Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 2
Hringformið kemur oft fyrirhjá Endo. Þetta nafnlausa verk er úr bronsi, 1987. Að baki liggur hvötin til samruna við alheiminn Langflest verka Tóshikatsu Endo eru hringir, femingar, teningar og rétthyrningar og þessum einföldu formum má líkja við naumhyggju í list- inni. Sú samlíking nær þó ekki til efnisins sem listamaðurinn velur sér og formgreiningin ein TOSHIKATSU ENDO er ungur Japanskur myndlistarmaður, sem nú sýnir í Hafnarborg í Hafnarfirði. Að sýningunni stendur Norræna listamiðstöðin í Svíavirki í Finnlandi. Hér er sjaldgæft tækifæri til að sjá japanska samtímalist, sem hvorki er þó sér-japönsk né vestræn. Endo íjallar um höfuðskepnurnar sjálfar, sem snerta allt mannkynið, einkum eldinn og vatnið. Sýningin stendur til 22. júlí. Eftir FUMIO NANJO Naihlaust myndverk eftir Endo: Sam- röðun tijábola, sem Endo hefur sviðið svo þeir verða svartir. Ofan á þeim er vatn. 1983-1988. nægir ekki til skilnings á list hans. Hún bygg- ir á hugmyndaheimi sem tengdur er sög- unni, goðsögnum og mannlegri tilvist. Mörg af verkum Endos eru brennd eða sviðin. Þegar tré er brennt verður það í raun endingarbetra ,og þannig er gefið í skyn að verkin kunni að lifa lengur en önnur mynd- verk úr tré. Séu verkin skoðuð sem tákn virð- ist sem þau muni lifa hálfa eilífðina og á þann hátt má hugsa sér að þau standi utan við sjálfan tímann. Svartur liturinn, sem er frumstæðastur og sterkastur litanna, kveikir ennfremur í verkunum alvöruþrungna tog- streitu án skreytinga. Endo brennir verkin ávallt einhvers staðar úti í náttúrunni: á yfírborði stöðuvatns í skóg- inum eða ofan á moldarhaug. Þessi formlega athöfn er ekki opinber; hún er ekki framin fyrir áhorfendur, heldur fer Endo þar ávallt einn. Þó eru teknar ljósmyndir af athöfninni svo við getum fylgst með henni eins og úr fjarlægð. Eldinn notar Endo einnig sem and- stæðu vatns í jarðarverkum sínum. Þá grefur hann holu í jörðina og svo virðist sem eldur- inn logi úr iðrum jarðar, líkt og í eldgosi. Flöktandi myndum loganna er ekki stjómað af mannlegum vilja heldur eru þær hluti af ógnarkrafti sjálfrar náttúrunnar. Þó er vatnið sýnu sterkari þáttur í verkum Endos en eldurinn. Til dæmis um þetta má nefna verkið sem sýnt var á Indlandsþríær- ingnum árið 1986 og aftur á Feneyjatvíær- ingnum árið 1988-. I því verki eru tuttugu og tveir uppréttir svartir sívalningar fylltir vatni. í verki sem gert er úr stórum tré- drumbum eru holur í trénu fylltar vatni. Verk- ið Allegóría II: Kista Seele er trékassi, eins og líkkista að lögun,_sem í er vatn þótt áhorf- endur sjái það ekki. í landslagsverkum sínum notar Endo vatn í hringformum. Auk trésins hefur Endo notað stein, jám og brons. Steinum raðar hann í hring og suma þeirra svíður hann en aðrir eru í raun bronsafsteypur af steinum. í einu bronsverk- anna hefur Endo beitt ætingu á yfirborðið. Ég hef getið efniviðarins sem Endo notar og tækninnar sem hann beitir vegna þess hve mikilvæg hann sjálfur telur þessi atriði, en einnig til að 'leggja á það áherslu að verk hans eru á engan hátt afsprengi formalis- mans. Hvað er það þá sem skiptir Endo mestu máli? Hann leitar arftekinna frummynda sem leynast í vitund mannsins. Þannig hefur vat- nið ávallt sótt á hug hans vegna þess hve samtvinnuð mynd þess er allri sögu og tilveru mannsins og iífínu sjálfu. Notkun hans á vatni verður ekki skýrð með tilvísun til neins einstaks atburðar eða einhlítrar merkingar. Vatn tengist fjölda ólíkra sagna og tákna úr mannlífinu. Það væri erfitt að afmarka tákn- gildi þess. Þó getum við nálgast vatnið á ýmsa vegu ef við aðeins leyfum því að halda eiginleikum sínum. Hið nákvæma og fágaða andlit vatns- ins getum við greint þar sem það situr í barmafullum sívalningnum og þrýstingurinn á yfirborði þess lyftir því yfír brún ílátsins án þess þó að fljóti yfir. Við sjáum annan