Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 15
Taliö er fullvíst, að í hallargarðinum hafi fariö fram leikar, sem ef til vill voru trúarlegs eðlis og fólust í fimleikum ungra manna — og kvenna — í viöur- eign viö naut. Á veggmyndum hefur sést, aö karlar skipuðu áhorfendasvæöi á jaröhæö og höföu sérstakan vegg sér til varnar. Á efri hæð stóöu konur og horföu á. Þaö er og veröur spurning hvort hér var verið aö fórna nautinu ungmennum og Dow telur mögulegt aö Minos kon- ungur hafi komiö þeirr kvöö á í Aþenu, að þaðan yrði aö senda ungt fólk til þessa leiks, sem vel gat orðið banvænn. Þetta er augglaust ekki verri tilgáta en hver önnur og skiptir ekki verulegu máli. Jarðskjálftinn mikli og 170 ára „Grand finale“ Eins og stormboöi eöa áminning um örlagarík tímamót, reiö jarðskjálfti yfir Krít sem næst 1550 f. Kr. Jarðskjálftar hafa raunar oröiö í Eyjahafinu bæöi fyrr og síöar, en þessi var sérlega haröur og hlaönir steinveggir og súlur í höllinni í Knossos gáfu sig alveg í þessum ham- förum. En egísk menning stóö þá meö miklum blóma og ennþá verulegur lífs- kraftur í þjóöinni. Höllin var endurreist í síö-minóskum stíl og áfram héldu Krít- verjar aö smíöa dýrgrípi úr fílabeini og gulli og þeir gátu meira aö segja fram- leitt næfurþunnt postulín, sem þykir vandasamur iönaöur á vorum dögum. Þar á eftir blómstraöi minósk menn- ing í aöeins 170 ár og þaö var tímaskeið, sem bar í sér blóma og hnignun í senn. Listin tók breytingum: Náttúrustældar myndir af fólki og dýrum tóku viö af stílfærðum og stöönun lýsir sér í stæl- ingum á því sem eldra er. Tímarnir uröu órólegri en veriö haföi um aldraraöir; herskáir þjóöflokkar úr noröri hjuggu strandhögg og svo grimmileg árás var gerö á Krít áriö 1380 fyrir upphaf tíma- tals okkar, aö Knossos var lögö í rúst; konungshöll Minosar þar meö. í smærri atriðum er ósköp lítið vitað hvernig þessi árás átti sér staö; hvort um verulega mótspyrnu varö aö ræöa og hvaö tók viö. Aö öllum líkindum hefur konungurinn veriö drepinn og .ugglaust hefur margur góður gripur veriö tekinn herfangi og fluttur til Grikklands til aö veröa þar kveikja aö nýju menningar- skeiöi. Aö einhverju leyti voru Krítverjar hnepptir í ánauö, en litlum sögum fer af hinni myrku tíö, sem viö tók eftir aö min- óskri menningu haföi verið greitt bana- höggiö. Viö getum nú aöeins gizkaö á, hvort henni heföi auðnast aö eiga lengri lífdaga, ef Krítverjar heföu lagt í þann herkostnað aö koma upp öflugum land- vörnum til aö bægja aösteöjandi óvinum frá. En kannski var hnignunin of mikil; grunnmúrinn brostinn eins og síöar varö hjá Rómverjum. Millikafli kenndur viö Mykene í þúsund ár mátti svo heita, aö minósk menning gleymdist meö öllu. En um líkt leyti og 1200 ára menningarskeiö leið undir lok á Krít, lifnaöi dálitill neisti á Peloponnesskaga syöst í Grikklandi og varö aö báli. Þar er fjöllótt landslag og oftast mjög skrælt af þeim þurrkum, sem þar eru löngum. En þegar sagnarit- un hófst í Grikklandi hinu forna, liföu sagnir um þann volduga kóng Agamenn- on í Mykene. Thukydid sagnaritari skráöi aö kóngurinn á Krít heföi eitt sinn veriö voldugastur í Grikklandi og haft yfirráöin á sjónum, — og aö síðar hafi konungur- inn í Mykene náö svipuðum völdum. Á blómatíma'Hellena var fariö aö fyrnast yfir Mykene, en Thukydid sagnaritari sagöi, aö menn skyldu draga varlega ályktanir af því, þótt þar væri litlar minj- ar aö sjá. Þaö kom í Ijós síöar, aö hann haföi rétt fyrir sér; minjarnar voru þar raunar, en ekki sýnilegar á yfirboröi jarðar. Það kom i hlut Þjóðverjarns Schliemanns aö leiöa þetta í Ijós og þar meö menning- arskeið, sem kom næst á eftir því min- óska, en saman er jafnan talaö um min- óska menningu og Mykeneskeiöið sem egíska menningu, kennt viö Egevshaf. Bæöi þessi menningarskeiö mynda þann næsta bakgrunn, sem gullöld Forn- Grikkja byggöi síöan á — og ég líkti í upphafi þessa máls viö einskonar gener- alprufu fyrir vestræna menningu. Heinrich Schliemann, f. 1822 d. 1890, var merkilegur maöur. Þessi prestssonur frá Mecklenburg í Þýzkalandi varð fyrst innanbúðardrengur, síðan sjálfstæður kaupmaöur og meö árunum auögaðist hann aö fé. En þótt hann væri gersam- lega óskólagenginn í fornleifafræöi, átti hún hug hans allan; einkum var honum hugleikin sagan forna um afdrif Tróju- borgar í núverandi Tyrklandi. Menn trúöu svona rétt mátulega á sannleiks- gildi Hómers gamla, en