Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 10
Abbé Sieyés - gagnrýnandi forréttinda. við bann Búrbóna konunga við starfsemi jesúíta og einnig stóðu deilur um viðhorf frönsku kirkjunnar til páfavaldsins. Þessar deilur drógu mátt úr kirkjunni sem stofnun- ar og rýrðu áhrif hennar á pólitískum vett- vangi. Onnur stétt, aðallinn, átti samkvæmt hierarkíinu að vera sverð og skjöldur kon- ungsdæmisins. Ættgöfgin erfðist og eign- imar runnu svo til óskiptar til elsta sonar, en það fyrirkomulag tryggði eignir ættar- innar. Þótt mikið væri rætt um auð stórborg- aranna þá var auður aðalsins þegar á heild- ina er litið mun meiri. Þessum auð var þó misskipt. í Lyon, mestu iðnaðarborg Frakk- lands var auður aðalsins talinn þrisvar sinn- um meiri en auðugustu borgaranna, silki- heildsalanna, sem voru taldir ríkasti hluti borgarastéttarinnar. Auk erfðaeigna átti aðallinn aðgang að best launuðu embættum ríkisins og var auk þess skattfrjáls eins og klerkastéttin. Eins og áður segir, var aðall- inn ekki óskiptur. Hann skiptist í erfðaaðal- inn og embættismannaaðalinn sem konung- ar af Burbónaætt höfðu aðlað konungsætt- inni og konungsvaldinu til styrktar. Sam- kvæmt hefðinni bar erfðaaðlinum einum rétturinn til að bera sverð, sem öðmm stétt- um var fyrirmunað samkvæmt fomum rétti. Þriðja stétt mátti ekki bera göfugt vopn, barefli og jarðyrkjuverkfæri og auðvitað gijót var þeim heimilt að nota. Aðallinn „var“ og þarfnaðist engrar réttlætingar fyr- ir tilveru sinni. Blixen barónessa (Isak Di- nesen) lýsir þessari verund vel í „Drauma- menn“ í „Sjö gotneskum þáttum": „Leyfum læknum, kokkum og þjónum ættarsetranna að ágæta sig og réttlæta með gjörðum sínum og jafnvel með ætluðum gjörðum og afrek- um. Göfugt fók er metið samkvæmt því sem það er“. Aðallinn Orðinn ÓTRYGGUR Aðallinn var um 6% frönsku þjóðarinnar og elstu ættimar töldu sig vera afkomendur hinna fomu franka þjóðflutningstímans. Stéttin hélt réttindum sínum og sérréttind- um en var jafnframt svipt skyldum sínum, að minnsta kosti sá hluti hennar sem dvaldi við hirðina í Versölum. Hlutverk aðalsins sem sverð og slqoldur ríkisins eins og verið hafði á miðöldum tilheyrði fortíðinni, þótt stéttin hefði enn rétt til æðstu metorða inn- an hers og flota. Umboðsstjómin var komin í annarra hendur og dómþingin voru að mestu mönnuð embættismannaaðli, en þau höfðu verið hemill á einveldi konungs, þegar þeim var leyft að starfa. Lúðvík XVI hafði aflað sér vinsælda við valdatökuna, með því að Ieyfa aftur starfsemi þeirra. Afstaða dómþinganna til allra tilrauna konungs- valdsins til að takmarka misræmið milli þegna samfélagsins var neikvæð og flýtti þar með fyrir því allsherjar uppgjöri við stigveldið sem hófst með stéttarþinginu vorið 1789. Aðallinn var ekki lengur jafn hollur kon- ungsveldinu og gert var ráð fyrir. Kenning- ar heimspekinganna höfðu náð að seyra þá hefðbundnu meðvitund um skyldu aðals við konungsdæmið og var þetta áberandi, ekki síst meðal náfrænda konungs svo sem hjá hertoganum af Orleans, sem gekk upp í lýðskrumi og gerðist auk þess lóðabraskari í höfuðborginni. Fjármálaöngþveitið var orðið óviðráðan- Jegt, fjármálastjóm Neckers, sem ýmsir ’höfðu lofað og prísað, reyndist byggjast á 'ýmiskoBar hagræðingu í bókhaldi.og Cal- onne var falin stjómfyármála ríkjsiris. Hon- um var ljóst, að ef ekkert yrði að gert myndi ríkið verða gjaldþrota og konungs- veldið hrynja. Hann vonaðist til að geta hlotið stuðning höfðingjastefnu eða þings um róttækar tillögur sínar um landsstyrk, sem skyldi leggjast jafnt á alla jarðeign, jarðeignir