eiginleika vatnsins þegar við horfum á himin- inn speglast í hringlaga skurði fylltum vatni. Þá finnum við kyrrðina sem er þó aðeins eitt af mörgum andlitum vatnsins, en þarfnast engrar túlkunar. Það sama má segja um eldinn, að eins og vatnið hefur hann gegnum aldirnar verið bæði þjónn mannsins og ógnvaldur. Vald okkar yfir eldinum vitnar ekki aðeins um lausn á ákveðnum tæknilegum vanda, heldur er það eitt af einkennum siðmenningarinnar. Nú á dögum gleymum við því gjaman hve náttúru- legur og villtur eldurinn er í raun. í upphafi var eldurinn það afl í náttúrunni sem valdið gat mestri eyðingu, en var um leið sýnileg- asta form orkunnar. Þegar við sjáum eldinn í verkum Endos kemur hann við hjarta okkar og við finnum til leyndardómsfuilrar eftir- væntingar og undrunar. Eins og ráða má af því sem hér hefur ver- ið sagt felst í verkum Endos meira en greina má með auganu og að ekki eru þau einvörð- ungu fólgin í forminu. Þau eru skyld innstu kjörnunum í meðvitund okkar og verða ekki skýrð með orðum og rökum. í þeim birtist okkur innra líf mannsins — það sern er hand- an orða og allra takmarkana. í þessu sam- hengi má segja að áhrif verkanna á okkur séu mjög einföld. Hrein og óhlutbundin bygg- ing þeirra nær til þess sem er sammannlegt í huga okkar og hún verður til í leitinni að fi-umformum mannlegrar sögu. Verkin tengj- ast því beint óhlutbundinni veröld goðsagn- anna. Þessi inngangur skýrir það þó ekki hvaðan verk Endos fá slíkan sálrænan styrk. Mót- sögnin felst hér í því að uppnámið sem við komumst í er við stöndum andspænis verkum hans stafar í raun af nákvæmu jafnvægi milli fonnsins og meðhöndlunar efniviðarins. Tökum til dæmis tijábolinn. Þykkt hans, svið- ið yfírborðið og þyngd hans skapa fegurð sem er í senn einföld og alvarleg; í þeim felst eins konar fagurfræðileg árás. Þetta holdlega afl er í breiðum skilningi byggt á erótískri feg- urð og skynjun. Þegar allt kemur tii alls heill- ar Iistin okkur vegna þess að hún getur talað til okkar sem erótískur kraftur. Japanskir nútímalistamenn eiga í nokkrum erfiðleikum er þeir sýna á Vesturlöndum. Ef þeir beita túlkun og tækni sem svipar til þess sem algengt er á Vesturlöndum er litið svo á að þeir hermi eftir vestrænni list. En ef þeir beita fyrir sig sétjapönskum hefðum lítur fólk aðeins á það sem er ókunnuglegt og fram- andi í verkum þeirra. Japanskir listamenn virðast því þurfa að finna sér viðhorf sem hvorki eru vestræn né japönsk. í þessu sam- hengi má benda á að verk Endos bera ekki vestrænt yfirbragð, né eru þau heldur byggð á úr sér gengnum yfirborðsskilningi á jap- anskri hefð. Hann hefur mótað sinn eigin heim sem tekur bæði til hins vestræna og hins japanska. Verk hans byggjast á einföldum formum en eru þó engin naumhyggjulist og listsköpun hans má ekki rekja til formalisma. Hún er ekki symbólísk í venjulegum skiiningi þess orðs þar sem svo erfítt er að rekja táknrænt innihald hennar. Notkun elds og vatns ásamt einfaldri efnismeðferðinni minnir að nokkru á konseptlist eða á arte povera. Engu að síður er rökbygging verkanna frábrugðin því sem gerist í þessum hreyfingum. Segja má að verk Endos nálgist náttúrulega rómantík. Þeir sem geta skoðað list án þess að styðj- ast við klisjur munu sjá að verk Endos eiga sér enga hliðstæðu og verða ekki flokkuð á þennan máta. Er það ekki rétt að list hafi gildi þegar hún er frumleg og óflokkanleg? Endo er ungur listamaður sem býr og starfar í Tókýó og við verðum að hafa í huga hvað þetta felur í sér. Það er óhugsandi að lista- maður geti búið í Tókýó sem er stærst stór- borganna, en lifað samt eins og einbúi án þess að þekkja til samtímalistarinnar. Endo er vel kunnugur bæði konseptlist og naum- hyggju. Hann er ungur menntamaðúr og þekkir bæði til verka Jungs og Eliade. í þess- um skilningi tengjast hugmyndir hans jap- anskri menningu og japanskri þekkingu. En við gætum eins bent