Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 14
Blómi og hnignun minósku menningarinnar á Krít Heinrich Schliemann og Sophia kona hans meö djásn, sem Schliemann fann viö uppgröft Trójuborgar. Síöar gróf hann upp konungshöllina í Mykene. örin bendir á Sir Arthur Evans, þar sem hann stjórnar uppgreftri hallarinnar viö Knossos aldamótaáriö 1900. osar í Knossos. Margt skarplegt kom honum til hugar, en í einu atriði skaut hann yfir markiö. Hann sá meö réttu, aö þarna haföi ekki staöiö forn-grísk menn- ing, heldur undanfari hennar. En hann truöi því statt og stööugt, að Minos kon- ungur heföi lagt undir sig Grikkland. Krítverjar voru ekki herveldi og stóöu ekki í árásum á aörar þjóöir; aftur á móti barst menning þeirra uppá „fastalandið“ eins og Danir og Vestmanneyingar segja. Minósk menning lagði Grikkland undir sig, en ekki Minos Konungur. Krítverjar höfðu veriö aö þróa meö sér og fullkomna notkun á bronsi í 6—7 aldir, þegar Grikkir, barbarískur þjóö- flokkur úr norðri, barst suður til Grikk- lands um 2300 f. Kr. og settist þar aö. Um þaö leyti hefur veriö geysilegur mun- ur á menningarlegu ástandi þessara þjóða. Sú tilgáta birtiSt síöastliöiö sumar í tímaritinu Archeology í grein eftir Sterl- ing Dow, aö Labyrinthos — völundar- húsiö fræga í goösögninni, sé mjög lík- lega sjálf konungshöllin. Þegar Evans haföi grafiö hana út, komu í Ijós feiknar- langir gangar og ranghalar. Þar komu víöa fyrir myndir af tvíeggja exi, sem ein- hverskonar tákni og á bronsöld þýddi Labrys einmitt tvíeggja exi, hvaö sem það nú annars táknar. Hvernig var hversdagslegt líf þessa fólks á Krít fyrir 4000 árum? Margt vantar inn í þá mynd, en sumt er vitaö, t.d. þaö aö konur gengu ávallt meö brjóstin ber. Evans var af welskum uppruna og auöugur vel. í leiðangri um Balkanskaga bárust honum fyrir augu leirtöflur meö einkennilegu myndletri, sem braskarar í Aþenu höfðu verið aö selja og var sagt að þær væru frá Krít. Þetta vakti forvitni Evans; hann hélt til Krítar áriö 1900 aö grafa í hæöina viö Knossos; eyddi þar því sem eftir var af ævinni og auðæfum sínum og opinberaði stórkostlega leynd- ardóma. Evans stóö á fimmtugu þegar uppgröfturinn hófst og hann varö níræö- ur. En ekki byrjaði verkið gæfulega. Þegar á fyrstu dögunum komu menn niöur á heilan stafla af leirtöflum meö myndletri og í bili lét Evans raöa töflun- um á jöröina. Um nóttina rigndi og töfl- urnar leystust upp. En það var ekki stór skaöi skeður; þúsundir fundust til viö- bótar. Brátt varö Ijóst, aö þarna voru ekki venjulegir mannabústaðir, heldur höll og aö öllum líkindum konungshöll. Önnur eins fágun, glæsileiki og íburöur kemur ekki fyrir í Evrópu fyrr en kannski 2000 árum síðar. Varlegt er aö draga þá álykt- un, aö höllin í Knossos gefi hugmynd um ríkjandi húsageröar- og innréttingatízku á Krít 2000—2500 fyrir Krist. Hér er vfs- ast um aöfluttan hirðkúltúr aö ræöa og fyrirmyndir sóttar til Egyptalands, Sýr- lands og Mesópótamíu. í því sambandi má nefna, aö grafin hefur veriö úr jörð viölíka höll í Alalakh á Sýrlandi, sem Krítverjum hefur veriö kunnugt um og vel gæti verið fyrirmyndin. En freskurnar á veggjunum voru aö- eins aö litlu leyti á sínum staö, heldur í molum eöa nánast mylsnu. Evans lagöi gífurlega vinnu í aö endurgera þessar veggmyndir og fékk til þess myndlist- armenn frá París. Sjálfsagt hefur Edou- ard Gillérion og félagar hans gert sitt bezta, en sumar myndirnar þykja minna grunsamlega mikiö á jungendstílinn svokallaöa, sem var í tízku í Evrópu ein- mitt um aldamótin. Sveigöar og stílfærö- ar línur einkenna þennan stíl og vísast hér á myndina af „gangandi manni“ úr höllinni í Knossos, sem fylgir hér með. Þeir stóðu ekki í árásum á aörar þjóðir Evans vann jöfnum höndum meö skóflunni og pennanum og haföi um það er lauk skrifaö geysilegt verk í sjö stór- um bindum, sem hann nefndi: Höll Min-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.