Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 9
Æskumynd eftir Þorvald hirt um að pæla gryfjuna sem skyldi, því þessi ungi sveinn fótbrotnaði og varð ekki af frekari siglingum. Björn getur þess ennfremur, að rúmliggj- andi eftir slysið hafi Þorvaldur farið að teikna og allar líkur eru á því að hann hafi hellt sér í það af ástríðu, því um haustið fór hann suður til Reykjavíkur og leitaði sér að tilsögn hjá Ríkarði Jónssyni, myndskera. Nefnir Bjöm, að til sé teikning af útskor- inni könnu frá þessum námstíma og er hún þá trúlega það elzta, sem varðveizt hefur eftir Þorvald. Síðar naut hann um skamma stund tilsagnar Þórarins B. Þorlákssonar og Snorra Arinbjarnar kynntist hann norður á Blönduósi sumarið 1923. Þá vann Þorvald- ur í kaupfélaginu, en Snorri í apótekinu og fóru þeir víða um nágrennið til að gaum- gæfa myndefni og liggja teikningar og vatnslitamyndir eftir þá leiðangra. Tii eru vatnslitablokkir Þorvaldar frá þessu sumri og einnig frá sumrinu 1924 og nefnir Björn í ritgerð sinni, að ekki verði af þeim ráðin nein listræn fyrirheit, en þó sýni þær tvennt: „mikinn og vakandi áhuga og þann næm- leika, að ofgera ekki efninu með neinu óhófi lita, svo sem oft vill brenna við hjá lítt skól- uðum ungmennum.“ Sumarið áður, 1922, fer hinsvegar litlum sögum af vera Þorvaldar á Blönduósi, en þá hefur hann verið 16 ára og búinn að vera hjá Ríkarði. Nýlega rak á fjörur Les- bókar vatnslitamynd eftir Þorvald frá þessu ári og hlýtur hún að vera með meðal þeirra elztu, sem varðveittar eru eftir hann, ef ekki elzt. Það er sú mynd sem hér birtist og er merkt: ÞorvS. 1922. Af þessári mynd virðist mega ráða veruleg listræn fyrirheit; sem byijandaverk er hún í hæsta máta óvenjuleg. Myndin er af bænum Skuld á Blönduósi eins og sést af áletrun Þorvaldar í hægra hornið. Jón B. Gunnlaugsson, þekktur skemmti- kraftur i marga áratugi, á þessa mynd og lét Lesbók vita um hana. Eftirfarandi skýr- ingu lét hann einnig í té: „Móðir mín, Dalla Jónsdóttir frá Skuld á Blönduósi, sagði mér fyrir 20-30 árum frá þessari rriynd Þorvaldar og annarri frá Bola- bás. Hún hafði þá nokkrum árum áður verið i heimsókn hjá Ara bróður sínum í Skuld. Hann var þekktur bókamaður og átti gott bókasafn og mikið safn blaða og tímarita. Móðir mín var að blaða í þessu safni uppi á lofti, þegar hún fann þessar tvær vatnslita- myndir Þorvaldar inni í einu blaðinu. Enda þótt tugir ára væru um liðnir, þekkti hún myndirnar strax. Eins og sést af áletrun er myndin af Skuld máluð 1922, þegar Þorvaldur var 16 ára. Hún minntist þess, að hann hafði fótbrotnað og að þau leik- systkini hans óku honum í hjólbörum svo hann gæti málað úti. Þegar ég frétti af þessum myndum lét ég innramma þær og tók aðra með mér heim eftir að móðir mín lézt sl. haust. Bærinn Skuld á Blönduósi, sem fyrir löngu er búið að rífa, stóð eins og sagt var þar „fyrir utan á“, nokkru utar og austar en gamla kaupfélagshúsið." GS. ■ II ■ Heimspekingarnir: Voltaire, d ' Alembert, Condorcet og Diterot. ingin jókst vegna hrikalegra ríkisskulda, þá magnaðist óánægjan. Það fór ekki hjá því að einhver ávæningur af hugmyndum hug- myndafræðinganna bærist til eyrna lág- stéttum sveitanna eins og verkalýð borg- anna. Þessar kenningar urðu til þess að kveikja óljósar frjálsræðishugmyndir og rutlkenndar ímyndanir í hugum þess fólks, sem hafði löngum verið talið til áhafnar jarðanna eins og búsmalinn. Dæmi gáfust um