Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 15
Nokkur aðskotaorð í íslensku Siguröur Skúlason magister tók saman REVÍSOR, endurskoðandi. Orðið er komið af revisore í ítölsku. Þ. Revisor, d. revisor, e. reviser. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1887 (OH). REXÍN, skinnlíki notaö til bókbands (OM). Þetta aðskotaorð er nafn ensks fyrirtækis sem framleiðir leöurlíki er tók aö flytjast hingað til lands á þessari öld. Rexín hefur síöan orðið hér samheiti ýmiss konar leö- urlíkis sem notaö er til bókbands. Finnst i isj. ritmáli frá árinu 1952 (OH). RÍS, mælieining pappírsmagns, 500 eöa 250 arkir (OM). Oröið er ættaö úr arabísku, heitir þar rizma og merkir: pappírsböggull. Þ. Ries, d. ris. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1539 (OH). RITÚAL, RITÚALL, formvenjur, siðareglur (einkum kirkju) (OM). Orðið er komið af rituale í latínu, en þaö er hk. af ritualis sem myndaö er af ritus er merkir: helgisiður o.fl. Þ. Ritual, d. og e. ritual. Orðmyndin ritúal finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1801, en ritúall frá árinu 1797 (OH). ROKKERA, hróka (í skák) (OM). Orðiö er komiö af so. roquer í frönsku, en þaö er komið af roc sem merkir, hrókur. Roc í frönsku er komið af rokh í arabísku sem merkir: fíll í styrjöld. Þ. rochieren, d. rok- ere. Finnst í ísl. ritmáli frá því um 1890 (OH). ROMAN, skáldsaga (OM). Oröiö er komið af romanz í fornfrönsku sem merkir: texti á rómönsku (frönsku) alþýöumáli. E. rom- ance, þ. Roman, d roman. Finnst í ísl. rit- máli frá árinu 1861 (OH). RÓMANSA, Ijóörænt frásagnarkvæöi; lag við slíkt kvæöi (OM). Orðiö er komið af romanice í miðaldalatínu sem merkir: á rómanskan hátt. Fornfr. romanz, e. rom- ance, þ. Romanze, d. romance. Finnst i ísl. ritmáli frá árinu 1973 (OH). Ég heyrði þetta orð hér í talmáli árið 1923. RÓMANSKUR, sem er kominn af latínu; sem á rætur að rekja til rómverskrar menn- ingar (OM). Orðið er komið af romanus í latínu, en það er komið af Roma, þ.e. Róm. Þ. romantisch, d. romansk, e. Romance, Romantic. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1866 (OH). RÓMANTÍK, RÓMANTÍSKA, sérstök bókmennta- og listastefna, sterkust á fyrri hluta 19. aldar; óraunhæft, gyllandi viöhorf (OM). Þ. Romantik, d. romantik, e. romant- icism. Orðið rómantík finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1866 (OH). RÓMANTÍSKUR, sem varöar rómantísku; haldinn rómantísku (OM). Oröiö er komið af romant í fornfrönsku. Þ. romantisch, d. romantisk, e. romantic. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1866 (OH). ROMM, brennivín úr gerjuðum sykur- reyrssafa (OM). Orðiö er komið af rum í ensku sem sumir telja aö sé stytting á rumbooze er merkir: góöur drykkur. Þ. Rum, d. rom. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1782 (OH). ROMMÍ, vinsælt spil. Orðið er komið úr ensku talmáli og merkír þar: skemmtilegur. D. rommy. Þetta er ungt aðskotaorð í ís- lensku. RÓS, RÓSA, ættkvísl jurta af rósaætt; ein- stök jurt af þeirri ættkvísl (OM). Oröið er komiö af rosa í latínu. Fr. rose, þ. Rose, d. og e. rose. Báðar orömyndirnar finnast í ísl. fornmáli (Fr.). RÚSÍNA, þurrkað vínber (OM). Oröiö er komið af rosin í fornfrönsku. Þ. Rosine, d. rosin, e. raisin. Flnnst í ísl. ritmáli frá árinu 1785, en orðmyndin rúsin (kvk.) frá 1497 (OH). RÚLLA, kringlótt stutt kefli o.fl. (OM). Fr. rouleau, þ. Rolle, d. rolle, e. roll. Finnst í ísl. ritmáli frá 17. öld (OH). Sagnorðið rúlla, sem merkir: velta, vinda, vefja (OM), er komið af rotulare í latínu. Þ. rollen, d. rulle, e. roll. Það finnst í ísl. ritmáli frá 3. tug 18. aidar (OH). RÚBÍN(N), rúbínsteinn, roðasteinn, rautt afbrigöi gimsteinsins kórúnds (OM). Oröiö er komið af rubinus í miöaldalatínu, skylt ruber, rauður, í latínu. Þ. Rubin, d. rubin, e. ruby. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1584 (OH). RÚMBA, allhraður samkvæmisdans (í takt- inum 4/4) (OM). Oröið er komiö frá Afríku um spænsku. D. rumba. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1936 (OH). RÚBERTA, ákveöinn stigafjöldi í spili, eink- um í bridds, sérstakt fjögra manna spil, líkt vist (OM). Orðiö er komiö af rubber í ensku. D. rubber og rubert, þ. Robber. