Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1981, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1981, Blaðsíða 4
En sem betur fer segja tölur ekki allt. Bandaríski flotinn, með 1850 skip og 528.000 sjóliöa, er mun öflugri en hinn sovézki, og til flotastyrks Vesturveldanna teljast einnig flotar Breta og Frakka, en þeir koma næst á eftir flotum risaveldanna tveggja að stærð. Bretland er aö vísu ekki flotaveldi eins og áður var, en það hefur á að skipa 300 herskipum og 72.240 sjóðlið- um, og það er svipaður flotastyrkur og Frakkar hafa yfir að ráða. Einnig verður að taka tillit til hæfni sjóliðanna og stjórnenda þeirra. Rússn- esku sjóliöarnir, sem flestir gegna hér- skyldu, hafa enga reynslu á viö hina bandarísku og evrópsku. Þjálfun þeirra er ströng og aðbúnaður þeirra um borð lélegur á vestrænan mælikvaröa. En á móti því, sem á kann að skorta, hvaö baráttu- hug snertir, vegur að nokkru að minnsta kosti furðulegt ofstæki. Sir Ray Lygo, flotaforingi, stjórnaði „Ark Royal", þegar skipið lenti í árekstri við rússneskan tundurspilli, sem veitti því eftirför, og kveöst, hafa orðið forviða og skelfingu lostinn, er það kom í Ijós, „að þegar viö vorum að reyna að ná rússneskum sjólið- um upp úr sjónum, vildu þeir heldur hætta Serhei Gosrjkov, aömíráll, yfirmaöur sovézka flotans, er berorður maður og lítt gefinn fyrir tvírætt tal. Hann stjórnar stærsta herskipaflota heims og fer ekki dult með það, hvað hann álíti eitt megin hlutverk hans á friðartímum: „Aö rjúfa þær samgönguleiðir á sjó, sem Vesturveldunum eru mikilvægastar frá hernaöarlegu og efnahagslegu sjónarmiði.“ Þetta er tiltölulega ný þróun mála og uggvænleg fyrir yfirmenn Atlantshafs- bandalagsins, sem hafa fylgzt með hinum hraða vexti sovézka fiotans og stórauknum umsvifum hans, frá því er Gorsjkov, aömíráll, tók við stjórn hans fyrir 25 árum. Frá því að vera lítið meira en floti strandgæzluskipa á miðjum sjötta áratugn- um, eru nú í honum 2800 skip og 433.000 sjóliöar. Og svo að vitnað sé í orö yfirmanns sovézka flotans, þá hefur hann vaxið í það að veröa „nútíma-floti, sem er búinn, öllu sem til þarf til aö inna vel af hendi öll þau verkefni, sem til greina koma hvar sem er a heimshöfunum". Æðisgengið kapphlaup um yfirráð á heimshöfunum Klærnar sýndar á Norðursjó: Brezk Nimrod-þota flýgur yfir sovézk- an Kotlin-tundurspilli. 4 Mennirnir í brúnni: Grechko fyrrum varnarmálaráðherra Sovétríkj- anna og Gorshkov aðmíráll fylgjast með flugskeytaæfingu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.