Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 13
FERÐ4BMÐ LESBÓKAR 30.JÚNl1990 Baðströndin var að sjálfsögðu mannlaus snemma í vor. í baksýn eru hótelin á East Cliff. Til Bournemouth er innan við tveggja tíma akstur frá Heatrow- flugvelli við London og þar er sannarlega hægt að finna sér margt til dundurs í fögru umhverfi. Sumarleyfíð 1990 Boumemouth á suð- urströnd Englands Einn eftirsóttasti sumardvalarstaður á Bretlandseyjum Bournemouth er ásamt Blackpool, Torquay og Brighton , eftirsótt- asti dvalarstaður á Bretlandseyjum og jafiiframt sá stærsti. Bret- ar fara þangað í stríðum straumum til að dvelja þar á páskum og í sumarleyfinu og eftirlaunamenn dreymir um að eignast hús þar eða íbúð. í Bournemouth og hinum samvöxnu nágrannabæjum, Christchurch og Pool, búa um 350 þúsund manns og aðal atvinnu- vegurinn er að sjálfsögðu þjónusta við ferðamenn. Til þess þarf töluvert húsiými og vinnukraft, þvi 2 milljónir ferðamanna koma á ári hverju til Bournemouth samkvæmt upplýs- ingum frá Ferðamálaskrifstofunni þar. Af þessum 2 milljónum lætur nærri að 10%, eða um 200 þús- und, séu erlendir ferðamenn; eink- um frá Norðurlöndum og öðrum nálægum Evrópulöndum. í mann- fjöldanum sem þarna er á sumrin, má sumsé gera ráð fyrir því að 9 af hverjum 10 séu Bretar. MARGT SEM LAÐAR AÐ Hvað er það svo í Bournemo- uth, sem heillar og dregur að fólk? í fyrsta lagi er bærinn fallegur, en það eitt út af fyrir sig dugar vitaskuld ekki. Hann er í mishæð- óttu landslagi í kringum ósa ár- Ef veðrið bregst geta að minnsta kosti hinir yngri fundið sér margt til skemmtunar í þessu húsi, þar sem eru keilusalir, skemmtistaðir og ótal margt annað til aíþreyingar. Meðal þess sem gert hefur verið í Bournemouth til að draga að gesti, er þessi glæsilega ráðstefiiuhöll. Vorið er dýrlegur tími í Bournemouth. Þá bera sum trén bleik blóm. Myndin er tekin í almenningsgörðunum í miðju bæjarins. innar Bourne og dregur nafn þar ,af. Inn af ósnum verður dalur 'með flötum botni; sá dalur hefur ekki verið byggður, heldur er þar yndislegur skrúðgarður með göngustígum og grasflötum, þar sem fólk getur gengið um, sezt niður eða lagst á gi-asið. í þennan unaðsdal í bænum miðjum hafa verið fluttar sjaldgæfar tijáteg- undir og þar eins og víða í Bour- nemouth er mikið um risastór tré. Inn af dalnum er Meyrick Park, sem er hvorttveggja í senn opið útivistarsvæði, þar sem fólk fer í Sjá næstu siðu LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. JÚNÍ1990 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.