Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 15
hægt í að nota minni vörn annars brennið þið aðeins! Hvar eruð þið í litakerfinu? Næstum allir vilja verða sól- brúnir. En það eru ekki allir svo heppnir að þurfa aðeins að stinga nefinu í sólina til að verða brúnir! Flest okkar þurfa mikinn tíma (og mikla fyrirhöfn) til að öðlast hinn eftirsótta húðlit. Við vitum að húð- og hárlitur okkar sýnir hvort við verðum auðveldlega brún en augnlitur hefur líka mikið að segja. Litakortið á að sýna hvað sterka vörn þið þurfið til að verða hraustlega gulbrún í sumar .... Verið ekki með ilmvatn í sól- inni! Sóliri getur aðskilið efni, sem orsaka húðbruna eða ofnæmi. Verið alltaf með krem sem loka alveg fyrir sól „sunblock" á við- kvæmum líkamshlutum — nefi, eyrnasneplum, öxlum og bijóst- vörtum. Skærlituð slík krem eru skemmtileg. Sólbruni Ef þið sólbrennið: * * Berið á ykkur kalamín (blöndu af sinkox- og járnoxíði) eða krem sem inni- heldur „aloe“ og að sjálfsögðu „eftir sól“. Kælið líkamann niður. Veljið ykkur inn í eitthvað kalt og rakt og haldið ykkur frá sól, þangað til þið jafnið ykkur. Ef einkennin halda áfram, ráðgist þá við lækni. Ofhitun líkamans orsakar sól- sting! Þið verðið þreytt, svitnið mikið og fáið jafnvel krampa. Drekkið þá mikið og borðið nær- Mann- gerð Augnlitur Húðlitur Hárlitur Viðbrögð v/sólböðum Sólvörn 1 Móleit, græn eða blá Mjögps eða freknótt Ljós, Ijósrauð- hærð eða rauðhærð Mjög viðkvæm fyrir skaðlegum sólargeislum. Verður ekki brún,brennur yfirleitt Byrjið með vörn 15 eða meira, en aldrei lægra en númerlO. Athugið: Meðhöndlið bömog ungabörn alltaf sam- kvæmt þessu! 2 Blá eða græn Ljós Ljós eða brún Aðeins minna viðkvæm en númer 1 og gæti brúnkast smátt og smátt Byijið með vörn 15 og færið ykkur smám saman niðurí 8-10. Farið aldrei niður fyrir vöm 6. 3 Yfirleitt brún Ljós Skolhærður eða brúnn Líkleg tii að brenna fljótt, ei brúnkast auð- veldlega Byijið með vörn 10, smám saman niður í vörn 8 og 6. 4 Brún Gulbrúnn Brúnn eða svartur Brúnkast auð- veldlega og brennur sjaldan Haldið ykkur við vöm 6 þartilþið eruð mjög sólbrún, þá vöm 4. 5 Brún Brún eða svört Brúnn eða svartur Mikið magn af melantíni í húðinni orsakar að þið brennið ekki. Hafíð næga náttúrlega vöm og þurfið ekki sólkrem, en haldið samt húðinni rakri. Sólbaðsreglur ferðamannsins — Farið vel yfir „hvað á að gera - og hvað ekki“, áður en þið stefnið til sólarlanda. - Veljið sólkrem sem hæfir ykkar litar- hætti - til að tryggja að þið brennið ekki í sólinni! Stefnið í að verða gulbrún! Litaraft sem er miklu fallegra og hraustlegra en dökkrauðbrún eins og indíánar og hrukkótt að auki! Sparið ekki sólkremið! Berið vel á ykkur 5 mínútum áður en þið farið í sundföt. Berið á ykkur aft- ur og aftur, einkum ef þið hreyfið ykkur mikið. Notið vatnsþolin sólkrem, ef þið farið í sund! En berið samt alltaf á ykkur, eftir að hafa bleytt ykk- ur - betra að vera öruggur. Verið ekki í sólbaði, þegar sólin er hæst á lofti og sterkust - milli kl. 11 f.h. og 2 e.h. Hvers vegna ekki að njóta þá hádegisverðar í skugganum? Og munið að drekka nóg af vatni! Farið eftir ástralska málshætt- inum: „smeygja, skella, srnella", þegar þið eruð í skoðunarferðum. Smeygið ykkur í bol, skellið á ykkur hatti og smellið á ykkur sólkremi! Álítið ekki að skugginn skýli ykkur frá sól! Sólargeislar streyma frá vatni, sandi og bygg- ingum og endurkastast inn í skuggann. Verið viss um að vera alltaf með sólkrem! Breytið oft um stellingar í sól- baði. Ef þið sofnið og sólin nær að skína alltaf á sama stað, er hætta á sólbruna. ingarríkt, saltað fæði til að vinna upp vökva- og saltmissi. Sólarofnæmi brýst fram ef sól- in hefur áhrif á efnaskipti í húð- inni. Reynið þá sólarofnæmiskrem t.d. „Sufi Allergy Lotion“ frá Piz Buin. Hættumerki Húðkrabbamein er hættuleg- asta afleiðing sólbaða. Rannsókn- ir frá 1984 sýna, að af 3.000 nýjum tilfellum af illkynjuðu húð- krabbameini voru 1.000 dánartil- felli. En húðkrabbamein er lækn- anlegt, ef það greinist nógu fljótt. - Hafið auga með öllum fæðing- arblettum eða dökkum líkams- blettum. - Ef eftirfarandi spurn- ingar eru jákvæðar, leitið þá strax til læknis! * Eruð þið með kláða eftir sólböð? * Breytast húðblettir eða hlaupa upp? * Myndast mismunandi brúnir og svartir