Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 6
Að tala eins og skýrsla Sagnfróður maður og lögfróð- ur hefur bent á, að málfar á hinum fornu Iögbókum íslendinga sé miklu skil- merkilegra en annað fornt germanskt lagamál. í laga- máli germana var frekar talað í dæmisögum sem má túlka ýmislega. Forn lög islenzk voru hins vegar skýr og skilmerkileg og dómar því síður álitamál. Oft er hnýtt í stofnanamál, en ekki alltaf af sanngimi. Stofnanamál er oft tilraun til að taka af tvímæli. Samt tekst stundum ekki betur en svo, að æðstu dómendur lands- ins túlka bókstafmn ólíkt. Það er vitaskuld skylda opinberra stofn- ana að setja mál skýrt fram, en það afsak- ar ekki málspjöll. Einhvem tíma fóru stofn- anir að rita heimilisfang með nefnifalli í stað staðarfalls. Áður hefði aðeins auli eða útlendingur illa mæltur á íslenzku látið það hendi sig að skrá manna t.d. á Lækjargata 10, Hafnarfjörður, og enn hef ég ekki séð bréf sem byija í þeim stíl (t.d. Kópavogur, 11. júlí 1989) og ekki heldur skjöl undirrit- uð á þann veg (t.d. Stykkishólmur, 5. febrú- ar 1990). Nú hefur verið bætt úr þessu, svo að opinberar skrár um heimilisfang geta verið með staðarfalli, þar sem það á við. Samt heldur lögreglan í Reykjavík áfram að skrá heimilisfang á ökuskírteini í nefni- falli (t.d. Vallagata 15) og ríkisféhirðir send- ir fylgiseðil með sömu málleysu. Fleiri opinberar stofnanir reynast vera hafnar yfír málræktarátak og almenna máltilfínningu. Pósturinn heldur áfram að innræta fólki að skrifa eins og Stafholt í Borgarfírði sé í Borgamesi, en þannig les almenningur úr póstfangi sem skráð er sam- kvæmt fyrirmælum Póstsins. Þeir eru til sem ekki una þessari misþyrm- ingu á máli og staðfræði og skrifa heldur póstfang á eftirfarandi hátt: Helgi Jónsson, Lækjarbakka, Viðvíkur- sveit, Skagafírði. Svo kemur tvöfalt línubil, en neðst er bókstafatákn landsins og kennitala póst- stöðvar, nefnilega ÍS-551. Þarna þarf ekkert að fara á milli mála. Fylgt er eðlilegri staðarkynningu með stað- arfalli heimilis, sveitar og héraðs og sinnt þörfum póstsins með því að setja neðst kennitölu póststöðvar og afmarka hana. Skýrara er að setja bókstafatákn landsins á undan kennitölu póststöðvarinnar, þótt ekki sé mælt fyrir um að það sé gert við innanlandspóst. Enn má nefna Veðurstofuna. Þar eru ýmsir málhagir menn, eins og kunnugt er. Því merkilegra er það að veðurathugunar- stöðvar em ekki kynntar á eðlilegu mæltu máli í útvarpi, eins og þegar maður lýsir veðri á ýmsum stöðum í upptalningu: Horn- bjargsvita, sunnan þrír. .., Hveravöll- um,..., Hrauni klukkan þijú, o.s.frv., held- ur með skýrslulestri: Hombjargsviti,..., Hveravellir.... Hraun frá klukkan þijú,. . . I tilkynningum í útvarpi um kirkjusam- komur um jól og páska er líka þululestur, þar sem lesið er eins og úr dagbók: Skírdag- ur: Guðsþjónusta kl. 11, páskadagur: há- tíðarmessa kl. 11, annar páskadagur messa kl. 2, þar sem mælt mál hefur tímafall (þol- fall): Skírdag, páskadag o.s.frv. Einstaka prestur gáir samt að þessu, eins og heyra má. BJÖRN s. stefánsson E R 1 mm E N D A R I B Æ y C 1 J R Guðbrandur Siglaugsson tók Peter Tasker: Inside Japan. Wealth, Work and Power in the New Japanese Empire. Penguin Books. Peter Tasker er Ijármálasérfræðingur og hefur búið undan- farin sex ár í Japan. í þessari bók segir hann af landi og þjóð á einkar upplýsandi og skemmtilegan