Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 13
T HAÍLA South China Seo Sinqapor Singa, re Margir íslendingar hafa tyllt niður tá í Singapore en kannski færri sem hafa stoppað nema örfáa daga. Sumir kannski varla gert meira en koma á flugvöllinn, Chaungi, sem er reyndar heim- ur út af fyrir sig og flugstöðin af mörgum talin einhver allra besta í heimi. Er þá bæði átt við hagstætt verðlag og óheinju mikið vöruúrval, þar er sennilega flest að fá sem hugurinn girnist, þótt myndavélar, sjónvörp, og hvers kyns rafmagns- og rafeindatæki séu það sem flestir sækjast eftir vegna verðlagsins. Auk þess er öll þjónusta í sérflokki á flugvellinum. Og hreinlæti til fyrirmynd- ar þar sem annars staðar. Það er haft á orði — og ég veit ekki hvort rétt er — að komi það fyrir að menn hendi rusli frá sér í hirðuleysi, séu þeir handteknir og dæmdir til að greiða háar sektir. Þetta á þó varla við niðri í Kínahverfinu, þar virtust menn hafa mjög afslapp- aða afstöðu til rusls og drasls. Singapore er ekki nema um 617 ferkílómetrar að stærð og er þá átt við eyjuna sem borgin stendur á, svo og nokkrar smáeyjar. Singapore-eyjan er við syðsta odda Malaysíuskagans, þar eru krossgötur flugumferðar og sigl- inga sem tengja Suður-Kínahaf og Kyrrahafið og síðan Indlands- haf í vesturátt. Singapore er tengt Malaysíu með kílómetra langri brú. Loftslag er hitabeltisloftslag og það þýðir að hitinn er þar um 31 stig svona nokkurn veginn árið um kring. Loftið er mjög rakt og tekur nokkum tíma að venjast því. A eynni búa um 2,5 milljónir manna af mörgum þjóðum. Yfir 75 prósent eru af kínversku bergi brotnir, 14,7 prósent eru Malajar, 6,4 Indverjar, Sri Lankar og Pa- kistanar og 2,3 era Evrópubúar; Armenar, gyðingar og arabar. I slíku fjölþjóðasamfélagi hlýtur mannlífið að vera eftir því fjöl- þætt. íbúarnir aðhyllast búd- disma, islam, hindu, kristni og taoisma, og bænahús þeirra era mörg tilkomumikil. Stjórnarskrá- in á að tryggja algert jafnræði milli trúflokka. Það var Sir Thomas Raffles hjá Breska Austurindíafélaginu sem telst hafa lagt grundvöll að nútíma Singapore. Það var árið 1819. Hann áttaði sig á mikilvægi staðarins og mjög góðri höfn. Áður var Singapore nefnt Tema- sek og þar bjuggn nokkrir tugir malajískra fiskimanna. Vegna at- orkusemi Raffles tóku ijölmargir að flytja úr nágrannalöndum til Chettiar-hofið, frægasta hindúa- musteríð í Singap- ore. Börn í Kínahverfinu. Singapore, þegar þeir sáu mögu- leika sem þar vora í boði. Sir.ga- pore hlaut sjálfstæði frá Bretum 1965. Þegar menn ræða um Singap- ore er yfirleitt átt við borgina eina. Hæsti tindurinn er Bukit Timah um 165 metrar á hæð. Þar sem áður vora frumskógar og fen hef- ur verið höggvið og þurrkað upp og telst að meginhluta nú til borg- arinnar. Gestir í Singapore ættu Kort af Singa- pore. Morgunblaðið/Sverrir þó að gefa sér tíma til að huga að fleira, meðal annars fara í sigl- ingu í kringum eyjarnar Sentosa, Kusu og St. John og þar era sums staðar ágætis gististaðir, bæði í smáhýsum og stærri vistarveram og víða má slá upp tjaldi ef verk- ast vill. Á þessum smáeyjum eru ýms falleg söfn, þar sem saga Singapore er sýnd, tölvugos- brannur, að sögn hinn fyrsti sem upp var settur, er á Sentosa, þar era kóralhellar, gallerí og golf- vellir og svo mætti lengi telja. Á seinni áram hefur verið —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.