Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 3
T-FgBáW @@S®SSlbjE®SE30[8j Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 691100. Árið 1939 er og verður í tveimur næstu blöðum til umfjöllunar og ástæðan er tvíþætt. i fyrsta lagi er þess minnst, að síðan er nú liðin rétt hálf öld, og í öðru lagi vegna þess, að í september þetta ár hófst önnur heimstyijöldin. Þá urðu mikil kaflaskil í sögu hins vestræna heims og þá ekki sízt á íslandi, þótt um- skiptin hæfust ekki í raun fyrr en með hernáminu ári síðar. Ferðablaðið beinir sjónum sínum til Austurlanda fjær, sem nú orðið er raunhæft að líta á sem ferðaslóðir íslend- inga. Flestir munu fara til Tælands og þá um leið í verzlunarferð til Singapore. Þar var Sverrir Vil- helmsson ljósmyndari Mbl. og er sagt frá borginni í máli og myndum. Forsíðan Myndin er eftir Eddu Jónsdóttur, sem opnar sýn- ingu í Nýhöfn við Hafnarstræti í dag og stendur sýningin fram til 21. júní. Sérstakt nafn á þessari mynd hefur Edda ekki, en hún er úr myndröðinni „Draumar", vatnslitamynd frá 1988. Byggingar verða hærri og hærri og nú er það helzt lyftutækn- in, sem setur hæðinni takmörk. Hér er litið á nokkr- ar hæstu byggingar heimsins, en einnig sagt frá nokkrum sem eru á teikniborðum arkitekta og sú hæsta, sem rísa á í Houston í Texas, mun gnæfa 2000 metra uppí loftið. ÞORSTEINN FRÁ HAMRI Sturfunga Margir flúnir. Fáir á hæðinni. Sjálfir bítum við klakann, bregðum tómlega grönum við dægurkórnum sem upphefst, alinn í spreng á skjalli, hræsni og skrumi: Ó, hvað mér leiðist! Þið skiljið naumast síðar að það sem í dag er sálum ykkar sljótt, áskapað ástand var okkur högg sem bíðum þijózkir við garðinn nýrra löðrunga meðan sveit okkar máist í móðu sundrungar út. Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók Þorsteins frá Hamri, sem út er komin hjá Bókaútgáfunni Iðunni og heitir „Vatns götur og blóðs". Þetta er 13. Ijóðabók höfundarins. B B MATTVANA MENNTUN Með ýmsum vísinda- legum aðferðum hef- ur tekizt að færa sönnur á hin fleygu orð Ara fróða úr Is- lendingabók þess efnis að þá er land- námsmenn komu til Islands hafi það allt verið viði vaxið milli fjalls og íjöru. Þá hafa vísindin jafnframt leitt í ljós að eyð- ing skóganna eftir landnám hafi orðið mjög hröð og í kjölfarið hafi siglt jarðveg- seyðing og uppblástur. Ekki hafa vísindin látið hér við sitja heldur sýnt okkur fram á hvernig hefta má gróðureyðingu og klæða landið að nýju. Á fögrum sumardög- um getur þó enn að líta þá hryggilegu sjón er fósturmoldin þeytist á haf út í gríðarlegum mekki og eftir stendur nakinn berangur. Þessi sorglega þróun kom mér í hug fyrir skömmu þegar ungur vinur minn spurði hvort mennt væri ekki máttur. Hann var að vísu ekki að hugsa um gróð- urfar landsins heldur kjaradeilu háskóla- manna og sína eigin framtíð í því sam- bandi. í huga hans blundaði sú spurn hvort þekkingin væri ekki aflvaki án til- lits til þeirra launa sem hún væri metin til. Og vitaskuld játaði ég því — gegn betri vitund að nokkru leyti. Að mínu mati er ógerningur að setja samasemmerki milli menntunar og launa. Menntunin er heldur ekkert einkamál hvers og eins. Hún er félagslegt fyrirbæri á sama hátt og menntunarskortur. Það var skortur á þekkingu hjá norsku landne- munum sem olli því að þeir eyddu íslenzku skógunum á skömmum tíma. Þeir vissu ekki betur en að þessir skógar væru sömu náttúru og styrku stofnarnir sem þeir höfðu nytjað í sínum heimahögum og end- urnýjuðust sjálfkrafa. Þeir áttuðu sig ekki á því að sauðfjárbeit kom í veg fyrir end- urnýjun birkiskóganna, jarðvegur rýrnaði og land blés upp. Þótt sannleikurinn hafi ef til vill opinberast þeim höfðu þeir enga þekkingu til að sporna gegn.