Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 5
Þjóðverjar sem létu gera villimannlega loft- árás á Guemica á Norður-Spáni þremur ámm áður. En Mussolini brá sér á skíði eftir algerlega árangurslausan fund með Chamberlain. Um miðjan janúar var stofnað Landsam- band íslenzkra útvegsmanna og Stefán ís- landi byrjaður að syngja við Konunglega leikhúsið; því er spáð að hann fái fastan samning. Frjósemi landsmanna er dregin í efa, því barnsfæðingum fækkar og þar að auki hafa mörg hundmð manns flutzt úr landi. Gjaldþrot Reykjavíkur í ljósi ummæla núverandi forsætisráðherra um þjóðargjaldþrot má segja að sagan end- urtaki sig. I janúarmánuði 1939 vom fram- sóknarmenn að tjá sig um yfirvofandi, dra- matískt gjaldþrot. Segir svo um það í Morg- unblaðinu: „Fylgismenn Tímans sem eyða mestu rúmi blaðsins undanfarna daga, tala nokkuð digvrbarkalega um, að gjaldþrot Reykjavíkur sé yfirvofandiÞað var þó huggun harmi gegn, að revýan Fornar dyggðir kom á fjalir í nýrri útgáfu og „menn veltust um af hlátri" í Iðnó. Eins og fyrr mæddi gamanið mest á Alfreð Andréssyni. ítalir urðu svo glaðir þegar Franco tók Barcelona, að fýrirskipaður var almennur frídagur og múgurinn notaði tækifærið og hrópaði: „Niður með Frakkland". Síðast í janúar sér Chamberlain sig knúinn til að aðvara Hitler og segir að lýðræðisríkin verði að „stinga við fótum“ ef reynt verði að skipa málum með ofbeldi. Á sama tíma em 200 þúsund manns á flótta frá Spáni til Frakklands og „hörmungum þessa fólks verður ekki með orðum lýst“. En Hitler sagði í ræðu: „Ég spái langvarandi friði". I Morgunblaðinu var hinsvegar langvar- andi karp við Framsókn og spurt er í leið- ara síðast í janúar, hvort forráðamenn Framsóknarflokksins geti nú ómögulega hugsað sér að gert verði hvorttveggja í senn: Að skapa lífvænleg skilyrði í sveitunum og efla atvinnuna við sjóinn. Niðurstaðan: „Sennilega geta þeir vitm í Framsóknar- flokknum ekki hugsað sjer þennan mögu- leika.“ íjetur Ottesen sjálfstæðisflokksþingmað- ur fjallar 1. febrúar um nýfluttar ræður þeirra Hitlers og Chamberlains: „Það var ekkert harðfylgi í mr. Chamberlain, heldur einlæg ósk um frið og að sjer mætti vera sparað að hljóta sömu örlög og fyrirrennari hans, Pitt yngri, sem var við stjómvölinn í Englandi þegar Napóleonsstríðin hófust. Annað mál var um Hitler. Þar skorti ekki harðfylgi eða ungæðislegt þor“. Hitler var þó ekkert bráðungur; hann varð fimmtugur í apríl 1939. Deilur urðu innanlands um hollustuhætti og hafði Bjarni Bjamason læknir orðið fyr- ir aðkasti vegna þess að hann taldi islend- inga skorta c:vítamín, sem sumir ávextir væm ríkir af. í Tímanum var Bjarni kallað- ur „appelsínulæknir" og má ráða af skrifum blaðsins, að það telji þessum áróðri beint gegn kartöfluræktun bænda. Framsóknarmönnum lízt líka illa á guðs kristni á mölinni. Einn af framámönnum flokksins, Jón í Yztafelli, skrifar svo í Tímann 10. febrúar um presta og kirkju- gesti i Reykjavík: „Þeir (þ.e. prestamir) hafa orðið að hnitmiða ræður sínar að smekk Þeir Hitler og Mussolini gerðu sér fkr um að faðma börn á almannafæri. Hér faðmar Mussolini dreng í einkennis- búningi fasista, en vorið 1939 hófu ítal- ir að kenna bömum vopnaburð. STÓLAR 8 teguntíir — BORÐ ýmsar gerðir og stærðir. 