húðblettir? * Er húðin þrútin eða bólgin? * Blæðir eða myndast hörð skorpa á húðinni? Prófessor Rona McKie við Glas- gow-háskóla talar um þessa áhættuhópa: Fólk Ijóst yfirlitum / bláeygt fólk / fólk og börn sem eru mikið í sólbaði aðeins 2 vikur á ári. Gætið ykkar! Bætið aldrei upp sólbrúnku eða sólið ykkur fyrirfram á sólbekkj- um! Þeir eru flestir með hættulega UVA-geislun, sem orsakar hrukk- ur og jafnvel húðkrabbamein. Þýtt og endursagt eftir O.Sv.B. F erðanýjungar kynntar á Rútudegi Hinn árlegi Rútudagur var haldinn 9. júní sl. Milli 7-8.000 manns komu í heimsókn, aðal- lega fjölskyldufólk með börn. BSÍ stóð myndarlega fyrir deg- inum að vanda, skemmtilegar uppákomur glöddu yngri og eldri — og Ferðafélagið og Uti- vist sáu um skoðunarferðir í samvinnu við sérleyfishafa. Að Rútudegi loknum er fróðlegt að líta á nýjungar í ferðaþjón- ustu um landið vítt og breitt, sem þar voru kynntar. * Ferðaskrifstofa íslands kynnti nýjar ferðir fyrir íslendinga og nýtt Edduhótel í Reykjanesskóla við ísafjarðardjúp. Einnig „vildar- kjör á Vestfjörðum" — eða 20% afslátt sem vestfirsku Edduhótel- in bjóða. Verðdæmi: þijár gisti- nætur með morgunverði kr. 6.250 fyrir mann í tveggja manna her- bergi. * Veitinga- og gistihúsaeigendur kynntu sumarmatseðil á föstu verði og afslátt á nokkrum veit- ingastöðum. * Landmælingar íslands kynntu nýtt jarðfræðikort og stóraukna kortaútgáfu á næstunni. * Náttúruverndarráð var með nýjan bækling um akstur utan vega, sem ferðamenn um landið eru eindregið hvattir til að kynna sér. * Ferðamálasamtök Austuriands kynntu nýja skoðunarferð um Mjóafjörð og til Dalatanga, aust- asta byggða bóls á landinu. Einn- ig jöklaferðir frá Höfn og báts- ferðir á Jökulsárlóni. * Suðurnesjamenn kynntu Bláa lónið og auknar ferðir þangað frá Reykjavík. * Véstfirðingar bjóða auknar ferðir um ísafjörð og skemmti- ferðir um Djúpið með nýja bátnum Eyjalín. Nýtt sérleyfi er á milli Bijánslækjar og Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals. * Á Vesturlandi eru fleiri skoðun- arferðir um Snæfellsnes og tíðari ferðir yfir Breiðafjörð með nýja Baldri. * Á Suðurlandi eru nýjar ferðir til Veiðivatna, Lakagígá og um Fjajlabaksleið syðri. * Á Norðurlandi eru auknar ferð- ir í tengslum við Grímseyjarfetju og Hríseyjarfetju frá Dalvík. * Reykjavík kynnti nýja húsdýra- garðinn og aukinn ferðaljölda út frá borginni. * Kerlingarfjallamenn bjóða enn í skíðaferðir og kennslu, einnig TÍMAMIÐI Miði þcssi gcfur þcr kost á að fcrðast cins mikiðog þú vill mcð Öllum sérlcyfisbifreiðum á íslandi innan þcirra tima- takmarka, sem þú velur þér. Timamiðinn er auðveldur í notkun. Aðcins þarf að sýna bílstjóra miðann, scgja hvert ferðinni cr hcitið og kvitta fyrir. Þú gctur farið úr bilnum hvcnær sem cr. og hvar scm cr. Þú ræður ferðinni algcrlcga sjálfur. Fjórir valkostir cru i boði: 1 vika kr. 11.000.- 2 vikur kr. 14.500.- 3 vikur kr. 18.H00,- 4 vikur kr. 20.m- AFSI.ÁTTARKJÖK: Þér standa til boða margskonar afdátlarmögulcikar mcð TÍMAMIDA Gjaldskrá 29. janúar 1990 Leiöandi afí í traustum samgöngum aðstoð við að hætta reykingum. * BSÍ kynnti nýju leiðabókina, sem sýnir stóraukinn ferðafjölda og kynnti hring- og tímamiða um landið. Nýjar og glæsilegar rútur eru vissulega hvatning til ferða- BSÍ-menn skreyttu básinn með sóllitaðri leiðabók, merki Ferðainálaárs Evrópu, falleg- um Islandsmyndum og flögg- uðu með blöðrum! í nýjú leiðabókinni segir, að hringmiðinn (á kr. 9.500) gildi til 30. september og hægt sé að ferðast á sama miða í allt sumar. manna að hvfla sig frá eigin akstri. * Ferðaþjónusta bænda kynnti fleiri bæi og aukna þjónustu. * Vestmannaeyingar kynntu ýmsar nýjungar, til dæmis nýja ferðamannabátinn. * Upplýsingamiðstöð ferðamála og Ferðamálaráð minntu á sig í Torfunni og boða stóreflda upp- lýsingamiðlun. * Örn og Örlygur kynntu nýja og glæsilega íslandshandbók. Að framansögðu má sjá að ferðamöguleikar íslendinga um eigið land eru alltaf að batna. Árið 1990 er Ferðamálaár Evr- ópu, enda er ferðaþjónusta orðin ein mikilvægasta atvinnugrein í heimi. 1 veítSÍa hæða glæsirútan hans Sæmundar var ein merkasta ferðanýjungin sem kynnt var á Rútudegi LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. JÚNÍ 1990 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.