fiðlarinn á þakinu, lau. 18. okt. Listaverkið, lau. 18, mið. 22. okt. Kvöldstund með Ghitu Nörb, mánud. 20. okt. Borgarlcikhúsið Galdrakarlinn í Oz, lau. 18., sun. 19. okt. Hár og hitt, lau. 18. okt. Ástarsaga, fim. 23. okt. Loftkastalinn Áfram Latibær, sun. 19. okt. Bein útsending, sun. 19., föst. 24. okt. Veðmálið, föst. 24. okt. Leikfélag Kópavogs Með kveðju frá Yalta, lau. 18. okt. Hafnarfjarðarleikhúsið Draumsólir vekja mig, lau. 18., sun. 19. okt. Möguleikhúsið Búkolla, sun. 19. okt. Kaffileikhúsið Revían í den, frums. sun 19. okt. Föst. 24. okt. íslenska óperan Cosi Fan Tutte, lau. 18., fös. 24. okt. Hafnarfjarðarleikhúsiö Draumsólir vekja mig, frums. lau. 11. okt. Sun. 12. okt. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðviku- dögum merktar: Morgunblaðið, Menn- ing/Iistir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsend- ir: 569 1181. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.