2 SVEFNHERBERGISSETT fyrirliggjandi. BARNAKERRUR nýjar birgðir — BARNAVAGNAR í þessari viku — ÁKLÆÐI smekklegt úrval. HUSGÖGN Auglýsing úr Morgunblaðinu frá í marz 1939: Þessi húsgagnaframleiðsla var samkvæmt nýjustu tízku frá Evrópu ogsýnirað menn vom með á nótunum hér. Tízkan 1939 var öðm hverju kynnt í þættinum „Kvenþjóðin og heimilið“ í Morgunblað- inu og sýna þessar myndir, að sú tízka gef- ur sannarlega engu eftir, sem framleitt er á vomm dögum. Líklega hafa þó fáar íslenzk- ar konur kreppuáranna haft efhi á svona flíkuin. hinnar fhaldssömustu klíku landsins, hina aldurhnignu efnamenn og konur höfuðstað- arins, sem helzt sækja kirkjur. Þannighefur aðstaðan gert þessa þrjá menn, sem ég hygg alía vera að eðli og gáfum nýta menn, að óhæfum boðberum nýrra strauma kristni í landinu. “ Öðra hvom em pistlar um íþróttir í Morg- unblaðinu á árinu 1939 og er Vivex skrifað- ur fýrir þeim. Hann skrifar svo 10. febrú- ar: „Þorsteinn Gíslason hnefaleikakennari kennir hnefaleika í íþróttaskólanum. Þor- steinn er meðal okkar albeztu hnefaleika- kennara og hefur haft hnefaleikaskóla hjer í bænum, býst hann við að nú muni enn fjölga í skólanum". Og Vivex bætir við: „Hnefaleikum hefur varla verið gefinn eins mikill gaumur hjer á landi eins og sú íþrótt á skilið. Sannleikurinn er sá, að hnefaleikar veita mjög alhliða þjálfun og erlendis iðka margir hnefaleika til þess að halda líkama sínum við. “ Bjargráð Dr. Helga Pjet- URS Allan veturinn 1939 er hugsanleg styij- öld almennt umræðuefni og ljóst, að fólk hefur haft alvarlegar áhyggjur af ástand- inu. Dr.Helgi Fjeturs hefur hinsvegar eygt fmmlega lausn og segir svo í grein í Morg- unblaðinu síðasta dag janúarmánaðar: „En nægilega gott samband við fullkomnari ver- ur annarsstaðar í heimi, mundi eigi einung- is þýða það að hinni yfirvofandi heimstyij- öld yrði afstýrt, heldur mundi einnig af því leiða á fáeinum áratugum að meiri breyting- ar yrðu til bóta á högum mannkynsins en orðið hafa áður, allt frá steinöld til vorra tfma. “ Bamastjarnan Shirley Temple er almennt aðdáunarefni á hvíta tjaldinu, en kvikmynd- ir berast einnig frá Þýzkalandi: Nýja Bíó sýndi í febrúar þýzka stórmynd með Emil Jannings. Það em þó alvarlegri mál sem rædd em í leiðara Morgunblaðsins þann 18. febrúar: Ný kreppa innan þeirrar allsheijar kreppu, sem ríkt hafði allan áratuginn og hafði verið sú versta á öldinni: „Það er í sjálfu sér einkennilegt hve sam- drættinum sem orðið hefur í iðnaði og fram- leiðslu í flestum löndum heims síðan um miðsumar 1937, er almennt lítill gaumur gefinn...Hennar hefur minnst orðið vart í Þýzkalandi, en mest í Bandaríkjunum og Englandi." Engin furða, að Eysteinn Jónsson fjár- málaráðherra talar um „ískyggilegt upp- lausnarástand." Úti í heimi hefur það gerst í febrúar, að Franco er svo til búinn að ljúka ætlunarverki sínu á Spáni, og sum ríki hafa viðurkennt stjóm hans, en með semingi. The Times segir í forystugrein, að tilgangs- laust