Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1981, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1981, Blaðsíða 13
Nokkur aðskotaorð í íslenzku Eftir Sigurö Skúlason, magister KÚSKUR, ekill (OM). Þ. Kutscher, d. kusk. Þaö er aö vanda hingað komið úr dönsku. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1756 (OH). KÚTTER, skúta (OM). Þ. Kutter, d. kutter, e. cutter. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1891, en orömyndin kúttari einu ári siöar (OH). KÚSTUR, sópur o.fl. Orðiö er komiö af kost í dönsku. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1830 (OH). KVARTETT, fjögurra manna söng- flokkur eöa hljómsveit (OM). Oröiö er komiö af quartetto í ítölsku, en það er myndað af quartus, fjóröi, í latínu. Þ. Quartett, d. kvartett, e. quartet. Ég man eftir þessu orði í ísl. ritmáli frá árinu 1932, en löngu fyrr heyröist þaö hér í talmáli. KENTÁR, goösöguleg vera, maöur aö ofan, en hestur aö neöan (OM). Oröið er komiö af kentauros í grísku. Fr. centaure, e. centaur, þ. Kentaur, d. kentaur. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1871 (OH). KVARS, hörö steintegund, samband silisíums og súrefnis (SÍO2), frumsteinn í öllu súru storkubergi (OM). Oröið er af slavneskum uppruna, heitir Quarz á þýsku, kvarts á dönsku og quartz á ensku. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1889 (OH). KVINT, þyngdareining 5 grömm (OM). Orðið er komið af quintus í latínu sem merkir: fimmti. Þ. Quint, d. kvint. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1865. „Pundiö skiptist í 100 kvint“ (OH). Kapphlaupið um yfirráðin á heimshöfunum Frh. af bls. 5. aðarins í augum Rússa, sem gætu hallazt aö þeirri skoðun m^ö hliösjón af frammi- stööu Bretlands í síöari heimsstyrjöldinni, aö landiö myndi fremur beita þessum vopnum en gefast upp. Þá er þess einnig aö gæta, aö einhliða afsal þessa möguleika til gagnhótunar, heföi það í för meö sér aö Frakkland yröu eina kjarnorkuveldiö í Vestur-Evrópu. Eins og málin hafa þróazt, hafa eld- flaugakafbátarnir gefið ofansjávarskipum von um bjartari framtíð. Þetta er að nokkru vegna þess, aö kafbátar duga ekki til „aö sýna fánann" eöa til aö beita smáþjóöir diplómatískum þrýstingi, og að nokkru þar sem nútíma floti veröur aö hafa vernd gegn kafbátum. Meira að segja eru nýjustu gerðir flugvélamóðurskipa aö verulegu leyti hannaðar meö hliösjón af þessu verkefni, svo sem hiö brezka 20.000 t. „Invincible", hiö rússneska 35.000 t. „Minsk“ og hiö bandaríska 90.000 t. „Nimitz". Hugsanleg skotmörk þeirra eru ekki aöeins eldflauga- kafbátar, heldur einnig kjarnorkuknúnir gagnflaugakafbátar, sem hannaöir eru til granda eldflaugakafbátum óvinanna, en vernda sína eigin. Mikiö hefur veriö aö því unniö af hálfu allra aðila aö smíöa rafeindatæki eða búnaö í því skyni að gera eldflaugarnar sem og mennina og tækin, sem eiga að senda þær, óvirk. Bandaríkjamenn eru taldir lengra komnir tæknilega séö, en rússnesk skip eru oft troöfull af rafeinda- búnaöi. Sovétmenn hafa lagt mikla áherzlu á aö nota skip til öflunar upplýsinga meö rafeindatækjum bæöi í stríöi og friði. KVINTETT, fimm manna hópur söngvara eöa hljóðfæraleikara; tón- verk ætlað slíkum hópi (OM). Orðið er komiö af quintette í ítölsku, en það er komið af quintus, fimmti, í latínu. Þ. Quintett, d. kvintet, e. quintet. