Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1981, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1981, Blaðsíða 15
>íCí?* **!»$> pistli. Þær hljóta að gefa dálitla hugmynd um fegurð garðsins. — Einungis svört marmaraplata er á leiði skáldkonunnar Colette (1), og leiði söngkonunnar Edith Piaf er einnig mjög einfalt (2). Ekki hef ég hugmynd um hver þessi L.T. Visconti er, sem á sér svo veglega gröf, en hér er gott dæmi um hugmyndaauðgi í gerð minnisreita, sem í sumum tilvikum er hreint ótrúleg (3). Svo sem margur veit, þá var Murat frægur herforingi og hægri hönd Napóleons auk þess að vera um skeið kóngur af Napólí. Hann var og giftur Karólínu systur Napó- leons og mun þá ekki síður frækinn á stríðsvelli ástarinnar, sé tekið miö af öllum börnunum, sem þau eignuðust (4). Það er mannvit og tilfinningaríkdómur yfir svip málarans Corots eftir brjóstmyndinni að dæma (5). Hér er staöurinn, þar sem hin síðustu fórnardýr kommúnuuppreistarinn- ar voru tekin af lífi í morgunsáriö 28. maí 1871 (6). Leiöi skáldsins Paul Éluard (7). Hér mun hvíla tónskáldiö Rossini (8). Leikskáldið Moliére kannast allir við og hér hefur honum verið gerð vegleg gröf, þótt hann hafi dáið 1673 og útför hans væri gerð frá kirkjunni St. Eustache þar sem hann var einnig skírður. Eftir nokkra eftirgrennslan kemst ég að því aö gröf hans er tóm og sömuleiðis gröf la Fontaine svo þetta virðist vera minnisvarði eingöngu (9). — Þá er spurningin hví gröf eða minnisreitur þeirra Abailard og Héloise er aö finna í þessum kirkjugaröi? Abailard (1079—1142) var frægur heimspekingur, guðfræðingur og sálmaskáld. Var mjög athafnasamur og umdeildur í starfi þar sem hann kom víöa við sögu á sérsviðum sínum og lenti m.a. í deilum við kirkjuna og kenningar hennar. Þannig voru kenningar hans fordæmdar á tveimur kirkjuþingum á árunum 1121 og 1140. Abailard er einkum minnst fyrir átakan- leg örlög er hann hlaut. Hann lagði ofurást á nemanda sinn, unga stúlku er bar nafniö Héloise og með þeim tókst ástarsamband. Þetta komst upp og í refsingarskyni lét frændi Héloise, kanúkinn Fulbert ráöast á Abailard og gelda. Eftir þennan atburð dró hann sig í hlé og helgaði sig klausturlifnaöi sem og einnig Héloise. í bók sinni „Historioa calamitatum" (Ólánssaga mín) lýsir hann lífi sínu. Hinar frægu bréfaskriftir þeirra Héloise eru í gefnu formi af fróðum taldar án nokkurs vafa bókmenntalegur skáldskapur og í einu og öllu verk Abailards. — O — Þennan sólskinsdag er ég var í garöinum var þar töluvert af fólki er naut veöurblíö- unnar og fegurðar garðsins, — margir forvitnir ferðalangar voru að leita að ieiðum átrúnaöargoða sinna á hinum ýmsu sviðum. Margir sátu á bekkjum við Kapellu á hæð fyrir miðjum kirkjugaröinum. Ég settist þar á bekk um stund, skoðaöi kort mitt og sá vítt yfir. Á kortinu sá ég að fyrir neðan mig lágu m.a. Collette, Rossini, Baron Haussmann, Chopin, Cherubini, Vincenzo Bellini og Abailard og Héloise. Undarlegt er þetta mannlíf, „af jörð ert þú kominn og að jörðu munt þú verða“. Mér verður hugsaö til kvæðisins undurfagra „Heimkoma" eftir Paul Verlaine í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar, er þýddi einnig kvæöiö í upphafi pistilsins, sem er eftir óþekkt franskt skáld: Hve bláminn yfir bænum hér er bjartur heiður. Hve björkin skín í blænum hér meö blöö og hreiður. Hve ómblíð klukkan hringir hér í himins tómi. Hve sætan þröstur syngur hér með sorg í rómi. Hve lífið falslaust Ijómar hér. Ó, Ijúfi friður. Hve strætaþysinn hljómar hér sem hægur niður. Ó, gestur, þú sem grætur hér, svo glitra tárin — hvað gerðir þú, sem grætur hér við gömlu árin. Bragi Asgeirsson. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.