Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 7
I Enn ný ráð við svefnleysi Margur þjáist af svefnleysi, en svefntöflur eru slæm lausn. Nú hefur sálfræðileg aðferð reynst ágætlega. Maður hefur talið þús- und kindur, drukkið sterkt öl eða róandi jurtate og tala svefn- pilla hefur farið hækkandi. Ef maður er stöðugt að bylta sér eirðarlaus, meðan hugsanaruglingur ber heilann ofurliði og örvæntingin fer vaxandi við að sjá vísinn á klukkunni gleypa hvem klukkutímánn á eftir öðrum, þá fer ekki á milli mála að maður á við svefnleysi að stríða. En rannsókn þriggja sálfræðinga við há- skólann í Árósum sýnir, að það er til ráð við þessu. Sálfræðingamir reyndu vissa , aðferð á 19 manns og 17 þeirra annað hvort sváfu betur á eftir eða losnuðu alveg við þetta vandamál. Meðferðin er fólgin í sambiandi af skammtímalækningu, slökunaræfíngum og endursvörun (bio-feedback). Endursvömn- araðferðin fólst í því, að rafskautum var komið fyrir á enni tilraunafólksins til að mæla vöðvasamdráttinn, því að maður dreg- ur oft saman ennisvöðvana þegar maður getur ekki sofið. Ifyrir tilstilli rafskautanna gerðu þátttakendumir sér grein fyrir spennu sinni og urðu færari um að forðast hana. Svefnleysi er vítahringur Svefnleysi getur bæði verið erfíðleikar við að sofna, maður getur vaknað oft og vakað lengi, vaknað of snemma á morgnana eða ýmis konar sambland af þessu öllu. Það er þó n\jög mismunandi hvemig menn meta svefnleysi. Sumum fínnst þeir þurfa læknismeðferð ef það tekur þá hálftíma að sofna, en aðrir em hæstánægð- ir ef þeir gleyma sér svo fljótt. Fólk, sem þjáist af svefnleysi, hefur oft aðra bresti. Þeir geta verið líkamlegir, t.d. sársauki, öndunarerfiðleikar eða ofnæmis eða sálrænir, svo sem streita, kvíði og þung- lyndi. Þeir sem eiga bágt með svefn eiga það þó sammerkt í samanburði við þá sem sofa vel, að líkamshreyfíngar þeirra em miklu meiri meðan þeir sofa, líkamshiti hærri og samdráttur æða í húðinni meiri. Sumir hafa einnig hraðari hjartslátt og púls, og hið sama á sér oft stað á þeim tíma, sem þeir em að festa svefn. Svo virðist því sem fólk sem þjáist af svefnleysi sofí ekki einungis minna, heldur þannig líkamlega, að það líkist meira vöku. Margt bendir til að svefnlaust fólk eigi við fleiri sálræn vandamál að stríða en þeir sem svefnleysi angrar ekki. Þannig komust bandarískir sérfræðingar í þessum efnum að raun um, að af 124 mönnum, sem til- raun var gerð á og þjáðust af svefnleysi, vom 86 haldnir vemlegu þunglyndi sam- kvæmt könnun, sem gerð var með spum- ingalistum. Sérfræðingamir sögðu hina svefnlausu vera dapra, kvíðna og innhverfa og ófæra um að losa sig úr tilfínningalegum viðjum. Þeir lentu auðveldlega í þeim víta- hring þar sem skortur á svefni olli kvíða fyrir svefnleysi og svo framvegis. Áður fyrr vom oft gefín svefnlyf eða róandi meðöi við þessum vanda. En rann- sóknir hafa sýnt að þótt lyfín hjálpuðu fólki fyrst í stað til að sofna og sofa út, þá hættu þau að duga eftir tvær vikur og svo fór að lokum að þau höfðu þær engin áhrif. Þar að auki hafa svefnlyf alvarlegar