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1955 (OH), en er vafalaust allmiklu eldra í talmálinú. KVISLINGUR, landráöamaður, sá sem svíkur land sitt í hendur óvinahers (OM). Orðið er myndað af nafni norsks stjórnmálamanns, en sá hét Vidkun Quisling (d. 1945). Þaö merkti upphaf- lega: Maöur sem fylgdi stjórnmála- flokki Quislings aö málum. D. og e. quisling. Oröið heyröist hér oft á stríðsárunum 1940—45 og sást þá auövitaö einnig á prenti, en heyrist nú oröið sjaldan. KVITTUN, skrifleg viöurkenning fyrir greiöslu, viötöku einhvers (OM). Þ. Quittung, d. kvittering, e. acquittance. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1589 (OH). KVITTA, gefa skriflega viöurkenn- ingu fyrir greiðslu, viötöku einhvers (OM). Orðiö er komið af so. quit(t)are í miðaldalatínu sem merkir: róa ein- hvern. Það varö aö quittieren í lág- þýsku og kvittere í dönsku. Finnst í ísl. ritmáli frá 15. —16. öld (OH). KVÓTI, hluti; deild, tala, er sýnir, hve deilir gengur oft upp í deilistofn (OM). Orðiö er komiö af quota í miöaldalat- ínu. Þ. Quote, d. kvota, e. quota. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1785 (OH). KVEKARI, maður af kristnum sértrú- arflokki mótmælenda (frá 17. öld), er leggur áherslu á bræöralag og friö (OM). Orðiö er komið af quaker í ensku, en þaö orö er myndað af so. quake sem merkir: skjálfa. Mun hér upphaflega hafa verið um háösyröi aö ræöa. E. Quaker, þ. Quáker, d. kvæk- er. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1821 (OH). KENGÚRA, ætt pokadýra (í Astr- alíu), stökkdýr (OM). Hiö ástralska heiti varö aö kangaroo í ensku, þ. Káng- uruh, d. kænguru. Orömyndin kengúru finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1827, kengúrúi frá 1886, en kengúra frá 1938 (OH). KINROK, svart fíngert efni (kolefni) sem myndast viö ófullkominn bruna kolefnisríkra lífrænna efna, notaö til iðnaðar (OM). Oröiö er komiö af kinrok í miölágþýsku, en þaö er til oröiö úr kin (furutré) og rok (reykur). D. konrog. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1570, stafsett kinrogh, en frá 1774, stafsett kinrok (OH). KIRJÁLL, sálmur, söngurinn kyrie eleison: drottinn, miskunna þú oss (OM). Kyrie er komið af kyrios í grísku er merkir: herra. Finnst í ísl. fornmáli, stafsett kiriall og kyriall (Fr.). LAFSKÁS. Þetta orö heyrði ég oft í bernsku og fannst mér þaö þá vægast sagt heldur en ekki óviðkunnanlegt. Ég held ég megi fullyröa aö 6 ára gamall heyrði ég þaö fyrst af vörum alskeggj- aös manns. Man ég enn þá vel þegar þaö kássaöist út úr lafandi skegginu á honum! Mér sýndist hann slefa af hrifningu þegar hann sagöi þaö og augu hans blikuðu undir sól aö sjá. í endurskoðaðri og breyttri útgáfu af Dansk-íslenskri orðabók Freysteins Gunnarssonar, Rv. 1957 er þessi þýö- ing á danska orðinu labskovs sem ísl. oröiö er auðvitað komiö af: kjötmusl (einsk. réttur). Orðiö er komiö af labskaus í miölágþýsku (þ. Labskaus). E. lobscouse sem Siguröur Örn Boga- son íslenskar þannig í Ensk-íslenskri oröabók sinni, Rv. 1952: kjötkássa meö grænmeti. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1957 (OH). LAKK (rautt) vaxkennt efni, notað til aö innsigla; sérstök (sterk og gljáandi) málningarteg.; gljáhúö (á skóm) (OM). Orðiö er komiö af lak í persnesku. Þ. Lack, d. lak, e. lack. