Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 11
Öngþveiti aö tjaldabaki Árið 1911, þegar þriðja starfsár Rússneska ballettsins í París var að hefjast, taldi Diaghilev komið að úrslitastundinni. „Herinn mikli", sem hann stjórnaði, hafði hertekið hina frönsku höfuðborg, en nú endurtók hann setningu Napoleons: „Það er ekki nóg að taka Tuileries. Vandinn er að halda þar velli." Og stórskotalið Diaghilevs átti að verða „Petr- uska“ eftir Stravinsky. Engan meðal hins glæsilega hóps frum- sýningargesta gat grunað, hvílíkt öngþveiti ríkti og hafði ríkt að tjaldabaki fram á síðustu stund. Tuttugu mínútum eftir að dregið hafði verið úr ljósunum, var tjald- ið enn óhreyft. Gestirnir voru farnir að ókyrrast og létu það í ljós á ýmsan hátt. Misia sat í stúku sinni og furðaði sig á töf- inni, þegar Diaghilev kom þjót- andi til hennar. Hann beygði sig niður að henni og hvíslaði ein- hverju hæversklega að henni. Það var eins gott, að enginn nema hún heyrði, að hann spurði hana í ör- væntingu, hvort hún gæti lánað honum 4.000 franka, svo að hann gæti borgað fyrir búningana, því að mannfjandinn hótaði að fara með þá ella. „Þetta var á hinum gömlu góðu dögum, þegar bílstjóri manns beið alltaf eftir manni,“ sagði Misia mörgum árum síðar í endurminningum sínum. Eftir tíu mínútur var hún komin með pen- ingana. (Því má skjóta hér inn, að Diaghilev stjórnaði Rússneska ballettinum í París til dauðadags 1929.) Misiu til mikillar ánægju fól Diaghilev loks Sert, eiginmanni Misiu, að mála leiktjöld fyrir nýj- an ballett. Fyrstu starfsárin voru allir samstarfsmenn Diaghilevs rússneskir, en síðan hóf hann að vinna með tónskáldum og mynd- listarmönnum frá öðrum þjóðum, og meðal þeirra voru margir merkustu listamenn aldarinnar, en það var víst engin tilviljun, að maður Misiu var fyrsti „útlend- ingurinn", sem vann listrænt starf við Rússneska ballettinn. Þótti vissara að vera undir verndar- væng Misiu Hlutverk Misiu í sambandi við ballettinn „Parade", sem fyrst var sýndur í maí 1917, var allsérstætt og gefur nokkra innsýn í þær mis- kunnarlausu leikflækjur, sem ger- ast oft að tjaldabaki, þótt leiksýn- ingin sé glæsileg og snurðulaus. Eftir því sem listakonan Valent- ine Gross segir, hittust tónskáldið Erik Satie og rithöfundurinn Jean Coctau heima hjá henni í október 1915 til að ræða um samstarf. Þeir komu sér saman um það, að Coct- eau skyldi semja drög að ballett, sem Satie sæi um tónlistina við. En hvernig ætti svo að koma vitn- eskjunni um þetta til Diaghilevs, sem aldrei hafði óskað eftir sam- starfi við Cocteau? Auðvitað gegn- um Misiu, en margs þyrfti að gæta, og að ráði Cocteaus var það ákveðið að halda leyndum fyrir Misiu þessum fyrsta fundi, því að þau óttuðust öll, að Misia myndi eyðileggja fyrir hverjum þeim ballett, sem ekki væri til kominn undir hennar verndarvæng. Og Cocteau var sannfærður um, að Misia hefði unnið á móti sér í sambandi við misheppnað sam- starf við Stravinsky. Það fór betur saman við hégómagirnd hins unga skálds að kenna henni um fremur en að horfast í augu við þá stað- Með barðastóran hatt og í hvítum kjól, liggur Misia á legubekk á dekki farþegaskipsins L’Aimée árið 1900. Aldamótakynslóð evr- ópsku yfirstéttarinnar leit á stóru farþegaskip- in sem hámark alls lúx- uslífs. Eiginmaðurinn, Alfred Edwards, sést að baki. reynd, að hvorki Diaghilev né Stravinsky höfðu sýnt neinn áhuga á verkinu „David“, sem hafnað var. En það var svo fyrir tilstilli Cocteaus, að Picasso var falið að mála leiktjöldin fyrir „Parade". Af því gumaði hann síðan alla ævi, enda var þetta fyrsta verk- efni Picassos fyrir leikhús. Um „Parade" skrifaði Cocteau síðar: „Það var von okkar, að áhorfendur litu á „Parade" sem verk, sem geymdi skáldskap undir hrjúfu yf- irborði skopleiks ... I „Parade" birtist fyrsta hljómsveitarverk Saties, fyrstu leiktjöld Picassos, fyrstu kúbisma-dansar Massines og fyrsta tilraun skálds til að tjá sig án orða.