sé að fresta lengur viðurkenningu á stjórn Francos. Þótt minna sé það til umræðu í fréttum, hefur staðið yfir stríð í Kína og Japanir kvarta sárlega yfir kostnaði við þennan striðsrekstur. Reyndar vom þetta eins og smávægilegar skæmr á móti því sem í vændum var. Jákvæðar fréttir vom sjaldgæ- far á þessum tíma. Það markaði þó tíma- mót þennan vetur á bílasýningu í Berlín og vakti gifurlega athygli, að sýndur var svo- nefndur Fólksvagn, sem Hitler hafði fengið snillinginn Porsche til að teikna og kostaði hann þúsund krónur íslenzkar í marz 1939. Það horfði og til framfara, að nýtt fmm- varp til hegningarlaga var samþykkt á Al- þingi og ýmislegt sem fram að þeim tíma þótti refsivert var nú fellt niður. Þar á meðal var refsing fyrir hjúskparbrot, hneykslanlega sambúð, giftingar tengdra eða skyldra, annarra en þeirra sem skyldir væm í beinan ættlegg eða systkina. Kyn- ferðismök milli manna af sama kyni skyldu og vera refsilaus nema annar aðilinn sé yngri en 21 árs; þá skyldi refsaþeim eldri. Bretar Hættir Málamiðl- UNUM Þess er minnst 13. marz að ár var liðið frá því Austurríki hætti að vera til. Með til- skipun sem Hitler gaf út í Linz 1938, var Austurríki gert að Austurmörk, héraði í Stór-Þýzkalandi. Kanslari landsins, dr. Schuschnigg, var búinn að vera í varðhaldi allt árið í gistihúsi, en bót var það í máli fyrir kanslarann, að í gistihúsinu hafði hann gengið að eiga Fugger greifafrú. Um miðjan marz var þýzkur her við ianda- mæri Tékkóslóvakíu, en Slóvakía hafði lýst yfir sjálfstæði sínu og jafnframt beðið um vernd Hitlers. Slóvakía var þarmeð orðin „þjónsríki" tjóðveija eins og það var nefnt í leiðara Morgunblaðsins og Tékkar eins og eyþjóð. Friðrik krónprins okkar varð fertugur, en Chamberlain sjötugur og við það tæki- færi fordæmdi hann aðferðir Hitlers og brá honum um að hafa svikið þrefalt loforð. Nú er ljóst, að Bretar em hættir við mála- miðlunarstefnuna og vilja gángast fyrir varnarbandalagi gegn landvinningastefnu Hitlers, - seint í marz setti hann Litháum úrslitakosti. í Morgunblaðinu má sjá, að hvellur hefur orðið útaf „lygagrein“, sem aðstandendur „kommúnistablaðsins" hafa komið á fram- færi í Danmörku, þess efnis að von sé á þýzkum herskipum til íslands og eigi með því að hræða Islendinga til að láta Hitler fá hemaðaraðstöðu. En í Flengingarbrekku í Hveradölum heillaði norski skíðakappinn Birger Ruud'þúsund manns, sem sáu hann stökkva 40 metra. Útgerðarfélagið Alliance fékk nýjan tog- ara, „Jón Ólafsson", sem sagður er bezta skipið í flotanum og að sjálfsögðu þérar Morgunblaðið skipstjórann Guðmund Mar- kússon í viðtali: „Emð þjer ánægður með skipið?" Nýtt tækniundur er einhversstaðar úti við sjóndeildarhring og segir svo í fyrir- sögn: „Sjónvarp fyrir fjöldann að verða að veruleika". í fréttinni er sagt, að byijað sé að sjónvarpa í Englandi, - að vísu verður að fara í bíó til að sjá útsendingamar, en sjónvarpstæki til heimabrúks em sem óðast að ryðja sér til rúms. Sjá bls. 6. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. JÚNÍ 1989 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.