hátt svo ekki verður annað en mælt með henni fyrir alla þá sem vilja kynna sér þetta eld- Ijallaland og iðnu þjóð. I tíu köflum segir hann af öllu því sem vekur forvitni: landafræði, veðri, náttúruöfl- um, trú eða trúleysi landsmanna, siðum þeirra og háttum, dugnaði og fyrirtækjum, íjölmiðlum og stjórnmálum, þrýstihópum og keisaranum heitnum. Forvitinn lesandi hlýtur að hrífast jafnt af þjóðinni og landinu sem um er fjallað í þessari bók eins og hann hrífst af henni sjálfri, staðreyndum sem lifna í meðförum höfundar. Jeremy Cherfas: The Hunting of The Whale. A tragedy that must end. Penguin Books. Þessi bók hefur margan fróðleik að geyma um hinar gríðarlegu hvalskepn- ur sem ferðast um höfín og heillað hafa manninn í gegnum þúsundir ára. Lífsbar- áttu þeirra er gerð góð skil, sögu hvalveiða, eftirliti og sýndarrannsóknum, friðun og krókunum sem hvalveiðiþjóðirnar hafa not- að til að halda uppi drápinu, en nú ku strang- Iega bannað að veiða þessar mestu skepnur jarðarinnar. Ofveiðin hefur gert það að verk- um að nokkrar tegundir eru útdauðar og aðrar við það og endaþótt framtíðin sé þeirra þá er höfundur allt annað en bjart- sýnn á að stofnarnir nái sér aftur áður en farið verður að drepa þá á ný. Friðun hvala var ekki einasta tilfinningamál, heldur nauð- syn. íslendingar fá heldur en ekki að finna til tevatnsins eins og reyndar Japanir og Norðmenn, túnfískfangarar við Bandaríkja- strendur og Rússar. Það verður að segjast eins og er, að merkilegasti hluti þessa rits er sá sem segir frá líffræði hvalanna, eða vissi það einhver fyrir að hvalkýrin gefur af sér sexhundruð lítra af fjörutíu prósent feitri mjólk á hveijum þeim degi sem hún hefur kálf sinn á spena? Sjálfsagt er fyrir hvem þann sem heillað- ur er af hvölum, að hann renni yfir þessa bók eftir dýrafræðinginn Jeremy Cherfas og láti það ekki fara í taugarnar á sér, sé hann á annað borð íslendingur, að landinn sé gerður að hálfgerðu „monstri". saman Roderick Thorp: Rainbow Drive. Penguin Books. Ljótu karlarnir í næstu húsum selja dóp, safna auði, auð- mýkja stelpur og fara svo að úthella sak- lausu blóði af meiri krafti en góðu hófu gegnir. Til eru kallað- ar vondar löggur og góðar eru lagðar í einelti, hlaðnar sökum og mega vanda sig svo þær sleppi með skrekkinn. Það eru bílar og margvaltaðar hraðbrautir, hleraðir símar, símsvarar og vídeóklám í því hnignandi samfélagi sem er baksvið sögunnar. Ekki verður annað sagt en höfundur sé sér meðvitaður um hvunndaginn eins og hann gerist svæsnast- ur í borg englanna í Kaliforníu. Og útkoman er meira en spennandi. Hér er stungið á mörgu meinkýlinu, spillingunni og máttleysi lögreglunnar í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi. Thorp er höfundur margra bóka og hafa sumar þeirra faríð mikla sigurför um hinn læsa heim. Hann er fyrrverandi einkaspæj- ari eins og Hammett var og fæst við að rannsaka og fletta ofan af glæpum á síðum dagblaða vestur í Los Angeles. Colin Thubron: Behind The Wall. A journey through China. Penguin Books. í þessari bók segir höfundur af ferðum sínum um Kína og við lestur hennar kvikna spurningar sem jafn- harðan er svarað af þessum einstaka höf- undi sem hefur verið víða og skrifað marg- ar bækur um þjóðir og lönd sem hann hefur kynnst en margur þekkir ekki nema af af- spurn. Það er aðall góðra þula að kveikja forvitni og svala henni svo