Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 14
ættir úr sögu sagnfræði og sögu- ritunar I Eftir Jón Þ. Þór sagnfræöing HER0D0T0S frá Halíkarnassos í fyrsta þætti þessa greina- flokks, skulum viö hverfa rúmar tvær árþúsundir aftur í tímann og hyggja um stund að þeim manni, sem gjarnan er nefnur „faðir sagnfræðinnar", Heródót- osi frá Halíkarnassos. Heródótos, eða Heródót, fæddist í grísku nýlenduborg- inni Halíkarnassos í Litlu Asíu árið 484 f. Kr. Um æskuár hans er ekkert vitað, en hann mun hafa verið af sæmilega vel stæðu fólki kominn og hefur án efa notið þeirrar klassísku menntunar, sem sonum frjálsra borgara á Grikklandi hinu forna var veitt. „Starf" Heródótosar að sagnfræðinni hófst eiginlega ár- ið 452 f. Kr., þegar hann var þrjátíu og tveggja ára gamall. Föðurfrændur hans áttu í stjórnmálaerjum í Halíkarnass- os og vegna þeirra var hann rek- inn í útlegð frá ættborg sinni. í stað þess að freista gæfunn- ar í nágrannaborgunum eða á gríska meginlandinu lagði Heró- dótos upp í langferð. Hann hélt fyrst austur á bóginn til Fön- ikíu, en Föníkar voru mestir siglinga- og ferðamenn við Mið- jarðarhaf um þær mundir. Er ekki að efa, að hjá þeim hefur hinn ungi og fróðleiksfúsi útlagi frá Halíkarnassos heyrt sögur frá fjarlægum og dularfullum löndum. Frá löndum Föníka lá leið Heródótosar suður til Egypta- lands og þaðan enn lengra inn í Afríku, eða þangað sem fornald- armenn kölluðu Elefantíne, borg fílabeinsins. Sú borg var efst í Nílardal og þaðan hélt Heródót- os aftur norður og vestur á bóg- inn, til Kýreneborgar á Miðjarð- arhafsströnd Afríku. Eftir nokkra dvöl þar lagði hann leið sína austur á bóginn, inn í Persaveldi, og kom þá m.a. til Súsu, Ekbatönu og Babýlóns. Frá þessum stórborgum hélt hann norður á bóginn, til Svartahafsstranda og dvaldist um skeið í ýmsum grískum ný- lenduborgum þar. Um 447 f. Kr., nær fimm árum eftir að hann lagði upp frá Halíkarnassos, settist Heródótos loks að í Aþenu. Hafði hann þá farið um mikinn hluta þess heims, sem Grikkjum var kunnur. Historíes apodexis Skömmu eftir komuna til Aþenu tók Heródótos til við að skrifa sögur (historiai) um það, sem fyrir augu og eyru hafði borið á hinni löngu ferð hans. í innganginum að sögunum lýsir hann tilgangi sagnaritunar sinnar með þessum orðum (þýð- ing Ágústs H. Bjarnasonar) : „Þetta er lýsing á sögum (hist- oriai) Heródóts frá Halíkarn- assos, til þess gjörð, að tíminn afmái ekki hin miklu og merki- legu afrek Hellena og Barbara og þó einkum til þess, að orsak- irnar, sem leiddu til styrjaldar þeirra í milli gleymist ekki.“ Sagnir herma, að Heródótos hafi verið vinsæll sögumaður í Aþenu. Á mannamótum las hann oft upp sögur sínar og fékk dágóðar greiðslur fyrir. Svipar honum að þessu leyti til gömlu íslensku flakkaranna, sem laun- uðu næturgreiða með sögum. Sögur sínar byggði Heródótos á minnisgreinum sínum úr ferð- inni miklu, þjóðsögum, er hann hafði heyrt, og ýmsum öðrum fróðleik. í sögunum segir hann sögu Egyptalands, Vestur-Asíu og Grikklands aftan úr grárri forneskju og til loka Persastríð- anna. því fer þó fjarri að um samfellda frásögn sé að ræða. Heródótos tekur marga, og oft langa útúrdúra, bætir inn í frá- sögnina ótrúlegasta og oft óskyldasta fróðleik um landa- fræði, trúarbrögð og þjóðhætti svo oft er næsta erfitt að henda reiður á því, hvar hann er stadd- ur í frásögninni hverju sinni. Um heimildagildi sagna Heró- dótusar hafa menn deilt öldum saman og sumir hafa kallað hann „föður lyginnar" ekki síður en sagnfræðinnar. Flestir munu þó sammála um, að frásögn hans sé einna trúverðugust þar 'sem hann segir frá því, sem hann sá með eigin augum. Þann- ig eru frásagnir hans af siðum og háttum hinna ýmsu þjóða oft mjög lýsandi og einsætt, að hann hefur haft næmt auga fyrir því, sem ólíkt var með þjóðum í þeim efnum. Heródótos var afar forvitinn og spurði margs á ferðum sín- um. Eins og margir forvitnir menn, fyrr og síðar, var hann með afbrigðum trúgjarn og í því liggur kannski mesti