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1957 (OH). Lygo, aðmíráll, skýrir Ijóslega ætlun þeirra: „Nákvæmar upplýsingar og njósnir hafa alltaf veriö snar þáttur í sjóhernaöi, en eru mikilvægari en nokkru sinni á atómöld. Þegar um er aö ræöa vopn, sem beitt er meö því aö ýta á hnapp, veröa þær aö vera hárnákvæmar. í þessu efni hafa Rússar langtum betri aöstöðu en Vesturveldin: Flotastöövar þeirra eru aögreindar frá höfnum fyrir vöruflutninga. Hér er þeim blandaö saman. Hin nýja gáma-endastöö í Portsmouth, til dæmis, er í miöri flotastöð- inni, þannig að rússnesk skip meö hlerun- arbúnaði geta safnaö upplýsingum, meöan þau liggja viö bryggju.“ Öllu geigvænlegri möguleiki er hins vegar sá, að sovézk flutningaskip eöa rannsóknarskip, sem heimsækja hafnir í Bretlandi og öörum ríkjum Atlantshafs- bandalagsins, gætu komiö fyrir tíma- sprengjum eöa kjarnorkuvopnum, sem stillt væru þannig, að þau spryngju síöar í sambandi viö óvænta árás. Þá hefur og nýting auðlinda á hafsbotni aukið mjög á mikilvægi yfirráöa á hafinu. Vinnslustöðvarnar á hafinu eru mjög við- kvæmar, og þær verður að verja — og þaö er ekki aöeins af efnahagslegum ástæöum, heldur eru þær kjörnar til að bera hlustunarútbúnaö gegn kafbátum, og það væri vanræksla hjá yfirmönnum hervarna Atlantshafsbandalagsins, ef þeir hafa ekki aflað leyfis til að notfæra sér það. Það er þess vegna, sem rússneski flotinn hefur sýnt olíupöllunum á Noröursjónum svo mikinn áhuga. Ef Norðmenn hefja olíuvinnslu á hafsvæðunum á leiðinni til hinnar miklu rússnesku flotastöðvar. Murmansk, þá gæti Kreml tekið þá af- stööu, aö ekki væri hægt aö þola vissan útbúnaö þar. En er sennilegt, að leiötogar Sovétríkj- anna freistist til aö leggja út í nokkur ævintýri á hafinu, þótt á afmörkuöu svæöi væri? Sir Terence Lewin, aðmíráll, telur það hugsanlegt. „Þeir gætu reynt hafnbann að einhverju leyti á Bretland og meginland Evrópu. Hvað myndu bandamenn gera þá? Hefja mótaðgerðir á landi gegn hefafla, sem væri langtum stærri og öflugri eöa reyna að takmarka átökin við sjóherinn?" Leach, aömíráll, svarar hiklaust: „Ég er þeirrar skoðunar, að slíkt hafnbann ásamt hugsanlegum árásum á skip bandamanna gæti ekki staðið lengi án þess að leiöa til átaka á landi." Það hljóta að sjálfsögðu að verða stöðugar umræður um öll slík vandamál, sem snerta nýjar aðstæður á hafi á atómöld. Hin mikla óvissa kemur glöggt fram í oröum Sir Terence Lewin: „Ef árás verður gerð í Norður-Evrópu, verður hún örugglega ööruvísi en nokkur atburöarás, sem við höfum hugleitt eöa reynt í heræfingum. Það er þess vegna sem frumkvæöi — það að geta tekizt á viö hiö óvænta — gæti skipt sköpum.“ Til aö tryggja, að sem fyrst veröi vart sérhverra óvenjulegra aðgerða eöa breyt- inga á venjulegum háttum eru skip Atlants- hafsbandalagsríkjanna, kafbátar og flug- vélar stööugt á ferðinni víös vegar um höfin til að fylgjast með athöfnum sovézka flotans og láta vita um þær. „Þaö er þessi nærvera herskipa okkar á hafinu og hinar tíöu og sýnilegu flotaæf- ingar árið um kring, sem mest áhrif gætu haft til að bægja burt hættunni á óvæntum hernaöaraðgeröum á hafi úti,“ segir Leach, aðmíráll. „Þannig sýnum við, að við erum staðráðnir