Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 14
Auðveldari samgöngur á „einu baðströnd íslands“ Á góðum sólardegi í Bláalóninu. heitir straumar Bláa lónsins geta verið hættulegir. Ferðablaðið hafði samband við Hermann Ragnarsson og spurði: HVAÐ VERÐUR GERT TIL AÐ KOMA í VEG FYRIR SVONA SLYS? „Við höfum sett upp aðra öryggislínu með sjálflýs- andi lóðabeljum. Inn fyrir þá línu er bannað að fara á vindsængum. Við erum líka búnir að setja upp skilti, þar sem gestir eru varaðir við vindsængum og hraunnibbum í botni. í þriðja lagi verðum við með meiri gæslu. Baðvörður með björgunarbát mun fylgjast með gestum, sérstaklega krökkum á vindsængum, og róa út til þeirra ef ástæða er til. í hvassri norðan- átt myndast oft misheitir straum- ar, sem fólk á sundi getur varast. Norðanáttin getur borið vindsæng- ur út í of heita strauma, eins og gerðist með litlu stúlkuna, sem varð ofsahrædd og missti vind- sængina frá sér. Ef gestir virða hinar nýju reglur, á ekki að vera hætta á svona slysum.“ O.Sv.B. Smáborg inni í borginni og kennd við Raffles sem kom borgríkinu á laggimar fyrir 180 árum. Singapore að örfáuum árum undanskildum — mikil uppsveifla í framleiðsl- ulífi Singapore, svo að menn nefna það svona skömmu á eftir Japan, þótt það sé ögn orðum aukið. En það blandast engum hugur um að undir stjóm einræð- isherrans Lee, hefur Singapore leitað ótvírætt fram á við; í versl- un, þjónustsu, iðnaðarframleiðslu á öllum sviðum, hefur verið mikil gróska í landinu. Á hinn bóginn hefur Lee lítið gefið fyrir umræð- ur um mannréttindi og þeir sem eru honum ósammála og flíka þeim skoðunum sæta oft fangels- un og harðræði. Prentfrelsi er ekki nema að nafninu til og blöð og tímarit bönnuð sem skrifa um Singapore í þeim tón sem forset- anum er ekki þóknanlegur. Marg- ir forystumenn lýðræðisþjóða líta því stjóm hans homauga, þrátt fyrir að enginn geti efast um að Grettistaki hefur verið lyft á ýms- um sviðum, hvað varðar lífskjör fólksins í landinu. Ekki má gleyma öflugri banka- og tryggingarfélagastarfsemi í Matargerð frá öllum heims- hornum má finna á veitinga- stöðum í Singapore. Singapore og allra síðustu ár, einkum eftir að ákveðið hafði ver- ið að Kínveijar yfirtækju Hong Kong 1997, hefur flust gríðarlega mikið fjármagn þaðan til Singaþ- ore og Taiwan. Stjómvöld hafa löngum talið lítið eftirsóknarvert að einhver „vandræðalýður" fái að komast inn í ríkið, meðan síð hártíska var hjá körlum, áttu þeir aðeins þann kost að skera hár sitt ef þeir vildu komast inn í landið. Sama máli gegndi um einum of fijálslegan klseðnað. í Singapore em hótel af allra bestu gerð og flest hugsuð með þarfir kaupsýslumanna í huga. Herbergi em stór og vel búin og myndu vera talin í lúxusklassa í ýmsum Evrópulöndum, þótt þetta þyki aðeins sjálfsagt og eðlilegt á mælikvarða Austurlanda. Frægasta og mesta verslunar- hverfið í Singap- ore er Orkideu- vegur og þar í grennd era langflest stærstu hótelin. Vel að merkja líka dýr- ust. En sé vel að gætt má finna í Singapore hótel í öllum verð- flokkum og ein- att er boðið upp á viðráðanlega nokkurra daga pakka. jk Ný uppbygging fyrir ferðamenn „ Suðurhafse í Danmörku Já, Danir urðu á undan okkur að byggja baðparadís undir glerþaki — jafiivel þó þeir þurfi að hita vatnið — streymir ekki heitt úr iðrum jarðar eins og þjá okkur! Hún er spennandi nýja „hitabeltiseyjan“ þeirra eða — Lalandía — í Rödby. „Hitabeltiseyjunni“ var valinn staður á Lolland Falster. Þar er stutt með feijunni yfir til Þýska- lands, góðar sandstrendur, úrval halla og safna til að skoða í ná- grenninu. Á Lalandíu hafa Danir byKgt upp 6.000 fermetra hita- beltis-ímynd undir glerþaki — með pálmatijám, öldufalli og litlum fossum sem streyma niður í 5 sundlaugar, með 24 gráðu heitu vatni og 2 stórar rennibrautir. Undir glerþákinu er lofthiti alltaf um 29 gráður — eða eins og í tempraða hitabeltinu. í bað- er tíðir gestir, og gigtveikt fólk, sem finnst það fá bót meina sinna. Fleira veikt fólk kemur hingað en í sundlaugamar í Reykjavík og slysatíðni er hér ekki meiri en þar, nema síður sé. Kísillinn sest mikið í botninn og mýkir hraunnibbur, sem standa víða upp úr eða leyn- ast í botninum — en auðvitað er ekki ætlast til að fólk stingi sér hér til sunds. Vegna straumsins er búið að setja upp öryggisgirð- ingu, sem baðgestir mega ekki fara út fyrir. Við emm nýbúnir að stækka og laga búningsaðstöðuna og emm að stækka bílastæðin. Erum méð stórbrotna áætlun um að gera þessa 25 hektara af landi umhverfis lónið að „baðparadís“ íslendinga, sagði Hermann Ragn- arsson. Islendingar eiga þá í vænd- um að eignast mjög sérstæða „bað- paradís"! Hættulegir misheitir straumar Á Spánarströndum þarf að gæta sín á að fara ekki of langt frá landi og í Bláa lóninu verður að gæta sín á misheitum straumum. Slysið á litlu stúlkunni sýnir, hvað mis- Bláalónið hefiir mikið aðdráttarafl, en færri hafa komist þangað en vildu vegna stijálla samgangna. Frá 15. júní verður bætt við einni rútuferð þangað, sem eflaust verður vel þegið hjá þeim sem ekki hafa bíl til umráða. Bláalónið hefiir einhvern ævintýrablæ yfir sér fyrir þá sem ekki hafa komið þangað. Ferðablaðið hringdi í framkvæmdastjórann, Hermann Ragnarsson, og spurði hvort ekki væri hættulegt að synda þar — straumur og hraunnibbur í botni. — Bláalónið er ekki sundlaug! Það má heldur líkja því við bað- strönd — einu baðströndina á ís- landi. Hingað kemur fólk á góðum sólardögum og hvergi er auðveld- ara að fá hinn eftirsótta brúna lit, þar sem vatnið er saltara en sjór. Allar rannsóknir benda til að mjög heilsusamlegt sé að baða sig í lón- inu. Vatnið dregur fitu úr húðinni — er sótthreinsandi og drepur allar bakteríur. Fólk með húðvandamál Við Bláalónið er fyrirhugað að reisa 10 metra háan glerpýr- amída, sem hýsir veitingahús — verður væntanlega svipmikill á Svartsengi. Séð undir glerþakið og gistirými — innan og utan. Bláalónið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.