Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1981, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1981, Blaðsíða 14
PERE LA CHLAIS LSHmC*F.Í f «yRA' ■••S.vsf: <5(U.0>S 'Pmut 35 f-ÍURAT ■ > s Bragi Ásgeirsson segir frá kirkjugarðinum frœga í París Stutt er lífið — lítið eitt af von, sem deyr, dálítið af draumum — og síöan ekki söguna meir... Nafnkenndasti kirkjugarður í París nefn- ist Pére — Lachaise, og er hann þó ekki eldri en frá 1803, nefndur eftir skriftaföður Loövígs fjórtánda. Saga hans er sú, að árið 1626 festu Jesúítar sér stóran jarðskika fyrir utan Parísarborg og byggðu þar hvíldarheimili, sem var fullbyggt árið 1688. En áriö 1763 var Jesúítum vísað af svæðinu, jörðin tekin eignarnámi og svo síðar sett undir kirkjugarð. — Það, sem gerir þennan garð einkum áhugaverðan og forvitnilegan til heimsóknar er í senn óviðjafnanleg fegurð hans og hve margar frægar persónur, sem eru nokkuð nálægar í tímanum, eru jarðsettar þar. Þá er garðurinn og sögufrægur fyrir það, að hér áttu sér staö síðustu og blóðugustu átök kommúnuuppreisnarinnar. Hér bjuggust um síðustu leifar uppreisnarmannanna, og 27. maí 1871 var lagt til atlögu við þá. Fólkið var vægöarlaust brytjað niður, þar sem það hafði leitað skjóls bak viö leiöi og í grafhýsum. í morgunsárið daginn eftir voru hinir síðustu 147 er eftir lifðu, skotnir upp við múrinn. Þessi staöur í kirkjugarðin- um er því skiljanlega mörgum helgur reitur, sem fjöldi manna heimsækir ár hvert. Allur er garðurinn sannarlega hinn fegursti og vel haldið við enda engin smámenni sem hér eru grafin, — mörg þeirra eru Ijóslifandi í nútímanum gegnum verk sín og afrek og staðfesta, hve dauöinn er afstætt hugtak. Garöurinn býr yfir sérstakri og dulmagnaöri fegurð á öllum árstíðum og í öllum veðrum, jafnt í litskrúði sumars, vors og haust, sem og um hávetur er hvít snjóslæðan breiðir sæng sína yfir hina dánu. Þaö tekur góða dagstund að skoða garðinn vel og þeirri dagstund er vel varið, því aö segja má, að það sé um margt áhugaverðara aö vera innan um dauð mikilmenni en lifandi lítilmenni! Mikilmenn- in fá okkur til að hugsa, langt út yfir gröf og dauða, minnast svo margs og slíkt kemur heilasellunum á hreifingu. Meðal þeirra, sem þarna eru grafnir, má nefna Collette, Rossini, barón Haussman, Abailard og Héloise, Chopin, Cherubini, Vincenzo Bell- ini, Thiers, David, Ingres, Auguste Comte, Corot, Moliére og la Fontaine, Victor Hugo og fjölskyldu, Ney markskálk, Beau- marchais, Murat og Caroline Bonaparti, Modigliani, Edith Piaf, Barbusse, Éluard og Thoréz, uppreistarmennina frá 1871 og svo er þar minnisvaröi þeirra er létust í útrýmingarbúðum nazista í seinni heims- styrjöldinni. Jafnframt Oscar Wilde, Sara Bernard, Marchel Proust, Appoloniarie, Delacroix, Balzac og greifynju Hanska, Bizet Daudet o.m.m.fl. — Þótt enginn frægur væri grafinn þar, væri garðurinn engu að síður djásn fyrir augað, og svo er hann í rólegu úthverfi Parísarborgar, sem áhugavert er að kynn- ast. Ég tók fjölda mynda í garöinum, en því miður iánuöust þær ekki allar sem skyldi, en læt nokkrar þær skástu fylgja þessum 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.