“ En baktjaldamakkið var slíkt að þessu verki, að Cocteau sagði: „Listin að lifa er fólgin í því að vita, hve langt megi ganga of langt." Og Diaghilev sagði: „í leikhúsinu eru engir vinir." Misia — svara- maður Picassos En loks var „Parade" tilbúin til sýningar. Og þegar frumsýningin fór fram, tóku þau Misia og Sert á móti gestum í anddyri „Théatre de Chatelet". Misia var í fullum skrúða með höfuðdjásn úr silfri, og Cocteau gat ekki stillt sig um að segja, að hún liti út eins og móðir brúðarinnar. En hvað um það, öllum misskilningi hafði ver- ið eytt, og þau urðu hinir nánustu vinir, það sem eftir var ævinnar. Og Misia og Picasso tengdust slík- um vináttuböndum, að hann bað hana að vera svaramaður sinn, þegar hann kvæntist Olgu Kokhl- ova, einni af dansmeyjum Diaghil- evs, og skírnarvottur sonar þeirra, Paolo. Þegar verið var að undirbúa „Parade", hitti Misia Gabrielle Chanel, sem varð nánasta vinkona hennar. Chanel var grannvaxin með lítið en höfðinglegt höfuð á löngum, tígulegum hálsi. Á vang- ann var hún eins og hertogafrú á málverki eftir Gainsborough, en séð að framan var hún eins og dæmigerð tælandi götudrós með svört, háðsleg augu, víðan munn og glettnissvip. Hún var bónda- dóttir, en þegar hún kynntist Mis- iu, átti hún að baki feril sem söngkona, skemmtikraftur á næt- urklúbbum, gleðikona og tízku- vörusali. En um þetta leyti var hún að seilast til mikilla valda í tízkuheiminum. Þegar Misia vann að endur- minningum sínum á síðustu árum ævi sinnar á fimmta áratugnum, helgaði hún Chanel sérstakan kafla, konu, sem hún hefði verið bundin órjúfanlegum böndum í 30 ár. Það var líkt Chanel að heimta það, að hún sleppti þeim kafla, því að þar kom fram, að Misia hafi átt þátt í velgengni hennar. Misia hefndi sín með því að nefna Chan- el aldrei með nafni, þó að hún væri að tala um hana. En í kaflanum, sem hún felldi niður, sagði hún: „Mig langar að vekja athygli á því, hvaða hlutverki slík kona gegndi á vorum tímum. Mér fannst það svo stórkostlegt, frá því er við kynntumst fyrst, að ég átti erfitt með að stilla mig um að benda öðrum á það. Það má segja, að það sé auðvelt að fá eðalstein til að skína, en þó var það heiður minn og ánægja að stuðla að því, að hann slípaðist og vera hin fyrsta til að hrífast af geislum hans.“ Náin vinátta í 30 ár Það var vel til fundið hjá Misiu að líkja Chanel við stein, gimstein, því að hún var hörð, skínandi köld, dýr og dýrmæt og í margra augum einstaklega fögur. En það var Mis- ia, sem kom hlutunum í verð, svo um munaði, með því að sýna hann yfirstéttinni og ekki hvað sízt að kynna hann Diaghilev og lista- fólkinu í kringum hann. Og Misia og Sert opnuðu augu hennar fyrir list að fornu og nýju, en það var sennilega mikilvægasta gjöfin, sem hún þáði úr þeirri átt. Annað mál var það, að það fór í taugarnar á henni, að Misia skyldi ætlazt til þakklætis í staðinn eða viðurkenningar. En Misia var nú einu sinni þannig gerð, að hún naut þess að uppgötva hæfileika hjá öðrum og fá þá til að njóta sín. Það var Diaghilevinn í henni. í meira en 30 ár voru þessar tvær konur svo nátengdar, að hvorki hatur, ást né öfund eða samkeppni fékk þær aðskilið. Allt líf Misiu var miskunnarlaust valdatafl, hún leitaði að harð- stjóra yfir sér og vildi ráða yfir öðrum. Og Chanel vissi, hvað hún var að gera, þegar hún bauð Diaghilev að styðja fjárhagslega uppfærslu á ballett með því skil- yrði, að hann segði engum frá því. En þessi „enginn" var auðvitað Misia, sem var hin fyrsta, sem Diaghilev sagði frá því. Nú gat Chanel sjálf. Þetta var risaskref í þeirri þróun að breytast frá því að vera vinkona Misiu með vit á kjól- um til þess að vera ómissandi verndari og vinur