Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 7
Smámynd eftir Thor Vilhjálmsson Þaö var farið inn um mikið bogmyndað port og komiö þar í forgarö og gengið yfir hann þveran að breiöum tröppum með lúðum þrepum, og þar fyrir ofan voru svalir með mörgum bogum í rómönskum stíl, og milli þeirra grannar súlur úr porfír rauöum gljáslípuðum. Þar fyrir innan voru viðhafnarsalir og veizlugestirnir söfnuðust í einn þeirra aö hlýða á ræöuhöld. Hann fylgdi straumnum og stóö í þéttri mann- mergð nærri dyrum, og heyrði gamla heimspekinginn flytja þakkarávarp sitt fyrir heiðursborgaraskjalið sem hann hafði fengið fyrir aö hafa aldrei látið fasist- ana beygja sig. Og fremst sat virðingarfólkiö sem flaut uppi þó skipti um valdhafa og veittu ævinlega þeim öflugri fylgi. Og þegar gamli heimspekingurinn var hættur aö tala, kannski hafði hann aldrei látið fasistana beygja sig, kannski höfðu þeir bara leitt hann hjá sér; kannski vissu þeir ekkert um þaö aö þyrfti að beygja hann og þurftu þess þessvegna ekki, — þá tóku aörar ræður við fullar af orðum sem nota mátti viö hverskonar tækifæri, og gátu þýtt hvað sem væri hentugt hverju sinni; hann smeygöi sér fram og gekk breiöan ganginn sem var auður nema roskinn forystumaöur leiddi unga stúlku fram og aftur, og sagöi henni frá frægð sinni. í hólfum sátu brjóstmyndir hinna ódauölegu and- ans manna og furstanna sem gáfu listamönnunum aö éta fyrir eilíft líf í sögunni. í bókasafninu var enginn þar sem bækurnar voru geymdar sem fyrstar voru prentaöar og handrit; en skáparnir voru vitanlega læstir og rafeindaauga á veröi, og hann settist bara á trébekk þar sem lyfta mátti setunni til að opna geymslu væri ekki læst með hengilás undir sætinu. Skamma stund sat hann í þessum hljóða sal þar sem svo margar hugsanir úr einsemd genginna alda voru geymdar í hirzlunum læstu, og hann vissi hvaö hinir dauðu spekingar voru dauöir, og löngu dauðir, — og hann bara aleinn í stórum sal. Hann gekk fram ganginn fyrir utan bókasafniö, og kom að löngu veizluborði þar sem urmull af þjónum og matreiöslumönnum með hvítar stromphúfur voru að leggja síðustu hönd á veizlukostinn, og fyrir end- anum kom önnur álma hornrétt á boröiö og hann gekk að enda hennar og enn stóö hornrétt álma á hina; borðiö myndaöi stóran ferhyrning og þjónar fyrir inn- an á þönum aö færa til fötin, og rýma fyrir nýjum. Maður og maður með glas í hendi, oftast tveir þrír saman. En skyndilega barst mikill glaumur, og allir gest- irnir ruddust út úr salnum frá hinni hátíölegu athöfn og geystust aö kræsingunum og steyptu sér yfir þær einsog þeir væru að koma úr löngu feröalagi án vista. Og þeir hruöu hvert fatiö eftir annaö, og felldu han- ann sem sat á sínu fati uppreistur og brauð rogginn bringuna, og matsveinn með sveöju reiðubúinn að vinna á honum í þágu sælkera. Kalkúnn og gæs, margskonar fiskar, og grís snerist á teini, og draup úr honum feitin sem ausið var jafnharðan aftur yfir. Svínshaus skreyttur salatblööum og stórt blóm milli eyrnanna horfði dauflega á hina gráöugu glæsihjörö sem ruddist um fast til aö krækja í beztu bitana, olnbogaöi sig áfram eftir afli; og hnussaði við þeim sem það megnaði ekki að ýta frá svo það kæmist sjálf þangað sem augsýnin lokkaði til að dillað yrði bragölaukunum. Þessi flóðbylgja var svo óvænt með hinni stríðu ákefð og græðgi að hann gáði ekki ann- ars en horfa á aðfarirnar og átökin unz hann barst sjálfur í straumhvirfli upp að borðinu; og þar var fyrir á fati ókennilegur fiskur sem hann haföi ekki slíkan séö fyrr, nema á göngu sinni á undan hinum gestun- um og hafði þá skoðaö hann fyrir sér, kynjaðan úr einhverjum launhelgum Miðjaröarhafsins, eöa úr þjóðsögu dularfullri og fornri. Nú horfði fiskurinn á hann, og bara beinin fyrir aftan hausinn einsog hann væri með þessum stóru augum aö afsaka að þaö væri því miður ekkert eftir. Og hausinn af hananum lá út af í titrandi hlaupi; eftir áhlaupið var hið glæsilega veizluborö einsog rúst meö leifum á fötum og mat- arslettum og mylsnu og vínblettum um dúkinn allan; og þjónarnir aö þurrka af sér svitann, spennan og fjálgleikinn horfinn; og allt gerðist nú hægt, og gest- irnir virtust þreyttir og leiðir einsog æsingnum hefði fylgt lítil ánægja og engin gleði. Blóm, segir kona meö spennt hvikandi augu í gul- leitu andliti þar sem haföi verið fyllt upp í allar fell- ingar og málað blárauðum lit upp fyrir efri vörina þunnu til að auka friðli lyst ef vera mætti, og fært út í stóra boga sem styttu biliö í sveitta nasavængina; lítil vexti á skóm meö svo háum hælum og þykkum sólum að það var líkt og hún væri aö ganga á stultum og haföi um berar axlirnar holdugar sem báru háls- lausan hausinn fremur hrjúft grisjuefni sem náði niður undir hné; enn sætt þetta blóm, segir hún; blómið stóð í potti hjá rústunum af fasana. Þjónn látið mig fá þetta blóm, segir hún og bendir feitum velsnyrtum fingrum þrem einsog til aö sýna hringana sína meö litla fingur og þumal upp í loftiö einsog horn á fórnardýri, og flissaði undan stórum bláum sólgleraugum sem náðu niður undir munnvik safírblá í skelplötuumgerð í áttina að grönnum ung- um manni í alltof víöum og síðum jakka líkt og hún hefði hirt hann á benzínstöð og fært hann í fötin af manninum sínum. Hann var dökkur og dálítið skakk- ur í andliti, og náði tönn niður á vör hægra megin, daufur í augunum; og hárið í þannig bylgjum einsog hann svæfi meö hárnet eftir vandlega skrýfingu á rúmstokknum. Látið mig hafa þetta bióm þjónn, ítrekaði hún. Og þjónninn fór aö losa blómiö úr pottinum varlega en þaö var einsog það ríghéldi sér við pottinn og vildi ekki þaðan, og þyrfti lag að losa ræturnar einsog fingur sem halda dauðahaldi svo einn er losaður af öðrum, og þegar blómið var laust lét hann þaö á servíettu og rétti konunni sem greip það áfjáö án þess aö horfa á það, og rak upp hvellan fagnaðar- lausan hlátur í áttina að rýra sveininum í stóra jakk- anum; og hrópaöi meö skríkjum: Ó ég elska blóm. Elska blóm. Blómin ohhh, og tróö undir fótum marglit blómin sem höfðu falliö á gólfiö og lágu þar í breið- um, og safinn úr þeim pressaðist niöur í mislitan viðinn í parketgólfinu. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.