Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 6
Maí í Reykjavík. Þýður blærinn boðaði komu vorsins. Gróðurinn í görðunum óx upp úr hrossataði, kúamykju eða óhirðu. Undir húsveggjunum, mót suðri, skörtuðu brátt blómstrandi jurtir. Alls staðar þar sem mold og gróður máttu sín einhvers byrjuðu þau að hafa sig til fyrir vorinu. Áhrif vorsins náðu einnig vitund borgarbúa, sem þrömmuðu steinsteypuna, eða óku hana í bílum sínum. Andlitin milduð- ust í brosi og „góðum degi“ náungans var svarað. Og ak- andi vegfarandinn veitti ekki lengur útrás óróa sínum í skrækjandi bílflauti. Átta ára telpan Arnþrúður, sem hvern virkan dag vetrar- ins hafði rogast með þunga skólatöskuna sína frá 7 hæða blokk í Heimunum til barna- skólans í hverfinu, þráði vorið kannski heitar en nokkur önn- ur mannvera í þessari borg. Hún sem aldrei hafði fundið veturinn með snjó og lítil skíði, ís og litla skauta, þyngri né verri en aðrar árstíðir, leit- aði nú dag hvern eftir sólar- geislum, heiðum himni og fuglakvaki. Hvern morgun byrjaði hún á því að hlaupa út að glugganum sem sneri mót suðri á litlu íbúðinni þeirra á 7. hæð. íbúðinni sem nú til- heyrði henni og móður henn- ar. Faðirinn var ekki lengur óaðskiljanlegur hluti í daglegu lífsformi þeirra. Hann varð eftir í litla sjávarþorpinu fyrir norðan, þegar þær fluttu suð- ur í haust. Kona sem hafði Svo hvarf hún á braut til flugvélarinnar og hugsaði um það eitt að verða ekki of sein. Móðirin stóð örlítið við áður en hún gekk inn í flugvélina og veifaði með litla vasaklútn- um, sem varð gegnvotur á leið- inni suður. Á flugvellinum tók vinkona móðurinnar á móti þeim og ók með þær í bílnum sínum beint inn í Heima, að stóru blokk- inni, þar sem hún var búin að útvega þeim litla íbúð á 7. hæð. Hún var góð vinkona — líka búin að útvega móðurinni vinnu í þvottahúsi. „Ég er líka einstætt foreldri með tvær litlar stelpur þriggja og fimm ára,“ sagði vinkonan við telpuna. Veturinn var erfiður og langur hjá telpunni Arnþrúði. Það komu verkir í magann og höfuðið og þeir urðu svo slæm- ir að móðirin fór með telpuna til læknis. Hann fann bólgur í maganum og telpan fékk með- al sem hún átti að taka kvölds og morgna. Móðirin fór til vinnu sinnar snemma á morgnana. Telpan hafði vekjaraklukku til hjálp- ar við að mæta á réttum tíma í stóra skólann. Hún var hrædd strax þegar hún vaknaði. Hrædd við lyft- una, að hún stöðvaðist á leið- inni niður eða upp. Hrædd við umferðina. Hrædd við suma strákana í skólanum, af því að þeir hrekktu hin börnin. Aðalkennarinn í bekknum hennar var kona um fimmtugt sem skammaðist svo mikið leikhús. Þá þurfti hún ekki lengur að greiða skólastúlku kaup fyrir að sitja hjá telpun- um á kvöldin og telpan Arn- þrúður þyrfti ekki að sitja al- ein heima hjá sér. Þetta bless- aðist ekki nema tvö kvöld, eða blessaðist aldrei í raun og veru. Telpurnar litlu voru al- veg bandóðar, rifu allt og tættu og hentu öllu lauslegu í telpuna Arnþrúði ef hún skipti sér af hegðan þeirra. Hún varð dauðuppgefin að loknum tveim kvöldum og þótti nú kosturinn að vera ein heima, stórum betri. Hún sagði móðurinni að sér leiddist ekki lengur einni heima á kvöldin. Það komu jafnan viprur kringum munninn, hún grét aldrei hér eftir þótt móð- irin færi. Jólin voru átakanleg ein- veruhátíð hjá mæðgunum, þá voru allir hjá sínum nánustu. En þær áttu enga svo ná- komna í þessari borg og líðan þeirra þessa daga fór eftir því. Það var nokkru eftir jólin að hræðilegur atburður gerð- ist í lífi telpunnar. Móðirin hafði farið í bíó um kvöldið með vinkonum sínum og ætl- aði að koma fljótt heim. Hún hringdi vanalega ef hún fór eitthvað annað. En í þetta skipti hringdi hún ekki og tíminn leið. Klukkan varð eitt — tvö — og telpan beið skjálf- andi af ótta, var raunar búin að gráta og hætt aftur, bara titraði og beið. Hún gat ekki sofnað. Klukkan þrjú kom móðirin. Telpan heyrði þegar Skilnaðarbarn eldrar hennar voru að rífast rétt áður en þau skildu. Hún sá móður sína í rúminu gegnt henni. Og hún hélt samt áfram að hrópa: „Pabbi, mamma, hjálp, hjálp.