Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 10
Suzuki Swift með aldrifí er þokkalegur bíll. Suzuki Swift með aldrifi Suzuki hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu árin. Eins og greint hefur verið frá í bílaþáttum hér hefur Suzuki nú upp á að bjóða annað og meira en smábíla, það má kannski orða það þann- ig að þeir hafi stækkað úr örbílum í smábíla og meðalstóra bíla. Suzuki býður nú einnig valkosti í aldrifi, sítengdu aldrifi í fólksbílun- um og ekki má gleyma Vitara jeppanum. Umboðið heitir Suzuki bílar hf. og er til húsa í Skeifunni 17 í Reykjavík. Við skoðum í dag Suzuki Swift GL 1300 með aldrifi. Þetta er bíll sem kostar kr. 823 þúsund krónur í staðgreiðslu. Suzuki Swift er orðinn álitilegur smábíll eftir að hann breyttist fyrir rúmu ári. Hann er í mjúku línunni, er allur hinn rennileg- asti. Framljós, stuðarar að framan og aftan og hurðasnerlar, allt fellur þetta þannig inn í byggingu bílsins að hvergi er að sjá könt- uð horn. Þægindi í meðallagi Að innan er frágangur þokkalegur og þægindi í meðallagi enda vart við meiru að búast í svo litlum tvennra dyra bíl. Sætin eru til dæmis ekkert sérstök og einhvern veginn finnst mér ekki líklegt að farþegi í aftursæti endist þar í langferðum. Rýmið er þó ágætt bæði í fram- og aftursætum. Mælaborð er skemmtilegt útlits og tengist Farangursrýmið gleypir ekki margar töskur eða pinkla. Mælaborð er skemmtilegt og frágangur nð innan nllgóður. hliðum bílsins með bogadreginni línu. Það hefur að geyma alla venjulega með hefð- bundinni staðsetningu miðstöðvar og út- vaips í miðjunni. í hurðum eru lítil hólf og hanskahólf er á sínum stað. Segja má því að bíllinn sé allur þokkalegur hið innra að frátöldum sætum sem eru ekkert sérstök. Farangursrými er ekki af stærri gerðinni og er reyndar heldur minna en í framdrifs- gerðinni af Swift. Vegna fjórhjóladrifsins þurfti að hækka gólfið í farangursrýminu um nokkra sentimetra og verður það því ódrýgra. Hægt er að leggja bak aftursætis fram til að auka rýmið. Suzuki Swift er með 66 hestafla 1300 vél. Bíllinn vegur 820 kg, er 3,71 m að lengdi, 1,575 m breiður og 1,35 m á hæð. Hann er búinn fimm gíra kassa. Bensíntank- ur tekur 40 lítra. Aldrifið Suzuki Swift með aldrifinu er búinn seigjukúplingu sem staðsett er framan við afturdrifið. Gerir hún það að verkum að við jafnan átakalausan akstur er megin spyrnan á framhjólum. Við hröðun, við akstur í bratta eða aðrar aðstæður þar sem spymu er þörf dreifist átakið jafnar á fram- og afturdrifið. Má því segja að með þessu fáist alltaf ákjósanleg viðspyrna án þess að öku- maður þurfi að hugsa um að tengja aldrifið sjálfur. Aldrifs-Swiftinn er allþokkalegur í akstri. Hann er yfirleitt lipur en örlítill stirðleiki kemur þó fram í kröppum beygjum og skaki á malbikuðum stæðum. Vinnslan er ágæt og við akstur úti á vegum er hröðun ágæt til framúraksturs en þá verða ökumenn líka að vera duglegir við að skipta niður og láta vélina snúast. Það er alveg óhætt. Gírskipt- ingin er líka þannig að auðvelt er að renna milli gíra og spila létt á hana. Gírstöngin er vel staðsett, hún er á hárréttum stað og hefur ökumaður gott grip á henni. Stýrið er hæfilega létt en þegar ekið er rösklega úti á vegum fer að bera á hávaða frá vél. Bíllinn fer allvel á holóttum vegi og er ail- vel rásfastur en hafa verður í huga að hér er um smábíl að ræða og því ekki hægt að gerá til hans sömu kröfur og til stærri bíla. Verðið Suzuki Swift GL með aldrifi kostar rúm- ar 870 þúsund krónur kominn á götuna með þeirri viðbótarryðvörn sem umboðið