Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 10
Hún var fljót að finna þann næsta Misia var 36 ára gömul, þegar Edwards skildi viö hana. Henni fannst hún hafa beðið mikinn hnekki, var ákaflega miður sín og einmana og hafði miklar áhyggjur af því, hvaða hlutskipti biði henn- ar í lífinu. Henni leið líkt og leik- konu, sem hefur leikið lengi sama hlutverkið við frábærar viðtökur, en svo er allt í einu hætt að sýna leikritið. Það er henni í senn léttir og áfall. Hvert yrði næsta hlut- verk hennar? Það leið ekki á löngu, þar til spænski listmálar- inn José-Maria Sert svaraði því fyrir hana. Sert var þremur árum yngri en Misia. Hann var stuttur og digur — Salvador Dali sagði seinna, að höfuðið væri eins og kartafla í lag- inu — en iðandi af lífi og fjöri. Listafólkinu í París þótti mikið til um sérkenni hans — en þau voru mexíkanskur stráhattur og herða- skjól, áfengi og morfín. Hann naut hylli spænsku konungsfjölskyld- unnar og var náinn vinur skáld- konunnar Colette. Misia sá Sert fyrst, þegar vinur hennar, Forain málari, kom með hann í hádegisverð heim til henn- ar, en hún tók ekki sérstaklega eftir honum þá. Nú kom Forain með hann aftur, og þá urðu þau undireins svo heilluð hvort af öðru, að þau tóku varla eftir því, þegar Forain læddist burt. Sú staðreynd magnaði enn áhrif og mikilvægi líðandi stundar, að Sert átti að halda til Rómaborgar morguninn eftir. Henni til undr- unar bauð hann henni að koma með, og hún var ennþá meira hissa að heyra sjálfa sig þiggja það. Þegar þau komu til baka frá Ital- íu, var hún ekki í neinum vafa um það, að hún myndi aldrei yfirgefa hann. Diaghilev kemur í spiliö Eitt af því fyrsta, sem þau Misia og Sert gerðu, eftir að þau komu til Parísar, var að sjá uppfærslu Diaghilevs á óperunni „Boris God- unov“ eftir Mussorgsky. Misia varð svo hrifin, að hún sá allar sýningarnar, en þær voru fimm sinum í viku. Hún brann í skinn- inu eftir að kynnast þessum merkilega manni, Diaghilev, og tækifærið bauðst henni eftir eina sýninguna, þegar þau Sert sátu að snæðingi á veitingahúsi. Sert hafði reyndar hitt hann áður í sambandi við sýningu á rússnesk- um málverkum, og þegar Diaghil- ev birtist þarna, fór Sert til hans og bauð honum að borðinu. Misia jós þegár yfir hann lofinu fyrir uppfærsluna á óperunni, og hún ræddi um hljómlistina og sviðsskreytinguna af slíkri hrifn- ingu og af svo næmum skilningi og smekk, að Diaghilev undraðist stórum og dáðist að. Þegar þau fóru úr veitingahúsinu kl. 5 um morguninn, varð það að hjartan- legu samkomulagi, að þau Misia borðuðu hádegisverð saman dag- inn eftir. Og að þeim málsverði loknum fannst þeim, eins og þau hefðu þekkt hvort annað alla ævi. Reyndar var margt í fari þeirra beggja og lífi ákaflega svipað. Bæði voru fædd í Rússlandi í marz 1872, misstu mæður sínar við fæð- ingu og áttu feður, sem kvæntust fljótt aftur. Stjúpmæður þeirra beggja höfðu lagt mikla rækt við að þroska með þeim tónlistarhæfi- leika þeirra, og bæði voru svo að segja alin upp við sígilda músík. Bæði höfðu vissulega dreymt um 10 glæsikona í París á fagurskeiðinu sem svo hefur verið nefnt Misia og rósirnar — málverk eftir