bænda. borgara, kirkju og aðals. Verst þokkuðu skattarriir skyldu afninridir og dregið yrði úr útgjöldum hirðarinnar. Höfðingjaþingið kom saman 22. febrúar 1787 og stóð til 25. maí sama ár. Calonne taldi víst að hinir 7 konungbomu prinsar, 36 hertogar og marskálkar, 33 saksóknarar dómþinga, 11 háklerkar, fulltrúar lénsríkj- anna 12 að tölu, 12 ríkisráðgjafar og 25 borgarstjórar stærstu borganna og fleiri kæmu nú saman í þeim tilgangið að bjarga konungsríkinu frá hruni, að ætlan Calonnes og Lúðvíks XVI. Calonne hélt beinskeitta ræðu um orsakirnar að Ijármálaróreiðunni og bar fram tillögur og breytingar á skatt- kerfi ríkisins, afnámi undanþága og sérrétt- inda. Hann taldi, að án breytinga yrði gjald- þroti ekki forðað. Undirtektir þingmanna voru mjög neikvæðar og víðtækur samblást- ur hófst meðal sérréttindastéttanna um að koma Calonne frá. Það tókst að hann var rekinn frá hirðinni og gert að dvelja á land- setri sínu úti í sveit, en þaðan flúði hann til Englands og var bönnuð landvist á Frakklandi. Hann varð því fyrstur til að flýja land, fyrsti emigrantinn. Hugmyndir Um Stéttaþing Nýr ijármálaráðherra var valinn, en íjár- hagur ríkisins versnaði stöðugt. Tilraunir Lúðvíks XVI til að styrkja vald sitt olli magnaðri andstöðu dómþinganna og háað- alsins og kröfur komu fram úr þeim hópum um að stéttaþing yrði kallað saman til þess að ráða fram úr fjárhagsvandanum. Og Lúðvík XVI varð að kalla Necker til starfa sem fjármálaráðherra. Áður en það gerðist, hafði Qármálaráðherrann lagt til að stétta- þingið yrði kallað saman í maí næsta ár. Arið 1787 og 1788 voru ár óeirða og deilna milli konungs og dómþinganna, kon- ungs og aðals og borgara og aðals. Hver höndin var upp á móti annarri og ríkisstjóm- in fékk ekki við neitt ráðið. Gjaldþrot og íjármálahneyksli og fjárþrot ríkissjóðs haustið 1788 olli hruni á verðbréfamarkaðn- um og 25. september lýsti dómþingið í París því yfir að stéttaþing yrði kallað saman, og að það yrði skipað á sama hátt og síðasta stéttaþing 1614. Þar með átti að tryggja, að kosið yrði eftir sömu reglum og þá giltu, en með því yrði aðallinn alls ráðandi. Þessar tillögur vöktu mikla andúð bæði innan þess hluta aðalsins, sem stefndi að svipuðu ríkisstjómarformi og komið hafði verið á í Englandi 1698 og einnig meðal þess hluta borgarastéttarinnar sem var svip- aðs sinnis. Báðir hópamir vom mótaðir af kenningum heimspekinganna og hug- myndafræðinganna um aukin mannréttindi og aukinn jöfnuð innan samfélagsins og viðskiptafrelsi. Kunnugt er um fundahöld „Hinna þijátíu" sem var leynifélag forystumanna hinna tveggja hópa og þótt takmarkaðar heimildir séu um þennan félagsskap þá vom meðal félaga, Talleyrand biskup og Lafayette. Þetta félag hafði markandi áhrif á pólitíska framvindu næstu missera. Þetta var ekki eini klúbburinn. Klúbbar, sem höfðu verið bannaðir af stjómvöldum hófu aftur starf- semi sína og fjöldi nýrra pólitískra klúbba spratt upp um allt land.'Stefna þeirra var aukið frelsi og mannréttindi og umræðan snerist um væntanlegar kerfísbreytingar í sámfélagiripí Klúbbarhir vom ekki bundnir ‘ýfjrstéttunum. Iðnaðafrrfenn, slátrarar og bakarar stofnuðu klúbba og með stórauk- inni blaða- og smáritaútgáfu kynntist meg- inhluti þjóðarinnar hinum nýju viðhorfum og hugmyndum. Patríótamir eða föðurland- svinirnir vom hugtök sem kváðu við alls staðar þar sem pólitísk umræða fór fram, „þjóðin“, þjóðfrelsi, jafnrétti og bræðralag vom nánast heilög hugtök í munni förður- landsvinanna. í febrúar 1789 kom út rit fertugs guðfræðings af borgarastétt, Em- manuel-Josephs Sieyés, „Hvað er