sagan um Tróju- hestinn var engu að síður skemmtileg. Schliemann var aftur á móti viss um aö Trójuborg væri hægt aö draga fram í dagsljósið meö uppgreftri í hæö, þar sem heitir nú Hissarlik. Fullur eftirvænt- ingar hélt hann austur þangað haustiö 1871 og hófst handa ásamt hinni grísku konu sinni, og síöar bættist ágætur forn- leifafræöingur í hópinn, Wilhelm Dörp- feld. Þaö sýnir bezt hvert verk þessi upp- gröftur var, aö Schliemann hafði í vinnu 120 gríska og tyrkneska verkamenn. Er skemmst frá því aö segja, aö níu borgir voru uppgötvaöar, hver ofan á annarri, sú elzta frá steinöld. Schliemann fór hinsvegar vegvillt um konungsborg III- ions, sem Hómer kveður um; taldi hana dýpra í rústunum, en síðar kom í Ijós. En margskonar dýrgripir komu uppúr þess- um rústum; þungir gullbikarar og skartgripir. Schliemann mokar ofan af „höll Agamenons" Þessi fornfræga borg viö Hellusund haföi í hendi sinni allar siglingar inn til Svartahafsins og þeirra kornauðugu landa, sem þar voru og eru. Tóku Tróju- menn tolla af þeim skipum, sem fóru um sundiö, en lllionskviða segir okkur, aö sá mikli konungur í Mykene á Grikklandi hafi ekki viljað una slíkri afskiptasemi. Haföi hann forgöngu um aö farin var fræg herför á 1200 skipum austur til Tróju. Sú för endaöi meö því aö Tróju- borg var gersigruð með frægu her- bragði: Trójuhestinum, eftir tíu ára um- sátursástand. Þaö var því ekki aö undra, aö annar eins áhugamaöur og víkingur viö upp- gröft og Schliemann vildi nú snúa sér aö höll Agamennons í Mykene. Þangaö flutti hann allt sitt hafurtask 1876 og hóf aö róta til grjóti og möl. Þegar upp var staöið frá öllum þeim greftri, kom í Ijós aö hér haföi veriö „Akropolis" eða miö- læg háborg eins og í mörgum grískum borgarsamfélögum. I sögum haföi veriö greint frá „hinni gullríku Mykene" og nú gat Schliemann leitt í Ijós, aö enn uröu fornleifarann- sóknir til aö styöja sagnirnar. i kringum sjálfa háborgina voru mörg konunga- grafhýsi — hlaðin úr steinum og byggö meö hvelfingu á þann hátt aö hleöslan var látin ganga aö sér aö ofan. En graf- arræningjar höfðu fyrir langalöngu tæmt öll verömæti þaðan. Undir rústum sjálfr- ar hallarinnar fann Schliemann aftur á móti kynstur af gulli og verömætum fornminjum, sem hann færöi Þjóöminja- safninu í Aþenu, þaö á meöal örþunnar andlitsgrímur úr drifnu gulli og höföu þær eölilega flatzt út undir farginu. i Höllin við Knossos endurgerð. Vegg- myndirnar voru fall- nar niður, en Arthur Evans varði lífi sínu og fjármunum til þess að endurgera þessa glæsilegu höll, sem trúlega hefur verið bústaður Minosar konungs. Að ofan er dyngja drottningar, en að neðan hluti af há- sætissalnum meö veggmyndum af kynjadýrum, sem sýna austurlenzk áhrif. Hvílíkir meistarar hafa þeir verið Krítverjar í meðferð línunnar og hrynjanda í teikningu. Að ofan: „Bláu stúlkurnar", hluti af fresku úr höllinni við Knossos frá því um þaö bil 1500 f.Kr. annaö sinn haföi hann hitt naglann á höfuðiö og leitt berlega í Ijós, aö sagn- irnar voru ekki út í bláinn. En Schliemann fann líka nokkuö ann- aö í Mykene, sem olli honum heilabrot- um. Það voru vasar og aðrir hlutir, sumt úr leir, annaö úr fílabeini og meö dýrind- is skreytingum úr gulli og silfri. Af stíln- um mátti sjá, aö þessir fornu hlutir voru ekki grískir og þeir voru ekki heldur meö stíl Forn-Egypta. Einnig fann Schlie- mann gríska muni, sem virtust stæling á þessum dularfullu hlutum. En hvar var uppsprettan; hvaöan var þetta komiö og hvar haföi sú menning blómstraö, sem gat af sér svo háþróaöan listiönað? Þessum spurningum var ekki svarað fyrr en Arthur Evans hóf aö grafa viö Knossos. Uppsprettan reyndist þar; fyrsta Evrópumenningin og stóð í blóma fyrir heilum fjögur þúsund árum. En mörgu er ósvarað, vegna þess aö Krít- verjar höfðu ekki tök á sagnaritun, — ellegar þá aö þaö hefur allt glatast. Því stendur þetta friðsama eyjafólk í hálf- geröu rökkri og viö vitum næsta lítið um gleöi þess og sorgir, hugsunarhátt og viöhorf. Af því sem þetta fólk hefur látið eftir sig, talar listin skýrustu máli og vitnar um frábært handbragö og slíka tilfinn- ingu fyrir formi og hrynjanda línunnar aö ekki viröist sú tilfinning skarpari nú eftir fjögur þúsund ár. Gísli Sigurðsson tók saman. Heimildir: Archeology maí-júní 1980. History ol the World eltir P.S. Fry. Grimbergs Verdenshistorie 2. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.