Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 4
S V I P M Y N D Beittur gagnrýnandi bíður þess að verða kóngur ii ann á að heita Charles, sagði mamma hans, þegar hann var nýfæddur. „En gaman, þá verð ég frænka Charlies,“ sagði þá Margrét við, hin óstýriláta móðursystir hans. Hann var ekki stór, þegar hann var viðstaddur krýningu móður sinnar. Hann sat við hlið ömmu sinnar ( kirkjunni. Barnfóstran hafði skipt hárinu á honum með brillíantíni. Hann bar höfuðið mjög stillilega, þvi að það er þegar maður er með skiptingu í hárinu í fyrsta sinn, sem maður gerir sér í rauninni Ijóst, að varúð er nauðsynleg. Hann átti ljósbláan fótstiginn bíl heima — Austin. Þegar hann ,var níu ára gamall, var hann sendur í heima- vistarskóia í ljósgráa úlsterfrakkanum sínum með flauelskraganum. Þegar hann og allir skólafélagarnir sátu í kirkjunni á sunnudögum, fór hann alltaf hjá sér, þegar presturinn bað fyrir konungs- fjölskyldunni, svo sem vera bar. Hans eigið nafn var meðal þeirra, sem presturinn þuldi upp. — Af hverju getum við ekki beðið fyrir hinum strákunum lfka? Karl var óskrifað blað. Það höfum við öll verið. En svo bytjar lífið strax að krota á það. Og 14. nóvember sl. varð hann fertugur, Charles Philip Arthur George, prins af Wales, greifi af Chester, hertogi af Com- wall og Rothesay, greifi af Carrick, baron Renfrew, riddari af sokkabandsorðunni, verðandi konungur Englands, Skotlands, Wales, Norður-Irlands og nýlendnanna handan hafsins, verndari trúarinnar... Það er allt í lagi að verða fertugur, og það verður að hafa það, þótt maður missi hárið. Og það kemur að því, að Karl beri kórónu og hún mun einmitt hyija bera blett- inn á hvirflinum á honum. Á Karli konungi. En vandinn er sá, að það verður bið á því. Hann verður vafalaust kominn á aldur ellilífeyrisþega, þegar þar að kemur. Elísa- bet, drottning, er ekki nema 62 ára og við ágæta heilsu. Allar vangaveltur um, að hún muni afsala sér völdum í hendur hinum Karl Bretaprins neitar að vera þægilegur iðjuleysingi, sem ekkert hlutverk hafi annað en að klippa á borða eða að láta sjá sig í veizlum, en þess í stað hefur hann gerst harðvítugur gagnrýnandi umhverfisspillingar og nútíma byggingarlistar svo mörgum hefur þótt nóg um. Karl prins þykir liðtækur vatnslitamálari og hann nýtur þess að sitja úti í skógi og mála myndir, sem hann merkir með C. Ræðuhöldin, vígslurnar og hinar opinberu móttökur veita ekki prinsinum af Wales nægilega ánægju. Hann vill vera í takt við tímann og láta til sín taka, þar sem hann telur þörf, svo sem í umhverfísmálum. gáfaða syni sínum, eru út í bláinn. Með afsali væri hún „að gera lítið úr konungs- veldinu". Og auk þess er það enn ekki gleymt, hvernig Davíð frændi fór að ráði sínu 1936, þegar hann brást skyldum sínum til að geta kvænzt hinni ónefnanlegu frú Simpson. Aldrei aftur. Það er nánast líkt komið á með Karli og öðrum prins af Wales, Játvarði, syni Vikt- oríu, drottningar, og arftaka, sem oft stundi þungan út af því, hve erfitt það væri að eiga eilífa mömmu. En sem betur fer hans vegna var hann að eðlisfari svo léttúðugur, að hann hafði alltaf nóg fyrir stafni — ó þessar ástkonur, hin yndislega frú Keppel, hin guðdómlega Lillie Langtry... Móðir hans gat ekki séð hann, án þess að það færi hrollur um hana. Hún sagði það sjálf. En það gat ungfrú Langtry. Hann fékk ekki að fylgjast með stjómar- málefnum að marki, fyrr en hann var orðinn 51 árs. Móðir hans fannst hann ekki nógu þroskaður fyrr. Karl er haldinn djúpri þrá: Hann langar til að gera gagn, meðan hann bíður eftir því að verða þjóðhöfðingi með rétti til að „hvetja og aðvara“ ráðherra sína. En hinn óskráða stjórnarskrá segir ekkert um viðeig- andi verkefni fyrir prins af Wales nema það að vinka af svölum, klippa sundur bönd, vígja eitt og annað og afhjúpa marmaraplöt- ur til minningar um sínar eigin heimsóknir. En nú er hann orðinn þreyttur á því. En Karl vill gera meira. „Ég þjóna“ er kjörorð hans. En hvernig? Meðan hann braut heilann um það, fór hann til Kalahari-eyði- merkurinnar með lærimeistara sínum, Sir Laurence van der Post, rithöfundi. Það gengu sögur og ganga enn um vaxandi undarlegheit. Því hefur verið haldið fram, að hann stundi borðdans og aðrar andatrúarathafnir og tali í alvöru við anda Mountbattens, lá- varðar. Hvílíkur þvættingur. Hann byijaði á því að ráðast á nútíma byggingarlist. Húsameistararnir „virða að vettugi tilfinningar og óskir venjulegs fólks,“ sagði hann. Ráðgerða viðbyggingu við National Gallery í London, allt í gleri og stáli, kallaði hann „ferlegt kýli“. „Arki- tektar okkar hafa gert meira til að eyði- leggja London en þýzki flugherinn í stríðinu," leyfði hann sér að segja. Og það á fínum fundi arkitekta, sem urðu gáttaðir. Þetta er ekki beint það, sem maður býst við, þegar maður býður konungbornum manni á fund, muldráði einhver. Þessi teikning af viðbyggingu við Nation- al Gallery var lögð til hliðar. Prinsinn af Karl prins. Framtíðarkóngur Breta mun að öllum líkindum þurfa að bíða lengi eftir hásætinu. Wales hefur gerzt æðsti dómari ríkisins í málum, er varða húsagerðarlist. Það liggur ljóst fyrir. Þegar næsta „kýli“ verður á döfínni, má búast við nýrri dembu frá Hans konunglegu hátign. Hér hefur honum að minnsta kosti tekizt að hafa raunveruleg áhrif. Það út af fyrir sig telja margir að sé einhvern veginn andstætt stjórnskipunar- lögum. — Ég vil gjarna koma róti á huga fólks annað veifið, segir hann sjálfur. Ef hann hefði látið sér nægja að gagn- rýna húsagerðarlist og að ræða um um- hverfísvandamál á eins óhlutbundinn hátt og unnt var, hefði ef til vill ekkert veður orðið út af þessu. En nú gerast veður vá- lynd. Karl hefur sýnt það greinilega, að hann hafi áhuga á þjóðfélagsmálum og sé brot af samvizku þjóðarinnar. — Ég reyni að kynna mér, hvernig kjör- um venjulegs fólks sé háttað, segir hann. Hann skrifar ræður sínar sjálfur, fullyrð- ir blaðafulltrúi í Buckingham Palace. Með lindarpenna. Aðrir benda á „einkaráðu- neyti“ hans, óformlegan og óhefðbundinn hóp trúnaðarráðgjafa, sem talinn er hafa mikil áhrif á hinn „bamalega“ prins. Ríkis- arfi, sem reynir að gera sig að grasrót! Hvað veit hann um raunveruleikann? Hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.