Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 9
sem kæmi þeim að haldi, að minnsta [kosti í bráö: að flytja hingað rekkjuvoðir, svæfil [og sæng, og sofa í algleymi hvort und annars [væng, uns flóöum og frostbyljum linnir. Næsta sunnudag á eftir var komiö gott veöur, árnar færar, og var þá lýst meö Jóni og Ingibjörgu. Stúlka aö noröan sagði mér, aö séra Jakob muni snemma hafa byrjað á því aö kasta fram stökum. Ekki kunni hún samt neitt eftir hann. Á skólaárum sínum var hann kaupamaður í Steinnesi hjá Jóni prófasti og frú Elínu, og kann ég nokkrar vísur eftir hann frá þeim tíma. Frú Elín kenndi þær Herdísi tengdadótt- ur sinni, frændkonu minni. Eru þær flest- ar kveðnar viö Elísabetu, dóttur hjón- anna, sem þá var barn að aldri og mjög hænd aö séra Jakobi. Einu sinni, er illa lá á Elísabetu litlu, hljóp hún upp í fang hans. Þá kvaö hann: Oft fær setið mædd hjá mér móins fleta hæöin. Lítið get ég launað þér, litla Beta, gæðin. Ööru sinni grét Elísabet litla, af því aö faöir hennar fór aö heiman. Þá kvaö séra Jakob: Vertu kát og gráti gleym grundin fögur tvinna, bráðum kemur pabbi heim Betu sína aö finna. i Steinnesi var bolakálfur rauðbrúnn á lit, og kölluðu börnin hann Halakola. Dag einn um sumarið villtist hann heim aö bæjardyrum, þar sem börnin voru aö leika sér. Kom þá hljóö úr horni. Einkum varö Elísabet litla mjög hrædd. Þá kvaö séra Jakob: Einu sinni boli í bæ brölti inn, og krakka æ sögðu, — en piltar hæ, hæ, hæ, horfiö þið á hann bola. Litla Beta af hræðslu hrein, heyrði Ella þetta vein, grípur hrífu gullhlaösrein og glettist við hann bola. Ofan hleypur hann í dý hratt, og lendir pytti /', enginn gáir ögn að því, af honum leirinn skola, hann má háðung þola, hátt og lengi vola. Upp úr draga drengir hann dauða nær til kafnaðan, aka heim meö ataðan alinn Halakola. Um haustiö þegar séra Jakob fór frá Steinnesi, mælti hann fram þessa vísu: Vel sé þeim sem voru mér til vina og gleði, hvaö sem líóur hinna ráöi hugraun af sem marga þáði. Stúlka sem var á heimilinu mun hafa skapraunað honum um sumariö. — O — Ég gat þess, aö séra Jakob heföi stundum skrifað „pistla" til vina og kunningja. Ekki hef ég getað náö í neinn þeirra, kann aöeins smákafla úr einum, sem séra Jakob fór eitt sinn meö fyrir okkur á Breiðabólstað. Pistillinn var til Lárusar Blöndals sýslumanns, sem var þá fluttur norður, úr Dalasýslu. Mun séra Jakob sem aðrir sýslubúar hafa saknaö hans, því aö Lárus Blöndal var vinsæll maöur. Þaö sem ég kann, er svona: Ertu, vinur, önnum kæfður, ertu galdraþorni svæföur? Ertu reyröur ól viö staura, ertu lagstur djúpt á maura? Maurar þér ei mega halda, mín því kvæðin skulu valda, ég kveð þig upp, en ekki niður, er það góðra klerka siður. Fátt ég þér í fréttum skrifa, flestir hér í Dölum lifa, þó að einn og einn á stangli upp til himna héðan rangli (Hér vantar inn í) sex sér falda festa bríkur, flestar munu þær vera píkur, utan þetta ein eða svona ógift, reynd sem fertug kona. Um meydóm þeirra ég má ei [spjalla, mér stendur á sama að kalla. Bara ég fái bjór í kollinn og blóðrautt gull í vígslu- [tollinn. (í lok erindisins baö Ásthildur þá sem á mál hennar hlýddu og kynnu eöa ættu skrifaöar vísur eða kvæöi eftir séra Jak- ob, aö skrifa sér.) — O — Drög að framhaldserindi Ásthildar um séra Jakob Guðmundsson á Sauöafelli (Aldrei flutt) — O — í fyrravor las ég hér upp nokkur kvæöi og vísur eftir séra Jakob, síöast prest aö Sauöafelli í Miðdölum. Ég mæltist þá til, aö hlustendur vildu gjöra mér þann greiða aö senda mér, ef þeir ættu eitt- hvaö af líku tagi eftir séra Jakob heitinn. Þaö eru eigi allfáir sem hafa orðiö viö þessari bón minni, og þakka ég þeim innilega alla velvild og fyrirhöfn. Þaö eru aðallega tveir pistlar, sem ég les upp í þetta sinn. Annar er til séra Þorvaldar heitins Stefánssonar, prests