“ Það var einhver óvættur með klær, sem hafði haldið henni niðri í rúminu svo hún var alveg að kafna. Og hann var ekki far- inn enn þótt hún væri vöknuð. Hún hljóp fram úr rúminu — fram að útidyrunum á íbúð- inni og barði með hnefunum í hurðina um leið og öskraði af öllum kröftum: „Hjálp, hjálp.“ Hún opnaði þegar bjöllunni var hringt. Ungu hjónin sem áttu heima í næstu íbúð og hún þekkti ekki neitt stóðu fyrir utan á náttfötunum. Hún henti sér í fangið á konunni ungu og greip utan um hana og hélt áfram að kalla á hjálp. Þau fylgdu henni inn til henn- ar. Settust hjá henni í legu- bekkinn í stofunni, maðurinn breiddi yfir hana teppi, af því að hún skalf svo mikið. Unga konan var hjá henni um nótt- ina. Frá þessari nótt átti hún vini í blokkinni, ungu hjónin sem spurðu hana aldrei neins og voru svo undur góð við hana í þögn sinni. Nú þótti telpunni notalegt að koma heim og vita að litla íbúðin við hliðina geymdi góða konu, sem oftast gægðist brosandi út eða hringdi bjöllunni og bauð mjólk og brauð sér til samlæt- is. Þær skoðuðu saman þvílík ógrynni af prjónablöðum, sem eingöngu sýndu prjónaföt á nýfædd börn. Og báðar fylgd- sagði körlunum frá því að afi sinn væri grásleppukarl fyrir norðan. Og þeir urðu svo glað- ir að hitta telpu að norðan, sem átti grásleppukarl fyrir afa. í vitund telpunnar varð nú lífið allt auðveldara og Reykjavík betri borg. Atburð- urinn frá vetrinum endurtók sig ekki og dofnaði í tímanum. Vorið sem hún hafði þráð af allri sinni ungu sál var komið, þá kom faðirinn suður. Hvílík hamingja að heyra rödd hans í símanum einn morguninn. Mega síðan eiga frí úr skólan- um heilan dag. Standa þarna allt í einu í anddyrinu á Hótel Esju og mæta föðurnum bros- andi með útbreiddan faðminn. Halla sér að honum, finna alla verndina og traustið, sem fólst í sterkum örmum hans. Strjúka skeggjaða vanga hans og segja: „Elsku pabbi.“ Ósköp höfðu þau að tala saman. Hún sagði honum frá skólanum og frá ungu hjónunum og litla barninu sem þau ættu í vænd- um með vorinu. Hann sagði henni frá afa og ömmu og litla bróðurnum sem hún átti fyrir norðan og væri bráðum hálfs mánaðar gamall. Svarthærð lítil mannvera með augun hennar. Enn hvað henni fannst þetta gaman og skrýtið samt að eiga bróður sem móð- ir hennar átti ekkert í. Samt fann hún væntumþykjuna og ylinn streyma um sig er hún heyrði um þennan svarthærða litla anga fyrir norðan sem þau faðir hennar áttu svo mik- Smásaga eftir Jennu Jensdóttur meiri æsku í brjósti og útliti en móðirin, hafði breitt sig yfir föðurinn og seitt hann heim til sín og drengjanna sinna tveggja sem höfðu verið föðurlausir í þrjú ár, síðan sjórinn, sem gaf þeim lífs- björgina, tók þann er sótti hana. Telpan Arnþrúður og móð- irin grétu einsemdina, en allt kom fyrir ekki. Og fallega ein- býlishúsið þeirra fyrir norðan, sem var sá tryggasti staður er telpan vissi til á jörðunni varð móðurinni óbærilegur kval- ræðisstaður þaðan í frá. Hún hélst þar ekki við og þær fluttu suður um haustið. Gömlu hjónin, foreldrar föð- ursins, fylgdu þeim á flugvöll- inn er þær fóru alfarnar úr þorpinu. Þau stóðu hlið við hlið, héldust í hendur, sem titruðu í ráðaleysi í takt við varirnar, hrukkurnar dýpkuðu í umkomulausum andlitum þeirra og augun voru vot. Telpan var lengi að þrýsta hálsakot, sem hún hafði alltaf átt svo greiðan aðgang að í smásorgum bernsku sinnar. þegar skap hennar var vont, en var svo blíð þegar vel lá á henni. Hvort tveggja féll telp- unni