Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Page 2
Bæjarstæði og byggingarstíll — 2. hluti Eftir Gísla Sigurðsson Mosfell í Grímsnesi, landnámsbær Ketilbjarnar hins gamla í ofaverðri Árnessýslu. Hlýlegt bæjarstæði, en varla það fegursta í þeirri skák, sem Ketilbjörn helgaði sér. AD KOMA AD ONUMDU LANDI Hrepphólar í Hrunamannahreppi. Hlýlegt bæjarstæði undir fallegri brekku, en Laxá rennur við túnfótinn. Fallegt á hverjum bæ Einstaka sveitir eru svo fagrar í heild sinni, aö þar veröur um leiö fallegt á hverjum bæ. Svo er til dæmis um Mý- vatnssveit, þar er næstum allsstaöar fal- legt og erfitt aö gera upp viö sig, hvar sú fegurð er í hámarki. En til aö segja eitthvað, vil ég nefna Kálfaströnd og Geiteyjarströnd. Mér þykir einnig fallegt víöast á Síöu og undir Eyjafjöllum, í Laugardal og Hrunamannahreppi og norðanlands bæöi í Vatnsdal og Eyja- fjaröardölum. Þegar rætt erum falleg bæjarstæöi, þá getur einn átt viö þetta og annaö hitt, samanber: Það er fallegt á Hvítárvöllum, þegar vel veiöist. Ég get verið aö tala um útsýniö, en þú átt viö gróöurinn og bú- sældina. En hvaö sem líöur ræktunar- skilyröum og ööru slíku, þá ætla ég, aö tignarlegasta bæjarstæöi landsins, ef mér leyfist aö taka svo til oröa, sé í Skaftafelli í Öræfum. Sá sem hefur staö- ið á hlaðinu í Skaftafelli og horft vestur 'yfir sand og austur yfir Hvannadals- hnjúk, veit hvaö óg meina. En það er nú ekkert slor heldur á Þorvaldseyri undir Austur-Eyjafjöllum meö útsýni fram til sævar en snarbrött fjöllin og jökullinn aö baki. Enda þótt umhverfi Þingvallavatns sé eitthvert fegursta svæöi landsins, veröur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.