Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 4
ARIÐ1939 Hvað er merkilegt við árið 1939? Ugglaust er það ótal margt, en hér minnumst við þess í fyrsta lagi vegna þess að frá því teljast nú 50 ár, og í öðru lagi umfram allt annað, að þetta ár hófst seinni heimstyrjöldin, sem svo Fyrir réttum 50 árum yfirskyggðu þau válegu tíðindi allt annað, að svo virtist sem stórstyrjöld yrði ekki umflúin. Þetta voru eins og ásköpuð örlög og sama hvað reynt var. Með hverjum mánuði ársins færðist Evrópa nær átökunum og í september brustu þau á. Síðan hefur hinn vestræni heimur ekki verið sá sami - hér urðu mikil aldaskil. hefur verið nefnd og virðist þá gert ráð fyrir því af bláeygri bjartsýni, að fleiri verði heimstyijaldimar ekki. Hluti af þessari hálfu öld hefur verið nefnt „Kalda stríðið" og satt best að segja leit helzt út fyrir það snemma á sjöunda tugnum, að þriðja heim- styijöldin væri ekki langt undan. En eftir 50 ár frá upphafi þessara síðustu heimsátaka hafa þau undur og stórmerki gerzt uppá síðkastið, að ekki hefur langa- lengi verið eins friðvænlegt í heiminum. Utanríkisráðherra Sovétrílqanna talar um Jámtjaldið sem heldur úrelt þing og ótta- lega ryðgað og nýir valdhafar í hinu risa- veldinu staðhæfa, að vamarkerfí í himin- geimnum sé bara blekking. Staðbundnum styijöldim fækkar; Rússar famir frá Afgan- istan, en einna helzt að alvarlegt og eldfimt ástand ríki á Vesturbakka Jórdan, þar sem landlaus þjóð berst fýrir smáskika í föður- landi sínu. Ljósin Héldu áfram Að Slokkna Styijöldin hófst að vísu ekki fyrr en í september 1939, en hvemig var ástandið í Evrópu framan af árinu? Það var ógnvekj- andi. Árið áður höfðu þeir Hitler og Cham- berlain, forsætisráðherra Breta átt með sér frægan fund í Munchen og á eftir talaði Chamberlain hróðugur um „frið á okkar tímum“. Það kom fljótt í ljós, að hann hafði látið blekkjast og nær lagi var það sem hann sagði, þegar raunvemleikinn blasti við; „Ljósin em að slokkna um alla Evrópu“. Hitler var ekki í friðarhugleiðingum. Hann innlimaði sitt gamla föðurlahd mót- stöðulítið ásamt dágóðri sneið af Tékkósló- vakíu og þegar kemur framyfir áramótin 1939, snúast flestar erlendar fréttir um yfirgang Þjóðveija. Ég hef gluggað í ýmsar heimildir um árið 1939, en það sem hér kemur fram, er fyrst og fremst byggt á fréttafrásögnum Morgunblaðsins frá þess- um tíma. í janúarbyijun ríkti skammdegið og vetr- ardmnginn yfir íslandi eins og alltaf í árs- byijun, en eitthvað virðist þessu drangi hafa lagzt óvenjulega þungt á blaðamann Morgunblaðsins, sem hóf árið á svofelldum pistli: „í gær var óvenjulega ömurlegt hjer í bænum. Allar búðir og skrífstofur lokaðar. Það út af fyrír siggerði ekkert til. Hjer var norðan hvassviðri með frosti, en hríðar- laust. Moldviðrið á götunum var svo mikið, að það var verra en nokkur hríð. Var mesta raun að fara eftir götunum. Sennilega hafa margir notað mikið af frídeginum til að sofa. Þannig byijaði árið með kuldahryss- ingi og deyfð inni, en máske er það fyrir- boði þess, að árið geymi í skauti sínu það sem gagnstætt er þessu“. Nýja Bíó sýndi í ársbyijun „Böm óveðurs- ins“ með Hollywoodstjörnunni Dorothy Lamour og á áramótadansleikjunum reyndu þeir sem vildu vera með á nótunum að dansa Lambert Walk, nýjasta tízkudansinn. Það virðist annnars hafa verið tíðindalítið innan- lands á fyrstu dögum ársins og nýársboð- skapurinn í leiðara Moggans sígildur: „Það dylst nú engum hugsandi manni, að sjávar- útvegurinn er undirstaðan, sem rekstur ríkisbúskapar okkar íslendinga hvílir fyrst og fremst á“. Það er eins og þetta hljómi kunnuglega. En strax þann 3. janúar er frétt, sem gefur vísbendingu: Þjóðveijar ætla að þrefalda kafbátaflota sinn og Mus- solini, þjóðarleiðtogi ítala, setur fram kröf- ur, „ef friður á að haldast". Á Spáni er háð grimmileg borgarastyij- öld; fréttir herma að Franco sé í sókn og Þjóðveijar vara við íhlutun, - þeir hinir sömu Nýr, þýzkur ræðismaður kom til lands- ins í mai: Dr. Wemer Gerlach. 1. hluti afþremur. GÍSLISIGURÐSSON tók saman Þjóðstjóm þriggja flokka, sem tók við völdum í apríl. Frá vinstri: Eysteinn Jónsson, viðskipta- málaráðherra, Baldur MöIIer, fjár- málaráðherra, Her- mann Jónasson, for- sætisráðherra, Stefán Jóhann Stef- ánsson, félagsmála- ráðherra og Ólafur Thors , atvinnu- málaráðherra. Fyr- ir enda borðsins stendur Vigfus Ein- arsson, skrifstofu- stjóri. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.