Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 13
Þjónustumidstöð í Boston. Rannsóknarstofur og aðalskrifstofur Burroughs-Wellcome Company I North Carolina. Blue Cross-Blue Shield byggingin í Boston. Stjórnsýslumiðstöð í Goshen í New York- fylki. istofa ætti að vera, og eins og fyrr var hann eindregið mótfall- inn hópvinnu nemenda og að arkitektar vörpuðu ábyrgð sinni yfir á aðra sérfræðinga í ríkum mæli. Lenti hann í andstöðu við ýmsa nemendur, kennara og skólanefndina, sem lyktaði með því, að hann sagði starfi sínu lausu árið 1965 eftir sjö ára bax við skólann. A þessum tíma teiknaði hann fjölda bygginga. Fyrsta verkefni hans fyrir Yale-háskóla var Greenley-rannsóknarstofubygg- ingin. Hóf Rudolph störf við teikningarnar árið 1957, og var byggingin fullgerð tveimur ár- um síðar. Hún er gerð úr for- steyptum einingum, en einnig eru á henni stórir glerfletir. A árunum 1958—64 vann hann að teikningum arkitektúr- og lista- skólans í Yale, og hefur bygg- ingin víða vakið mikla athygli. Hún er djörf samsetning efn- ismikilla turna, sem í eru loft- ræstistokkar, lyftur o.þ.h., og nokkru opnari kennslurýma. Veggir eru steinsteyptir með mjög grófri áferð, sem fengin er með því að bora í þá reglulegar, lóðréttar raufar. Stíll Rudolphs breyttist mjög verulega á skóla- stjórnarárum hans, og hann kemur fram sem mjög þroskað- ur arkitekt. Verkefnunum fór sí- fellt fjölgandi, en hann gætti þess þó vel að taka aldrei að sér fleiri verkefni en svo, að hann gæti haft fullkomna yfirumsjón með þeim. A árum sínum, sem forstöðu- maður Yale-háskólans, teiknaði Rudolph einnig fjölda margvis- legra bygginga. Þeirra á meðal var bílhýsi fyrir um 1.500 bíla í New Haven-borg (1959—63), og minnir það að ýmsu leyti á byggingar frá stórveldistíma Rómaborgar með miklum súlna- göngum og grófgerðri stein- steypuáferð. Þá teiknaði Rud- olph einnig hjónagarð með 50 íbúðum fyrir Yale-háskóla (1960—61) á mjög aðkrepptri lóð. Þarna eru aðalbyggingar- efnin múrsteinar og steinsteypa, og líkist byggingin mjög verkum ensku brútalistanna frá svipuð- um tíma, t.d. verkum James Stirlings. Rudolph teiknaði Endo-rannsóknarbyggingarnar rétt utan við New York (1962—64), og eru þær í eins konar kastalastíl og með sömu yfirborðsáferð og arkitektaskól- inn í Yale. í fjölbýlishúsi, sem Rudolph teiknaði fyrir kirkju- stofnun á Rhode Island (1963—68), notaði hann aftur múrsteina og steinsteypu. Líkist byggingin talsvert hjóna- görðunum í Yale, en er þó mun einfaldari, enda var unnið innan mjög þröngs fjárhagsramma. Hann teiknaði einnig fjölbýlis- hús fyrir aldraða í New Haven (1962—66), og notaði þar for- steyptar einingar á mjög frum- legan hátt. í einingarnar voru boraðar raufar, og svipar útliti byggingarinnar mjög til arki- tektaskólans í Yale, en kostaði þó hlutfallslega miklu minna. Byggingin tókst vel, en hefur orðið fyrir töluverðri þjóðfé- lagslegri gagnrýni, þar sem mikið hefur verið deilt á þá ráðstöfun að byggja háhýsi fyrir aldraða. Sérstök steinsteypu- áferð sem einskonar vörumerki Þegar Rudolph fór frá Yale árið 1965 flutti hann stofu sína frá New Haven til New York. Hann var þegar orðinn meðal frægustu nútímaarkitekta heims, og verkefnin héldu áfram að streyma til hans. Eitt hið stærsta þeirra var miðstöð fyrir grafíska list í New York-borg. Arið 1967 gerði Rudolph tillögu að gríðarmiklu stórhýsi á Manh- attan-eyju, er rúma átti meðal annars um fjögur þúsund stúd- entaherbergi umhverfis 26 þjón- ustukjarna, en verkefnið hefur verið lagt til hliðar. Sama ár gerði hann einnig tillögu að hjónagörðum fyrir Virginíu- háskóla, sem reisa átti úr sér- stökum timbureiningum, en yfirvöld höfnuðu henni. Skömmu síðar teiknaði Rudolph trúarlega miðstöð fyrir guðfræðinema í Illinois-háskóla (1967), þar sem samskonar steinsteypuáferð er notuð og í arkitektaskólanum í Yale og víðar. Er sérstök áherzla lögð hér á innra útlit byggingarinn- ar, og rennur hin sérstaka steinsteypuáferð skemmtilega saman við litskrúðuga veggfleti inni í byggingunni. Þessi steinsteypuáferð er eins konar vörumerki fyrir allmikinn fjölda bygginga Rudolphs, einkum í austurfylkjum Bandaríkjanna. Rudolph teiknaði ennfremur á þessum árum guðshús fyrir Gyðinga í Nýju-Lundúnum, Connecticut (1966—71), rann- sóknarmiðstöð í Norður-Karól- ínufylki (1969—72) og gerði til- lögur að fjölmörgum byggingum víðs vegar um heim, t.d. í Saudi-Arabíu og Japan. Síðasta áratuginn hefur Rudolph haldið sínu striki. I Orange-stjórn- sýslumiðstöðinni í New York, sem hann teiknaði árið 1971, eru frábærlega vel útfærð innirými og útlitið ákaflega kraftmikið. Byggingar aðalstöðva Burr- oughs-Wellcome-fyrirtækisins í Norður-Karólínu (1972) eru byggðar á A-laga formi í þverskurði, en stallaðar á mjög skemmtilegan hátt. Innirými eru enn sem fyrr mjög áhuga- verð og ná gangrými á jarðhæð upp á 3. hæð. Fylkisþjónustu- miðstöð Massachussets í Boston (1973) er dæmigert Rudolphs- verk með þungu og kraftmiklu útliti, sem ber greinilegan svip af minnismerki og innirými eru vandlega útfærð. Arið 1979 birti Rudolph teikningar af nýrri stjórnsýslumiðstöð fyrir New Haven, þar sem hann fellir ný- byggingu, sem hýsir ráðhús og bókasafn, á mjög varfærnisleg- an hátt að eldri ráðhúsbyggingu í nýgotneskum stíl. Myndaði Rudolph jafnframt mjög skemmtileg útivistarsvæði á lóðinni og er heildarsvipurinn mjög sannfærandi. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.