illa. Telpurnar í bekknum létu hana afskiptalausa. Þær þekktust allar svo vel, þeim var sama um hana. Stundum var öllum sama um hana. Þegar hún kom heim á dag- inn var hún ein og á kvöldin þegar móðirin fór út með vin- konum sínum var hún ein. „Horfðu á sjónvarpið, það er svo margt skemmtilegt í því, og ég kem fljótt heim aftur,“ sagði móðirin. En það var ekki margt skemmtilegt í sjón- varpinu fyrir 8 ára telpu sem var ein heima. Stundum var hún svo hrædd þegar fólkið barðist og drap í sjónvarpinu, að hún faldi sig bak við legu- bekkinn og gaut við og við óttaslegnum augum til dyr- anna, þótt þær væru læstar. Svo tók hún upp á því að fara að gráta, þegar móðirin ætlaði út. Vinkonurnar og móðirin urðu ráðþrota, þar til vinkon- an sem var einstætt foreldri fann gott ráð. Telpan gat gætt telpnanna hennar meðan mæðurnar brygðu sér í bíó eða lyklinum var stungið í skrána. Og hún fann á sér að einhver ókunnur átti handtökin. Mað- ur og kona, sem hún þekkti ekki, komu inn og leiddu móð- urina á milli sín. Hún gat ekki gengið óstudd. Hárið var allt í óreiðu, höfuðið eins og ruggað- ist til og frá og hún þvældi einhver óskiljanleg orð með kjökurhljóðum. Hún var á sokkunum og það lagði megna gubbulykt af henni. Maðurinn og konan háttuðu móðurina, breiddu ofan á hana. Telpan horfði á og beit í fingur sína til skiptis. Konan sagði að telpan væri gott og duglegt barn og maðurinn sagði að hún skyldi nú fara að hátta og sofa. Móðir hennar hefði drukkið of mikið áfengi en á morgun yrði hún orðin ágæt — stórfín aftur. Svo fóru þau, maðurinn og konan. Telp- an háttaði sig og kipraði sig í rúminu sínu. Hjartað litla sló hratt — hún var svo hrædd. Hún hafði víst sofnað. Brátt hrökk hún upp við sína eigin rödd. Hún hrópaði eins hátt og hún gat. Hærra en í fyrra þeg- ar hún vaknaði við það að for- ust þær með því hve litla lífið óx og dafnaði inni í ungu kon- unni. Telpan fékk að leggja höndina á maga ungu konunn- ar og finna þetta skemmtilega sprikl. Hún fékk meira að segja að leggja eyrað við og hlusta eins og ungi maðurinn gerði alltaf. Telpan sagði þeim frá sjáv- arþorpinu sínu. Vorinu sem kom þar svo fljótt með litlu lækjunum, sem streymdu niður fjallshlíðarnar. Hún sagði frá veiði krakkanna á hryggjunni þegar tók að vora. Og lyktinni af slorinu, sem angaði svo oft þegar grá- sleppukarlarnir komu að landi. Sagði þeim frá honum afa sínum, sem var grásleppu- karl, og henni ömmu sinni, sem var fljótari en aðrar kon- ur að salta síld í tunnur. Það var kannski vegna þessa að ungu hjónin buðu henni með sér í strætisvagni vestur í bæ sunnudag nokkurn í apríl. Þau löbbuðu niður að Ægisíðu, þar sem grásleppu- karlarnir voru að koma að landi. Hún keypti rauðmaga í soðið handa móður sinni og ið í og hafði augun hennar. Oðar en varði var komið að hádegi og faðirinn bauð telp- unni að borða með sér á Esju- bergi. Hann hringdi í þvottahúsið til móðurinnar og sagði henni frá því. Á meðan stóð telpan við hliðina á honum og beit í fingurna á sér í ákafa. En fað- irinn hækkaði ekkert röddina, þá vissi hún að það var allt í lagi — að móðirin væri sátt við að hún borðaði á hóteli. Og hún tók til að hoppa um gólfið og kurraði eins og lítil dúfa. Þarna sat hún og borðaði á hóteli í fyrsta skipti á ævinni, þann bezta mat sem hún hafði borðað. Faðirinn kom heim til þeirra um kvöldið. Hann hringdi bjöllunni eins og ókunnur maður og bauð gott kvöld er móðirin lauk upp dyr- unum. Hann horfði rannsak- andi í kringum sig er hann kom inn og settist ekki fyrr en honum var boðið sæti. Móðirin titraði svo mikið í röddinni þegar hún talaði og þau voru svo ósköp ókunn hvort öðru. Telpan horfði ráðvillt á þau til skiptis en hvað hana langaði 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.