í að snúast gegn sérhverjum afksiptum af frjálsum siglingum okkar um höfin." — svá — stytt úr „Telegraph" Rembrandt í gegnum miðil Frh. af bls. 6. uðir eins og Augustin Lesage, sem var franskur kolanámuverkamaöur, en einn- ig hálærðir myndlistarmenn eins og Austin Spare og Ingo Swamm. En nóg um þaö. Viö vorum sem fyrr segir á þingi Al- þjóöa spíritistasambandsins, sem fram fór á gömlu sveitasetri meö skóglendi í kring, grasflötum og fögrum blómagörð- um. Fundargestir, um þaö bil 80 manns, biöu fullir eftirvæntingar, því boöað haföi verið aö brasilíski miöillinn Luiz Gasparetto mundi koma á þingið og vekja undrun okkar. Viö komum okkur fyrir í aöalfundarsal skólans, sem þarna er nú til húsa; dregið var fyrir alla glugga og ríkti djúp þögn aö ööru leyti en því, aö hljómlist eftir Bach var leikin lágt. Luiz Gasparetto settist viö borö í rrtiöjum sal og var móðir hans meö hon- um; hún settist viö sama borö. Viö hlið hans lá stafli af þykkum teiknipappírs- örkum ásamt meö litatúpum. Stundin var aö hefjast. Ljósin eru slökkt, það varö niðamyrk- ur í salnum, en síöan kveikt á tveimur litlum, rauöum Ijósaperum í um þaö bil fjögurra metra fjarlægð frá boröi Gasp- arettos. Ég veitti því athygli, aö viö þessa birtu var alls ekki hægt að greina einn lit frá öörum. Og nú byrjaði Gasparetto verkiö, fall- inn í djúptrans. Hann hallaði höföinu til hliðar, síðan framávið og lagði hægri hönd yfir litatúpurnar án þess að horfa á hvaö hann var aö gera. Síöan opnaöi hann hverja litatúpuna af annarri eins og til aö hafa þær tilbúnar. Með augun lukt tók hann teiknipappírinn með hægri hendinni og þaö meö þvílíkum krafti, aö móöir hans varö aö hafa hemil á og gæta þess að allt væri i skoröum. Hend- ur Gasparettos flugu yfir örkina meö ofsahraöa og fjórum mínútum síöar var fyrsta myndin fullgerö og neöst á hana ritaði hönd miöilsins: Renoir. Ekki var móöir Gasparettos fyrr búin að láta þá fullgerðu til hliðar en hann þreif nýja örk og byrjaöi þegar, þó án þess að horfa á þaö. í þetta skipti byrj- aöi hann á mannsaugum og voru þau svo neðarlega á pappírnum, að mér sýndist sem þau mundu veröa neöst á andlitinu. Mér flaug í hug, aö nú heföi honum orðið á í messunni. Áfram flugu hendur hans meö ofsahraöa og var því líkast sem hér væri hnefaleikamaöur aö afgreiöa keppinaut en málari að fullgera mynd. Og um leið kom í Ijós, aö andlitiö á pappírsörkinni var á hvolfi. Þeir, sem sáu þetta, uröu agndofa. í þriöja sinn byrjaði Gasparetto og nú meö berum fingrunum. Þaö var eins og áöur, ofsahraði í hreyfingunum og báð- um höndum beitt samtímis. Undir þessa skrifaöi hann Monet og rithöndin var eins og sjá má í listaverkabókum meö myndum Monets. Áfram hélt Gaspar- etto; ein myndin eftir aöra kom frá hendi hans og allar áritaöar af gengnum stórmeisturum: Rembrandt, Manet, Modigliani, Degas Bruegel, Toulouse- Lautrec, van Gogh og Renoir. Ekki þurfti heldur neinn sérfræöing til aö sjá að oft varð árangurinn sláandi líkur því sem viö þekkjum eftir þessa menn. Og eftir rúm- an klukkutíma lauk þessu djúptrans- eöa sambandsástandi og Gasparetto bæöi kófsveittur og dauöþreyttur. Á eftir var myndunum dreift um gólfiö, svo allir gætu skoöaö þær. En þær voru Frh. á bls 16. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.