Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 14
SOLBOÐISOLARFRII Sólbaðsreglur ferðamannsins tryggja fallega sólbrúnku Notið algjöra sólvörn „sun- block“ á viðkvæmustu líkams- hlutana. Skærlituð slík krem eru skemmtileg. Sólböð eru heilsusamleg. Gefa hraustlegra útlit. Veita vel- liðan. En fáir vilja snúa heim úr sólarfríi rauðir og brenndir. Brennd húð lítur illa út, veldur vanlíðan og getur beinlínis ver- ið heilsuspillandi. Stefnið ekki í sólbruna í sumar — fylgið sól- baðsreglum ferðamannsins — til að verða fallega brún. Falleg sólbrúnka er eftirsókn- arverð, en hvers vegna verðum við sólbrún? Sólarlitur er húðvörn gegn hættulegum sólargeislum. í innri húðlögum er litarefnið mel- anín, sem kviknar við sólböð til að veija húðina og gefur okkur þennan fallega brúna lit. Húð sem nær ekki að framleiða litarefnið nógu fljótt, verður rauð og sól- brennd, ef sólböðin standa of lengi. Blóðið þýtur fram til að kæla húðina og hún verður rauð, þrútin og brennd. Flestir geta komist hjá sólbruna, ef þeir fara varlega og nota réttan sólaráburð. Hillur í verslunum og apótekum eru fullar af sólvarnarkremum, en hvernig eigum við að velja rétta vörn? Ef þið kunnið að lesa úr leiðbeiningunum, þá á rétta valið að vera auðvelt. Lærið ABC sólvarnarkremsins! Útfjólubláir sólargeislar skipt- ast í UVA, UVB og UVC. Ósón- lagið jafnar út UVC-geislana og gerir þá skaðlausa. UVB-geislarn- ir brenna húðina. * Fyrir skömmu var álitið að UVA-geislar, sem þrengja sér djúpt inn í húðina væru skaðlaus- ir. En nú hafa vísindamenn fund- ið út, að þeir eru orsök hrukkna og húðkrabbameins. * Því er mikilvægt að sólkrem innihaldi vörn fyrir bæði UVA- og UVB- geislum. Athugið að þau gera það ekki öll! * Leitið á bakhlið flöskunnar að orðunum „PAVA“ og „beneoxop- henone", sem veija gegn UVA- og UVB-geislum. Ef þið finnið þau ekki í smáa letrinu, leitið þá í listanum undir „active ingredi- ents“. * Mörg sólkrem eru nú með vörn gegn bæði UVA- og UVB-geisl- um. Góð merki eru t.d. Piz Buin og Uvistat. Heillatölur Flestir vita ekki hversu mikla sólvörn 'þeir þurfa eða hvað háa tölu á sólkreminu þeir eiga að velja. Til að finna rétta vörn verðið þið að vita, hvað þið þolið sólina lengi. Ef ykkur fer að svíða í húðina eftir 10 mínútna sólbað -án sólkrems getið þið verið 12 sinn- um lengur með sólkrem númer 12 (10 x 12=120 mínútur) eða í 2 tíma. Veljið alltaf hærri tölu, ef þið eruð óviss. * Þið þolið lengri sólböð eftir því sem vörn líkamans byggist upp og samhliða því lægri tölu í sól- kremi. En gætið þess að fara Gleymið ekki „eftir sól“ til að kæla húðina niður. Bournemouth... labbitúra eða til að viðra hundana sína, og goifvöllur. Einhversstað- ar þætti fjarstæða að taka svo verðmætt byggingarland rétt við miðbæinn undir útivist og golf- völl, en þetta er víða gert í Bret- landi og er ekki einu sinni um- deilt. Frá Meyrick Park og öðrum golfvöllum við Bournemouth er sagt í sérstakri grein, sem birtist 14. júlí. Að sumarlagi er það kannski umfram allt ágæt baðströnd, sem dregur fólk til Bournemouth. Hún nær til austurs og vesturs svo langt sem augað eygir; ljós