Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 9
„Við sjáum líka af verkum Gunnlaugs Schevings, að hann hefur tekið þessa akadem- ísku kenningu uppá sína arma á tímabili, en seinna hverfur hann frá henni; fer að mála þunnt og einmitt þá finnst mér að hann geri sínar mestu og beztu myndir." hér, þar sem flestir reyna að troða skóinn hver af öðrum?“ „Nei, ég held ekki að það sé mjög frábrugðið. Allt þetta lið skiptist upp í hópa og klíkur. Það fer oftast eftir því, hverja stefnu menn aðhyllast. En ég hef ekki skipað mér undir merki neinnar ákveðinnar stefnu og ég tel mig þekkja fjölda danskra málara, sem aðhyllast ólíkar stefnur. Aldrei hef ég sýnt með neinum slíkum afmörkuðum hópi og alltaf verið staðráðinn í að fara mínar eigin götur. Að vera sammála um einhvern „smekk" er í sjálfu sér hið gagn- stæða við grósku. Fallegustu fiskabúrin eru þau sem geyma flesta skrýtna fiska." „En áttu nánar hiiðstæður meðal danskra málara?" „Ekki get ég séð, að neinn þar sé áberandi nærri mér, eða þá að ég sé mjög nærri einhverjum öðrum. En það getur verið viss skyldleiki milli ólíkra málara. Ég sé ekki betur en viss skyldleiki sé með mér og fjölda málara í mörgum löndum, en við erum allir ólíkir eins og vera ber.“ „En finnst þér Danir frjáls- lyndir gagnvart nýjum straum- um og stefnum?" „Ojæja, mér finnst þér nú sýna því hefðbundna í sinni myndlist fullmikla virðingu, án þess að stefna að eðlilegri endurnýjun, Ég er ekki sá byltingarseggur, að ég vilji ekki sýna því liðna og hefð- bundna tilhlýðilega virðingu, — en þó með einhverja endurnýjun í huga. Danir eru dálítið uppteknir af ýmsu, sem mér finnst aukaatriði. Þeir eru sífellt að tala um „stof“ og leggja mikið uppúr efnis- kennd." „Jú, ég kannast við þetta frá ýmsum af okkar mönnum, sem hafa lært í Kaupmannahöfn. Þeir eru enn að tala um „stofi* í litnum." „Fyrir mér er þetta dýrkun á aukaatriði. Ef við lítum á ýmislegt af því frábærasta, sem gert hefur verið á þessari öld; við skulum taka Matisse til dæmis eða þá mynd eins og Guernicu, sem flest- ir kannast við. Þar sjáum við að þessi efniskennd, þetta „stof“ er alls ekki fyrir hendi. Við sjáum líka af verkum Gunnlaugs Schev- ings, að hann hefur tekið þessa akademísku kenningu uppá sína arma á tímabili, en seinna hverfur hann frá henni; fer að mála þunnt og einmitt þá finnst mér að hann geri sínar mestu og beztu myndir." „Þú notar ákveðið myndmál, einstaka hluti eða fólk, sem kemur fyrir aftur og aftur: hljóðfæri, þorskhaus, kjálki, bát- ur, kona, — en það er varla kona af holdi og blóði, heldur eins og tákn. Standa þessi atriði öll sem tákn, — og ef svo er, vinnur þú þá ekki alveg undir merki symb- ólisma?“ „Nei, þetta eru alls ekki tákn í þeim skilningi og ég er einmitt hræddastur við það af öllu, að þetta myndmál sé tekið sem tákn. Það er eitthvað germanskt við „Ég er einmitt hræddastur við það af öllu, að þetta myndmál sé tekið sem tákn. Það er eitthvaö germanskt við symbólisma, eitthvað, sem fellur mér ekki í geð og ég reyni að forð- ast.“ symbólisma, eitthvað sem fellur mér ekki í geð og ég reyni að forð- ast. Ég hef alltaf elskað Fransara og þeirra afstöðu; menn eins og Chardin, Manet og Matisse." „Fleiri en ég virðast hafa fengið þessa hugmynd. í sýn- ingarskrá prentar þú gagnrýni úr Politiken eftir Pierre Lii- becker, sem eftir nafninu að dæma gæti verið þýzkur Frans- ari eða öfugt. Honum verður mjög tíðrætt um „tákn“ og byrjar greinina svo: „Hefur Tryggvi Ólafsson nokkurn tím- ann lagt nafn sitt við myndir með einhlítum táknum?“ Og aftar: „Táknin hefur hann valið og tileinkað sér af kostgæfni." Og aftast: „Þessi margræði skilningur freistar okkar til margra hluta eftir að við erum komin inn í hinn persónulega táknheim hans.“ „Það er að vísu rétt, að ég vel af kostgæfni þau atriði, sem þú og fyrrnefndur gagnrýnandi hjá Poli- tiken kalla tákn. I mynd þarf að draga saman ýmis föng og ég á heilu staflana af slíku. Maður kík- ir ekki svo í dagblað eða tímarit, að maður hafi ekki á bak við eyrað að nota hvað sem að gagni má koma. Jafnvel öskutunnur hafa verið mér drjúgar." „Já, þetta þekki ég sjálfur. Og mér er minnisstætt þegar ég var á ferð í París og settist niður á gangstéttarveitingahúsi nálægt bókabúð, þar sem einn- ig voru plaköt og allskyns myndir. Þar var einn maður mjög niðursokkinn og virtist pæla í gegnum þetta af miklum dugnaði. Þegar hann sneri sér við, sá ég að þetta var Erró. Þannig aflar hann sér fanga.“ „Svo verður þetta eins og hver önnur árátta. Hvað mig snertir, þá leitast ég við að finna eitthvað úr kviku samtímans og tefli því kannski á móti einhverju mjög óskyldu, t.d. kjálka eða gamalli styttu." „Er þetta þá ekki svokölluð frásagnarleg myndlist?“ „Frá minni hálfu er það einung- is sjónrænt, — nákvæmlega hliðstætt við að mála epli í skál eða hverja aðra uppstillingu. Það getur verið forngrísk stytta, en það getur eins verið vasi úr verk- smiðju. Ég nota nútíma þotu á móti konulíkama til að tefla sam- an lífinu annarsvegar og því vél- ræna úr nútímanum hinsvegar, — á sama hátt og gerist í tilverunni og þú sérð til dæmis með því að fletta Morgunblaðinu eða með því að kíkja út um gluggann." „Bíddu nú við — hér þykir mér hugmyndafræðin komin nokkuð á skjön. Þú segir þetta nikvæma hliðstæðu við að mála epli í skál — svo teflir þú fram þotu á móti konulíkama vegn a þess að annað er lífrænt en hitt stendur fyrir tæknina og nútímann. Með öðrum orðum: Þar ert þú að leita eftir andlegu inntaki, sem felst í samanburði á þessum andstæðum, því lif- ræna og því vélræna. Þarna ert þú kominn með skáldskapar- legt inntak, sera kemur til við- bótar við það sjónræna.“ „Það er betra að snúa þessu við og segja: Veruleikinn er ekki nein föst stærð, heldur er hann háður túlkun. En ég vil samt ekki útiloka þetta með skáldskapinn. Öll and- leg vinna er kannski skáldskapur. Ég er að yrkja um venjulega hluti og bara fyrir augun á þér. Þetta er fílósófía Matisse gamla og ég stend með honum: að mynd sé 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.