þriðja stétt“ og svarið var, hún er allt. Þetta kver, sem var heldur leiðinlegt aflestrar, var lesið og rökrætt af öllum þeim sem hugsuðu um stjórnmál og hafði mikil áhrif til stefnu- mörkunar þriðju stéttar þegar undirbúning- ur og kosningar hófust til stéttaþingsins. Þriðja Stétt HeimtarJöfnuð Samkvæmt kenningum um stigveldið var þriðja stétt til þess sköpuð að vinna öll gróf- ari störf og einnig þau, sem aðallinn taldi sér ekki samboðin, svo sem kaupmennsku og fjármálaumsvif. Þriðja stétt vann, klerk- ar báðu og aðallinn tryggði ríkisvaldið og konungdæmið með sverði sínu og sverðið eða „stríðið er upphaf allra hluta“ menning- arsamfélagsins (herakleitos). Eins og einn höfundur skrifar um þetta leyti, „frönsk menning, franskir siðir og franskar Iistir blómguðust í skjóli sverðs aðalsins". Hugmyndaheimur stigveldisins hrundi, þriðja stétt heimtaði almennan rétt og jöfn- uð. í stað vissra réttinda og skyldna sem hópar og starfsstéttir höfðu haft kom nú krafan um sama rétt fyrir alla samfélags- þegnana og þegar leið á byltinguna kom „þjóðin“ í stað „Guðs almáttugs". Þegar stéttaþingið var kvatt saman ríkti upplausn- arástand í Frakklandi. Brauðverð hækkaði mjög veturinn 1788-1789, vegna uppskeru- brests sumarið áður, atvinnuleysi jókst og eins og áður segir var efnahagur ríkisins í rúst. Tekið var að brydda á ókyrrð innan sumra hersveitanna og því var þeim vart treystandi eins og síðar kom á daginn. Sam- fara kosningum til stéttaþingsins voru sett saman „kvörtunarbréf" kjósenda. í reglu- gerð um kosningamar fylgdi tilskipun svo hljóðandi; „hans Hátign vill, að hver einasti þegn geti komið því við að senda honum óskir sínar og kröfur, jafnvel þótt hann búi úti við endimörk ríkisins eða í afskekktustu byggðarlögum þess“. Þessi kvörtunarbréf voru samin og samþykkt í kjörþingunum oft af lögmönnum eða prestum eða embætt- ismönnum ríkis og fulltrúum aðalsins. Bréf aðals og borgara lögðu áherslu á hollustu við konung og jafnframt var sú krafa gerð, að þjóðin eða fulltrúar hennar skyldu stjóma með konungi samkvæmt lögum, sem tryggðu réttindi hvers og eins og prent- frelsi og hlutleysi dómstóla. Það kom glöggt fram í þessum bréfum, að skoðanir alls meginþorra embættismannaaðalsins og hluta erfðaaðalsins og auðugri hluta borg- arastéttarinnar voru samhljóma um væntan- legar og æskilegar breytingar á stjómkerf- inu. Meiri áhersla var lögð á afnám allra sérréttinda og óvinsælustu skattanna í bréf- um lágstéttanna. Bændur kusu oftast menn úr borgarastétt, þeir áttu ekki fulltrúa úr eigin stétt, enda þorri þeirra lítt læs og vart skrifandi. í þorra kvörtunarbréfanna birtist andi svipaðrar umbótastefnu og ríkis- valdið hafði rejmt að koma fram, svo sem tillögur Turgots og Calonnes. Kornskortur, Óeirðir OgFlugrit Dóttir Neckers, Madame de Staél lýsir ástandinu vel, þegar hún skrifar að stjóm- málin væm óplægður akur fyrir hugmynda- flug Frakka og að almennur áhugi hafí blossað upp á stjómmálum og að umræðum- ar í klúbbum, bæði æðri og lægri stétta, hafi snúist um samfélag framtíðarinnar, sem skyldi reist á kenningum heimspekinganna og hugmyndafræðinganna, ekki síst Rousse- aus. Reglugerð um kosningar og kvörtunar- bréf var gefín út 24. janúar 1789 og var lesin upp við sóknarkirkjumar. Kosningarn- ar fóm fram, þegar lá við uppreisnar- ástandi innan Frakklands, margir óttuðust borgarastyijöld og átök urðu víða um landið. Kveikjan var komskorturinn og allt sem af honum hlaust. Alvarlegar óeirðir urðu í París 27. apríl, þegar hús og pappírsverk- stæði Reveillons var rænt og brennt. Reveill- on var af