Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 12
Haraldur Helgason arkitekt skrifar um frömuði nútíma arkitektúrs Mary Cooper Jewett listamiöstöðin í Wellesley í Massachusetts. ARKITEKTÚR 1 PAUL RUDOLPH Hópvinnuaðferöir Gropiusar voru honum ekki að skapi Paul Rudolph fæddist í bæn- um Elkton í Kentucky-fylki árið 1918, sonur meþódistaprests. Var fjölskyldan á sífelldum ferðalögum milli ýmissa staða í Suðurríkjunum, og skipti því Rudolph oft um skóla í uppvext- inum. Hann innritaðist í Alab- ama-fjöltækniskólann árið 1935 og stundaði þar nám næstu fimm árin. Síðan starfaði hann um stund á arkitektastofu E.B. van Kuerens, en komst brátt að því, sér til mikillar skelfingar, að námi hans hafði verið mjög ábótavant og hann hefði lært sáralítið um raunverulega arki- tektúrvinnu. Kunni hann hvorki til vinnuteikninga, né heldur hafði hann kynnzt eðli bygg- ingarefna, og til þess að ráða bót á þessu, lét hann innritast í arkitektúrdeild Harvard-há- skóla haustið 1940, þar sem Walter Gropius var skólastjóri. Heimsstyrjöldin síðari raskaði námi Rudolphs og árið 1942 var hann kallaður í herinn. Vann hann lengst af sem verkstjóri í skipasmíðastöð í Brooklyn, og lét ekki af því starfi fyrr en árið 1946. Hann sneri síðan aftur til Harvard, en gat þá alls ekki fellt sig við hópvinnuaðferðir Gropi- usar. Hann tók lokapróf árið 1948. Hélt hann síðan snöggvast heim til Suðurríkjanna, þar sem hann teiknaði sitt fyrsta raun- verulega verk, Denman-húsið í Siesta Key, Flórída, en varð sér síðan úti um ferðanámsstyrk og ferðaðist um Evrópu um skeið. Þar var uppbyggingin eftir stríðið í fullum gangi og því margt áhugavert fyrir hann að sjá. Hreifst hann einkum af ýmsum byggingum á Italíu. Undir lok ársins 1948 setti Rudolph upp sjálfstæða arki- tektastofu í Sarasota, Flórída, ásamt arkitektinum Ralph Twitchell, sem var þrjátíu árum eldri en Rudolph. Unnu þeir einkum að íbúðarhúsabygging- um, en samstarf þeirra gekk ekki sem bezt, þó að það skilaði bæði töluverðum hagnaði og bærilegum árangri. Vöktu sum einbýlishúsanna athygli fyrir nýstárlega uppbyggingu og efnisnotkun, sem ekki hafði ver- ið reynd áður í svo smáum verk- um. Nýjung úr skipasmíÖunum Eitt markverðasta hús Rud- olphs frá þessu tímabili er Healy-gestahúsið í Siesta Key (1949). Þak þess er byggt á stálgrind og eru sjö metrar á milli burðarsúlna. Ofan stál- rammans eru trefjaplötur og einangrunarefni, en ofan á það var sprautað vinyl-efni, vatns- vörn, eins og notað var í skipa- smíðastöðvum. Þetta var þá al- ger nýjung í byggingariðn- aðinum, og vakti Rudolph á sér talsverða athygli fyrir þetta til- tæki. Einnig jók hann hróður sinn með því að gerast dugmikill gestafyrirlesari við marga arki- tektúrskóla í suður- og austur- fylkjunum. Samstarf þeirra Twitchells leystist upp árið 1952 og setti Rudolph upp sjálfstæða stofu í Sarasota. Eftir þetta hef- ur hann ekki starfað náið með öðrum arkitektum, enda er það gagnstætt lífsskoðunum hans. Hann hélt áfram, einkum að fást við fremur smá einbýlishús, en varð svo skyndilega þekktur, er hann vann til verðlauna, sem „framúrskarandi ungur arki- tekt“ í alþjóðlegri samkeppni, 12 Sérstök, brotin steinsteypuáferð, er einskonar vöru- merki á byggingum Paul Rudolphs. m !