Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 23
eitt sinn djúp og háfleyg oröaskipti viö einn slíkan fugl snemma morguns. Viö settumst á einn bekkinn og áttum drjúga stund saman í hlýju skýlisins. Þegar liöa tók á viöræöur okkar var ég oröin margs vísari um samborgara mína og stundum komin aö því aö veröa algjörlega mát og vandaöi um fyrir viö- mælanda mínum aö kríta ekki of glatt. En því miöur voru þessar upplýsingar víst ekki oröum auknar og er þaö ver. Þegar ég loksins stóö upp og kvaddi, var ég oröin svo fróö um undirheima borgarinnar ásamt ýmsu ööru merki- legu, aö ég lék mér lengi vel við þá hugs- un aö bjóöa mig til starfa hjá lögregl- unni. Þeir heföu ábyggilega gleypt viö mér, en þegar til kom fannst mér þaö lítt fýsilegt. Þaö gæti komiö fyrir aö skapiö hlypi meö mig í gönur og þaö má ekki eins og allir vita. í gær haföi ég af dvöl minni á Hlemmi hina beztu skemmtun. Þar sat ég eftir hádegi ásamt öörum, dálítið dösuö eftir langa göngu í fylgd hlýrra sólargeisla, sem voru svo dásamlega velkomnir. Auövitaö haföi ég komið mér fyrir á bekk miösvæðis til þess aö geta fylgst meö sem flestu sem var aö gerast á staönum. Veöurblíöan var betri en nokkrum sinnum fyrr, himininn fagurblár og allir auövitaö í sólskinsskapi. Á svona fögr- um degi var gaman að vera til og borgin okkar Ijómaöi. Fólkiö var léttklætt og skemmtilegt á aö líta. Allur vetrardrungi kvaddur og hann horfinn út í buskann. Þó sá ég konu og konu á stangli meö loðhúfu og í hlýjum fatnaði samkvæmt því. Stór furöuleg fyrirbæri í þessu hlýja yndislega sólskini. Hverju skyldu þær klæöast aö vetri til í norðan gaddi og hörkubyl? Einnig var hægt aö koma auga á loöhúfu í fylgd meö Ijósri sumar- dragt, sem var einnig mjög svo furðulegt og alveg út í bláinn aö blanda vetri og sumri saman á þennan hátt.. . Samt gladdi meirihlut vegfarenda augun, eins og unga konan sem gekk framhjá. Hún var svo fallega, sumarlega klædd, aö þaö hlutu allir að taka eftir því. Ég geröi þaö aö minnsta kosti og tók sérstaklega eftir skónum sem hún gekk á. Þeir voru hreint furöuverk af böndum, háum hælum og þunnum sól- um. Göngulagiö var eftir því, tipplandi og kvenlegt og eins og flestir vilja hafa þaö ... Ég varö hugfangin af þessum skóm og mundi allt í einu eftir því aö ég ætti svipaðan fótabúnað inn í skap, þaö var nú þaö ... Smátt og smátt færöust augu mín niður eftir fótleggjum mínum og staönæmdust á skónum. Það voru heimsins beztu skór og þægilegir eftir því. Breiöir útjaskaöir meö hrágúmmí- sólum sem slitnuðu aldrei. (Svo sannar- lega til frambúöar.) Dásamlegir til þess aö þramma á eftir götum borgarinnar, en áttu þaö til að framkalla klossaö göngulag. Allir sem umgangast mig eitthvaö aö ráöi hafa oft og mörgum sinnum legið mér hálsi vegna þessa fótabúnaðar og bent mér hina og þessa skó, jafnvel boöist til þess aö slá saman í eitthvaö verulega smart. Ég heyri ekki slíkar að- finnslur og tilboö og geng í mínum gömlu. Það liggur í augum uppi, aö meö þessari andstööu er ég komin í hóp pönkara eöa hippa eöa hvaö þaö nú heitir, því ég vil vera ööruvísi en um- hverfið gerir ráö fyrir. Mér er sama, en skrattinn í sauöarleggnum er sá, aö við erum öll innst í eðli okkar að einhverju leyti pönkarar o.s.frv. Viö höldum gjarn- an fast í ýmsar venjur og hluti vegna þess aö við njótum þeirra þrátt fyrir neikvætt álit annarra. Eöa erum viö að ala þetta meö okkur til þess aö geta verið í andstööu viö umhverfiö? 23 Ljósmyndir: Kristján Einarsson manneskjurnar sem eru of seinar. Hlaupandi í allar áttir meö stírurnar í augunum, svart kaffi í maganum og síg- arettureyk í lungunum. Sem sagt, allt á handahlaupum og sannarlega góður grundvöllur aö fyrsta flokks stressdegi .. . Er nokkuö betra en rósemi og góöur Svo eru þaö nátthrafnarnir sem sveima um í skýlinu og utan þess í góöu veðri. Þeir setja sérstæöan svip á morg- uninn meö því aö njóta þess að taka þaö rólega þegar allir eru aö flýta sér. Þetta er lífsspeki út af fyrir sig og oft eru þetta skemtmilegir og vel gefnir fuglar. Ég átti tími viö morgunverðarborðið? Aö ég tali nú ekki um góöa sturtu áöur en farið er til vinnu, til þess aö skerpa andann og eins hreinlætisins vegna. Þaö þarf aö- eins að fara fjörutíu mínútum fyrr á fæt- ur og hvaö er þaö innan tuttugu og fjög- urra tíma sólarhrings? .. . Smáræöi . ..

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.