veikleiki sögu hans. Hann virðist hafa trúað hinum ólíklegustu þjóð- sögum, hjátrúarsögum og kraftaverka og ber þetta allt á borð fyrir lesendur sína sem blákaldar staðreyndir. Oft gætir einnig slæmra missagna í sög- unum, hvort sem það hefur staf- að af röngum upplýsingum eða misskilningi. Eru frægustu 1 dæmin um það þau, að hann gerði þann fræga konung Neb- úkadnezar að konu og sagði Alpafjöll vera fljót. Tímatalsvillur eru margar í sögum Heródótosar og hann gerði sér litla grein fyrir or- sakasamhengi atburða. Hann taldi guðlega forsjón ráða gangi sögunnar og leit svo á sem menn ættu guðunum að þakka vel- gengni sína og ósigrar manna og áföll væru refsingar guðanna. Ósigur Persa í stríðunum við Grikki rakti hann þannig til reiði guðanna vegna drambs Persa. Aþeninga taldi hann aft- ur á móti hafa notið dyggða sinna. Efnishyggjumönnum okkar tíma kann að virðast þessi skoð- un Heródótosar barnaleg, en hún var í fullu samræmi við þá speki forngrikkja, að dramb væri falii næst og að enginn skyldi ætla sér til jafns við guð- ina. Og enn ber þess að gæta, að Heródótos var Grikki frá Litlu- Asíu. íbúar grísku nýlendnanna 14 þar töldu sig eiga Persum fátt gott upp að unna. Þeir urðu um skeið að lúta valdi þeirra og Persastríðin hófust einmitt er grískir nýlendubúar í Litlu-Asíu gerðu uppreisn gegn Persum. En þrátt fyrir trú Heródótos- ar á guðlega forsjón má ekki gleyma því, að hann leit á Persastríðin sem átök lýðræðis og einræðis og úrslit þeirra sem sigur lýðræðisins. Þessu til stuðnings má benda á dæmi- sögu, sem hann sagði um sjö Persa, sem steypt höfðu ólög- mætum konungi af stóli og ræddu um, hvaða sjórnskipun myndi henta ríkinu best. Hinn fyrsti þeirra mælti með lýðræði að grískum hætti, annar vildi koma á fámennisstjórn, þar sem völdin yrðu fengin hin- um bestu mönnum ríkisins í ■hendur. Hinn þriðji, sjálfur Daríus, vildi aftur á mót koma á einveldi, þar sem völdin yrðu fengin besta manninum. Hann varð ofan á, gerðist einvaldur og gerði Persaveldi að voldugasta ríki er menn höfðu þekkt. Þetta hefði átt að nægja til þess að sannfæra menn um réttmæti tillögu Daríusar. En Heródótos skýrði frá því, að einu sinni á meðan á valdarán- inu stóð, hefði Daríus ekki vitað, hvað hann átti að gera. Og þar er komið að kjarnanum í sögu- skoðun Heródótuosar, ef hægt er að nefna hugmyndir hans um valdið svo hátíðlegu nafni. Hann taldi, að þar sem einveldið byggðist á valdi, hugsun og vilja eins manns, sem vissulega gæti skjátlast, hlyti það að standa veikari fótum en lýðræðið, sem byggðist á ráðum og vilja hinna mörgu. Úrslit Persastríðanna voru Heródótosi næg röksemd í þessu efni. Hann sagði Grikki hafa barist svo hraustlega sem raun bar vitni vegna þess að þeir börðust sem frjálsir menn, en Persar nánast sem þrælar einvaldsins. Margar röksemdir hafa síðari tíma sagnfræðingar fært gegn þessari skoðun, ekki síst þá, að í liði Spartverja hafi hinir undirokuðu, helótarnir, ekki barist af minni hreysti en frjálsir menn. En þótt finna megi marga veikleika í ritum Heródótosar ber hann nafnið „faðir sagn- fræðinnar" með sóma. Sögur hans eru fyrstu sagnaritin, sem varðveist hafa, og hann er fyrsti höfundurinn, sem segir okkur frá siðum og háttum þjóða, lýsir venjulegu fólki og daglegri önn þess, en lætur sér ekki nægja að telja upp fólkorrustur og her- konunga í annálsstíl. Með mikl- um rétti má þó kalla Heródótos þjóðháttafræðing engu síður en sagnfræðing, og sitthvað í ritum hans myndi nú á dögum falla undir aðrar fræðigreinar. En hvað svo sem um Heródót- os og sögur hans má segja, verð- ur því ekki neitað, að þær eru stórskemmtilegar og áhugavert lesefni enn í dag, tæpum 2500 árum eftir daga höfundarins. Heródótos bjó í Aþenu fram um 440 f. Kr. Þá fluttist hann til nýstofnaðrar grískrar nýlendu í Þúrioi á Suður-Ítalíu. Og þar lést hann árið 424 f. Kr., sextug- ur að aldri. Mun hann hafa verið einna víðförlastur allra sinna samtímamanna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.