Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 4
Höfuðbólin þrjú, Skál- holt, Bessastaðir og Hól- ar, eiga það sammerkt, að bæjarstæðin eru ekki tiltakanlega fíigur á móti ýmsum öðrum — samt eru einhverskonar töfrar viðloðandi þessa staði. Fallegt er að sjá heim að Hólum, en í Skálholti og á Bessastöðum er það út- sýnið sem heillar. tJClM AP HÖl HM þó naumast sagt, að tiltakanlega fallegt sé almennt á bæjum í Þingvallasveit. Bæjarstæðið á sjálfum Þingvöllum er vitaskuld sér á parti, annar eins undra- reitur og er þar allt í kring. En þá er þess að geta, að sá bær situr ekki lengur við sama borð og aörir, hrauniö hefur fengið aö halda sér í staö þess að vera sléttað út og ræktaö, — og þar eru engin upp og niöur peningshús aö draga athyglina frá bænum, sem er í umsjá ríkisins og vel við haldið eins og vera ber. Á bæjum í Þingvallasveit þykir mér aö ööru leyti fegurst í Heiðarbæ, fegurö vatnsins nýt- ur sín mjög vel þaðan, svo og glæsilegur fjallahringurinn. Raunar er einstaklega fallegt bæjarstæði á Gjábakka með út- sýni vestur um vatnið og Þingvelli, — þar verður helzt að lifa á fegurðinni, því ræktunarskilyröi eru ekki alveg aö sama skapi, enda er Gjábakki ekki lengur í tölu bújarða. Aö eiga völina og kvölina Getum viö núna sett okkur í spor landnámsmanna, sem komu að lands- hlutunum lítt numdum eða ónumdum og gert okkur grein fyrir því hvort við hefð- um byggt bæ okkar á sama stað og þeir? Aðeins að litlu leyti, býst ég við. í fyrsta lagi leit landið ööruvísi út, ef marka má Landnámu; þaö var viöi vaxiö milli fjalls og fjöru og vísindalegar rann- sóknir styöja þaö raunar. Frá því all- löngu fyrir landnámsöld og fram til loka þjóöveldis, seint á 13. öld, virðist hafa ríkt miklu hlýrra veöurfar en nokkru sinni síöan. Má jafna því, segja sumir, til Skotlands eða Englands eins og hitafar er þar nú. Það gætu því hafa veriö tölu- veröir skógar, sem höfundur Landnámu kallar einungis „við“ og ólíkt hefur þá verið umhorfs, þar sem nú er berangur og allur jarövegur eyddur og blásinn á brott. í annan stað er þess að geta, að ýmsar ástæöur aðrar en fagurfræðilegar eða búskaparlegar gátu legið til þess, hvar menn kusu sér bólstað eins og frá- sögnin af landnámi Skalla-Gríms sýnir. Borg á Mýrum blasir við af þjóðvegin- um, þegar fariö er vestur á Mýrar frá Borgarnesi. Þar er óvenju fallegur bær, kirkja og íbúöarhús með háu risi, sem fer vel þarna. Þegar þess er gætt, hversu óhemju víðfeðmt landnám Skallagríms var, er dálítiö furöulegt, aö hann skyldi byggja einmitt þarna. Bærinn stendur- ekki hátt, aðeins nokkra metra yfir sjáv- armál og víöa er miklu grösugra. Sjálft bæjarstæðið er hlýlegt í skjóli undir klettahrygg, en maður gæti ímyndað sér, aö landnámsmaður eins og Skalla- Grímur kysi aö sjá vítt yfir lönd sín og byggja, þar sem mest væri útsýnið. En Landnáma skýrir ágætlega þessa ákvörðun Skalla-Gríms. Faöir hans Kveld-Úlfur tók sótt í hafi á leið til ís- lands og þaö var hans síðust bón, aö kistu hans yrði varpað í sjóinn og sonur- inn tæki sér bólstaö sem næst þeim staö er hana bæri að landi. Ekki þurfti aö efast um að Skalla-Grímur tæki tillit til þessarar óskar. Hann kom sjálfur að landi þar sem nú heitir Knarrarnes á Mýrum og eftir að hafa numið mikið flæmi og kannað allt héraðið, reisti hann bæ sinn „hjá vík þeirri, er kista Kveld- Úlfs kom á land og kallaði að Borg“. Enda þótt Borgarfjarðarhérað sé góð- um landkostum búiö og einmuna fagurt yfir að líta á björtum degi, þykja mér einstök bæjarstæði þar ekki nándar nærri eins falleg og hægt er að benda á annarsstaðar, bæði sunnanlands og / 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.