aukaverk- anir. Bandariskar tilraunir með endursvömn og slökunaræfíngar hafa gefíð góða raun gegn svefnleysi. Fólk hefur sofnað fyrr og líðan þess hefur batnað við meðhöndlunina. Það bendir til þess að svefnleysi og þung- lyndi fari oft saman; maður getur átt bágt með svefn, af því að maður er þunglyndur eða maður getur orðið raunamæddur út af því að geta ekki sofíð. Tilraunir sálfræðinganna í Árósum em einnig fólgnar í endursvömn og slökun, en þeir bættu einnig skammtímalækningum í meðferðina, þ.e.a.s. þeir hjálpuðu þátttak- endum i tilraununum jafnframt að leysa sálræn vandamál, sem ef til vill stuðluðu að svefnleysinu. Þátttakendumir 19 fylltu fyrst út eyðu- blöð með spumingum, sem vörðuðu kvíða og þunglyndi, og fengu stig eftir vissu kerfí. Ennfremur vom mældir vöðvasam- drættir í enninu og þeir fengu dagbókarblöð þar sem þeir áttu að skrá, hvenær þeir hefðu sofnað, hve oft þeir hefðu vaknað, hve lengi þeir hefðu sofíð og hversu vel, hvaða lyf þeir hefðu tekið, hvemig skapið hafi verið er þeir vöknuðu og síðan um daginn og loks hvað þá hefðu dreymt. Þátttakendurnir fengu nú einstaklings- bundna meðferð tíu sinnum einn og hálfan tíma, og þá var viðhöfð endursvörun og slök- un með þeim hætti, að spenna og slökun skiptust á, svo að hægt væri að greina öll viðbrögð líkamans. Auk þess fengu þeir slökunarspótu til að nota heima og lista yfír góðar svefnvenjur. Jafnframt var unnið að laun sálrænna vandamála sjúklingsins. Það var bæði rætt um þær hugsanir sem sæktu að á kvöldin og um þau vandamál, sem gátu stuðlað að svefnleysinu. Tveimur mánuðum eftir með- ferðina var henni fylgt eftir með könnun, þar sem þátttakendurnir vom prófaðir enn einu sinni. Eftir meðferðina höfðu 84% hlot- ið bata. Það eru fleiri en þeir sem sváfu betur eftir bandarísku tilraunirnar, þar sem aðeins var beitt slökun og endursvörun. Meðferðin dró auk þess verulega úr þung- lyndiseinkennum allra sjúklinganna, en kvíðinn minnkaði hjá rúmlega helmingi þeirra. Svo virðist því sem læknishjálpin hafí svo um munar aukið árangur hinnar lyijalausu meðferðar gegn svefnleysi. (ÚR „ILLUSTRERET VIDENSKAB") RÍKARÐUR ÖRN PÁLSfeON *W*Wf[* w CV-' * t Fjörgynjarseiður söngkonan er sviðsvön lævís lendameyr lokkandi íögur mjaðmalipurð hennar kemur þér til í laumi þú ert efni í áhald íjörgyn fremur seið syngdu með móna lísa brosir óræðu brosi er bergmálar eilífð aldanna langmæðgnatal Iitningavef urðar lífkeðjusöng jarðar sá sterkasti færasti fríðasti ég er HGð Roktónlist kaldir vindar kaga vitin skálma ský á skelfdum flótta grátt rekur gaman geðvols ymis rámar hörpur kveða ramman slag bylur sí í sortuvaka ijaðra fár úr flaumi niðhöggs Ránort Taktu i, taktu i, komdu í knú-knú, leggðu hönd á fjárplóg, gakktu arður móður nærri, geu, nerþus, móður jörð og dásamaðu hagvöxt hennar. Sem þú sáir muntu og undan skera; gróðavana eyðimörk. Ábáta til óbóta. Tunglið tunglið taktu mig og berðu mig burt á hælið. Höfundur er tóniistarkennari og útsetjari. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. JÚNl' 1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.