Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 10
Astríðufullur talsmaður Krists á heiðinni öld Eftir séra Gísla Kolbeins Hugsanlega er þetta lýsing á jóla- haldi Friðriks og Þorvalds, sem ætti þá að vera jólin 981 á Giljá í Húnavatns- þingi. — Sjá forsíðumynd Baltasars — Á nökkurri hátíð, þá er Friðrekr byskup með sín- um klerkum framði tíða- gorð ok guðligt embætti, var Koðrán nær staddr, meir sakar forvitni en hann ætlaði sér at sam- þykkja at sinni þeira sið- ferði. En er hann heyrði klukknahljóð ok fagran klerkasöng ok kenndi sætan reykelsisilm, en sá byskup vegligum skrúða skrýddan ok alla þá, er honum þjónuðu, klædda hvítum klæðum með björtu yfirbragði ok þar með birtí mikla um allt húsit af fögru vaxkerta- Ijósi ok aðra þá hluti, sem til heyrðu því hátíðar- haldi, þá þóknuðusk hon- um allir þessir hlutir heldr vel. En á þeim sama degi kom hann at Þorvaldi, syni sínum, ok mælti: „Nú hefi ek sét ok nökkut hugleitt, hversu alvörusamliga þjónustu þér veitið guði yörum, en þó eptir því sem mér skiljask, eru mjök sund- urleítir siðir várir, því at mér sýnisk, at guö yövarr mun gleðjask af Ijósi því, er vorir guðir hræðask. Skömmu eftir miðja tíundu öld fæddist á Giljá í Húnavatnsþingi sveinbarn. Þaö var nefnt Þorvaldur. Móöir hans hét Járngeröur. Meira er ekki kunnugt um hana. Faðir hans, Koörán, var af skagfirzkum ættum, sonur Eilífs Atlasonar undir Eilífsfjalli í Skagafiröi og Þórlaugar Sæmunds- dóttur hins suöureyska. Sá langafi Þorvalds var vopnabróöir Ingimundar gamla en skildi félag við hann, þegar Ingimundur kaus aö veita Haraldi hár- fagra lið í orustunni í Hafursfirði. í staö þess aö berjast þar kaus Sæmundur aö halda út til íslands og nema land í Sæmundarhlíö í Skaga- firði. Auknefni sitt „suðureyski" hefir hann sennilega fengiö af því, aö hann hefir annaö hvort verið ættaöur frá, jafnvel fæddur og uppalinn í Suðureyj- um, eöa veriö þar langdvölum. Hvort heldur sem hefir veriö eru sterkar líkur á töluveröum kynnum hans af kristni, sem haföi verið lengi viö lýði í Suðureyjum á uppvaxtarár- um Sæmundar. Ekki varö hann samt frægur af kristniboöi eins og sonar- sonur Þórlaugar dóttur hans, Þorvald- ur Koðránsson á Giljá. Koöráni fööur Þorvalds hefir ólík- lega dottið nokkuö í hug sú nafnfrægð sem sonur hans á hjá íslenzkri þjóö. Atlætiö, sem Þorvaldur bjó við í æsku hjá fööur sínum, var það aö vera mis- munadrengur settur hjá af Koöráni fööur sínum vegna dálætis hans á Ormi syni sínum. Ormur er nefndur fyrr í sögunni líkt og hann sé eldri, en Þorvaldur síöar líkt og hann sé yngri. Mismunun fööurins kom þannig niöur á Þorvaldi, aö honum var haldið til vinnu strax og hann gat nokkuð gert til gagns. Ekki var samt hirt um aö fá honum betri klæði en svo, að lítilfjör- leg þóttu þau, sem hann bar og í öllu var hann hornungur bróöur síns. Viö þeirri mismunun brást hann svo, að hann geröi allt eftir beztu getu meö öllum góövilja. Á uppvaxtarárum Þorvalds bjó merkiskona, nefnd Þórdís, á Spákonufelli á Skagaströnd. Almenn- ingur tók mikiö mark á tillögum henn- ar bæöi í héraöi og á alþingi. Það sést í íslendingasögum. Leið hennar lá að Giljá sumardag nokkurn, þar sem Koörán bóndi hafði boöið henni heim sakir vináttu þeirra. Meöan Þórdís sat veisluna varö hún vör við, hvernig Þorvaldur var settur hjá. Viö geíum látiö okkur detta í hug, aö hún hafi séö hann lörfum búinn bjástra við störf einhver, en Orm þá í góöum fagnaði vel búinn hiö næsta fööur sínum. Þórdís þótti forspá og fjölkunnug. Hún tók til oröa og sagöi viö Koörán vin sinn: „Þaö legg ég til ráös meö þér, aö þú sýnir meira manndóm héöan af Þorvaldi, syni þínum, en þú hefir gjört hér til, því aö ég sé þaö meö sannind- um aö fyrir margra hluta sakir mun hann veröa ágætari en allir aörir frændur þínir. En ef þú hefir á honum litla elsku aö sinni, þá fá þú honum kaupeyri og lát hann lausan, ef nokkur veröur til að sjá um meö honum, meö- an hann er ungur.