hávaðalaust. Það tekst Colin Thubron mæta vel og hefur hann verið lofaður fyrr og af mörgum fyrir upplýsandi frásagnir af framandi þjóðum og löndum. Kínveijarnir sem Thubron átti samskipti við voru jafn forvitnir um hagi Vestur- landabúa eins og hann var um hagi lands- manna austur þar. Eru sagnir hans af fólk- inu lifandi og smjaðurslausar svo lesandinn hlýtur að drekka þær í sig áreynslulaust. Thubron hefur skrifað allmargar ferðabækur og er skemmst að minnast bók- ar hans um Rússland. Hann er mikilsmetinn í heimalandi sínu og hefur hlotið viðurkenn- ingar fyrir ritstörf sín. COLIN 0 THUBRON K-€ ö> BEHIND THE WALL Svar Örsaga eftir FREDERIC BROWN var Ev lóðaði lokatengin hátíðlega saman með gulli. Sjónvarps- myndavélar í tugatali fylgdust með honum og myndir af því sem hann var að gera bárust um alheiminn end- anna á milli. Hann rétti úr sér, kinkaði kolli til Dvar Reyns og tók sér stöðu við hlið rofans sem reka myndi endahnútinn þegar þrýst yrði á hann. Rofans sem í einni svipan myndi tengja saman allar risatölvur á öllum byggð- um reikistjörnum alheimsins, níutíu og sex billjón að tölu, í eina ofurrafrás. Ofurrafrás sem myndi samtengja þær í eina ofurtölvu sem innihéldi alla þekkingu allra stjömu- þoka. Dvar Reyn ávarpaði stuttlega þær trilljón- ir áhorfenda sem fylgdust með. Síðan, eftir andartaks þögn, sagði hann við Dvar Ev, „Núna, Dvar Ev.“ Dvar Ev þiýsti á rofann. Kröftugt suð heyrðist, orkustreymi frá níutíu og sex billj- ón reikistjörnum. Ljós kviknuðu og slokkn- uðu meðfram margra kílómetra löngu stjórnborðinu. Dvar Ev tók skref aftur á bak og dró djúpt andann. „Dvar Reyn, þér hlotnast sá heiður að bera fram fyrstu spurninguna.“ „Ég þakka,“ sagði Dvar Reyn. „Það er spurning sem ekki ein einasta tölva hefur getað svarað.“ Hann snéri sér að vélinni. „Er til Guð?“ Voldug röddin svaraði án þess að hika. „Já, núna er til Guð.“ Andlit Dvar Evs leiftraði af skyndilegri hræðslu. Hann tók undir sig stökk til að slökkva á rofanum. Eldingu úr heiðskírum himninum laust niður í hann og bræddi saman rofann svo hann lokaðist. Marteinn Þórisson þýddi. VÍÐIR KRISTJÁNSSON Tímabundin vitleysa Hann át úrið. Ropaði upp klukkustundum. Tuggði mínúturnar með þykku lagi af sekúndum. En hvað er tími? Jú, tími er bara orð. Orð sem hefur mikla þýðingu. Því án tímans væri mannkynið klukkulaust. Mr A Á Svona ein. Takmark hennar er að renna. Á Hvað kemur þér í hug? Þegar þú hittir fjöruna og hafið Takmarki náð Eða er það að byrja Á HARALDUR HJÁLMARSSON Amma mín Sjá - hér tímans brotnar bára byltist fram með straumi ára geirar milli hærðra hára hrukkótt ennið nýtur sín, - þetta er hún amma mín. Á myrku vetrar köldu kveldi kveikirhún Ijós - oggerir að eldi. Hver athöfn greypt íæðra veldi - engin mistök - léttúð - grín. Amma vandar verkin sín. Hún les á kvöldin — segir sögur — semur jafnvel stundum bögur - Þá er hún í framan fögur - fegri en nokkur blómarós. - Þó fær amma aldrei hrós. Amma mín er fyrst á fætur, flýr hún langar vökunætur - þegar barna-barnið grætur bregst hún þá við létt og ör. — Amma forðast feigðarkjör. Amma er dáin - dagur liðinn. Drottinn veitti henni friðinn. Enn eru sömu sjónarsviðin, sami áhuginn og fyr - fyrir innan Drottins dyr. Höfundurinn var norðan af Höfða- strönd, var sfðast starfsmaður Útvegs- bankans í Reykjavík og lést 1970.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.