Pierre Bonnard frá 1908. Á þeim tfma var Misia eiginkona Alfred Edwards. i Lif hennar allt var miskunnarlaust valdatafl Síðari hluti Sveinn Ásgeirsson tók saman Misia við píanóið. Málverk eftir Toulouse-Lautrec frá árinu 1897. Að Misia situr fyrir á þennan hátt var meira en til að sýnast. Hún var prýðilega fær píanóleik- ari. frama á sviði tónlistar og unnu henni af þeim sérstaka ákafa, sem oft verður vart hjá misheppnuðum músíköntum. Bæði treystu svolítið á töfrabrögð og hvorugt sligaði samvizkan. Báðum fannst munað- ur sjálfsagður hlutur. Og ekki er glysgirnin minni hjá Diaghilev en Misiu. Hvorugt þeirra hafði sérstakan áhuga á kynlífi, og bæði nutu þess að hafa vald yfir vinum sínum og elskendum með öðrum ráðum. En jafn barnaleg og þau voru í eigin ástamálum, jafn dómhörð voru þau í garð annarra í þeim efnum. Þau voru hrokafull gagnvart þeim, sem þau höfðu ekki áhuga á eða ánægju af, en vildu allt fyrir þá gera, sem gerðu það. Þau voru ör- lát á greiða, gjafir og fé til vina af einni saman elsku og til óvina í von um að afvopna þá. Hvorugt þeirra gat talizt menntað í víðtækum skilningi og þau voru að miklu leyti hætt að lesa. Diaghilev opnaði sjaldan bók, og Misia stærði sig af því að geta tileinkað sér megininntak nýrrar bókar með því einu að blaða í gegnum hana. En bæði voru þau ríkulega gædd þeirri gáfu, sem kallast smekkur. Hjá Diaghilev jafnaðist hann á við sköpunar'- gáfu. Enginn vafi var á því, að Misia mat vináttu Diaghilevs meira en nokkurs annars. Og Di- aghilev sagði, að eina konan, sem hann hefði nokkurn tíma getað látið sér detta í hug að kvænast, væri Misia — að hún væri nánasti vinur sinn meðal kvenna, systirin, sem hann eignaðist aldrei. Misia verður miðdepill í nýju samfélagi Diaghilev hafði einsett sér að leggja undir sig París með því að koma þangað með hinn Keisara- lega rússneska ballet, sem þá var á hátindi listar sinnar, en ballett var þá í lægð sem listgrein í París. En vegna skyndilegs fráfalls Vlad- imirs, stórhertoga, varð ekkert úr fjárstuðningi frá Rússlandi við fyrirtækið. En til þess að láta þennan draum sinn rætast eigi að síður beitti Diaghilev öllum brögðum samvizkulaust, og nú var gott að eiga Misiu að, því að hún var rík og þekkti áhrifamikið fólk. Er skemmst frá því að segja, að þetta tókst, rússneski ballettinn koin, og sýning hans varð meiri listviðburður og sigur en nokkurn hafði dreymt um, og var þó búizt við miklu, enda eftirvæntingin orðin gífurleg. Diaghilev og hópur hans var á allra vörum í lista- heimi Parísar frá og með 9. maí 1909. Nú myndaðist nýr söfnuður í samfélaginu, þar sem voru vinir rússneska ballettsins, en miðdepill hans var Misia, og hinar óform- legu aðalstöðvar Rússanna voru viðhafnarsalir íbúðar hennar við Rue de Rivoli — á mjög svipaðan hátt og hin einfaldari salarkynni hennar höfðu orðið miðstöð hringsins um „Revue Blanche" 16 árum áður. Þar var nú Diaghilev öllum stundum, og í kringum hann voru rússneskir listamenn eins og málararnir Léon Bakst og Alex- ander Benois og dansararnir Tam- ara Karsavina og Nijinsky, hinn nýi elskhugi Diaghilevs.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.