Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 8
J íjanúar 1890, síðasta árið sem van Gogh lifði, málaði hann m.a. þessa mynd, „Miðdegishvíld“. Líkt og Francois Millet, sem van Gogh dáði, var honum alltaf hugleikið að mála vinnandi fólk á ökrum. ^ 100. ártíð van Goghs haldin hátíðleg með sýningum sem kosta um 800 milljónir ísl króna. Tryggingakostnaðurinn er sambærilegur við kostnað jarðganganna undir Ermarsund, segir Cees Kortleve, miðlari hjá hollenska trygginga- fyrirtækinu Amro. Hin umræddu verðmæti sem tryggja á eru tvær Vincent van Gogh-sýningar í tilefni 100. ártíð (dánarafmæli) van Goghs nú á þessu ári. Frá 30. marz hefur Van Gogh-ríkislistasafnið í Amsterdam sýnt sér- staklega þær myndir sem Ronald de Leew valdi úr safni van Goghs og málarinn taldi merkastar eins og sjá má í bréfum hans til bróður síns Theos. Einnig var opnuð önnur. sýning á verkum van Goghs 30. marz í Kröller-Múller-listasafninu í Otterlo, með 250 teikningum van Goghs. Af þessum 250 teikn- Hollendingar halda nú uppá 100. ártíð málarans van Gogh, sem að undan- förnu hefur slegið öll sölumet, síðast með mynd sem slegin var Japana á 4.700 milljónir. Nú er búizt við miklum straumi listunnenda til að sjá Van Gogh-safnið í Amsterdam og af þessu tilefni hafa ýmis málverk meistarans, sem metin eru á sex milljarða gyllina, verið flutt til Hollands. ingum eru 95 fengnar að láni erlendis, 35 úr eigu hollenskra safnara og 120 úr Kröller- Múller-listasafninu sjálfu og öðrum ríkislista- söfnum. Núverð allra lánsverkanna, sem lof- að hefur verið - 78 olíumálverk og 130 teikn- ingar - er talið nema að mati hollenskra list- fra;ðinga og listaverka-matsmanna um sex milljörðum gyllina (5,4 milljörðum marka eða tæpum þremur milljörðum dollara). Nokkrum aðilum, sem lánuðu myndir var boðið að verð- leggja myndirnar sjálfir. Það varð til þess að matsverð þeirra fór langt upp fyrir það verð sem hingað til hafði fengist fyrir mynd eftir van Gogh, sem samsvarar 4700 milljón- um ísl króna. Það var fyrir „Portret af dr. Gachet" frá 1890, sem japanskur auðmaður keypti á þessu ári. Hæsta matsverð eins eiganda einnar myndar var 150 milijónir gyllina. Þessi krafa raskaði ekki ró þeirra aðila frá menningar- mála-ráðuneytinu hollenska sem fjölluðu um þetta. Svar þeirra var: „Við samþykkjum matskröfur þeirra sem lána myndirnar." Svo ' mælti Jurri Rooyackers, sem var skipaður fjármálastjóri sýninganna af menningar- málaráðuneytinu. Meðal verka sem sýnd verða eru ómetan- leg listaverk, svo sem „Gangséttarkaffi að næturlagí" sem er í eigu Kröller-Múller- safnsins, „Konan frá Arles“ (Madame Gin- oux) frá Metropolitan-safninu í New York og „La Berceuse" frá listasafninu í Boston. Amro-tryggingafélagið, sem er dótturfyr- irtæki Rotterdam-bankans, sá fram á að ógeriegt væri að annast þessa sex milljarða tryggingu með hollensku fjármagni ein- göngu. Þessvegna var leitað samvinnu við stærstu tryggingasamsteypu heimsins, Vincent van Gogh 18 ára. Síðaráævinni forðaðist hann myndavélar. Sedgewick. Fulltrúar aðila hittust f London og Amsterdam ásamt fulltrúum valinna tryggingafyrirtækja, ijársterkra og öruggra, og viðbrögð þeirra allra voru mjög jákvæð. Fulltrúum voru afhentar upplýsingar um all- ar þær varúðarráðstafanir og verndaraðgerð- ir sem tryggja skyldu öryggi hinna dýrmætu listaverka. Brian Smith sem er sérfræðingur í öryggisvörsiu hjá einu frægasta trygginga- féiagi heims, Lloyds í London, fór yfir allar þessar öryggisáætlanir og kvað þær vera fullnægjandi. Smith athugaði Kröller- Múller-safnið sérstaklega, en þar var stolið þremur van Gogh-málverkum í desember 1988. Allar teikningarnar og flest málverkin eru undir gleri. Það verða aldrei fleiri en 500 manns inni í sýningarsölunum. Áhorfendutn er haldið í hæfilegri flarlægð frá listaverkun- um með slám og safnverðir eru mun fleiri en endranær auk öryggisvarða, sem verða Ein af mörgum sjálfsmyndum van Gof sér andlega vanlieilsu málarans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.