Diaghilevs. Chanel var eins og gáfaður nem- andi, sem tekur kennara sínum brátt fram að frægð og frama. Henni fannst það óþolandi, að all- ir, sem hún hitti, höfðu þekkt Mis- iu lengi — og það mjög vel — og að hvenær sem hún opnaði nýjar dyr, þá var Misia þar fyrir. En þrátt fyrir togstreituna þeirra á milli og metinginn gat hvorug án hinnar lifað. Misia dáðist af því, hve Chanel átti merka elskhuga, og hún var óseðjandi trúnaðarvinkona. Eng- inn naut hneykslissagna betur en hún, nema ef það var Chanel. Mis- ia hreifst þó mest af hinni ótrú- legu velgengni Chanels í tízku- heiminum. Hvernig hún einfaldaði klæðnað ríkra kvenna og græddi stórfé á því. Sert var nærri því jafnmikill vinur Chanels og Misia. I rauninni urðu Sert-hjónin fjölskylda Chan- els, og eins og gengur í mörgum fjölskyldum var þar jafnmikið um tortryggni, illvilja og afbrýði eins og ást og aðdáun. En þegar Chanel keypti glæsilega íbúð við rue de Faubourg St Honoré, þá treysti hún engum betur en Sert-hjónun- um til að gera hana að hinni feg- urstu í París. Og síðan var íbúð Chanels samkomustaður vinanna, þótt nokkuð öðruvísi væri and- rúmsloftið þar en meðal hinna lít- illátu listamanna, sem Misia kynntist sem ung kona. Að halda sig þrítuga — en vera sjötíu og fimm Misia sagði oft: „Sérhver kona ákveður að vera 18, 30 eða 80 ára allt sitt líf. Því miður valdi Coco sér að vera 18 ára, en það er erfið- asti aldurinn. Ég ákvað að vera 30.“ Það var þegar ómögulegt var að brúa lengur bilið milli 30 og 75, sem var hennar raunverulegi ald- ur, að eiturlyfin náðu algjörum tökum á henni. Niðurlæging ell- innar hrjáði hana meira og meira, stöðug þreyta, afskiptaleysi unga fólksins, hún hrasaði á götum úti og ókunnugt fólk fylgdi henni heim. Skammtarnir urðu stærri og tíðari. Það var hættulegt að verða sér úti um eiturlyf, en Misia taldi sér leyfast allt stöðu sinnar vegna. Hún var kærulaus og óþolinmóð og var ekkert að reyna að fela neitt. I boðum eða á göngu átti hún til að stinga nálinni gegnum pilsið í augsýn allra. Loks lenti hún í klandri í Monte Carlo vegna kaupa á eiturlyfjum. Hún varð að dúsa í sólarhring með drukknum hórum, eiturlyfjaneytendum og alls kyns úrhraki í fangelsi. Það varð henni hörmulegt áfall, hið síðasta og mesta. Hún náði sér aldrei eftir það og varð enn háðari eitrinu en nokkru sinni. Um nokkurt skeið höfðu þær vinkonur, Misia og Chanel, tekið sér ferð annað veifið til Sviss til að ná þar í eiturlyf, sem áhættu- samt var að reyna að afla sér í París. Og hvað hinar gömlu vin- konur höfðu breytzt! Chanel var orðin eins og skorpinn api, hefni- gjörn og illmálg. Og Misia var orð- in holdi klædd svartsýni og von- brigði. En hvað sem á gekk, gátu þær ekki hvor án annarrar verið fremur en eiturlyfjanna. Og alltaf var Chanel að reyna að hrifsa kór- ónuna af höfði Misiu, þó að hún væri þar ekki lengur. Og alltaf voru þær að trúa hvor annarri fyrir einhverju, og þær fengu gott næði til þess í ferðunum til Sviss. Úr hinni síðustu, er þær fóru þangað saman, komu þær í sept- ember 1950. Þá varð Misia ör- magna og lagðist í rúmið. Hinn 15. október hringdi þerna hennar til Denise Mayer og bað hana að koma, því að Misia væri að deyja. Hún kom þegar í stað, og Misia var þá með fullri rænu og hin ró- legasta. „Tu sais, ce h’est pas beau, la vie,“ sagði Misia við hana. („Þú veist, að lífið er ekki fagurt.") Þeg- ar henni var sagt, að Chanel væri á leiðinni, stundi hún við, þar sem hún myndi ekki þola í henni við- stöðulaust blaðrið. „Coco! Nei, það fer alveg með mig.“ Síðan sneri hún sér allt í einu að Denise og sagði: „Taktu eitthvað handa þér hérna úr herberginu — og vertu fljót, áður en hún kemur hingað." En Misia dó ekki í þetta sinn hún átti enn eftir þrjú ár. Sv. Ásgeirsson tók saman. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.