sand- ur og fíngerður. Þarna hefur ver- ið erfitt um vik að lenda skipum og því hefur verið byggð löng bryggja, eða „pier“ eins og slíkt er nefnt á ensku og nær nógu langt út til þess að ferjur geti athafnað sig. A bryggjunni standa gríðarstórir skemmtiskálar með kvikmyndasölum og allskonar leiktækjum. Bæði þar og á bað- ströndinni er krökkt af fólki á sumrin. EINSTÖK VORFEGURÐ Um páskana, þegar ég var þar síðast, reyndi enginn að leggjast á baðströndina, en þeim mun fleiri voru á ferli í görðunum. Þar var vorfegairðin í hámarki; tré sem bera hvít blóm og bleik eru tákn vorsins þar á sama hátt og lóan hér og nú stóð það allt í blóma. Hitinn þessa daga var eins og á góðum, íslenzkum júlídegi, en er oft á sumrin á bilinu 20-25 stig og stundum meira. í skrá yfir hótel í Bournemouth og næsta nágrenni eru talin upp 267 og segir sig sjálft, að munur- inn á milli þeirra beztu og dýr- ustu til hinna frumstæðustu er mikill. í verðskránni sést, að gist- ing með morgunverði getur farið niður í 8 pund og verulegur fjöldi býður þessa þjónustu fyrir 10-15 pund. Þá er oftar en ekki um að ræða afskaplega lítil herbergi og allar líkur á því, að búið sé að skrúfa fyrir upphitun í apríl og þá þykir íslendingum kalt þar, ekki sízt vegna þess að æði mörg hús á þessum slóðum eru enn með einfalt gler í gluggum. En það er að sjálfsögðu allur gangur á þessu og vissara að spyija um það, ef verið er á ferðinni á öðrum árstím- um en yfir sumarið. Venjuleg þokkaleg hótel eru miklu ódýrari í Bournemouth en í London til dæmis. Samkvæmt verðskránni kostar gisting og morgunverður á mörgum miðl- ungs þriggja stjörnu hótelum frá 20-40 pund. Á Hótel Piccadilly við Bath Road, þar sem undirrit- aður gisti á páskunum, var verðið 27 pund fyrir eins manns her- bergi og morgunverð. Það var reyndar örlítið herbergi, en með góðu rúmi, sjónvarpstæki og ágætri miðstöðvarhitun. Morgun- verðurinn hjá Bretanum hefur lagast og er ekki bara beikon og egg, kaffi eða te með þessu hefð- bundna ristaða brauði. Allt er það að vísu á boðstólum, en að auki er nú boðið uppá ávexti og ávaxta- safa, kornflögur og fleira. En fremur er það þó fábreytt á móti því sem gerist og gengur á þokka- legum hótelum í Þýzkalandi. Til eru þeir, sem vilja búa eins og greifar á ferðalögum og borga fyrir það morð fjár. Nokkrir brúk- legir valkostir eru til handa þeim í Bournemouth. Þar má nefna Royai Bath Hotel, sem hefur með- al annarra gæða spilavíti. Þar kostar gisting með morgunverði 150 pund á dag, eða álíka og á allgóðu hóteli í London. Það telst þó ódýrt á móti Carlton Hotel á East Cliff, sem tekur 420 pund, eða um 42 þúsund krónur fyrir herbergi með morgunverði. Það skal tekið fram að lokum varð- andi hótelin, að bezt er snúa sér til ferðamálaskrifstofunnar, Tour- ist Office, í miðbænum. Sú skrif- stofa er í tölvusambandi við öll hótel bæjarins; það þarf ekkert að standa í neinum hringingum, þvi þar sést hvað er i boði og fram- boðið er svo víðtækt, að jafnvel á háannatíma á alltaf að vera hægt að finna herbergi. Meðal þess sem setur svip sinn á miðbæin.n er ný ráðstefnuhöll: International Centre. Þar er