“ Þetta ávarp ýtti við Koðráni. Hann fann góövilja Þórdísar og sagöist mundu fá Þorvaldi nokkurt silfur. Þaö er greinilegt, aö hann er sáttur við aö Þorvaldur fari meö Þórdísi og lætur bera á vettvang silfursjóö nokk- urn. En Þórdísi fannst þaö silfur ekki nógu vel fengið til þess aö vera hæft til aö framfæra Þorvald og neitaði aö taka viö því, af því aö Koörán heföi fengið þaö ranglega. Það votta orö hennar: „Ekki skal hann hafa þetta fé, því aö þetta fé hefir þú tekið meö afli og ofríki af mönnum í sakeyri." Koörán reyndi þá annan silfursjóö. En þá kom eftirfarandi svar: „Þessa peninga hefir þú saman dregiö fyrir ágirndar sakir í lausa- skuldum og fjárleigum meiri en réttlátt er. Fyrir því heyrir slíkt fé þeim manni eigi til meðferöar, er bæöi mun verða réttlátur og mildur.“ Þarna kemur forspá Þórdísar til sögu og orðin milda um leiö vandfýsi hennar. En nóg eru efniri á Giljá og silfur æriö hjá auðugum og ráöríkum héraðshöföingja. Nú var borinn fram digur fésjóöur, sem Þórdísi líkaði viö. Hún vigtaði af honum 3 merkur en skilaöi Koöráni aftur því, sem eftir var. Þá umsögn gaf hún þessu silfri, aö af því vildi hún hluta, „því aö þú hefir að þessu vel komist, er þú hefir tekiö í arf eftir fööur þinn.“ Þar meö fékk Þorvaldur farareyri og fór meö Þórdísi aö Spákonufelli. Þar átti hann góða daga. Á Spákonu- felli náöi hann miklum þroska, vel haldinn aö klæöum og öllu sem hann þurfti meö. Þaðan fór hann svo út i heim til þess aö afla sér fjár og frama, sem raunar tókst aö ýmsu leyti, þótt meira lægi seinna fyrir Þorvaldi. Hann varö vel metinn liösmaöur í víkingaher Sveins tjúguskeggs, sem sagöist son- ur Haraldar Gormssonar Danakon- ungs, en Haraldur þrætti fyrir faöern- iö. Sveinn tók vel viö Þorvaldi og var hann meö honum nokkur sumur í hernaöi fyrir vestan haf (þ.e. á Bret- landseyjum). Þorvaldur vann sér mikið álit hjá Sveini svo aö Sveinn virti hann meira en aðra, jafnvel meira en aöra vini sína, af því aö Þorvaldur var mikill ráöageröamaður, skynsamur, trú- veröugur, aflmikill, hugrakkur, víg- kænn og snarpur í orustum, gjöfull og greiöasamur af efnum sínum, reyndur aö fullkomnum trúleik og lítillætis- þjónustu, hugþekkur og ástúöugur öll- um liösmönnum og eigi ómaklega því að þá ennþá heiðinn var hann réttlát- ari en aðrir heiönir víkingar. Hann notaöi t.d. hernaöarágóöa sinn til þess aö veita þurfamönnum og jafnvel leysa hertekna menn úr ánauö. Ef herteknir menn féllu í hans hlut gaf hann þeim frelsi til heimferðar. Vegna atgerfis síns í orustum umfram aðra naut hann forréttinda, sem hann neytti til þess aö kjósa í sinn hlut sonu ríkra manna eöa kjörgripi, sem andstæö- ingunum þótti mikil missa í en sam- herjum var sama þótt Þorvaldur hlyti. En herfangar hans fengu frelsi og sigraöir eigendur kjörgripi sína aftur. Af þessu hlaut hann víöfrægt lof fyrir góöleika. Þar viö bættist, aö hann varö í aöstööu til aö frelsa fangaða samherja, sem herteknir uröu. Þaö henti meira aö segja, aö Sveinn tjúgu- skegg varö einu sinni fanginn, bund- inn og kastað inn ásamt Þorvaldi og mörgum öörum göfugum mönnum, þar sem þeir höföu farið meö ógætni langt inn í landiö og oröiö ofurliöi bornir af öflugu riddaraliöi. Þegar Þorvaldi bauöst lausn af hertoga nokkrum, sem kom næsta dag og átti Þorvaldi að launa lausn eigin sona áöur, vildi Þorvaldur eiga í öllu sama hlutskipti og Sveinn og hans menn. Þeir uröu allir leystir. Sveinn konungur sagöi frá þessu eitt sinn, er hann sat að fagnaði með tveim konungum öðrum. Einum viö- stöddum varö að orði, að fágætt væri og yröi ef til vill varla jafn vel skipaö háborð í annaö sinn og þá, þar sem þrír svo voldugir konungar snæddu af einum diski. Sveinn konungur sagði þá brosandi: „Finna mun ég þann út- lendan bóndason, aö einn hefir meö sér, ef rétt virðing er á höfð, í engan staö minni göfugleik og sómasemd en vér allir þrír koriungar." Þessi ræöa vakti hlátur og kæti og vildu allir vita hver þessi víöfrægi maður væri. Því svarar Sveinn: „Þessi maöur er ég tala hér til, er svá vitur sem spökum kon- ungi hæfði að vera, styrkur og hug- djarfur sem inn öruggasti berserkur, svá siöugur og góðháttaöur sem inn siöugasti spekingur." Til áréttingar sagöi hann svo söguna af frelsun þeirra félaga vegna þess hve vel Þor- valdur var kynntur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.