®pfÉ| li - c'- jiíi »!jj djjf Jí| | w. |Í| Einn þekktasti arkitekt annarrar kynslóðar nútíma arki- tekta er Bandaríkjamaðurinn Paul Kudolph. Hann hefur aldrei bundið sig fast við einn ákveðinn stíl, og eru verk hans mjög fjölskrúðug. Á tímabili var hann í fylkingarbrjósti hinna svokölluðu „brútalista“, en einkenni brútalismans í arkitekt- úr eru einkum notkun hrjúfrar steinsteypuáferðar, auk djarfra og einfaldra byggingaforma. Le Corbusier kom einna fyrst fram með þessa stefnu í nútíma arkitektúr í byggingum sínum í Marseille og Chandigarh, og höfðu þær mikil áhrif á Rudolph. Paul Rudolph hefur verið mjög afkastamikill arki- tekt. Hann fékk aldrei trú á samvinnuhugsjóninni, sem Gropius prédikaði í Harvard-háskóla, en hefur haldið þeirri skoðun sinni stíft fram, að arkitektar ættu að vinna sjálfstætt að verkefnum sínum; arkitektúr sé persónuleg list, og því sé bezt að sem fæstir komi við sögu í þróun byggingarinnar, allt frá hugarsmíð arkitektsins, til hins áþreifanlega listaverks hans. sem haldin var í Sao Paulo í Brazilíu árið 1954. Hann fékk síðan það verkefni að teikna sendiráðsbyggingu Bandaríkj- anna í Amman, Jórdaníu, en verkið var lagt á hilluoa af stjórnmálalegum ástæðum. Árið 1955 var honum einnig falið að teikna Mary Cooper Jewett- læknamiðstöðina í Wellesley- skóla, Massachussets, og var það jafnframt fyrsta verkefni hans á austurströnd Bandaríkjanna. Byggingin stendur innan um hóp bygginga í nýgotneskum stíl, og eyddi Rudolph miklum tíma í að finna lausn, sem tengdi nýbygginguna vel hinu gamla umhverfi sínu, en útkom- an er ekki alls kostar fullnægj- andi. Stormasöm forstaöa fyrir arkitektúrdeild Yale-háskóla Rudolph setti á stofn aðra teiknistofu í New Haven, til þess að geta starfað sem næst bygg- ingarlóðinni í Massachussets, og ferðaðist hann títt á milli teiknistofanna tveggja. Um svipað leyti teiknaði hann Riv- erview-menntaskólann í Sara- sota, og þar notaði hann granna burðargrind úr stáli, og niður úr henni lét hann hengja sólhlífar til þess að örva lofthreyfingu í og meðfram byggingunni í hinu heita loftslagi þar suður frá. Einnig teiknaði hann háskóla- byggingu í Sarasota, þar sem mjög náið og áberandi samspil er á milli burðarvirkja og lagna- kerfis, og einnig er þar lögð rík áherzla á útilokun beins sólar- ljóss og forsælumyndun. Rud- olph var nú orðinn mjög þekktur um Bandaríkin, og árið 1957 var honum boðin forstöðumanns- staða arkitektúrdeildar Yale- háskóla og jafnframt gefnar frjálsar hendur með allt fyrir- komulag kennslunnar, ásamt vilyrði fyrir því að hann fengi að teikna nýbyggingu arki- tektúrskólans, sem ýmsir höfðu mikinn hug á að fá Le Corbusier í hendur. Ákvað Rudolph að þiggja embættið, og rak sam- tímis afkastamikla teiknistofu í New Haven. í skólamálum voru skoðanir Rudolphs að mörgu leyti í andstöðu við ríkjandi hefðir í akademískri kennslu, og hafði hann sterka tilhneigingu til að reka skólann, eins og hon- um fannst að fyrirmyndarteikn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.