raun- ar margt fleira innan dyra en aðstaða fyrir ráðstefnur, svo sem Úr gamla bænum I Bournemouth. hljómleikasalur, þar sem sinfóníu- hljómsveit Bournemouth leikur. Þar að auki er þar sundlaug, heilsuræktarstöð og barir. Hinn almenni sumarleyfísgestur í Bour- nemouth mun þó ekki síður hafa áhuga á veitingahúsunum, sem eru mýmörg í og í nánd við mið- bæinn, en sum austur í nágranna- bænum Christchurch. í Bour- nemouth er auðveldlega hægt að fínna ítalska, mexíkanska, kínverska eða gríska matsölu- staði; ekki þó neinn með skyr og hangiket á íslenzkan máta. Ef landinn hefur ekki breyzt skyndilega, hefur hann líklega mestan áhuga á búðunum og þá skal upplýst, að í og við miðbæinn eru stórverzlanir eins og Dagen- hams og C&A. Miklu fínni sér- verzlanir eru til dæmis við West- over Road, en verðið hefur hækk- að svo gífurlega á síðustu tveimur árum, að enginn ávinningur getur verið fyrir okkur að verzla þar. Nú þegar Bretar eru í EB hefur margt breyzt. Ennþá klæðskera- sauma skraddarar föt á íhalds- sama viðskiptavini í London, en fatakaupmaður einn í Bourne- mouth sagði mér, að hvert snifsi í búðinni hjá honum og öðrum í bænum, væri innflutt frá Frakk- landi, Þýzkalandi og Belgíu. Það væri jafnt á komið með brezka fataiðnaðinum og bílaiðnaðinum; hvorugt gæti haldið í við útlenda samkeppni. ÍNÁNDVIÐ BOURNEMOUTH Austan við Bornemouth er Nýi- skógur, New Forest, mikið flæmi, sem eitt sinn var veiðiland Vil- hjálms sigurvegara, sem einum manna hefur tekizt að gera innrás á England og sigra. Það gerði hann í orrustunni við Hastings, > austar með Ermarsundinu, árið 1066, svo sem frægt hefur orðið. Þegar ekið er meðfram New Forest blasir við einkennilegur berangur á stóru svæði, þar sem eldur eyddi skóginum nýlega. En víðsvegar um skóginn eru smábæ- ir og þegar dvalið er í Bournemo- uth er tilvalið að taka einn dag í að aka um New Forest. Þetta svæði heyrir til héraðinu Dorset og um 60 km. norður frá Bour- nemouth er Stonehenge, þessi merkilega uppröðun á risastórum björgum frá forsögulegum tíma; að öllum líkindum trúarlegt mannvirki. 30-40 km austan við Bournemouth er merkilegt bíla- safn: Beaulieu Motor Museum, einnig áhugavert skoðunarefni. Miklu nær, í nágrannabænum Pool er lystigarðurinn Compton Acres, sem á að vera einn sá feg- ursti í Evrópu og það er líka skemmtilegt að koma niður að bátahöfninni í Pool og ekki sízt út á Purbeck Island, sem er að- eins snertuspöl þaðan. Sé verið á bílaleigubíl, er góð hugmynd að aka vestur með ströndinni til Tor- quay, þó ekki væri til annars en að sjá Manor House Hotel, sem Magnús Steinþórsson rekur þar við góðan orðstír. En þar að auki er Torquay fallegur staður og vin- sæll ferðamannabær. í þetta sinn gafst ekki tækifæri til að koma þangað, en verður vonandi gert þótt síðar verði. Að lokum: Ef leita þarf aðstoðar þegar komið er á staðinn, eða panta hótel héðan að heiman, er gott að leita til Upplýsingamið- stöðvarinnar, Tourist Information Centre á Westover Road. Síminn þar er (0202) 291715 og fyrir hótelpantanir (0202) 290883. Gísli Sigurðsson 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.