landeigendur og bændur, sem hófu rækt- unarbúskap og kynbætur búfjár að enskum hætti, ræktun nýrra jarðávaxta og fullri nýtingu jarðanna. Afurðagetan stóijókst og hagur þeirra sem tóku upp þessa nýbreytni stórbatnaði. Þetta ýtti undir vaxandi eftir- spurn eftir jarðeignum og svo virðist sem jarðakaup hafi verið talin besta fjárfesting- in. Þegar uppskeran brást, hækkaði korn- verðið og allur almenningur skellti skuldinni á þá sem högnuðust, efnaða bændur, korn- kaupmenn og bakara. Nokkuð var um ópr- úttna kornspekúlanta, sem keyptu upp korn- birgðir og geymdu þar til verðlagið hækk- aði. Þegar 90% tekna erfiðismanna fóru til brauðkaupa vegna hækkaðs brauðverðs, mátti vænta óeirða og upphlaupa. Árásir voru gerðar á birgðalestir, korngeymslur kaupmanna og efnaðra bænda og aðals og brauðgerðarhús voru rænd. Þjófnaður og gripdeildir stóijukust og vergangsfólki fjölg- aði. Það var ekki ótítt að flokkar þjófa og ræningja færu um sveitirnar, rænandi og ruplandi og myrðandi. Ríkisvaldið var ekki fært um að tryggja öryggi þegnanna þegar illa áraði og var það ein ástæðan til þess að auka vantrú þjóðarinnar á ríkjandi stjórn- kerfi. SUNDURLEIT BORGARASTÉTT Borgarastéttin, embættismenn, iðjuhöld- ar, iðnaðarmenn, kaupmenn, ijármálamenn og bankastjórar voru margir hveijir vellauð- ugir og með vaxandi verslun við nýlendurn- ar hafði auður þeirra aukist. Þar sem fólki hafði fjölgað, ekki síst í stærri borgum jókst þörfin fyrir aukna byggingarstarfsemi og með henni hækkuðu byggingarlóðir, sem ýtti undir lóðabrask, ekki síst í París. Skuld- ir ríkisins ollu sölu ríkisskuldabréfa og jafn- framt jókst sala hlutabréfa í margvíslegum fyrirtækjum, svo að upp kom verðbréfa- markaður og blómleg bankastarfsemi auk neðanjarðarstarfsemi okraranna. Borgarastéttin var mjög sundurleit, emb- ættismenn ríkisvaldsins, skattheimtumenn, stórkaupmenn og iðjuhöldar tileinkuðu sér lifnaðarhætti og lífsstíl aðalsins. Milli þeirra og bakara, smákaupmanna, iðnaðarmanna og veitingamanna var gjá. Með auknum viðskiptum og umsvifum jókst þörfin fyrir lögfróða einstaklinga, enda fjölgaði þeim í hlutfalii við aukna verslun og viðskipti ýmis- konar. Úr þeirra hópi völdust fjölmargir fulltrúar þriðju stéttar til Stéttaþingsins 1789. Ríkisvaldið hafði fjölda lögfróðra manna í sinni þjónustu, sem störfuðu við umboðsstjórnina og sem kontóristar á stjórnarskrifstofunum og innan dómskerfis- ins. Læknar, sem margir hveijir voru bart- skerar að aðalatvinnu komu nokkuð við sögu byltingarinnar og einnig „lærdóms- menn“ og rithöfundar, blaðamenn og lista- menn. Meðal síðast töldu hópanna voru þeir einstaklingar, sem mest kvað að á fýrstu þingunum, enda töldust margir þeirra til menntaðri hluta þjóðarinnar. HÁKLERKAR TÖLDUST TilAðals Þriðja stéttiavoru því erfiðismenn, bænd- ur og borgarar. Fyrsta stétt voru klerkar og önnur stétt aðallinn, erfðaaðallinn og embættaaðallinn. Klerkastéttin var sundur- leit og lífskjör klerka mjög misjöfn. Sóknar- prestar í rýrum brauðum bjuggu við svipuð kjör og meðalbændur. Ábótar ríkra klaustra og biskupar nutu einkum ávaxtanna af tíundinni og eignum kirkjunnar, tekjubilið var mikið og þar með misræmið milli þjóna kirkjunnar. Háklerkarnir töldust til aðalsins og bestu embættin voru ætluð aðlinum. Kraftur og áhrif kirkjunnar höfðu rýrnað LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. JÚNÍ 1989 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.