aö Hvammi í Noröurárdal. Hann var mik- ill vinur séra Jakobs, og heimsóttu þeir hvor annan, þegar tækifæri gafst. Haustiö 1877 reið séra Jakob suður aö Hvammi. Hann hafði sem fylgdarmann Jón nokkurn Skeggjason frá Erpsstöð- um, sem er næsti bær viö Sauöafell. Lentu þeir í vondu veöri á Bröttubrekku og komu að Hvammi um kvöldið, votir inn aö skinni. Daginn eftir átti séra Þor- valdur að gifta hjón á Hraunsnefi í Norö- urárdal og sitja þar brúökaupsveislu. Tók hann séra Jakob meö sér þangaö ásamt fylgdarmanni hans. Aö skilnaöi mæltist séra Þorvaldur til, að hann léti sig vita, hvernig heimferöin heföi gengið, helst meö nokkrum vísum. Pistillinn sem séra Jakob sendi, er á þessa leiö: Sæll vertu góöi séra minn, sest ég nú upp á skjáinn þinn. Fyrir síðast ég þakka þér, þú tókst svo ofur vel viö mér seinast þegar ég kom að Hvammi í hvamminum þarna í dalnum frammi hundvotur eftir hregg og slúð, háttsemi þín var viö mig prúö. Litlu get ég það launað þér, en lítið engu þó betra er. Ég er svo sára sálarlaus, sárkaldir fætur, dofinn haus, aö mér er ei hægt að yrkja óð, í æðunum nærri er storknaö blóö, því nú er mér gengin æsku-öld, ævinnar komiö napurt kvöld; hrímkaldur bæði og hélugrár hrökklast ég nú með grettar brár; ungur ég forðum þótti þó þrekinn og fær í margan sjó; hagoröur oft ég kvæði kvað, svo kvensunum þótti gaman að. En nú er ég orðinn ósköp hás allt eins og gamall þjór á bás, svo stúlkurnar ungu stuggar við, stef þegar nöldrar karltetrið; allt þetta gerir ellin að, ekki er til neins að kvarta um það, hún loksins öllum kemur á kné, karltetrið Þór fyrir henni hné. En hvaö á nú þetta karlaraup, sem körlum er tamt þá fá þeir staup, þú aftur ei lifir æskuvor acti temporis laudator. Þá er að minnast annað á, er átum við saman Nefi' hjá þarna úti’undir llla hrauni; Árna * * mínum það drottinn launi; þar hámaöi ég í mig heitan graut, hangikjöt bæöi og steik sem flaut í sínu bráðnu eigin floti, allt var ríflegt á þessu koti, mjölvindlar, eins og manstu, vóru mönnum bornir á fati stóru, vínið í skálum, kaffiö i kollum og kliftækir sykurhlunkar i bollum, svo maginn í mér varö meir en hlessa, hann man alltaf síðan veislu þessa og hefur ei síðan borið sitt barr, því bumbult honum aö lokum var; en þó aö sá kostur þætti góður, þar var allt minna um sálarfóður; þeir skröfuðu ei nema um skyr oa [graut, skeifbera, hrúta, kýr og naut. Mér fóru þær ræður loks að leiðast og lausnar gjöröi þaðan beiðast; ég var lika svo heljar hás, að hugsun min öll varð undir lás, því ég var lasinn, þótti mér svalt, þar var líka svo fjandans kalt; af Bakkus ég ekki þorði aö þefa, þar um var ég í stórum efa, þegar ég skalf sem kari kálfur, hvort aö ég væri þetta sjálfur; ég skreiddist þó inn og upp á pall og yfirgaf þennan grindahjall. Ég þegar slapp úr þrautum þeim, þá við mér tók með höndum tveim holdmjúk, siðlát og hýrleit kona, huggun volaðra Adams sona; hún vaföi mig inn í voö margfalda og vermdi mína limu kalda, rétt eins og þegar ástrik móðir aumstöddu sínu hjúkrar jóði, hún fór um mig allan heitri hendi og hitaði dátt, en samt ei brenndi, rafmagn ástar úr henni flaug og mína spennti hverja taug eins og hljómfagra fiðlustrengi frækinn söngmaður spennir lengi alhvelfdum söngva inni í sal altissimo þá syngja skal, og ef ég á þér satt að segja, svei mér ef ég vildi deyja, þvi uþpyngt mér svall í æðum blóð eins og ég fyrst þá kyssti fljóð. En allar skemmtanir eiga kvöld, eru það gömul syndagjöld, um morguninn fór ég kátur á kreik og komst upp á hann gamla Bleik. Hann Erpstaða Skeggi * * * eins og ég ýta vildi þá heim á veg, beina leið inn i Bjarnadal brölta létum við jóaval; en heljar brekkan há og brött hún var ei geng nema fyrir kött, svo brjóstveikan mátti bera mig Frh. á bls. 21 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.