lágum stigum, hann var útsjónar- samur og kom upp veggfóðursverkstæði og var um þetta leyti orðinn stórauðugur, átti mjög gott bókasafn og málverkasafn. í þeim átökum er talið að um 300 manns hafí fall- ið. í öllum þessum óeirðum virðist konungur- inn hafa noti hylli múgsins, hrópin „lengi lifí konungurinn“ og „lengi lifi M. Necker“ og „frelsi“ kváðu við. Andúðin beindist gegn komkaupmönnum og bökumm og það sem aflaga fór var kennt ráðgjöfum konungs og aðlinum. Konungurinn var talinn styðja þriðju stétt og vilja heill þjóðarinnar og sumir virðast hafa litið á hann sem forystu- mann um umbætur og aukið frelsi. Flugbréfa- eða ádeiluritaútgáfan jókst stómm mánuðina fyrir stéttaþingið (alls um 2500 flugrit). Mirebeau skrifaði „Áskomn til próvensku þjóðarinnar" í Aix, og Robi- espierre „Áskomn til artesísku þjóðarinnar" í Arras. Desmoulins gaf út „Heimspeki handa frönsku þjóðinni" og svo mætti Iengi telja. Tortryggnin beindist eins og áður seg- ir að aðlinum og einkum háaðlinum, sem var talinn standa fyrir svikum við áætlanir konungs um bætta stjómarhætti og að þeir, ásamt háklerkum, stefndu að því að halda öllum séréttindum sínum og herða tökin á almúga og þriðju stétt. 12. desember 1788 höfðu fímm konungbomir prinsar, greifinn af Artois, prinsamir af Condé og Conti, hertogamir af Bourbon og Enghien varað konung við yfirvofandi byltingu og hvatt hann til að breyta í engu samfélagskerfínu og virða sérréttindi aðalsins í hvívetna. Þetta ávarp varð til þess að magna tortryggnina og skipta þjóðinni í tvær andsnúnar fylking- ar, þjóð og aðal. KonungurSvaf Þingmenn töldust 1.201, þar af 291 aðals- maður, 300 klerkar og 610 fulltrúar þriðju stéttar. Flestir klerkanna vom sóknarprest- ar. Lágembættismenn og lögfræðingar vora Qölmennastir í hópi fulltrúa þriðju stéttar og af fulltrúum aðalsins töldust örfáir til háaðalsins. Konungurinn tók á móti fulltrú- unum í Speglasalnum í Versölum, fulltrúum klerka og aðals. Þriðja stétt var látin bíða í þijár klukkustundir þar til konungur tók á móti fulltrúum hennar í öðram sal, sem þótti hæfa stéttinni betur. Sunnudaginn 4. maí var skrúðganga fulltrúanna til Messu heilags anda í kirkju heilags Lúðvíks. Fyrst fór lífvörðurinn, síðan komu fulltrúar þriðju stéttar, svartklæddir, síðan fulltrúar aðals- ins, skartbúnir með sverð við hlið, síðan klerkdómurinn, fyrst sóknarprestar, síðan háklerkar, biskupar og ábótar og loks hljóm- sveit hirðarinnar. Konungur og drottning gengu til sæta sinna í kirkjunni, þegar full- trúar höfðu komið sér þar fyrir. Konungi var vel fagnað en drottningu ekki, enda naut hún lítilla vinsælda. Biskupinn af Nancy hélt ræðuna og veitt- ist vel að hirðinni. Þegar ræðunni lauk, rumskaði konungur og brosti, en hann hafði sofið meðan biskup talaði. Þetta bros var tekið sem skoðun konungs á áminningum biskups, af fulltrúum þriðju stéttar, en kon- ungur hafði ekki heyrt ræðuna. Nokkrar umræður höfðu verið um, hvar þingið skyldi haldið og var niðurstaðan, að konungur réð því, að það yrði haldið í Ver- sölum „vegna veiðanna", en konungur var áhugamaður um veiðar. Valið var óheppi- legt fyrir konungsvaldið, því að í Versölum blasti við öllum fulltrúum óhófið og bruðlið sem þar viðgekkst, en það jók ekki lítið á andúð fulltrúa þriðju stéttar á sérréttindum og óhófseyðslu háaðalsins og hirðarinnar. Framliald í næstu lesbók. Landbúnaðurinn var sú undirstaða, sem franskt átjándu aldar þjóðfélag hvíldi á. En þar voru kjörin kröpp. Þessi samtíma koparstunga sýnir franska bændur við vinnu sína. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.