þeirri hnign- un sem orðin var. Landeyðingin hélt áfram. Margir töldu hana stafa af harðind- um og eldgosum og sú skýring var ekki verri en hver önnur — dæmigerð alþýðu- skýring á tímum vanþekkingar og mennt- unarskorts. Þó voru til menn sem bentu á að harðindi og eldgos hefðu einnig du- nið yfir landið áður en búseta hófst án þess að slíkt hefði varanleg áhrif á gróður- farið. Þegar vísindamönnum okkar tókst að grafast fyrir um orsakir gróðureyðingar- innar og benda á leiðir til úrbóta hefði mátt ætla að gríðarlegur máttur losnaði úr læðingi og öllum tiltækum ráðum yrði beitt til að gæða landið að nýju þeim gróð- urhjúp sem þekkingarskortur kynslóðanna hefði svipt það. En ekki var því að heilsa. Gömlu alþýðuskýringarnar voru látnar duga og tilmæli um að takmarka sauð- fjárbeit á viðkvæmum svæðum voru talin hatrömm áras á sauðkindina, sem hefði fóstrað íslendinga frá ómunatíð. Blessuð skepnan hefur því fengið að naga óáreitt fátæklegan hálendisgróður og nudda sér utan í rofabörð sem láta smám saman undan og hverfa. Þrátt fyrir ágætt atlæti hefur sauðkindin glatað sínu göfuga hlut- verki sem fóstra íslendinga. Áður fyrr nýttum við úr henni hveija sin og áttum henni líf að launa. Nú sjáum við hag okk- ar helst borgið með því að urða hana í heilu lagi eða eyða fé og fyrirhöfn til að koma henni ofan í ríka útlendinga fyrir brot af því verði sem við þurfum sjálfir að greiða fyrir hana. Slík meðferð er íslenzku sauðkindinni lítt samboðin, enda hagnast hún varla sjálf á þeirri hagfræði sem þarna liggur til grundvallar. Og hvaða máttur felst eiginlega í þeirri hagfræði? Og enn heldur landeyðingin áfram. Þótt opinberu fé hafi verið varið til land- græðslu áratugum saman hafa framlögin verið svo rýr að þau duga vart til að halda í við eyðilegginguna, hvað þá til að vinna upp það sem tapazt hefur. Þar hafa skammsýni og músarholusjónarmið ráðið ferðinni. Skógræktin hefur átt örðugt uppdráttar þótt vísindamenn okkar á því sviði hafi verið óþreytandi að leita uppi tegundir sem þrífast í okkar óblíða lofts- lagi og geta jafnvel orðið til nytja þegar fram í sækir. Vissulega er það gleðiefni að ríkisstjórnin skuli nú hafa samþykkt áætlun um átak í skógrækt á Fljótsdals'- héraði. En það hefði mátt gerast miklu fyrr og víðar. Sá máttur sem felst í mennt- un og reynslu skógræktarfólks hefur allt- of lengi verið ónýttur. Hann verður engan veginn metinn til fjár en gæti gerbreytt ásýnd landsins og landkostum. Menntun einstaklingsins á ekki að fela í sér mátt hans til að hreykja sér yfir aðra heldur á gildi hennar að koma öllu samfélaginu til góða. Til þess að menntun sé eftirsóknarverð þarf samfélagið þó að meta hana að verðleikum og nýta hana til að byggja upp betra mannlíf. Sé hún minna metin en úreltar alþýðuskýringar og skammtímahagsmunir er hún að sjálf- sögðu máttvana. GUÐRÚN EGILSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. JÚNl 1989 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.