mælir með en um 840 þúsund sé hann stað- greiddur. Hann er þannig heldur dýrari er til dæmis Subaru Justy sem er að ýmsu leyti hliðstæður bíll. Þetta eru minnstu al- drifsbílarnir og má því segja að aldrif sé nú orðið fáanlegt í hvers kyns bílum, stórum og litlum fólksbílum af ýmsum gerðum svo og jeppum. Sennilega nýtur bíll sem þessi sín best þegar notandinn gerir þær kröfur að kom- ast klakklaust leiðar sinnar við erfið skil- yrði. Til dæmis fyrir þá sem búa utan höfuð- borgarsvæðisins en sækja þangað vinnu daglega. Þurfa fótvissan bíl til að skila sér á milli en þó ekki of dýran. Reyndar þurfa menn kannski ekki að búa utan höfuðborg- armarkanna til að þurfa á þessum bíl að halda, nógu slæmt getur það stundum verið að komast frá Breiðholti eða Árbæjarhverfi eða þangað og þá getur aldrifið komið sér vel. Það þarf ekki alltaf að vera í dýru bílun- um. jt Landcruiser er kraftmeiri Leiðrétta þarf upplýsingar sem komu fram í bílaþætti 16. júní í umfjöllun um Toyota Landcruiser jeppann. Hann er mun kraftmeiri en þar var greint því hann er með 165 hestafla vél en ekki 130 og er beðist velvirðingar á þessu ranghermi. Hraðskreiðir sport- bflar frá Mitsubishi Hekla hf. hefur að und- anfömu sýnt nokkra sportbíla frá Mitsubishi sem varla slá sölumet á almennum markaði hérlendis þar sem þeir eru mjög sérhæfðir. Voru þeir sýndir í tengslum við fund umboðsmanna Mitsubishi í Evrópu sem hér var haldinn og fór fram í húsakynnum Heklu. Þessir bílar eiga það sameiginlegt að vera orkumiklir og hrað- skreiðir og ekki er útilokað að íslenskir bílaá- hugamenn hafi hug á að festa á þeim kaup fyrir 2 til 3 milljónir króna. Mitsubishi Eclipse GSX Turbo er einn þessara bfla og er hann með aldrifi, tveggja lítra 16 ventla vél sem gefur 195 hestöfl við 6.000 snúninga. Hann er sagður ná 100 km hraða á 6,6 sekúndum og geta náð 230 km hraða. Eclipse er afsprengi bandaríska Mitsubishi fyrirtækisins og hann hefur náð slíkum vinsældum þar í landi að nú er margra mánaða bið eftir honum. Ekki þurfa menn endilega að taka hann með svo öflugri vél, þær eru fáanlegar með 92 hestöfl, 135 eða 190 og með framhjóladrifi eða sítengdu aldrifi. F’ram að þessu er hann eingöngu ætlaður Bandaríkjamönnum en næst verður framleitt fyrir Japansmarkað og enn síðar fyrir Evrópu. Mitsubishi 3000 HSX heitir annar sportbíll sem einnig var hér á ferð. Hann er með þriggja lítra V6 turbó vél, 24 ventla og gefur hún 296 hestöfl við 5.500 snún- inga. Hann er ekki nema 5,4 sekúndur í hundraðið og getur náð 260 km hraða. Hann er einnig með sítengdu aldrifi og er búinn hemlalæsingu. HSX er einnig fram- leiddur hjá Diamond Star Motors í Banda- ríkjunum eins og Eclipse og á að koma á markað þar í landi seint á þessu ári. I lok næsta árs er hann væntanlegur á Evrópu- markað. Þessi bíll keppir við Porsche 944 og Nissan 300ZX. Að lokum má nefna Mitsubishi Galant Turbo sem er með tveggja lítra og 16 ventla vél sem gefur 299 hestöfl við 6.500 snún- . inga. Hann er með aldrifi og búinn hemlal- æsingu en hér er á ferðinni sérbúinn Galant Ökumnður getur látið fnrn vel um sig hér og notið þess nð spretta úr spori íþessum sérhnnnað bíl til hrað- nksturs. Rauðir og rennilegir sportbílarnir frá Mitsubishi eru óneitanlega freistandi en það er hins vegar ekki mikið hægt að reyna á þá við íslenskar aðstæður. til rallaksturs. Þessi bíll sigraði tvisvar í keppni á síðasta ári og vann m.a. þúsund vatna rallið í Finnlandi en meðal ökumanna Mitsubishi liðsins eru einmitt Finnar. jt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.