á að japanskar shinto- byggingar hafa oft yfirbragð naumhyggju og við gætum vísað til gagnrýnnar gamansem- innar sem kennd er við Zen og blandast þar siðalærdómum. Verk Endos má einnig segja að beri keim af indverskri heimspeki og búd- disma þar sem að baki þeirra liggur hvötin til samruna við alheiminn gegnum sjálfstján- ingu einstaklingsins. Þessi list sýnir grunn- mynd mannsins en einnig lífið í samvist við algildan sannleik. Þennan sannleik lærum við ekki af sjálfum okkur og hann verður ekki tjáður á formlegan hátt. Loks verður hann aldrei að efnigveruleika. En Endo trúir því að í listsköpuninni megi nálgast skilning þessa sannleika og sýna mynd hans í verkum. Þessi sannfæring er grundvöllur listarinnar og ger- ir Endo kleift að veita verkum sínum andlegt afl og beita fyrir sig naumum formum án þess að þau verði að tilgerð eða sérvisku. Markmið hans er magísk tjáning: holdgerving hins altæka og göfuga. Verkin eru til vitnis um það hversu vel honum hefur tekist. Á víð og dreif Þjóðtungan ftirfarandi setning- arbrot er tekið úr _ f málþætti í Ríkisút- varpinu í nóvem- bermánuði sl. „að ■ A íslendingar haldi uppi sjálfstæðri þjóðtungu". Þótt þetta brot sé hluti þáttar, sem er fyr- ir löngu gleymdur, og hefur vísast farið inn um annað eyrað og út um hitt, þá er þetta brot úr þættinum mjög merkilegt. Hvað heldur hveiju uppi? Tungumálið er burðarás menn- skrar meðvitundar, en ekki „haldið uppi“ af einum né neinum. Tungumál- ið er jafn eðlislægt og það er sjálfgef- ið að iðka það, og iðkun þess mótar það og styrkir, ekki aðeins „það“ heldur ekki síður þann, sem iðkar það. Án þess er engin „þjóð“ til sbr. de Maistre: „Menning hverrar þjóðar er mótuð af þjóðtungunni." Án iðkun- ar þess hverfur öll sjálfstæð hugsun og í stað lifandi og hugsandi einstakl- inga myndast zombíinn, sem gefur frá sér stokkfreðna frasa og óhljóð. Tungumálið er inngróið, eins og iðkun þess og upphaf eru sjálfsögð við- brögð, brýnasta nauðsyn og undir- staða mennskunnar frá blautu bams- beini. Hið rétta er, að „þjóðtungan heldur íslendingum uppi sem þjóð“. Þjóðtungan er hluti lífstjáningar hvers einstaklings og fyrstu ósjálfr- áðu viðbrögðin eru eðlislæg svörun kornabarnsins við henni. Samkvæmt kenningum Chomskys eru allir menn fæddir með málsvörun, sem virðist vera hluti erfðavísanna og þar með einnig fæddir til að vera talandi. Chomsky telur óskilgreinanlegt á hvern hátt smávegis örvun til máls hjá kornabarni geti vakið það til máls. íslenska er vakin í íslenskum málheimi og þar er forsendan að upp- hafí málkenndar hvers einstaklings og þar með þeirri lykilforsendu, sem gerir íslendinga íslenska. Því er haldið fram, að í skáldskap rísi tungan hæst. Enginn hefur getað skilgreint hvað skáldskapur sé, óút- skýranlegt fyrirbrigði. Bestu kvæðin verða til líkast og af sjálfu sér. Skáld- ið „heldur ekki uppi“ skáldskapnum. Það iðkar hann af þörf og stundum verður hann opinberun, jafnmikil op- inberun skáldinu og þeim, sem hlusta eða lesa. Það er ekki gerlegt að „halda uppi skáldskap“. Hann fæðist, hvar og hvemig, veit enginn. Því hljómar þessi setning „að halda uppi sjálfstæðri þjóðtungu“, einna líkast því, að hægt væri að kaupa hana og selja úti í næstu kjörbúð. Peningar duga hér skammt. Opinberir styrkir og skrípatilburðir stjórnvalda í gervi „átaks til máls“ verða alltaf aðeins hljómandi málmur og hvellandi bjalla. Sama er að segja um skáldskapinn. Styrkir og pólitískir blaðrarar geta aldrei tryggt góðan skáldskap. Skáld- skapurinn lifir, jafnvel þar sem þursar reyna að ganga af honum dauðum með mútum eða morðum. Það er tungan og skáldskapurinn sem er upphaf og líf íslenskrar menningar og þegar það viðhorf kemur upp „að halda þessu uppi“ þá hlýtur maður að álykta, að þeir tímar séu upprunn- ir þegar „þjóðtungan heldur Islend- ingum ekki lengur uppi“. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.