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1943 (OH). RÚBLA, sovésk mynteining, 100 kópek (OM). Orðið er komið af rublj í rússnesku sem merkir: afhöggviö stykki af silfurstöng. Þ. Rubel, d. ruble, e. rouble. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1796 (OH). RÖNTGEN, mælieining á röntgen- og gammageisla (OM). Oröið er ásamt nokkr- um samsettum nafnoröum sem byrja á því, t.a.m. röntgenmynd og röngenskoöun, kennt við þýskan eðlisfræðing W. K. Röntgen að nafni. Þau fara aö sjást í fsi. ritmáli árið 1897 (OH). SABBATSDAGUR, helgi- og hvíldardagur Gyöinga (nær frá föstudagskvöldi til laug- ardagskvölds) (OM). Fyrri hluti orösins er kominn af sabbatum í miöaldalatínu sem merkir: hvíld. Það orð er komiö af schabb- ath í hebresku sem merkir: hvíla sig. E. Sabbath, þ. Sabbat, d. sabbat. Finnist í ísl. ritmáli frá árinu 1584 (OH). SAFÍR, blátt afbrigöi gimsteinsins kórunds (OM). Orðið er komið af sapfeiros í grísku, lat. sapphirus, fr. saphir, þ. Saphir, d. safir, e. sapphire. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1584 (OH). SAFRAN, dverglilja (OM). Oröið er komiö úr arabísku. Þ. Safran, d. safran, e. saffron. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1661 (OH). SAGÓGRJÓN, (kornótt mjöl unnið úr merg ýmissa pálmategunda) (OM). Sagó er kom- iö af sagu í malajisku. E. sago, þ. Sago, d. sagogryn. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1785 (OH). SAKKARÍN, svo til næringarlaust efni (unn- ið úr steinkolatjöru), margfalt sætara en sykur (OM). Orðið er komið af sakcharon í grísku sem merkir: sykur. Lat. saccharinus (lo. af saccharum). Þ. Sacharin, d. sakkar- in, e. saccharin(e). Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1964, en í samsetta orðinu sakkarín- tafla árið 1936. Ég heyröi þetta orð í ísl. talmáli árið 1921. SAKRAMENTI, náöarmeöal, heilög kvöld- máltíð (OM). Oröiö er komiö af sacrament- um í latínu. Þ. Sakrament, d. sakrament(e), e. sacrament. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1546 (OH). SALDO, greiöslujöfnuöur (mismunur á debet og kredit). Oröiö er komið af saldo í (tölsku og er þaöan komiö inn í mörg tungumál eins og ýmis orð er varöa bók- færslu, fjármál og tónlist. ítalska orðið saldo er komiö af latínska orðinu solidus sem merkir m.a.: traustur. Þetta orð heyröi ég í ísl. talmáli á 2. tug aldarinnar. SALMÍAK, gulleitt kristallaö efnasamband, NH4 Cl, myndast stundum í eldgosum sem skán eða hrúður á heitum hraunum (OM). Oröið er komið af sal ammoniacum í latínu. D. salmiak, e. sal ammoniak. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1789 (OH). SALTPÉTUR, nítrat einhvers af málmunum kalíum, natríum eöa kalsíum (OM). Oröiö er myndað af latínsku oröunum sal + petra sem merkja: salt og klettur, enda veröur saltpétur til á holóttum steinum. Þ. Saltpet- er, d. saltpeter, e. saltpetre. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1618 (OH). SALVI, áburður (OM). Heima í Biskups- tungum heyrði ég í bernsku miklu oftar sagt salv en salvi, einnig í samsetta orðinu lúsasalv. Þ. Salbe, d. og e. salve. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1830 (OH). Anna Lind Jón Jónsson list- málari Meö kveöju og þökk frá sonardóttur A kveðjustundu, elsku afi, ótal margt í hugann kemur. Bjartar, ljúfar bernskumyndir birtast og mig verma að nýju. Lítil telpa átti alltaf indælt skjól og sæluríki heima hjá þeim afa og ömmu, enda lágu sporin þangað. Oft þú sagðir ævintýri, opnuðust þá duldir heimar, fjöll og klettar fylltust lífi fengu á sig kynjamyndir. Þú unnir fegurð orðs og tóna áttir snilli forms og lita. Þannig gastu, elsku afi, öðrum miðlað gleði þinni. íslenskt hraun með auðgi sína, elfur, lækir, vötn og fjöllin áttu í sál þér ótal þætti. Endurskin af fegurð þeirri vildirðu ’ einnig öðrum gefa. Enn ég minnist bjartra daga, er ég horfði á þig bera ísland heim í myndum þínum. Margar þessar myndir á ég, minna þær á liðnar stundir. Þó að lengi listamaður lifað geti í verkum sínum, vermir mig samt meira og betur minningin um elsku þína, er mér fylgdi alla daga. Ástarþökk í hinsta sinni. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.